Fræðsluerindi í Funaborg miðvikudaginn 11. mars

Hrossaræktarfélagið Náttfari auglýsir:

Fund með Þorvaldi Kristjánssyni í Funaborg á Melgerðismelum miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið „Ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og skeiðgens“.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og eru hestamenn hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Náttfara.