Fréttayfirlit frá árinu 2006

Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2006:

Endurmenntunarnámskeið FT
og FHB á Hólum
(4. desember 2006)


Fyrirhugað endurmenntunarnámskeið verður haldið að Hólum þann 9. Des
næstkomandi. Námskeiðið verður opið öllum eins og námskeiðið í
Ölfushöllinni, og dagskrá með svipuðu sniði, en þó styttri.

Dagskrá: 13:00 Atferlisfræði – Fyrirlestur 14:00 Fortamningar –
Sýnikennsla 15:00 Frumtamningar – Sýnikennsla

Mikil ánægja var með
námskeiðið í Ölfushöllinni, og vonum við að sem flestir muni nýta sér þetta
námskeið fyrir norðan. Ekkert kostar inn á námskeiðið, en við biðjum áhugasama
um að senda mail á skrifstofu FT ft@tamningamenn.is og tilkynna komu sína. Eins
og fyrr er þetta aðeins gert til þess að námskeiðshaldarar geri sér einhverja
hugmynd um gestafjölda. Stjórnir FT og FHB


www.tamningamenn.is

 

 

 Torfunes er ræktunarbú HEÞ árið 2006

(13. nóvember 2006)

Á
fjölmennum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Ljósvetningabúð 2.nóvember
sl. voru veitt ræktunarverðlaun HEÞ. Hrossaræktarbúið í Torfunesi hlaut
verðlaunin að þessu sinni.  Í Torfunesi hefur um árabil verið
stunduð farsæl hrossarækt og hafa hross frá búinu staðið sig vel í
keppni og kynbótasýningum. Á síðastliðnu ári náði stóðhesturinn Blær frá
Torfunesi þeim árangri að hljóta hæstu hæfileikaeinkunn allra stóðhesta
það árið og næst hæstu aðaleinkunn. Á þessu ári voru þrjú hross sýnd í
kynbótadómi frá búinu og voru þau öll með yfir 8 í aðaleinkunn.
Meðaleinkunn þeirra var 8,14. Stóðhesturinn Máttur frá Torfunesi hlaut í
einkunn 8,24 og náði 6. sæti í flokki 4v. stóðhesta á síðasta Landsmóti.

Á myndinni sést Baldvin Kr. Baldvinsson hrossabóndi í Torfunesi með
viðurkenninguna.

Önnur bú sem tilnefnd voru í valinu eru:

Árgerði

Búland

Efri-Rauðilækur

Grund II

Haustfundur / Ræktunarbú
ársins
(30.
október 2006)Haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð
fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 20.30
. Á fundinn mæta Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur og Trausti Þór Guðmundsson
tamningamaður.
Guðlaugur fer yfir sviðið í hrossaræktinni og Trausti Þór fjallar um
frumtamningar.  Afhent verða
ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk er hvatt til að mæta. Kaffi
og meðlæti í boði Samtakanna.Efri-Rauðilækur var valið
ræktunarbú HEþ árið 2005. Hvaða bú verður valið í ár? Á meðflylgjandi mynd má
sjá þá feðga Baldvin og Guðlaug hrossabændur á Efri-Rauðalæk við úthlutun
ræktunarverðlauna HEÞ á síðasta ári.


Álfur frá Selfossi
(30. október 2006)


Samið hefur verið um leigu á stóðhestinum Álfi (IS2002187662)

frá Selfossi fyrra og seinna tímabil
sumarið 2007. Álfur er rauðskjóttur að lit, undan gæðingunum Orra frá Þúfu og
Álfadísi frá Selfossi. Hann hefur hlotið í einkunn 7,98 fyrir sköpulag og 8,44
fyrir hæfileika, klárhestur með tölti, aðeins 4v. gamall. Aðaleinkunn 8,26.

DNA-sýni

(30. október 2006)


Samningur fagráðs í hrossækt við Prokaria um
DNA-greiningu á sýnum úr hrossum til ætternisákvörðunar var til eins árs
og er nú lokið. Á landsvísu bárust um 3500 sýni, þ.a. voru sýni af
starfssvæði Búgarðs 225. eða um 6,5%. Á næstu vikum munu niðurstöður
liggja fyrir í WorldFeng og verður fróðlegt að skoða það. Prokaria mun
bjóða sömu kjör  og voru sl.
vetur fram til áramóta. Á starfssvæði Búgarðs (Eyjafjörður og
Þingeyjasýslur) verður því gjaldskrá og fyrirkomulag óbreytt fram til
áramóta: (verð án vsk.).

Greining á sýni (Prokaria ehf.) kr. 1.600.-,  Sendingarkostnaður á sýni
er áætl.  kr. 400.-,  Tímagjald
sýnatökumanns kr. 2.500 /klst. Ekki verður innheimt fyrir akstur en reynt verður
að skipuleggja vinnuna þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir.


Framtíðarsýn fagráðs í hrossarækt er sú að DNA-sýnataka verði hluti af venjulegu
ferli hjá hverjum ræktanda gjarnan þá í sama sinni og folaldið er örmerkt, en
ekki eru tekin sýni úr nema einstaklingsmerktum hrossum. Vegna hagstæðs verðs á
greiningu fram til áramóta væri æskilegt að áhugasamir hefðu samband við Búgarð
sem fyrst og létu taka úr folöldum ársins og öðrum hrossum sem ekki var tekið úr
síðasta vetur.

Stefnan er sú að í framtíðinni muni pappírsvinna skýrsluhalds í hrossarækt
minnka til muna og skýrsluhaldarar færi sínar skráningar beint á internetinu á
sama hátt og t.d. skattaskýrslur. A-vottun mun þá aðeins fást á hross sem eru
DNA-greind og með sannað ætterni. Öll hross fædd eftir 1. janúar 2003 eiga að
vera einstaklingsmerkt samkvæmt lögum, nokkur misbrestur er enn á því. Á næstu
árum munu sláturhús gera auknar kröfur um að sláturgripir séu
einstaklingsmerktir auk þess sem krafa er gerð til að hross komi
einstaklingsmerkt til kynbótadóms. Nauðsynlegt er að allir hesteigendur geri
átak í að merkja öll sín hross, þannig að þau tilvik þegar ómerkt hross koma
fram og eigandi finnst ekki verði óþekkt.

Þeir sem áhuga hafa á að láta taka sýni úr hrossum
nú fyrir áramót hafi samband sem allra fyrst við afgreiðslu Búgarðs í síma
460-4477 eða sendi tölvupóst á vignir@bugardur.is og gefi jafnframt upp fjölda
hrossa.Stóðhestar HEÞ 

(30. október 2006)Samið hefur verið við Þorra og Hauk á Ytri-Bægisá um
að hafa umsjón með
Gusti
í vetur. HEÞ á húsnotkun á honum á næsta ári en ekkert hefur verið
ákveðið með ráðstöfun á því. Auglýst var á vefmiðlunum eftir tilboðum í leigu á
hestinum og er tilboðsfrestur til næstu mánaðarmóta. Verða að mati stjórnar um
álitleg tilboð að ræða verður málið borið undir fulltrúafund. Einungis var
staðfest fyl í 2 hryssum á húsnotkun og 5 hryssum fyrra gangmál. Hrymur
er nú komin í vetrarumsjá Eyjólfs Guðmundssonar á Blönduósi. HEÞ hefur til
ráðstöfunar húsgangmál á næsta ári. Gígjar
er nú kominn í umsjá fjölskyldunnar í Auðsholtshjáleigu. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um fyrirkomulag notkunar á næsta ári
.


Haustfundur HEÞ verður í Ljósvetningabúð
 
(4.
október 2006)

Haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð Þingeyjarsveit
fimmtudaginn 2. nóvember  nk. kl. 20.30. Á fundinn mætir Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur og verið er að kanna með fleiri áhugaverða
fyrirlesara.
Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk er hvatt
til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.

Fyljun 2006
(4. október 2006)

Í
töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana þeirra hesta sem
voru á vegum Samtakanna og deilda, ásamt nokkrum hestum í umsjá félagsmanna sl.
sumar.
Eftir er að sónarskoða aftur nokkrar hryssur hjá Gusti, Hrym og
Andvara, og gæti það hækkað fyljunarhlutfall þeirra. Félagsmenn HEÞ sem höfðu
stóðhesta í sinni umsjá í sumar eru hvattir til að láta umsjónarmann vefsins
vita svo birta megi árangurinn. Netfangið er
vignir@bugardur.is

og síminn 460-4477.

 

Staður
Umsjón
Tímabil
Fj.daga

Notk.

Jákv.

Hlutf.

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu

Hrafnsstaðir

HEÞ

e. LM  

76 
45 35 78%

Gustur frá Hóli II

Rauðaskriða

HEÞ

s. gangm.

47

30 

14 

47%   

Hrymur
frá Hofi

Ytir-Bægisá

HEÞ

s. gangm.

57 

30

22

73%

Álfasteinn frá Selfossi

Víðineshólf

HEÞ

e. LM

35

30

19

63%

Dalvar frá Auðsholtshjáleigu

Syðra-Fjall

deildar

e. LM

64

25 

24

96%

Klettur frá Hvammi

Syðra-Garðshorn

deildar

f. gangm.

35

29

19
 66%

Andvari frá Ey

Hrafnsstaðir

einst.

s.gangm. 

57
 

24

18

75%

Asi frá Kálfholti

Fornhagi II

einst.

f. gangm.

41

20

18
 90%

Gustur
frá Hóli laus til útleigu
 (20.september
2006)

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og
Þingeyinga auglýsa lausan til útleigu stóðhestinn Gust frá Hóli
(IS1988165895) í húsnotkun vorið 2007, fyrra tímabil 2008 og seinna
tímabil 2009 samkv. notkunarsamningi eigenda. Óskað er eftir tilboðum og
er gefinn kostur á að bjóða í hvert tímabil fyrir sig eða öll tímabilin
í einu lagi. Tilgreina skal heildarupphæð að vsk. meðtöldum. Lokafrestur
til að skila inn tilboðum er þriðjudagurinn 31. október. Þeir sem óska
eftir að sjá notkunarsamning sendi tölvupóst á
vignir@bugardur.is
. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.

Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merkt.

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga

TILBOÐ V/GUSTS

Búgarði – Óseyri 2

603 Akureyri.

Gustur á seinna gangmáli
(14. júlí 2006)

Tekið verður á
móti hryssum undir Gust frá Hóli á seinna gangmáli í Rauðuskriðu 20.
júlí á milli kl. 20:00 – 22:00. Ekki er tekið við óköstuðum hryssum.
Umsjón með hólfi hefur Baldvin í gsm 963-9222

 

Laus pláss undir
Hrym og Gígjar
(15. júní 2006)

3 pláss eru laus undir Hrym frá
Hofi á seinna gangmáli í sumar. 1 pláss er laust undir Gígjar þegar bætt verður
í hólfið 10. ágúst. Zophonías tekur við pöntunum í gsm 892-6905. Fyrstir koma
fyrstir fá.

 

 

Tilkynning til knapa á Héðarssýningu
kynbótahrossa í Eyjafirði.

 

Vegna mikillar skráningar er ljóst að bæta þarf
við degi. Dómar hefjast því þriðjudaginn 6. júní kl. 12:30 en ekki
miðvikduaginn 7. júni, eins og auglýst hafði verið. Hollaskrá verður birt á
vefnum á morgun laugardag.


Héraðssýning kynbótahrossa í Eyjafirði


(29. maí 2006)

Héraðssýning
kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 7.- 9. júní nk. Skráning og
upplýsingar í Búgarði, í síma 460-4477. Skráning er hafin en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er 1. júní. Gefa þarf upp einstaklings-númer
við skráningu.

Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000 fyrir hross sem
aðeins er skráð í byggingardóm. Ekki er endurgreitt þó hross sem skráð er til
fullnaðardóms sé aðeins byggingardæmt. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má
leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, skýring: nafn á hrossi.
Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll
áður en dómar hefjast.

Öll hross sem koma til dóms verða að vera einstaklingsmerkt. Blóðsýni þarf að
hafa verið tekið úr öllum stóðhestum. Allir stóðhestar 5 v. og eldri þurfa að
hafa verið myndaðir með tilliti til spatts.

Boðið verður uppá
DNA sýnatökur á mótsstað. Sýnatakan kostar 3.200 kr á hross, þetta þarf að panta
um leið og hross er skráð til sýningar.

Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti stendur
hafi samband við Stefán Friðgeirsson í gsm. 897-0278 eða Þorstein Hólm í gsm
867-5678.

Ungfolaskoðun 8. maí (26. apríl 2006)
Boðið verður uppá
ungfolaskoðun

mánudaginn 8. maí í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu á vegum Búgarðs og HEÞ.
Áætlað er að skoða á 2 stöðum (nema sterkar óskir komi fram um
annað). Í Torfunesi kl. 13:00 og á Björgum kl. 16:00 (tímasetningar
áætlaðar).  Skoðunin er ætluð fyrir
ógelta fola á aldrinum 1 – 3v. Eigendur fá í hendur skriflega umsögn með
hverjum fola (ekki einkunnir).  Kostnaður
pr. hross 2.000.- m.vsk. fyrir félaga í HEÞ eða búnaðarsamböndunum og kr.
3.000.- fyrir aðra. Dómarar: Eyþór Einarsson og Þorvaldur Kristjánsson. 
Tekið við skráningum í Búgarði í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is
. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 5. maí.

Auglýst með fyrirvara um að næg þátttaka verði.
Úthlutun tolla (28.mars 2006)

Nú er ljóst hverjir fá
pláss hjá eignarhestum Samtakanna en

mikil ásókn hefur verið í þá og ljóst að færri komast að en vilja.

114 pantanir bársut í
Gust, 58 í Gígjar og 37 í Hrym. 

Neðst á síðunni "stóðhestar 2006" er listi yfir þá sem fengu tolla, ásamt biðlistum.
Greiðsluseðill með staðfestingargjaldi verður sendur út á næstu dögum.
2 pláss laus hjá Álfasteini (28. mars 2006)   FULLBÓKAÐ (26/4/06)

Þegar þetta er ritað hafa 28 pantanir borist í Álfastein frá Selfossi.
Miðað er við að hámarki 30 hryssur þannig

að enn er pláss fyrir 2 hryssur. Sem
sagt allir sem hafa pantað eru tryggir með pláss og hægt er að bæta tveimur við.
Fyrstur kemur fyrstur fær!

 

Ársskýrsla HEÞ
(28. mars 2006)


Aðalfundur HEÞ var haldinn 23. mars sl. að Breiðumýri Reykjadal  Hér má
nálgast árskýrslu HEÞ fyrir liðið starfsár.


Ársskýrsla 2005


Munið fundinn í kvöld ! (28. febrúar 2006)


Almennur fundur um hrossarækt og málefni hestamanna verður haldinn í
Sveinbjarnargerði 28. febrúar kl. 20:30.

Frummælendur
verða: Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ, Kristinn Guðnason formaður

Félags hrossabænda og Sigríður Björnsdóttir dýraæknir hrossasjúkdóma. Kaffiveitingar í boði HEÞ

Félagsmenn! tilkynnið um breytt heimilisföng (17. febrúar 2006)
Að gefnu tilefni eru félagsmenn hvattir til þess að tilkynna formönnum deilda um breytt heimilisföng
hafi þeir á annað borð áhuga á að fá fréttabréfið frá Samtökunum.  

Stóðhestaval 2006 (14. febrúar 2006)
Smellið á "stóðhestar 2006" og skoðið hvað verður í boði á félagssvæðinu á komandi sumri.

Fréttabréf á leið til félagsmanna (14. febrúar 2006)
Fréttabréfið var póstlagt í dag og því væntanlegt til félagsmanna innan skamms.

Folaldasýning Framfara (4. janúar 2006)

Folaldasýning verður haldin að Björgum í Hörgárdal, laugardaginn 14.
jan. og hefst kl. 13:30. Þar munu félagar í Hrossaræktarfélaginu
Framfara í Hörgárdal sýna folöld í sinni eigu sem og ungfola. Léttar
veitingar seldar á staðnum. Allir velkomnir og að sjálfsögu er aðgangur
ókeypis.