Sölusýningu aflýst

Því miður þá var þátttakan ekki nógu góð í fyrirhugaðri sölusýningu á vegum HEÞ á Dalvík á laugardaginn og fellur hún því niður. Hins vegar gæti orðið af því að Elka kæmi norður í haust til að taka upp myndbönd af hestum til að setja inn á sölusíðuna sína. Það verður auglýst hér á vefnum þegar að því kemur.