Equitana sýningin 2015

Equitana

Equitana kynning (pdf)

Kæri félagsmaður,

Nú er undirbúningur fyrir Equitana stórsýninguna í Essen, Þýskalandi í fullum gangi. Á sýningunni verður í fyrsta sinn í mörg ár íslenskt svæði, þar sem Hestatorg (LH, FHB, Landsmót, FT, Hólaskóli, Hvanneyri og Worldfengur) verður með veglegan 63m2 Íslandsbás.

Nokkur íslensk fyrirtæki verða einnig með kynningarbás við hlið Íslandsbásins.

Þar sem einn af okkar félögum hann Bjarni Páll verður með bás og kynningarefni fyrir sína starfssemi á sýningunni gefst okkur  möguleiki að  koma efni frá félagsmönnum á framfæri á sýningunni með minni tilkostnaði. Áhugasömum er bennt á að hafa samband sem fyrst við Bjarna Pál eða stjórn HEÞ.