Aðalfundur 2014

Aðalfundur HEÞ 2014

Ljósvetningabúð 9.4.2014

Ríkharður setur fundinn og stingur upp á Snorra Kristjánssyni sem  fundarstjóra og Bjarna Páli  sem ritara.

  1. Skýrsla formanns. Ríkharður flytur skýrslu stjórnar.

Hann stiklar á stóru yfir viðburði liðins árs og því starfi sem unnið hefur verið af hálfu samtakanna.

Formaður fór yfir mál tengd stóðhestinum Gígjari sem er að hluta í eigu samtakanna.

Til stóð að halda sölusýningu á árinu en ekkert varð af henni vegna þátttökuleysis.

Á haustfundi voru að venju heiðruð hæst dæmdu kynbótahross í héraði þar sem hæst bar meteinkunn stóðhestsins Gangsters frá Árgerði sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin var á árinu eða  8,94 í meðaleinkunn fyrir hæfileika.

Hrossaræktarbú ársins 2013 var valið Torfunes. Frá búinu komu til dóms fjölmörg hross og hlutu þau flest háar einkunnir og voru hrossarækt á svæði samtakanna til mikillar prýði.

Mörg önnur ræktunarbú náðu einnig góðum árangri og ber þar hæst ræktunarbúið

Efri Rauðilækur sem var valið  keppnishrossaræktunarbú ársins á landsvísu.

Haldnir voru 6 stjórnarfundir á árinu ásamt hefðbundnum haustfundi og fundi þar sem nýr formaður FHB var meðal gesta.

  1. Soffi fer yfir reikninga ársins.
  1. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

Spurningar vegna slæmrar fjárhagsstöðu samtakanna og þverrandi tekna á síðustu árum, umræðum vísað til frekari umræðna síðar þegar árgjald verður ákveðið.

Soffi fer yfir reikningana og svarar spurningum úr sal.

Reikningar samþykktir

  1. Verkefni Félags hrossabænda, Vignir Sigurðsson fer yfir hlutverk og verkefni félags hrossabænda , Vignir leggur fram kynningarefni frá félaginu þar sem farið er yfir starfsemi  þess og tilgang. Hann  leggur áherslu á mikilvægi Félags hrossabænda sem hagsmunagæsluaðila gagnvart stjórnvöldum og sem málsssvara  varðandi ýmis málefni  sem tengjast  hrossaræktinni, einnig kemur félagið að því að svara ýmsum fyrirspurnum og leiða saman hagsmunaaðila úr ólíkum áttum.   Félagið vinnur að markaðsmálum m.a með verkefninu Hestatorgi , áhersla þessi misserin á markaðsmál tengd sölusíðu sem á að beintengjast við Worldfeng.

Félagið hefur einnig stutt við rannsóknir á Sumarexemi.

Vignir fór einnig yfir tekjur og gjöld samtakanna og velti upp ýmsum  spurningum varðandi hlutverk félagsins í fortíð, nútíð og framtið.

Stefán Haraldsson  og Þorgrímur Sigmunds  veltu  fyrir sér tilgangi þess að vera félagsmaður í félagi hrossabænda og hvert sé framtíðarhlutverk samtakanna og félags hrossabænda. Víða virðast vera að vakna upp spurningar um þessi mál og mikilvægt er að þessi mál séu rædd svo menn sjái sér hagsmuni í því að vera í þessu félagsskap.

  1. Umræður um árgjald

Fjörlegar umræður urðu um árgjaldið  og sitt sýnist hverjum, tillaga stjórnar um hækkun félagsgjalds í 9000 kr. tekin fyrir , umræður urðu um mismunandi  leiðir .

Tillagan samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.

Kosningar, Þorsteinn gengur úr stjórn og Einar Gíslason kjörinn í hans stað.

Fulltrúar á aðalfund félags hrossabænda,

Tillaga um að stjórn og varastjórn  fari á aðalfundinn sem fulltrúar HEÞ.

Samþykkt

  1. Framlagning mála

Stjórn leggur til að sýningarhald verði með sama sniði og verið hefur undanfarin ár, þ.e sýningarhald verði flutt á milli þriggja staða eins og verið hefur.

Sigríður leggur fram gögn um  sýningahald, þar kemur fram að sýnendur  úr Eyjafirði eru yfirgnæfandi  fjöldi sýnenda síðustu 3 ára. Og síðan tillögu þess efnis að sýnendum verði gefinn kostur á að velja sér sýningarstað á aðalsýningu ársins í Júní.

Umræður um þessa tillögu og er  hún samþykkt  af  þorra atkvæða.

Önnur tillaga um að stjórn ákveði  aðrar sýningar ársins er einnig samþykkt.

  1. Önnur mál:

rætt um hugsanlega stóðhesta  ársins.

Heimasíða: Rikki segir frá heimasíðumálum samtakanna. Ný heimasíða er í smíðum og verður tilbúin fljótlega.

Ýmislegt rætt um sýningahald,  áverka ofl.

Fundi slitið kl.  23.44