Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar kynna stöðuna og þær hugmyndir sem eru í farvatninu. Eftir það er hugmyndin að skipta hópnum upp og skapa umræðu í minni hópum sem verður svo kynnt í lokin.

Tveir fundir verða haldnir:

Hliðskjálf Selfossi, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 20:00.

Tjarnarbæ Sauðárkróki, þriðjudaginn 10. apríl kl. 20:00

Kaffiveitingar í boði.

Fundinum sem haldin verður á Selfossi verður varpað beint út á facebook síðu Félags hrossabænda en þar getur fólk fylgst með fundinum og sent inn spurningar og hugmyndir.

 

Boðið heim í Litla-Garð, Eyjafjarðarsveit

Heimboði númer tvö sem fræðslunefnd HEÞ stendur fyrir.

Seinast vorum við í Garðshorni á Þelamörk og þökkum við kærlega fyrir góðar viðtökur.

Núna endurtökum við leikinn og hittumst í Litla-Garði og kynnum okkur bú þeirra hjóna Herdísar og Stefáns Birgis.

Sama fyrirkomulag verður og síðast þar sem þeir sem skrá þátttöku sína á viðburðinn mæta sjálfir með eitthvað á hlaðborð sem gestir geta gætt sér á. Hver og einn ræður hvað hann mætir með.

Hægt er að skrá þátttöku á viðburðinn inn á facebook með því að fara á eftirfarandi link: https://www.facebook.com/events/159332811416347/

Fyrir þá sem eru ekki á fésbókinni en ætla að mæta þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Stefán Birgi eða Herdísi á netfangið: litligardur601@gmail.com
Komum saman spjöllum yfir kaffisopa og góðgæti.

Gestgjafar munu kynna bú sitt og starfsemi.

Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldin á Melgerðismelum 17. febrúar nk.

Dómari verður Eyþór Einarsson.  Veitt verða verðlaun í flokki hestfolalda og hryssna, einnig verða flokkar ungfola tveggja og þriggja vetra.

Sýningin er öllum opin en skoðunargjald er kr 1.500 fyrir utanfélags folöld.

Skráningar skal senda á einar@krummi.is fyrir kl. 16.00 á föstudag. Byggingardómur fer fram fyrir hádegi  en sýningin hefst kl. 13.30 í Melaskjóli, hægt er að versla veitingar í hádeginu.

Vegleg verðlaun í formi folatolla eru fyrir efstu sætin í flokkunum.

Aðgangur ókeypis.

Stjórn Náttfara

Hagagæði – samstarfsverkefni Félags hrossabænda og Landgræðslunnar

Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda til verkefnis um landnýtingu og úttektir hrossahaga. Verkefnið hlaut nafnið „Hagagæði“. Verkefnið snýst um að hrossabændur og aðrir, sem halda hross, geti fengið staðfest með formlegum hætti að landnýting þeirra sé með sjálfbærum hætti, enda standist meðferð þeirra á beitarlandi sett viðmið.

Gert var sérstakt einkennismerki (logo) fyrir „Hagagæði“. Merkið má sjá á forsíðu ársskýrslunnar sem má sjá með því að smella hér. Á viðurkenningarskjali til þátttakenda í verkefninu eru einkennismerki Landgræðslunnar og Félags hrossabænda, auk einkennismerkis „Hagagæða“, með ártalinu 2017.

Á einkennismerkinu verður jafnan ártal þess árs sem viðurkenningin á við. Verið er að skoða með hvaða hætti þátttakendur geta notað einkennismerki „Hagagæða“  til að styðja við starfsemi sína, t.d. á auglýsingum og á heimasíðum. Stefnt er að því að þátttakendur fái merki (límmiða) „Hagagæða“, sem þeir geta notað til að merkja bíla eða hestakerrur. Einnig er í skoðun að gera fána með einkennismerki verkefnisins.

Hross vantar til slátrunar vegna Japansverkefnis

Félagar eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við Eddu á Sauðárkróki, S. 455-4588, Svenna á Hvammstanga s: 895-1147 eða Ingu Jónu á Hellu s: 512-1100 og tilkynna um afsetningu. Áríðandi er að halda slátrun áfram út febrúar svo þetta verkefni nái sem bestu brautargengi. Minnt er á að Japanshæf hross taka á sig „premium“ í skilaverði hjá þessum 3 aðilum.

Fundaherferð Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina  12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins.  Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins. Eysteinn Leifsson stjórnarmaður mun segja fundarmönnum frá starfi sínu sem hrossaútflytjandi og rifja upp hvað hesteigendur þurfa að hafa í huga þegar þeir selja hesta úr landi.

Stjórn býður alla þá sem vilja kynna sér félagið sérstaklega velkomna á fundina. Frekara fundarhald stjórnarinnar verður kynnt síðar.

Fundirnir á Norðurlandi verða á eftirtöldum stöðum :

Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki föstudaginn 12. jan kl 20:00.

Reiðhöllin á Akureyri laugardaginn 13. jan kl 14:00.

Gauksmýri í Húnaþingi Sunnudaginn 14. Jan kl 1500.

f.h stjórnar
Sveinn Steinarsson, formaður félagsins.

Helstu ræktunarafrek hjá HEÞ

Á haustfundi HEÞ voru efstu hross og ræktunarbú heiðruð.

Þau bú sem tilnefnd voru að þessu sinni voru:

Brúnir í Eyjafjarðarsveit, Garðshorn á Þelamörk, Litla-Brekka í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit, Sámsstaðir í Eyjafjarðarsveit og Ytra-Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit.

Ræktunarbú HEÞ 2017 var valið Torfunes.

Ræktunarbú verðlaunuð

 

 

 

 

 

 

 

Hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna í HEÞ voru einnig heiðruð en þau voru:

Stóðhestar 4 v. Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
IS2013164067 Adrían Garðshorni á Þelamörk 8,41 8,43 8,42
IS2013166214 Þór Torfunesi 8,43 8,36 8,39
IS2013166201 Vívaldi Torfunesi 8,59 8,11 8,30
Stóðhestar 5 v.
IS2012164070 Sirkus Garðshorni á Þelamörk 8,24 8,85 8,61
IS2012166201 Grani Torfunesi 8,14 8,88 8,58
IS2012166200 Caruzo Torfunesi 8,70 8,27 8,44
Stóðhestar 6 v.
IS2011165060 Árblakkur Laugasteini 8,28 9,20 8,83
IS2011166211 Mozart Torfunesi 8,16 8,61 8,43
IS2011167169 Hljómur Gunnarsstöðum I 8,41 7,97 8,14
Stóðhestar 7 v. og eldri
IS2006165794 Krókur Ytra-Dalsgerði 8,76 8,67 8,70
IS2006165655 Farsæll Litla-Garði 7,93 8,40 8,21
IS2010165008 Rosi Litlu-Brekku 8,44 7,75 8,03
Hryssur 4 v.
IS2013264515 List Sámsstöðum 8,14 7,95 8,03
IS2013265005 Evíta Litlu-Brekku 8,14 7,66 7,85
IS2013265003 Korka Litlu-Brekku 7,40 7,08 7,21
Hryssur 5 v.
IS2012264069 Arya Garðshorni á Þelamörk 8,36 8,25 8,29
IS2012265792 Ísey Ytra-Dalsgerði 8,26 8,15 8,20
IS2012266202 Hrönn Torfunesi 8,22 8,10 8,15
Hryssur 6 v.
IS2011265005 Efemía Litlu-Brekku 8,22 8,57 8,43
IS2011266206 Eldey Torfunesi 8,35 8,33 8,34
IS2011265228 Salka Akureyri 7,94 8,20 8,10
Hryssur 7 v. og eldri
IS2010265247 Stjarna Ósi 8,13 8,54 8,37
IS2010266210 Frigg Torfunesi 8,44 8,24 8,32
IS2010264487 Blesa Efri-Rauðalæk 8,06 8,45 8,29
IS2009265103 Vaka Litla-Dal 8,28 8,30 8,29

Hæst dæmda hrossið aldursleiðrétt var Árblakkur frá Laugasteini með einkunnina 8,83

Árblakkur og Daníel Jónsson