Helstu ræktunarafrek hjá HEÞ

Á haustfundi HEÞ voru efstu hross og ræktunarbú heiðruð.

Þau bú sem tilnefnd voru að þessu sinni voru:

Brúnir í Eyjafjarðarsveit, Garðshorn á Þelamörk, Litla-Brekka í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit, Sámsstaðir í Eyjafjarðarsveit og Ytra-Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit.

Ræktunarbú HEÞ 2017 var valið Torfunes.

Ræktunarbú verðlaunuð

 

 

 

 

 

 

 

Hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna í HEÞ voru einnig heiðruð en þau voru:

Stóðhestar 4 v. Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
IS2013164067 Adrían Garðshorni á Þelamörk 8,41 8,43 8,42
IS2013166214 Þór Torfunesi 8,43 8,36 8,39
IS2013166201 Vívaldi Torfunesi 8,59 8,11 8,30
Stóðhestar 5 v.
IS2012164070 Sirkus Garðshorni á Þelamörk 8,24 8,85 8,61
IS2012166201 Grani Torfunesi 8,14 8,88 8,58
IS2012166200 Caruzo Torfunesi 8,70 8,27 8,44
Stóðhestar 6 v.
IS2011165060 Árblakkur Laugasteini 8,28 9,20 8,83
IS2011166211 Mozart Torfunesi 8,16 8,61 8,43
IS2011167169 Hljómur Gunnarsstöðum I 8,41 7,97 8,14
Stóðhestar 7 v. og eldri
IS2006165794 Krókur Ytra-Dalsgerði 8,76 8,67 8,70
IS2006165655 Farsæll Litla-Garði 7,93 8,40 8,21
IS2010165008 Rosi Litlu-Brekku 8,44 7,75 8,03
Hryssur 4 v.
IS2013264515 List Sámsstöðum 8,14 7,95 8,03
IS2013265005 Evíta Litlu-Brekku 8,14 7,66 7,85
IS2013265003 Korka Litlu-Brekku 7,40 7,08 7,21
Hryssur 5 v.
IS2012264069 Arya Garðshorni á Þelamörk 8,36 8,25 8,29
IS2012265792 Ísey Ytra-Dalsgerði 8,26 8,15 8,20
IS2012266202 Hrönn Torfunesi 8,22 8,10 8,15
Hryssur 6 v.
IS2011265005 Efemía Litlu-Brekku 8,22 8,57 8,43
IS2011266206 Eldey Torfunesi 8,35 8,33 8,34
IS2011265228 Salka Akureyri 7,94 8,20 8,10
Hryssur 7 v. og eldri
IS2010265247 Stjarna Ósi 8,13 8,54 8,37
IS2010266210 Frigg Torfunesi 8,44 8,24 8,32
IS2010264487 Blesa Efri-Rauðalæk 8,06 8,45 8,29
IS2009265103 Vaka Litla-Dal 8,28 8,30 8,29

Hæst dæmda hrossið aldursleiðrétt var Árblakkur frá Laugasteini með einkunnina 8,83

Árblakkur og Daníel Jónsson

Olil og Bergur spjalla við hestamenn í Funborg

Oil og Bergur

Þau Bergur og Olil hjá Gangmyllunni munu halda erindi og spjalla við hestamenn                 í Funaborg á Melgerðismelum,   fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.

Þau ættu að vera öllum hestamönnum kunn, margverðlaunuð í hrossarækt og hestamennsku.

Munu þau fjalla um sína hrossarækt, tamningu og þjálfun hrossanna og síðan hvaðeina sem fundargestir vilja ræða og spyrja um.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.

Allir velkomnir

Stjórnir Hrossaræktarfélagsins Náttfara og Hestamannafélagsins Funa

Haustfundur H.E.Þ.

Haustfundur H.E.Þ. verður haldinn að Brúnum í Eyjafjarðarsveit miðvikudagskvöldið 18. október n.k. kl. 20.

Dagskrá:

  1. Stefnumótun fyrir H.E.Þ.
  2. Verðlaunaafhendingar
  3. Tillögur fyrir aðalfund Fhb.
  4. Onnur mál
Verðlaun verða afhent fyrir hæst dæmdu kynbótahross hjá H.E.Þ. og fyrir ræktunarbú ársins.
Ræktunarbúin sem tilnefnd eru að þessu sinni eru:
Brúnir, Garðshorn á Þelamörk, Sámsstaðir, Torfunes og Ytra-Dalsgerði.
Þetta er fyrsti fundur eftir að félagsaðild hjá H.E.Þ. var breytt úr samtökum aðildarfélaga í beina félagsaðild og því eru félagsmenn hvattir til að mæta sem flestir og taka þátt í umræðum um framtíð samtakanna.
Fundurinn verður haldinn í nýju ferðaþjónustuhúsi sem einn félagsmanna okkar hefur komið upp að Brúnum í Eyjafjarðarsveit.
Stjórnin

Hrossaréttir í Eyjafirði

Hrossaréttir verða í Eyjafirði nú á laugardaginn 7. október.

Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit hefst kl. 10, Tungurétt í Svarfaðardal og Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit hefjast kl. 13.

Notið tækifærið og komið og skoðið hvernig hrossaræktin gengur og hver veit nema þið finnið framtíðarhestefni á réttunum.

Rekið heima af Melgerðismelarétt 2015

Ráðstefna fagráðs og uppskeruhátíð hestamanna

Kæru félagar og hestamenn  nú styttist i árlega ráðstefnu fagráðs og Uppskeruhátíð hestamanna en báðir þessir viðburðir verða 28.okt.
Ráðstefnan verður í Harðarbóli (félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl 12:30. Margt spennandi verður á dagskránni sem verður kynnt betur þegar nær líður.
Uppskeruhátíð hestamannaUppskeruhátíð hestamanna verður sama dag og að venju verður þetta glæsilegt kvöld þar sem rifjaður er upp árangur ársins og veittar fjölmargar viðurkenningar.
Við skulum eiga fróðlegan og skemmtilegan laugardag kæru félagar og fjölmenna á báða þessa viðburði !

Athugið að Hilton Reykjavík Nordica býður gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni, svo fyrstur kemur fyrstur fær! 
Tveggja manna herbergi í eina nótt kr. 19.900 án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir aðeins kr. 15.900. 

Tryggið ykkur bókun á tilboðsverði með því að senda tölvupóst á meetings@icehotels.is eða í síma 444-5029.

Félag hrossabænda

Breytingar á lögum H.E.Þ.

Á aðalfundi HEÞ sem haldinn var 27. apríl s.l. var ákveðið að breyta lögum Hrossaræktar­samtaka Eyfirðinga og Þingeyinga (H.E.Þ.) þannig að í stað þess að samtökin séu samnefnari fyrir sjálfstæð aðildarfélög þá verður eftirleiðis um beina aðild einstaklinga að ræða.

Þessi breyting var gerð eftir langan aðdraganda og vegna þess að misvirk félög voru að hafa áhrif á starfsemi H.E.Þ.

Eins og áður geta allir sem stunda hrossarækt, eða hafa áhuga á framgangi hrossaræktar á félagssvæðinu, orðið félagar í samtökunum og inntökubeiðnir skulu bera upp til samþykktar á stjórnarfundi.

H.E.Þ. er aðili að Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Búnaðarsambandi S-Þingeyinga, Búnaðar­sambandi N-Þingeyinga og Félagi hrossabænda.

Félagið starfar samkvæmt búnaðarlögum, lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og samþykktum Bændasamtaka Íslands.

Með aðild að H.E.Þ. eru bændur því aðilar að Félagi hrossabænda og eru galdgengir þegar viðurkenningar til ræktunarverðlauna H.E.Þ. eru veittar svo dæmi séu nefnd.

Félag hrossabænda stendur fyrir ýmsu markaðsstarfi auk hrossaræktarmála, en helsta markaðsátakið sem nú er í gangi er átakið Horses of Iceland, sem H.E.Þ. tekur þátt í. Félagsmenn H.E.Þ. geta tekið þátt í átakinu í gegn um þá aðild eða með beinni aðild.

Þá er rétt að geta þess að félagsmenn H.E.Þ. fá aðgang að Worldfeng innifalið í félagsgjaldinu, en til stendur að loka aðganginum fljótlega hjá þeim sem ekki hafa borgað. Þess er þó vert að geta að félagsmenn hestamannafélaga hafa sama rétt í gegn um aðild að Landssambandi hestamannafélaga.

Greiðsluseðlar eru sendir út til þeirra sem hafa verið á félagaskrá H.E.Þ., en þar er innheimt 5.000 kr. árgjald til H.E.Þ. og 6.000 kr. árgjald til Félags hrossabænda, eða samtals 11.000 kr.

Með því að greiða gíróseðilinn staðfesta félagsmenn aðild þína að H.E.Þ., en litið verður svo á að sá sem greiðir ekki gíróseðilinn á þessu ári óski ekki eftir áframhaldandi aðild að félaginu.

Þetta hefur ekkert með sjálfstæðu hrossaræktarfélögin að gera og þau stjórna sínum málum sjálf.

Stjórnin þakkar fyrir samstarfið og býður öllum að fylgjast áfram með starfseminni hér á heimasíðu H.E.Þ.

Hrossarækt í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Á aðalfundi H.E.Þ. voru verðlaun veitt fyrir árangur félagsmanna í hrossarækt á seinasta ári.

Ákveðið deyfð hefur verið í sumum aðildarfélögum og því hefur gengið illa að halda utan um félagatal. Fyrir aðalfund voru fjögur hrossaræktarbú tilnefnd, en á aðalfundi bættust þrjú bú við. Hrossaræktarbúin sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna voru:

Garðshorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon á Akureyri, Laugasteinn í Svarfaðardal, Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit, Ós í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit og Vignir Sigurólason á Húsavík.

Tilnefnd hrossaræktarbú

Titilinn hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017 hlaut Torfunes, en hrossarækt stendur þar á sterkum grunni og sýnd voru 9 hross frá Torfunesi á árinu með aðaleinkunn 8,20 auk þriggja hryssa sem hlutu heiðursverðlaun.

Efstu hross í hverjum flokki voru:

Stóðhestar 4 vetra:

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,17, hæfil. 8,71, aðaleink. 8,49, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Grani frá Torfunesi, sköpul. 8,09, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,24, ræktandi Torfunes ehf.

Gorgeir frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,46, hæfil. 8,71, aðaleink. 7,90, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hryssur 4 vetra:

Stefna frá Torfunesi, sköpul. 8,33, hæfil. 8,55, aðaleink. 8,46, ræktandi Torfunes ehf.

Hylling frá Akureyri, sköpul. 7,89, hæfil. 8,30, aðaleink. 8,13, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Vaka frá Árgerði, sköpul. 8,35, hæfil. 7,95, aðaleink. 8,11, ræktandi Magni Kjartansson

Stóðhestar 5 vetra:

Árblakkur frá Laugasteini, sköpul. 8,09, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,45, ræktandi Ármann Gunnarsson

Mozart frá Torfunesi, sköpul. 8,16, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,31, ræktandi Torfunes ehf.

Börkur frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 7,89, hæfil. 8,54, aðaleink. 8,28, ræktendur Baldvin Ari Gunnlaugsson og Ingveldur Guðmundsdóttir

Hryssur 5 vetra:

Óskastund frá Kommu, sköpul. 8,44, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,42, ræktendur Vignir Sigurólason og Vilberg Jónsson

Eldey frá Torfunesi, sköpul. 8,31, hæfil. 8,18, aðaleink. 8,23, ræktendur Torfunes ehf. o.fl.

Efemía frá Litlu-Brekku, sköpul. 8,11, hæfil. 8,25, aðaleink. 8,19, ræktandi Vignir Sigurðsson

Stóðhestar 6 vetra:

Eðall frá Torfunesi, sköpul. 7,96, hæfil. 8,76, aðaleink. 8,44, ræktendur Torfunes o. fl.

Ísak frá Jarðbrú, sköpul. 8,13, hæfil. 8,14, aðaleink. 8,13, ræktandi Þröstur Karlsson

Bessi frá Húsavík, sköpul. 8,31, hæfil. 7,84, aðaleink. 8,03, ræktandi Vignir Sigurólason

Hryssur 6 vetra:

Glóð frá Hrafnsstöðum, sköpul. 7,74, hæfil. 8,90, aðaleink. 8,43, ræktandi Zophonías Jónmundsson

Eldborg frá Litla-Garði, sköpul. 8,18, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,41, ræktendur Stefán Birgir Stefánsson og Herdís Ármannsdóttir

Auðlind frá Brúnum, sköpul. 8,07, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,36, ræktandi Hákon Hákonarson

Stóðhestar 7 v. og eldri:

Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og

Petrína Sigurðardóttir

Vængur frá Grund, sköpul. 8,54, hæfil. 8,47, aðaleink. 8,50, ræktandi Friðrik Þórarinsson

Segull frá Akureyri, sköpul. 7,95, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,40, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Hryssur 7 v. og eldri:

Stássa frá Ytra-Dalsgerði, sköpul. 8,02, hæfil. 8,50, aðaleink. 8,31, ræktandi Kristinn Hugason

Sigurrós frá Brúnum, sköpul. 8,20, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,29, ræktandi Einar Gíslason

Sigrún frá Syðra-Holti, sköpul. 8,26, hæfil. 8,28, aðaleink. 8,27, ræktendur Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir

Hæst dæmdakynbótahrossið aldursleiðrétti: 

Verðlaun afhent fyrir hæst dæmda kynbótahrossið

Hæst dæmda kynbótahrossið aldursleiðrétt var Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og Petrína Sigurðardóttir.

Halldór Gunnarsson tók við verðlaununum f.h. eigenda.

Aðalfundur HEÞ

Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 20.

Á dagskrá eru lagabreytingar auk venjulegra aðalfundarstarfa.

Á fundinum verða jafnframt veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna og hrossaræktarbúi HEÞ 2016 verður veitt viðurkenning. Þau bú sem hljóta tilnefningu eru:

  • Ármann Gunnarsson
  • Garðshorn
  • Litli-Garður
  • Sindri og Sverrir

Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi og eru þeir hvattir til að mæta.

Stjórnin