Haustfundur H.E.Þ

Haustfundur H.E.Þ var haldinn í Hlíðarbæ fimmtudaginn 13. nóv.  Á fundinn mættu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sem flutti fróðlegt erindi um stöðu mála í hrossaræktinni árið 2014 og Anton Níelsson sem flutti hugleiðingar um stöðu og framtíð hestamennskunnar í dag.  Erindin mæltust vel fyrir og voru hin áhugaverðustu.  Formaður veitti verðlaun fyrir árið 2014 í hrossarækt og má með sanni segja að framtíðin sé björt í hrossarækt á svæðinu miðað við þann árangur sem liggur að baki á árinu. Veglegar kaffiveitingar voru á fundinum og var hann vel sóttur.

hryssa 1.is.Hryssa 1.is

 

Eftirtalin hross hlutu verðlaun 2014.
Hæstu hross 2014

Hæst dæmda kynbótahross á svæðinu árið 2014 er Krókur frá Ytra-Dalsgerði

Eftirtalin ræktunarbú voru tilnefnd á árinu: Ræktunarbú HEÞ 2014

Hrossaræktunarbú ársins 2014 er Litli-Garður.