Fræðsluerindi í Funaborg miðvikudaginn 11. mars

Hrossaræktarfélagið Náttfari auglýsir:

Fund með Þorvaldi Kristjánssyni í Funaborg á Melgerðismelum miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið „Ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og skeiðgens“.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og eru hestamenn hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Náttfara.

Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

17. og 18. apríl

Hátíðin samanstendur af tveimur sýningum, Fákar og fjör á föstudagskvöldi og Stóðhestaveislu 2015 á laugardagskvöldi. Undirbúningur fyrir viðburðina eru komnir vel á skrið og von er á fjölda gesta, erlendra sem íslenskra. Mikilvægt er að vel takist til í að skapa þessari hátíð sess í framtíðinni.

Í tengslum við sýningarnar vill HEÞ auglýsa eftir hrossaræktunarbúum sem tilbúin eru til að taka á móti gestum en ætlunin er að bjóða upp á rútuferðir á laugardeginum þar sem gestir geta sótt hrossaræktendur heim. Þar gæfist þeim tækifæri að hitta ræktendur og skoða það sem þeir hafa fram að færa.

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Ríkarð í s: 462-7145/895-1118 fyrir 10. febrúar.

fakar

Equitana sýningin 2015

Equitana

Equitana kynning (pdf)

Kæri félagsmaður,

Nú er undirbúningur fyrir Equitana stórsýninguna í Essen, Þýskalandi í fullum gangi. Á sýningunni verður í fyrsta sinn í mörg ár íslenskt svæði, þar sem Hestatorg (LH, FHB, Landsmót, FT, Hólaskóli, Hvanneyri og Worldfengur) verður með veglegan 63m2 Íslandsbás.

Nokkur íslensk fyrirtæki verða einnig með kynningarbás við hlið Íslandsbásins.

Þar sem einn af okkar félögum hann Bjarni Páll verður með bás og kynningarefni fyrir sína starfssemi á sýningunni gefst okkur  möguleiki að  koma efni frá félagsmönnum á framfæri á sýningunni með minni tilkostnaði. Áhugasömum er bennt á að hafa samband sem fyrst við Bjarna Pál eða stjórn HEÞ.

Haustfundur H.E.Þ

Haustfundur H.E.Þ var haldinn í Hlíðarbæ fimmtudaginn 13. nóv.  Á fundinn mættu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sem flutti fróðlegt erindi um stöðu mála í hrossaræktinni árið 2014 og Anton Níelsson sem flutti hugleiðingar um stöðu og framtíð hestamennskunnar í dag.  Erindin mæltust vel fyrir og voru hin áhugaverðustu.  Formaður veitti verðlaun fyrir árið 2014 í hrossarækt og má með sanni segja að framtíðin sé björt í hrossarækt á svæðinu miðað við þann árangur sem liggur að baki á árinu. Veglegar kaffiveitingar voru á fundinum og var hann vel sóttur.

hryssa 1.is.Hryssa 1.is

 

Eftirtalin hross hlutu verðlaun 2014.
Hæstu hross 2014

Hæst dæmda kynbótahross á svæðinu árið 2014 er Krókur frá Ytra-Dalsgerði

Eftirtalin ræktunarbú voru tilnefnd á árinu: Ræktunarbú HEÞ 2014

Hrossaræktunarbú ársins 2014 er Litli-Garður.

Haustfundur HEÞ

Haustfundur HEÞ verður haldinn í Hlíðarbæ fimmtudaginn 13 nóv. kl: 20:30

Á fundinn mæta Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og fer yfir stöðu mála í hrossaræktinni og Anton Níelsson sem verður með erindi um stöðu hestamennskunnar og hrossaræktar.

Þá verður á fundinum veittar viðurkenningar fyrir efstu kynbótahross i hverjum flokki og valið ræktunarbú ársins á sambandssvæði HEÞ

Stjórn HEÞ tilnefnir 5 bú til ræktunarverðlauna HEÞ 2014 og þau eru¸í stafrófsröð:
Akureyri – Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir,
Húsavík – Vignir Sigurólason og Berglind Ragnarsdóttir

Litli- Garður.
Sauðanes.
Torfunes.

Kaffi í boði samtakanna
Stjórnin

Sölusýningu aflýst

Því miður þá var þátttakan ekki nógu góð í fyrirhugaðri sölusýningu á vegum HEÞ á Dalvík á laugardaginn og fellur hún því niður. Hins vegar gæti orðið af því að Elka kæmi norður í haust til að taka upp myndbönd af hestum til að setja inn á sölusíðuna sína. Það verður auglýst hér á vefnum þegar að því kemur.

Sölusýning á Hringholtsvelli við Dalvík

Laugardaginn 24. ágúst n.k. stefna Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga á að halda sölusýningu á Hringholtsvelli við Dalvík. Það er gert í tengslum við íþróttamót Hrings og verður sýningin felld inn í dagskrá mótsins á laugardeginum. Elka Guðmundsdóttir umsjónarmaður söluvefsins www.hest.is verður á staðnum og tekur upp sölumyndbönd fyrir síðuna fyrir þá sem það vilja. Upptakan er sýnendum að kostnaðarlausu en að öðru leyti gilda skilmálar um sölulaun o.fl. á vefsvæðinu www.hest.is. Fyrir áhugasama sem ekki koma með hross á sýninguna en eru engu að síður í söluhugleiðingum með hross er möguleiki á að fá Elku til að koma á staðinn og taka upp myndband, nánari upplýsingar um það gefa Elka í síma 863-8813 eða Ríkarður í síma 895-1118.

Þeir sem óska eftir að taka þátt í sölusýningunni skrái viðkomandi hest á netfangið sb@bugardur.is í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 21. ágúst. Við skráningu komi fram nafn og IS-númer hests, umráðamaður og símanúmer hans, stutt lýsing á hestinum og helst verðhugmynd. Þá þarf að taka fram hvort viðkomandi óski eftir myndbandsupptöku. Þeir sem vilja fá upptöku af hrossi heima fyrir hafi jafnframt samband og gefi upp svipaðar upplýsingar.
Skráningargjald er 3.000 krónur
             Nánari upplýsingar veita Ríkarður í síma 895-1118 og Sigríður um netfangiðsb@bugardur.is

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu – seinna gangmál

Gigjar-i-reid_ThEGmyndGígjar verður til afnota á seinna gangmáli á Bergsstöðum í Aðaldal í sumar og kemur í hólf 28. júlí n.k.  Tollurinn kostar 90.000 krónur með virðisaukaskatti og er þar innifalið hagagjald og ein sónarskoðun.
Sjá meira um Gígjar undir flipunum „stóðhestar 2013“ og „hestarnir okkar“ hér til vinstri en  HEÞ er hluthafi að þriðjungshlut í hlutafélagi um hestinn.
Tekið verður á móti pöntunum undir Gígjar á Búgarði í síma 460-4477 og/eða hjá Ríkarði í síma 895-1118.

Stóðhestar á svæði HEÞ í sumar

Undir flipanum „stóðhestar 2013“ má sjá upplýsingar um hesta sem m.a.eru í boði á svæði HEÞ.  Félagsmenn eru jafnramt hvattir til að hafa samband vilji þeir koma upplýsingum um fleiri hesta á framfæri.  Sigríður á Búgarði tekur við upplýsingunum um netfangið sb@rml.is.

Hvert skal HEÞ stefna ?

Á aðalfundi HEÞ nú nýverið var lauslega rætt um hvort tími væri kominn á breyttar áherslur í störfum samtakanna. Langmestur þungi í starfi HEÞ hefur hingað til legið í stóðhestaumsýslu af ýmsu tagi. Í dag er svo komið að offramboð er á góðum stóðhestum og fyrstu verðlauna kynbótagripir standa einmana og umkomulausir í hólfum sínum víða um land. Aðgengi að úrvalsstóðhestum er því allt annað og betra en á árum áður ásamt því sem samgöngur og flutningar allir eru til muna einfaldari og þægilegri. Það er því full þörf á að ræða hvort tími sé kominn til að HEÞ segi sig algjörlega frá slíkri umsýslu og einbeiti sér að öðrum mikilvægum verkefnum í þágu hrossaræktenda hér á svæðinu.

Einn megin tilgangur HEÞ við stofnun samtakanna var að vinna að markaðsmálum fyrir hrossaræktendur á svæðinu. Langflestir hrossaræktendur stórir sem smáir þurfa að selja frá sér gripi á einhverjum tímapunkti og því er hér um sameiginlegt hagsmunamál allra hrossaræktenda annarra en þeirra sem eingöngu rækta reiðhross til heimilisnota! Full ástæða er til að ræða þessi mál og velta upp hugmyndum að markaðsverkefnum sem áhugavert gæti verið að vinna að undir merki HEÞ, til dæmis í samstarfi við ferðaþjónustuaðila sem lifa nú mikla uppgangstíma samfara mikilli fjölgun ferðamanna til landsins. Þessi aukna athygli sem beinist að landinu býður upp á tækifæri til að kynna og markaðssetja íslenska hestinn hér á heimavelli með það að langtímamarkmiði að auka áhuga á hestamennsku, efla sölu á reiðhestum og bæta hag hrossaræktenda sem lifa nú heldur bragðdaufa tíma ef marka má umræðuna manna á milli þessi misserin.

Hér norðan heiða höfum við nú þegar ýmsa viðburði sem vel má hugsa sér að efla og markaðssetja af krafti í samstarfi ferðaþjónustunnar og hrossabænda. Hestaréttir í Eyjafirði, Mývatn open, Stjörnutölt og reiðhallarsýningin „Fákar og fjör“ eru dæmi um viðburði sem gætu verið miðpunktar í markaðssetningu á ferðum erlends hestaáhugafólks til Norðurlands.
Í kringum þessa miðpunkta mætti svo sauma heimsóknir á hrossaræktarbú, sölusýningar á reiðhestum, folaldasýningar, fræðsluerindi ýmis konar og stutta reiðtúra eða reiðnámskeið.
Svo vel takist til er nauðsynlegt að vanda til verka, horfa langt fram í tímann og standa með myndarskap og glæsibrag að hverju verkefni. Þeir aðilar sem sjá um „miðpunktana“ þurfa að tryggja að vel sé staðið að málum, hægt að ganga að dagsetningum vísum langt fram í tímann (helst sömu helgina árlega), kynningar þurfa að vera í boði á erlendum tungumálum og aðstaða og móttökur allar sem bestar. Ef vel er að málum staðið strax í upphafi geta slíkir viðburðir fest sig í sessi, skapað tekjur og búið til ný tengsl milli hrossaræktenda, kaupmanna og hestafólks víða um heim.

Allt of lítil nýliðun er stóra vandamálið í hestamennskunni hér innanlands. Á meðan mikil uppsveifla er í ýmis konar útivist og léttri afþreyingu meðal almennings virðist mjög lítill hluti virkra félaga í hestamannafélögum vera á aldrinum 20-40 ára. Allt of mikill kostnaður við að halda hesta og koma sér upp aðstöðu veldur því að ungt fólk velur sér önnur áhugamál. Keppnishald miðast einnig of mikið við þá allra reyndustu og sárasjaldgæft er orðið að sjá „hinn almenna hestamann“ taka þátt í keppni sér til gamans. Að taka þátt í keppni á að vera skemmtilegt og hæfilega krefjandi verkefni fyrir hvaða hestamann sem er líkt og í öðrum áhugamálum sem venjulegt fólk velur sér, t.d golfi, hlaupum, blaki eða hverju sem er þar sem mót eru haldin fyrst og fremst til að efla samkennd, skemmta sér og hitta fólk með sameiginlegt áhugamál.
                 Bestu kveðjur úr snjóskaflinum á Húsavík 11. apríl 2013, Bjarni Páll Vilhjálmsson.