Skemmtiferð HEÞ

Sælir kæru félagsmenn,

Hafið þið áhuga á að fara í skemmtiferð og skoða áhugaverð hrossaræktarbú á suðurlandi? Þeir sem hafa áhuga og eru ekki búnir að láta vita eru beðnir um að gera það sem allra fyrst.

Hugmyndin er sú að farið verði saman á hópferðarbíl, gist, borðað saman og áhugaverð bú heimsótt. Ferðin er fyrir félagsmenn HEÞ og maka þeirra. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar þá eru allir velkomnir að bætast í hópinn.

Fyrirhugað var að leggja af stað á föstudegi og gista tvær nætur.

Það á alveg eftir að skoða endanlega alla liði, fyrst að fá að vita endanlega hverjir hefðu áhuga. Hjá Þeim sem hafa sýnt slíkri ferð áhuga hefur komið í ljós að dagsetningin 8-10 nóvember muni að öllum líkindum verða fyrir valinu.

Endilega sendið línu til baka um hvort áhugi sé á að vera með í slikri ferð, svo verður tekin loka ákvörðun á næstu dögum um framhaldið. 

Póstur um fyrirhugaða ferð var sendur á félagsmenn 8.október síðastliðin. Þeir félagsmenn sem ekki hefur borist sá póstur vinsamllegast látið vita með því að senda post á birnatryggvad@gmail.com eða í skilaboðum

Bestu Kveðjur