Fréttayfirlit frá árinu 2007

VEL SÓTTUR
HAUSTFUNDUR

(29. nóvember
2007)


  

Fleiri myndir og texti hér.



ERINDI Á
HAUSTFUNDI HEÞ

(26. nóvember
2007)

Minnum á
Haustfund HEÞ sem haldinn verður í Hlíðarbæ miðvikdagskvöldið
28. nóvember kl. 20:30

Eftirfarandi erindi verða flutt:

Þekking – fagmennska – fjármagn

 – Finnur Ingólfsson Vesturkoti

Fortamningar hrossa

   – Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum

Hrossaræktin

  – Guðlaugur Antonsson Hrossaræktarráðunautur BÍ

Viðkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahross og
ræktunarverðlaun HEÞ 2007.

Kaffi og kökur í boði Samtakanna.


HVERNIG ER
BEST AÐ FÓÐRA HESTINN ?  / NÁMSKEIÐ Á AKUREYRI 

(19.
nóvember 2007)


Námskeiðið er ætlað hestamönnum og hrossaræktendum
Grundvöllur góðrar fóðrunar og umhirðu byggist á því að
þekkja og skilja hestinn; náttúrulegt atferli hans,
uppbyggingu meltingarfæra, kunna að meta holdafar og
fóðurþarfir gripsins. Í þessa þætti verður farið á
námskeiðinu, jafnframt verður farið í heyefnagreiningar
og fjallað um mismunandi fóðurtegundir auk þess að farið
verður yfir ýmsa mikilvæga umhirðuþætti í hestahaldi.
Áhersla verður lögð á reiðhestafóðrun. Námskeiðið byggir
á fyrirlestrum og verklegri þjálfun. Kennsla: Guðrún J.
Stefánsdóttir, lektor við hrossaræktardeild Hólaskóla
Tími: föstudaginn 18. janúar 2008. Staður: Akureyri

Til að skrá sig á námskeið er best að senda upplýsingar
á
endurmenntun@lbhi.is

(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma
433 5033/ 433 5000.

 



HAUSTFUNDUR HEÞ – TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ !

(15. nóvember 2007)


Hinn árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 28. nóvember.
Á fundinum verður
valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur
efstu hrossa í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og fleiri áhugaverðir fyrirlestrar verða á
dagskrá. Verður það nánar kynnt þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.



DAGSKRÁ
AÐALFUNDUR FHB

(1. nóvember
2007)


Dagskrá aðalfundar Félags hrossabænda, sem
fram fer í Sunnusal á Hótel Sögu föstudaginn 9. nóvember nk.
liggur nú fyrir og má nálgast með því að
smella hér.


HROSSARÆKT
2007 – RÁÐSEFNA

(1. nóvember 2007)

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs
verður haldinn laugardaginn 10. nóvember nk. í Súlnasal á Hótel
Sögu. Ráðstefnan er öllum opin og ráðstefnustjóri er Víkingur
Gunnarsson.

Dagskrá:

13:00 Setning – Kristinn Guðnason, formaður Fagráðs í hrossarækt

13:05 Hrossaræktarárið 2007 – Niðurstöður kynbótamats, Guðlaugur
V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2007

14:00 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2007

14:15 Erindi:

– Uppruni íslenska hestsins – Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
LbhÍ

– Fortamningar hrossa – Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum

– Litir og litbrigði íslenska hestsins – Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
og Guðrún Stefánsdóttir, háskólanum á Hólum

15:30 Kaffihlé

16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt

17:00 Ráðstefnuslit

Fagráð í hrossarækt






DNA-sýni 

(16. október
2007)


Búgarður
Ráðgjafaþjónusta býður áfram upp á DNA-sýnatöku úr hrossum til
staðfestingar á ætterni. Skilyrði fyrir A-vottun folalda sem
fædd eru frá og með árinu 2007 er að búið sé að taka úr þeim
DNA-sýni.

Sýnataka fer þannig fram að tekið er stroksýni úr nös sem er
einföld og örugg aðferð. Einungis eru tekin sýni úr
einstaklingsmerktum hrossum, þ.e. ör- eða frostmerktum.



Gjaldskráin er eftirfarandi:

Tímagjald fyrir sýnatöku og frágang 2.860 kr/klst
+ vsk

(Að lágmarki er innheimt fyrir ½ klst. við hverja heimsókn).

Greining á sýni 1.750 kr + vsk

Sýnaglas og sendingarkostnaður 400 kr + vsk

Ekki
verður innheimt fyrir akstur en reynt verður að skipuleggja
vinnuna þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir.



Tekið er við pöntunum í Búgarði í síma 460-4477. Einnig má senda
tölvupóst á vignir@bugardur.is.


TRYPPI TIL TAMNINGAR UNDAN GÍGJARI FRÁ AUÐSHOLTSHJÁLEIGU
(15. október 2007)



Nú eru komin til tamningar hjá Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur
fjögur efnileg trippi undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Þau
eru að fara á 4.vetur, eru vaxtargóð, prúð á fax og tagl,
jafnvaxin og reiðhestleg. Öll eru þau gangmikil og
hreyfingarfalleg. Trippin eru öll fædd Jóhönnu og Haraldi á
Hrafnkelsstöðum. Meðfylgjandi myndir tók Krisbjörg Eyvindsdóttir
af þeim Bláskegg (vindóttur) og Eini (brúnn).







SÓNARSKOÐAÐ FRÁ ÁLFI (27. september 2007)

Hryssur sem
verið hafa í hólfi í Skógarhlíð í Reykjahverfi hjá Álfi frá
Selfossi verða
sónarskoðaðar miðvikudaginn 3. október kl. 17:00 og eru eigendur
beðnir að nálgast hryssur sínar þar.



SÓNARSKOÐAÐ FRÁ MARKÚSI

(25.
september 2007)

Hryssur sem
verið hafa í hólfi hjá Markúsi frá Langholtsparti verða
sónarskoðaðar fimmtudaginn 27. september kl. 11:00. Skoðunin fer
fram á Bakka í Svarfaðardal og eru eigendur beðnir að sækja
hryssur sínar þangað.




ER
GÆÐASTÝRING Í HROSSARÆKT EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

(4.
september 2007)


Landgræðslan hefur haft umsjón með
landnýtingarþætti gæðastýringar í hrossarækt frá því
hrossabændur settu gæðastýringuna á laggirnar árið 2000.
Gæðastýring í hrossarækt tekur til skýrsluhalds, landnýtingar og
heilbrigðis hrossa. Lesa
meira
.


NIÐURSTÖÐUR SÍÐSUMARSÝNINGAR Á MELGERÐISMELUM



(3. september 2007)



Alls mættu 37 hross til dóms á Síðsumarsýningu á
Melgerðismelum, sem haldin var 30. og 31 ágúst sl. Þar af voru 3
hross
einungis byggingadæmd en 34 hross hlutu fullnaðardóm. 1
stóðhestur hlaut fullnaðardóm, Stormur frá Efri-Rauðalæk 4 vetra
foli undan Gusti frá Hóli og Sögu (Kjarvalsdóttur) frá Þverá.
Hlaut hann í einkunn 8,06 fyrir sköpulag, 7,53 fyrir hæfileika
og 7,74 í aðaleinkunn. Hæst dæmda hryssan var Blanda frá
Ytri-Höfdölum undan Skorra frá Blönduósi og Lísu frá Koti. Hún
hlaut í einkunn 7,87 fyrir sköpulag, 8,19 fyrir hæfileika og
8,06 í aðaleinkunn. Niðurstöður dóma má nálgast með því að
smella hér. Meðfylgjandi
eru myndir af efstu hrossum í hverjum flokki. Smellið á
myndirnar til að sjá þær stærri.






Hryssur 7 vetra og eldri
6 vetra hryssur
5 vetra hryssur





4 vetra hryssur
4 vetra stóðh.


Hollaskrá fyrir yfirlit
(30. ágúst 2007)

Hollaskrá má nálgast hér


Síðsumarsýningin sem vera átti á Dalvík á morgun verður á
Melgerðismelum

Þar sem völlurinn á Dalvík er ófær vegna bleytu hefur verið
ákveðið að færa sýninguna á Melgerðismela. Dagskrá er að öðru
leyti óbreytt. Byggingardómur fer fram í stóðhestahúsi.


HOLLASKRÁ


UPPFÆRT 28/8

Hollaskrá má nálgast hér.
Yfirlitssýning verður föstudaginn 31. ágúst og hefst kl. 10:00.

1
DAGUR + YFIRLIT Á DALVÍK (24. ágúst 2007)

Um 40 hross eru skráð á síðsumarsýninguna á Dalvík. Það
þýðir að einn langur dagur nægir í dóma. Dómar munu því hefjast
fimmtudagsmorgun kl. 8,00. Hollaskrá verður birt á mánudaginn.


SKRÁNING Á SÍÐSUMARSÝNINGU KYNBÓTAHROSSA (15.
ágúst 2007)

Síðsumarsýning á Dalvík – skráningarfrestur

Síðsumarsýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík
29.- 31. ágúst nk. Skráning er hafin en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er 22. ágúst
. Tekið er við
skráningum í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur
Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000
fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Skráningargjald
má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi.

GÓÐ FYLJUN HJÁ ÁLFI (15. ágúst 2007)

Búið er að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Álfi á fyrra
gangmáli. Í hólfinu voru 30 hryssur og er búið að staðfesta fyl
í 25 hryssum. Eftir er að skoða 2 hryssur. Það er því ljóst að
fyljunarhlutfall verður gott, eða á bilinu 83 – 90%.


SÍÐSUMARSÝNING NORÐURLANDS – DALVÍK 

(30.júlíí 2007)

Kynbótasýning verður
haldin í Hringsholti við Dalvík 29.-31. ágúst nk.
Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna
eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma
þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda
m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.

 

Reglur um kynbótasýningar

 


ÁLFUR – SÓNARSKOÐUN ÚR FYRRA GANGMÁLI (23. júlí 2007)

Sónarskoðað verður á Melgerðismelum
mánudaginn 13. ágúst kl. 17:00.

GÍGJAR LANGT GANGMÁL
Á YTRI-BÆGISÁ
(20. júlí 2007)


Smellið á auglýsinguna til að
sjá hana stærri.

ÁLFUR – SEINNA GANGMÁL
(20. júlí 2007)

Hryssur á seinna gangmál eiga að
mæta í hólf í Skógarhlíð Reykjahverfi laugardagskvöldið 28. júlí milli
kl. 20 – 22
.


HOLLASKRÁ FYRIR
YFIRLIT


(14. júní 2007)

Yfirlitssýning hefst
kl. 10:00 á yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.

HÉRAÐSSÝNING HOLLARÖÐ
(8. júní 2007)


Vegna mikilla skráninga munu dómar hefjast
mánudaginn 11. júní kl 14:00
en ekki þriðjudaginn 12. júní eins
og áætlað var.

Hollaröð má nálgast með því að smella
hér
(birt með fyrirvara um breytingar)
Yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 á
yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.

HÉRAÐSSÝNING
Í EYJAFIRÐI

(30. maí 2007)


Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 12.- 14.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur


. Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er 5.
júní.
Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.

Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000 fyrir
hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Hægt er að greiða í Búgarði.
Einnig má leggja inn á reikning

302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið



vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi

Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið
að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.


Reglur um kynbótasýningar má nálgast hér.

Boðið verður uppá DNA sýnatöku á mótsstað. Sýnatakan kostar 3.200 kr á
hross, þetta þarf að panta um leið og hross er skráð til sýningar.

Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti
stendur hafi samband við Stefán Friðgeirsson

í gsm. 897-0278.

HRYMUR Í HÚSNOTKUN
(15. maí 2007)


Stóðhesturinn Hrymur frá Hofi er nú byrjaður
að gagnast hryssum á húsmáli hjá Benedikt á Bergstöðum í Aðaldal. Nokkur
pláss eru enn laus undir klárinn (6 þegar þetta er ritað). Þeir sem
áhuga hafa á að nýta tækifærið hafi samband sem fyrst við Zophonías í
síma 892-6905.


Video af Hrym – mars 2006

(21mb). Dóma og afkvæmalista Hryms má
sjá með því að skoða „hestarnir okkar“ hér til hliðar


HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI
(15. maí 2007)

Kynbótasýning verður
haldin í Hringsholti við Dalvík 12.-14. júní nk.
Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna
eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma
þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda
m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.

 

Reglur um kynbótasýningar

 

Sýningaráætlun 2007, allt
landið

 

Inntökuskilyrði fyrir
kynbótahross á FM 2007


GÁTLISTI FYRIR UMSJÓNARMENN STÓÐHESTA
(9. Maí
2007)

Félag
hrossabænda, Bændasamtök Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum,
Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan hafa
tekið saman gátlista fyrir umsjónarmenn stóðhesta þar sem fram koma ýmis
heilræði. Meira.

VIDEO
AF HRYM
(3. maí 2007)


Veturinn
2006 var Hrymur í þjálfun hjá Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga.
Stjórn HEÞ heimsótti Sigga í byrjun marsmánaðar og var sýningin tekin á
video. Hér má sjá brot af því. Myndasmiður er Vignir Sigurólason. Með
því að
smella hér
má sjá umrætt video (stærð 21 mb). Fleiri upplýsingar um Hrym ss. dóma
og afkvæmalista má sjá með því að smella á hestarnir okkar.


UNGFOLASKOÐUN LOKIÐ
(3. maí 2007)

Í gær fór fram ungfolaskoðun á
starfssvæði Búgarðs ráðgjafaþjónustu. Skoðunin var framkvæmd af Eyþóri
Einarssyni og Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómurum. 29 folar voru
skoðaðir, flestir 2 og 3 vetra en einnig nokkrir veturgamlir. Eigendur
þessara fola munu svo innan skamms fá senda skriflegar umsagnir.
Eftirtaldir eru feður þeirra fola sem skoðaðir voru: Blær og Máttur frá
Torfunesi, Dalvar og Gígjar frá Auðsholtshjáleigu, Hróður frá
Refsstöðum, Keilir frá Miðsitju, Glampi frá Vatnsleysu, Kjarni frá
Varmalæk, Júlí frá Syðra-Hóli, Oddur frá Selfossi, Hrymur frá Hofi,
Þorsti frá Garði, Ofsi frá Brún, Moli frá Skriðu, Hvinur frá
Egilsstaðakoti, Markús frá Langholtsparti, Þytur frá Neðra-Seli,
Hágangur frá Narfastöðum, Stæll frá Miðkoti, Toppur frá Eyjólfsstöðum,
Þristur frá Feti og Garpur frá Kárastöðum.


UNGFOLASKOÐUN

(17. apríl
2007)

Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á
ógeltum folum  á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum)
miðvikudaginn 2. maí
ef áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin er
framkvæmd af kynbótadómurunum Eyþóri Einarssyni og Þorvaldi
Kristjánssyni og gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður
heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem
skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það.
Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og
hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að
safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá.
Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í síma 460-4477 / 896-1838 eða með því að
senda tölvupóst á

vignir@bugardur.is



VORSÝNING KYNBÓTAHROSSA Á SAUÐÁRKRÓKI 2007

(2. apríl
2007)


Haldin í tengslum við Tekið til kostanna
dagana 20.-21. apríl. Skráning og upplýsingar: Leiðbeiningamiðstöðin s:
455-7100. Síðasti skráninga- og greiðsludagur: fimmtudagurinn 12.apríl.
Skráningagjald:  Fullnaðardómur: 10.500 kr. m. vsk.,
Byggingardómur: 7.000 kr. m. vsk. Greiðist inn á: 1125 (Sparisjóður
Hólahr.) – 26 – 0710, Kt: 580901-3010 skýring: Nafn á hrossi. Til að fá
endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll fyrir 19. apríl.
Dómar fara fram á föstudegi og yfirlitssýning á laugardegi kl:10:00.

Ath. DNA-sýni, blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og
eldri.


KYNBÓTADAGUR Á MIÐFOSSUM BORGARFIRÐI


(29. mars 2007)

Námskeið í kynbótadómum haldið í samstarfi LbhÍ og Félags Hrossabænda.

Tími: 14. apríl. Klukkan 10:00 – 17:00. Staðsetning: Mið-Fossar í
Borgarfirði

Markmið: Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fræðist um hæfileika
hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver
gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún
er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt.
Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum
toga verða notuð sem dæmi.

Kennarar: Kynbótadómararnir Jón Vilmundarson, Eyþór Einarsson, Valberg
Sigfússon og Þorvaldur Kristjánsson ásamt Reyni Aðalsteinssyni
tamningameistara.

Verð: 10.000 kr.  Fólk á lögbýlum getur sótt um styrkt til
Starfsmenntasjóðs bænda. Skráning: Á heimasíðu skólans
www.lbhi.is

undir Námskeið eða hjá

Ásdísi Helgu Bjarnadóttur: 433-5033, 843-5308,
endurmenntun@lbhi.is
Skráningarfrestur til 12. apríl.

ÁRSSKÝRSLA OG
AÐALFUNDARGERÐ
(26. mars 2007)


Aðalfundur var haldinn í Hlíðarbæ 15. mars sl. Hér má nálgast
fundargerð

og skýrslu stjórnar.

ÚTHLUTUN FOLATOLLA
(23. mars 2007)

Á
stjórnarfundi HEÞ í gær var gengið frá úthlutun folatolla undir
eignarhesta og leiguhesta á vegum Samtakanna. Mikil ásókn var í hestana
og ljóst að færri komast að en vilja.Um 90 pantanir voru í Álf á fyrra
gangmáli, þ.a. 75 frá félagsmönnum og  80 pantanir í seinna
gangmál, þ.a. 60 frá félagsmönnum sem ekki fengu úthlutað í fyrra
gangmál. 50 pantanir bárust í Gust og 23 í Hrym,  þeir verða báðir
í húsnotkun. 47 pantanir bárust í Gígjar en verið er að skoða þann
möguleika að lengja gangmálið þannig að allir komist að. Á næstu dögum
verða sendir út greiðsluseðlar fyrir staðfestingargjaldi. Með því að
smella hér  má sjá lista yfir úthlutaða
tolla.

STÓÐHESTAR HEÞ 2007 (16. febrúar 2007)

Fréttabréf er nú á leið til
félagsmanna með upplýsingum um stóðhesta sem verða á vegum HEÞ og deilda sumarið
2007. Linkurinn hér til hliðar hefur einnig verið uppfærður. Félagsmenn eru
hvattir til að láta umsjónarmann vefsins vita af stóðhestum á þeirra vegum og
upplýsingar verða birtar hér á vefnum. Netfangið er
vignir@bugardur.is


AÐALFUNDUR HEÞ
(16. febrúar 2007)

Nú styttist í aðalfund og mun
Hrossaræktarfélagið Framfari halda fundinn. Staður og tími hefur verið ákveðinn:
Hlíðarbær 15. mars kl. 20:00


HROSSARÆKTARFUNDUR

(16. febrúar 2007)


Almennur fundur um hrossarækt og málefni
hestamanna verður haldinn í Sveinbjarnargerði 27. febrúar kl. 20:30.
Frummælendur verða Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ og Kristinn
Guðnason formaður Félags Hrossabænda. Kaffiveitingar í boði HEÞ.