Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Folaldasýning Náttfara verður á haldin laugardaginn 9. febrúar nk. á Melgerðismelum.

Sýningin verður með hefðbundnu sniði og dómari er Eyþór Einarsson ráðunautur.

Sýningin er öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum, félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm.

Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr.1.000 fyrir utanfélagsmenn.

Einnig er hægt að koma með ungfola á annan og þriðja vetur.

Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokk.

Við vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu.

Skráningu er á netfangið einar@krummi.is  og líkur henni á hádegi föstudaginn 8 feb.

Stjórn Náttfara