Aðalfundur 2015

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga haldinn á Kópaskeri 8. apríl 2015 kl 20:00.

Mættir úr stjórn HEÞ eru, Ríkharður Hafdal formaður, Einar Gíslason varaformaður, Einar Víðir Einarsson meðstjórnandi, Zophonias Jónmundsson gjaldkeri, Bjarni Páll komst ekki.

Byrjað var á að taka saman kjörbréf fyrir hvert félag innan HEÞ.

Kjörbréf – Náttfari > Jónas Vigfússon, Sigríður Bjarnadóttir, Snæbjörn Sigurðsson auk formanns Einars Gíslasonar.

Kjörbréf – Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis > Þorvaldur Hreinsson, Þorsteinn Hólm Stefánsson og Zophonias Jónmundsson.

Kjörbréf – Hrossaræktardeild S-Þing > Þorgrímur Sigmundsson, Einar Víðir Einarsson og Þorvaldur Pálsson.

Kjörbréf – Hrossaræktardeild N-Þing > Ágúst M. Ágústsson og Jóhannes Sigfússon.

Kjörbréf – Framfari > Auðbjörn Kristinsson, Ester Anna Eiríksdóttir og Þorvar Þorsteinsson.

Dagskrá fundar:

  1. Fundarsetning
  2. Skipan starfsmanna
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar
  5. Umræður um skýrslu og reikninga
  6. Árgjaldið
  7. Kosningar
    1. 1 mann í stjórn
    2. tvo varamenn í stjórn
    3. fulltrúa á aðalfund Fhb
  8. Framlagning mála
  9. Önnur mál
  1. Ríkharður Hafdal formaður setur fundinn.
  1. Ríkharður stingur upp á Jóhannesi Sigfússyni sem fundarstjóra og Steinunni Önnu sem fundarritara og var það samþykkt. Fundarstjóri tekur við og fer yfir kjörbréfin ásamt dagskrá fundarins.
  1. Ríkharður fjallar um skýrslu stjórnar.

Fer yfir stjórnarmenn

Stjórnin hélt þrjá fundi á árinu ásamt nokkrum símafundum.

Árið 2014 eru 213 félagar í HEÞ, félögum hefur fækkað um 79 síðan árið 2013.

Gustur frá Hóli var felldur síðasta sumar vegna veikinda.

Stóðhesturinn Bragur frá Ytra-Hóli var tekinn á  leigu síðasta sumar, var hann í hólfi á Ytri- Bægisá og hjá honum 24 hryssur.

Kynbótasýning var haldin á Melgerðismelum 3 – 6. júní, þar komu til dóms 70 hross og fulldæmd voru 63.

Haustfundur var haldinn í Hlíðarbæ 16. nóvember, þar mætti Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir    ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML og fór yfir liðið ár.

Anton Páll Níelsson mætti einnig í Hlíðarbæ og flutti fróðlegt erindi um stöðu hestamennskunnar í dag.

Á haustfundinum voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu hross í hverjum aldurs flokki ásamt verðlaunum fyrir hæst dæmda hrossið aldursleiðrétt. Það var stóðhesturinn Krókur frá Ytra-Dalsgerði sem hlaut þá viðurkenningu með aðaleinkunn 8,74.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir ræktunarbú ársins 2014 en þar voru tilnefnd:

Björgvin og Helena Akureyri

Vignir og Berglind Húsavík

Litli-Garður

Sauðanes

Torfunes

Ræktunarbú ársins 2014 er Litli-Garður.

Á döfinni er norðlenska hestaveislan en hún verður haldin dagana 17. og 18. apríl næstkomandi í Léttishöllinni á Akureyri. Formaður og varaformaður hafa komið að undirbúningi vegna viðburðarins. Á föstudagskvöldinu verður sýningin Fákar og fjör og á laugardeginum verða nokkur opin bú þar sem hrossabændur bjóða heim. Á laugardagskvöldinu er boðið upp á stóðhestaveislu.

Stjórn HEÞ auglýsti eftir stóðhesti til notkunar sumarið 2015. Var auglýst eftir 1. verðlauna hesti í fyrra gangamál. Stjórninni bárust 13 tilboð um hesta sem hún er að vinna í.

Fjárhagur HEÞ ekki sterkur, ákveðið var því að fara af stað með happadrætti  þar sem folatollar eru í vinning. Náðist að safna 31 vinningi þar sem eigendur gáfu HEÞ folatoll.  Rúmlega helmingur stóðhestanna er með 1. verðlaun en hinir stórættaðir ungfolar. Útgefnir miðar verða 500 og dregið verður úr þeim 25. maí næstkomandi.

4.

Rekstrar reikningur 2014:

Hagnaður (TAP) ársins (795.525)

Efnahagsreikningur 2014:

Eignir samtals 8.229.153

Skuldir og eigið fé samtals: 8.229.153

Reikningar yfirfarnir af skoðunarmönnunum Jósavin Gunnarssyni og Rafni Arnbjörnssyni.

5.

Ríkharður spyr hvort ekki megi afskrifa sónarbarkann ?

Jónas spyr hvort barkinn sé til ?

Eignfærð breyting húss á Melgerðismelum, hvað er það ? Breyting frá því rekin var tamningastöð á staðnum.

Velt var fyrir sé hvort ekki hefði mátt færa eignarhlut í Gusti niður fyrr í staðinn fyrir að hann fari allur út í einu.

Einnig var velt fyrir sér hvort færa mætti eignarhlut í Gýgjari niður ? Það er ekki hægt því það verður að vera meirihluta samþykki til að færa niður eignarhlut í félagi.

Jónas spyr af hverju sé ekki stefnt á vorsýningu nú í vor? RML hefur tekið þá ákvörðun vegna vinnu og kostnaðar að halda ekki úti vorsýningum á landinu þar sem þær hafa ekki verið að ná þeim fjölda hrossa sem þarf til að halda sýningu (30 hrossum) síðustu ár.

Reikningar bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

 6.

Ríkharður les upp tillögu frá stjórn vegna hækkunar á árgjaldi.

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga haldinn í matsal Fjallalambs á Kópaskeri 8.4.2015.

Samþykkir árgjald til HEÞ verði kr. 4.000 – á félaga og kr. 2.000 á maka fullgilds félaga, sjötugir og eldri eru án árgjalds til HEÞ.

Við þetta bætist síðan árgjald til Félgs Hrossabænda kr. 5.000 – á fullgildan félaga.

Skila þarf til HEÞ kr. 9.000 – á fullgildan félaga.

 Miklar umræður og athugasemdir sköpuðust vegna tillögunnar. Fundarmenn hræddur um enn meiri fækkun félagsmanna ef árgjaldið verður hækkað meira.

Jóhannes telur fækkun félaga vera þá þróun sem við erum að sjá í dag. Félagsmenn verði að kynna betur fyrir hvað samtökin standa.

Þorsteinn telur að samtökin verði að koma sér betur á framfæri/kynna sig betur. Senda t.d. tölvupóst á alla félagsmenn vegna funda og annara starfa. HEÞ eru búgreinasamtök.

Rikharður veltir upp hvort það sé einfaldari leið að geta gengið beint inn í HEÞ í staðinn fyrir að þurfa að fara inn í félag hrossabænda.

Tillagan samþykkt með þorra atkvæða.

 7.

  1. a) Tillaga um Jónas í Litla-Dal sem stjórnarmann. Samþykkt með öllum atkvæðum.
  2. b) Klappað fyrir Auðbirni og Þorvari sem varamönnum í stjórn.
  3. c) Tillaga um að stjórn HEÞ fari á aðalfund Félags hrossabænda ásamt varamönnum ef þörf krefur. Formaður HEÞ sjálfkjörinn á fundinn. Samþykkt með öllum atkvæðum.

Klappað fyrir Rafni og Jósavin sem skoðunarmönnum samtakanna. Vara skoðunarmaður, Þorvaldur Hreinsson.

8.

Fundarstjóri les upp tillögu úr Svarfaðardal.

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis haldinn 07.04.15 leggur fram neðangreinda tillögu til afgreiðslu á aðalfundi HEÞ þann 08.04.15.

Aðalfundur HEÞ skipi nefnd er í sitji formenn aðildarfélaga HEÞ og stjórn HEÞ. Starf nefndarinnar skal vera að skoða tilgang HEÞ og skal nefndin skila tillögum eigi síðar en 01.09.15. Niðurstaða nefndarinnar skal kynnt á haustfundi HEÞ 2015.

 Greinargerð

Á aðalfundi HEÞ þann 09.04.14 voru heitar umræður vegna tillögu stjórnar um hækkun á árgjaldi HEÞ og Félags hrossabænda. Frá stofnun HEÞ hefur aðal tekjulindin og megin verksvið verið leiga á eigin stóðhestum. Nú er svo komið að HEÞ hefir litlar sem engar tekjur af þeim stóðhesti sem félagið á 1/3 í. Í okkar huga þarf því að taka tilgang HEÞ til alvarlegrar skoðunar. Er HEÞ óþarfa milliliður, geta aðildarfélögin verið beint aðilar að Félagi hrossabænda eða á jafnvel að gera félagsaðild að Félagi hrossabænda að einstaklings aðild ?

 Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

9.

Uppfæra www.hryssa.is , setja inn nýja stjórnarmenn, fundargeðir og tilgang samtakanna.

Hvaða 1. verðlauna hestar eru í boði í happadrættinu? Ríkharður og fleiri telja upp stóðhestana.

1.Kiljan IS2004156286 frá Steinnesi 8.78
2. Hrafn IS2008165645 frá Efri-Rauðalæk 8,63
3. Fróði IS2002165311 frá Staðartungu 8.59
4. Karl IS2008166211 frá Torfunesi 8.51
5. Valur IS2007176201 frá Úlfsstöðum 8,41
6. Tristan IS2000165660 frá Árgerði 8.37
7. Kiljan IS2003165665 frá Árgerði 8.30
8. Kjarkur IS2008165300 frá Skriðu 8.37
9. Póstur IS2009165101frá Litla-Dal 8.23
10. Bergsteinn f Akureyri is2006165288 8,23
11. Miljarður IS2008165279 frá Barká 8.37
12. Sólfaxi IS2007165513 f. Sámstöðum 8.18
13. Öngull IS2006165491 frá Efri- Rauðalæk 8.04
14. Hringur IS2009167169 frá Gunnarsstöðum 8.30
15. Dáti IS2007166019 frá Húsavík. 8.03
16. Stuðlar IS2008166640 frá Húsavík. 8.02
17. Dagur frá Strandarhöfða 8,14

Það eru 500 miðar í pottinum, miðinn kostar 2500 kr. Miðar verða seldar á Fákar og fjör, einnig munu félgar í samtökunum vera með miða til sölu.

Sigríður Bjarnadóttir þakkar Ríkharði fyrir vel unnin störf og leggur til að klappað verði fyrir honum.

Fundarstjóri ber undir fundinn hvort að það sé ekki best að Steinunn setji fundargerðina á tölvutækt form og sendi hana síðan í tölvupósti á félagsmenn.

Formaður slítur fundi upp úr 22:00 og þakkar fyrir sig.