Sölusýning á Hringholtsvelli við Dalvík

Laugardaginn 24. ágúst n.k. stefna Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga á að halda sölusýningu á Hringholtsvelli við Dalvík. Það er gert í tengslum við íþróttamót Hrings og verður sýningin felld inn í dagskrá mótsins á laugardeginum. Elka Guðmundsdóttir umsjónarmaður söluvefsins www.hest.is verður á staðnum og tekur upp sölumyndbönd fyrir síðuna fyrir þá sem það vilja. Upptakan er sýnendum að kostnaðarlausu en að öðru leyti gilda skilmálar um sölulaun o.fl. á vefsvæðinu www.hest.is. Fyrir áhugasama sem ekki koma með hross á sýninguna en eru engu að síður í söluhugleiðingum með hross er möguleiki á að fá Elku til að koma á staðinn og taka upp myndband, nánari upplýsingar um það gefa Elka í síma 863-8813 eða Ríkarður í síma 895-1118.

Þeir sem óska eftir að taka þátt í sölusýningunni skrái viðkomandi hest á netfangið sb@bugardur.is í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 21. ágúst. Við skráningu komi fram nafn og IS-númer hests, umráðamaður og símanúmer hans, stutt lýsing á hestinum og helst verðhugmynd. Þá þarf að taka fram hvort viðkomandi óski eftir myndbandsupptöku. Þeir sem vilja fá upptöku af hrossi heima fyrir hafi jafnframt samband og gefi upp svipaðar upplýsingar.
Skráningargjald er 3.000 krónur
             Nánari upplýsingar veita Ríkarður í síma 895-1118 og Sigríður um netfangiðsb@bugardur.is