Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldin á Melgerðismelum 17. febrúar nk.
Dómari verður Eyþór Einarsson. Veitt verða verðlaun í flokki hestfolalda og hryssna, einnig verða flokkar ungfola tveggja og þriggja vetra.
Sýningin er öllum opin en skoðunargjald er kr 1.500 fyrir utanfélags folöld.
Skráningar skal senda á einar@krummi.is fyrir kl. 16.00 á föstudag. Byggingardómur fer fram fyrir hádegi en sýningin hefst kl. 13.30 í Melaskjóli, hægt er að versla veitingar í hádeginu.
Vegleg verðlaun í formi folatolla eru fyrir efstu sætin í flokkunum.
Aðgangur ókeypis.
Stjórn Náttfara