Gígjar frá Auðsholtshjáleigu – seinna gangmál

Gigjar-i-reid_ThEGmyndGígjar verður til afnota á seinna gangmáli á Bergsstöðum í Aðaldal í sumar og kemur í hólf 28. júlí n.k.  Tollurinn kostar 90.000 krónur með virðisaukaskatti og er þar innifalið hagagjald og ein sónarskoðun.
Sjá meira um Gígjar undir flipunum „stóðhestar 2013“ og „hestarnir okkar“ hér til vinstri en  HEÞ er hluthafi að þriðjungshlut í hlutafélagi um hestinn.
Tekið verður á móti pöntunum undir Gígjar á Búgarði í síma 460-4477 og/eða hjá Ríkarði í síma 895-1118.