Fréttayfirlit frá árinu 2005

Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2005:


Skýrsluhald í hrossarækt (20. desember 2005)
Nú ættu allir
skýrsluhaldarar í hrossarækt að hafa fengið send eyðublöð frá
B.Í til útfyllingar. Til þess að folöld fædd 2005 eigi möguleika á
A-vottun á ætterni verða ræktendur að skila inn folaldaskýrslum
fyrir áramót. Fyljunarvottorð og stóðhestaskýrslur þurfa einnig að
berast fyrir áramót eigi folöld sem fæðast 2006 að eiga möguleika
á A-vottun.
Upplýsingar um frjósemi eru afar mikilvægar í ræktunarstarfinu. Því
er óhætt að hvetja ræktendur til þess að skila inn vel útfylltum
fyljunarvottorðum þar sem fram kemur niðurstaða fangskoðunar og sem
staðfest er af dýralækni með undirskrift.

Allar skýrslur vegna hrossaæktar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á
að senda á skrifstofur Búgarðs.

 

Blær og Rák
hæst dæmdu kynbótahrossin hjá HEÞ
(28. október
2005)

Blær og Þorvar
Þorsteinsson

Á
Haustfundi HEÞ 26. október sl. hlutu ræktendur hæst dæmda stóðhests
og hæst dæmdu hryssu, á félagssvæði HEÞ, sérstaka viðurkenningu.
Hæst dæmdi stóðhestrinn var stólpahesturinn Blær frá Torfunesi
S-Þing., en hann hlaut einnig hæsta hæfileikadóm stóðhests í
heiminum á árinu. Blær hlaut 8,80 fyrir hæfileika og 8,55 í
aðaleinkunn. Ræktandi er Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfunesi.

Hæst dæmda hryssan var gæðingurinn Rák
frá Halldórsstöðum í Eyjafirði. Hún hlaut í aðaleinkun 8,28.
Tvær aðrar hryssur, Blíða frá Flögu og Framtíð frá Bringu hlutu
reyndar sömu einkunn en þegar reiknað var á þriðja aukastaf reyndist
Rák hlutskörpust. Ræktandi Rákar er Rósa Hreinsdóttir á
Halldórsstöðum. 

 

Efri-Rauðilækur ræktunarbú
ársins, Garðsá og Bringa einnig tilnefnd
(28. október
2005)


Þrjú
bú voru tilnend til Ræktunarverðlauna HEÞ 2005. Það voru Garðsá,
Bringa, og Efri-Rauðilækur.  Ræktunarbú
ársins var valið Efri-Rauðilækur en þar stunda hrossarækt feðgarnir
Guðlaugur Arason og Baldvin Ari Guðlaugsson ásamt fjölskyldum sínum.
Búið hlaut viðurkenningu á haustfundi Hrossaræktunarsamtaka Eyfirðinga
og Þingeyinga sem fram fór í gærkvöldi. Frá Efri-Rauðalæk hlutu 8
hross fullnaðardóm á liðnu ári og 5 fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn.
Einnig voru fulltrúar frá Efri-Rauðalæk í keppni á HM í Svíþjóð
í sumar. Hæst dæmda kynbótahross búsins á liðnu sumri var stóðhesturinn
Krókur en hann er undan Otri og Kviku (sammæðra Ljósvaka frá
Akureyri). Krókur hlaut 8,53 fyrir hæfileika og 8,38 í aðaleinkunn. Frábær
árangur hjá þeim á Efri-Rauðalæk og er búið einnig tilnefnt til
titilsins “Ræktunarbú ársins 2005” yfir landið.

 

HEÞ
kaupir 1/3 í Gígjari frá Auðsholtshjáleigu

(28. október 2005)

Hrossaæktarsamtök
Eyfirðinga og Þingeyinga hafa keypt liðlega þriðjungshlutafé
(33,35%) í Gígjari ehf. Gígjar ehf. er hlutafélag sem stofnað var á
síðasta ári um stóðhestinn Gígjar (IS2000187051) frá Auðsholtshjáleigu
og var það áður alfarið í eigu Þórdísar Gunnarsdóttur. Kaupverð
hlutarins er kr. 7.063.937.- Á hluthafafundi félagsins 26. október sl.
var kjörin ný stjórn í félaginu. Hana skipa Þórdís Gunnarsdóttir,
Kristbjörg Eyvindsdóttir og Vignir Sigurðsson. Til vara voru kosnir
Gunnar Arnarson og Þorsteinn Hólm Stefánsson.
Á
meðfylgjandi mynd eru Þórdís Gunnarsdóttir og Baldvin Kr. Baldvinsson
formaður HEÞ að undirrita kaupsamning og var það gert á haustfundi
HEÞ sem haldinn var í Funaborg 26. október sl.

Andvari seldur
(21. október 2005)

Gengið hefur verið frá sölu
á þriðjungshlut í stóðhestinum Andvara frá Ey til 15 félagsmanna í
HEÞ. Kaupverð er 2 milljónir króna að virðisaukaskatti meðtöldum.

 

 

Munið
haustfundinn!

(18. október 2005)

 

Nú liggur fyrir hvaða
fyrirlesarar halda erindi á haustfundi HEÞ. Gunnar Arnarsson hrossabóndi og
hrossaútflytjandi mun fjalla um sölu og markaðsmál í hrossaræktinni og Rúnar
Þór Guðbrandsson svæðisstjóri hjá VÍS-AGRIA kynnir tryggingar á
hrossum. Eins og áður hefur verið greint frá mun Guðlaugur Antonsson landsráðunautur
í hrossaækt einnig mæta á fundinn og fara yfir sviðið í hrossaræktinni.

Fundurinn verður haldinn í Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn 26. október nk.
kl. 20.30
. Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk
er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.

 

 

DNA ætternisgreining íslenska
hrossastofnsins
(18.
október 2005)

Stefnt er á að DNA-ætternisgreina sem stærstan
hluta þeirra hrossa sem virk eru í ræktunarstarfinu. Ástæður eru m.a.
þær að sífellt eru gerðar meiri kröfur um nákvæma ætternisgreiningu
við sölu. Víða erlendis er í dag krafist sýnatöku, eigi hrossið að
fást skráð í ættbækur svo sem WorldFeng og stóðhestar fá ekki
notkunarleyfi nema vera DNA greindir. Auk þess hlýtur rétt ættfærsla að
vera grundvallaratriði við útreikninga á skipulagningu ræktunarstarfs.
Sýni þau sem hér um ræðir verða stroksýni úr nös.

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins mun
greiða kostnað við greiningu á öllum hryssum sem náð hafa aðaleinkuninni
7,50 eða hærra í kynbótadómi. Hrossaræktendum er frjálst að láta taka
sýni á sinn kostnað úr öllum þeim hrossum sem þeir vilja. Æskilegt væri
að taka sýni úr að minnsta kosti öllum merfolöldum og efnilegum mertryppum
auk fullorðinna mera sem eru að sanna sig í ræktun jafnvel þótt þær séu
ódæmdar eða með lágan einstaklingsdóm. Einungis verða tekin sýni úr
einstaklingsmerktum hrossum. Hrossaræktendur bera kostnað af vinnu
sýnatökumanns. (Texti fengin úr grein GVA í Bændablaðinu 27. sept. sl.)

Á starfssvæði Búgarðs (Eyjafjörður og
Þingeyjasýslur) verður gjaldskrá og fyrirkomulag eftirfarandi (verð án
vsk.).
Greining á sýni (Prokaria ehf.) kr.
1.600.- (frí greining fyrir hryssur með 7,50 eða hærra)
. Sendingarkostnaður
á sýni er áætl. kr. 400.-. Tímagjald sýnatökumanns kr. 2.500 /klst. Ekki
verður innheimt fyrir akstur en reynt verður að skipuleggja vinnuna þannig
að sem minnstur tími fari í milliferðir.

Þeir sem áhuga hafa á að láta taka sýni úr
hrossum nú á komandi mánuðum hafi samband við afgreiðslu Búgarðs í
síma 460-4477 eða sendi tölvupóst á
vignir@bugardur.is og gefi jafnframt upp fjölda hrossa.

 

Andvari til
sölu
(5. október 2005)

 

Á nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi var ákveðið að selja hlut HEÞ
(1/3) í stóðhestinum Andvara frá Ey. Jafnframt var ákveðið að áður en
til sölu kemur á almennum markaði verði félagsmönnum HEÞ gefinn kostur á
að kaupa þennan hlut.

 

Hrossaræktarsamtök
Suðurlands hafa nýverið selt eignarhlut sinn (2/3) í Andvara og er
kaupandinn á þeirra hlut Þór Bjarkar í Reykjavík. Samið var um að Þór
Bjarkar hefði ekki forkaupsrétt á hlut HEÞ til 15. október, eða á meðan
kannað væri með sölu til félagsmanna hér.

Verðhugmynd
fyrir þriðjungshlut HEÞ er 2 milljónir (með vsk) og miðað við að 15 til
20 aðilar keyptu væri verðið á hvern þeirra á bilinu 100 – 133 þúsund
(með vsk.).
Þeir sem vilja kaupa hlut í hestinum hafi samband við Ríkarð
895-1118 eða Zophonías í síma 892-6905 í síðasta lagi mánudaginn 10. október.
Undirrita þarf kaupsamninga í síðasta lagi föstudaginn 14. október. Eftir
þann tíma fær Þór Bjarkar forkaupsrétt við sölu á hlut HEÞ.

 

Fyljunarhlutfall stóðhesta –
samantekt
(5. október 2005)

Í töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana
þeirra hesta sem voru á vegum Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga
og deilda sl. sumar. 

notkun

 

jákvæð

 

hlutfall

 

Gustur frá Hóli

 

fyrra gangmál

 

25

 

9

 

36%

 

Andvari frá Ey

 

húsnotkun

 

15

 

9

 

60%

 

Hrymur frá Hofi

 

fyrra gangmál

 

25

 

17

 

68%

 

Hróður frá Refsstöðum*

 

langt gangmál

 

40

 

31+

 

78%+

 

Flygill frá V-Leirárgörðum

 

fyrra gangmál

 

17

 

0

 

0%

 

* Eftir er að sónarskoða 6
hryssur, sem voru hjá Hróðri fram til 15 sept. og væntanlega eru einhverjar
af þeim fengnar. Endanleg niðurstaða verður tilkynnt þegar hún liggur
fyrir.

Gustur var á Sæðingastöðinni
á Gunnarsholti frá 1. maí til 30. júní. Sæðisgæði voru afar döpur og
niðurstaðan að aðeins 2 hryssur héldu við honum þar. Gustur er nú á
Vesturlandi og er útlit fyrir þokkalega útkomu. Þegar þetta er ritað er búið
að sónarskoða 16 hryssur fengnar frá honum.

 

Haustfundur HEÞ verður í Funaborg  (5.
október 2005)

Haustfundur HEÞ verður haldinn í Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn
26. október nk. kl. 20.30. Á fundinn mætir Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur
og verið er að kanna með fleiri áhugaverða fyrirlesara.
Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk
er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.

 

 

Áfall með Flygil 
(18. ágúst 2005)

Flygill frá Vestri-Leirárgörðum hefur verið í hólfi með 17 hryssur á
Syðra Fjalli í Aðaldal á vegum Hrossaræktarfélags Suður-Þingeyinga.
Sónarskoðað var hjá klárnum sl. þriðjudag og reyndust allar hryssurnar
tómar. 

 

Léleg útkoma hjá Gust
(18. ágúst 2005)

Gustur frá Hóli var fyrra gangmál (júlímánuð) í Svarfaðardal. Í dag
var sónarskoðað frá honum og af 25 hryssum sem voru hjá honum reyndust 10
fengnar, eða 40%. Ekki liggur fyrir árangur Gusts á húsnotkun og sæðingu,
en frá því verður greint þegar það liggur fyrir.

 

60% hjá Andvara (12. ágúst
2005)

Nú er lokið við að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Andvara frá
Ey á húsnotkun. Af 15 hryssum sem til hans komu reyndust 9 fengnar, eða 60%.

Búið að sónarskoða frá Hrym (11.
ágúst 2005)

Hrymur frá Hofi var fyrra gangmál í Rauðuskriðu S-Þing. hjá Hrossaræktarsamtökum
Eyfirðinga og Þingeyinga, sem eiga þriðjungshlut í hestinum. 25 hryssur
voru hjá Hrym og reyndust 17 þeirra fengnar skv. sónarskoðun, eða 68%. Þetta
er heldur lakari útkoma en á síðasta ári, en þá var fyljunarhlutfallið
81% á fyrra gangmáli og 86% á seinna gangmáli.

 

Góður árangur á Héraðssýningu
á Dalvík
(20. júní 2005)

Búgarður ráðgjafaþjónusta og
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga stóðu að venju fyrir
héraðssýningu kynbótahrossa og fór hún fram dagana 8-10. júní sl.
Sýningin var haldin í Hringsholti, félagssvæði hestamannafélagsins
Hrings í Dalvíkurbyggð. Til dóms mættu 64 hross þar af 9
stóðhestar. Dómarar voru þeir Guðlaugur Antonsson og Sigurður Oddur
Ragnarsson. Ágæt útkoma var á sýningunni en 32% fulldæmdra hrossa
fór yfir 8,0 í aðaleinkunn. Á Fákaflugi, stórmóti hestamanna sem
haldið var 11-12. júní sl. á Melgerðismelum áttu eigendur hátt
dæmdra kynbótahrossa sem eru búsettir á Norðurlandi, frá
Vestur-Húnavatnssýslu og austur í Norður-Þingeyjarsýslu, rétt á
því að hross þeirra tæku þátt í Úrvalssýningu kynbótahrossa sem
þar fór fram.    Á meðfylgjandi mynd eru ungar og
efnilegar hryssur sem mættu á Fákaflug. Frá hægri talið Sóldögg
(5v.) frá Akureyri kn. Höskuldur Jónsson, Sigurrós (5v.) frá Kommu kn.
Birgir Árnason, Evíta (5v.) frá Litla-Garði kn. Stefán Birgir
Stefánsson, Drottning (5v) frá Skarði kn. Þorvar Þorsteinsson.

 

Héraðssýning kynbótahrossa
í Eyjafirði
 

(30. maí 2005)


Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 8.-10. júní
nk. Tekið verður á móti skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða
netfang vignir@bugardur.is.
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 3. júní.

Sýningargjald kr. 8.500 pr. hross, er hægt að greiða í Búgarði eða inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729. Ef greitt er í banka er mikilvægt
að faxa strax greiðslukvittun á faxnúmerið 460-4478. Mikilvægt er að fram
komi fyrir hvað hross er verið að greiða. Ef greitt er í gegnum netbanka þarf
að senda greiðslukvittun á netfangið vignir@bugardur.is.
Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok dags 3. júní er viðkomandi
hross ekki skráð í mótið. Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins
til greina ef látið er vita um forföll áður en dómar hefjast.

Blóðpróf skal taka úr öllum stóðhestum sem koma til fysta dóms, jafnt
ungfolum sem eldri hestum og skal framvísa vottorði þar um á dómsstað . Að
auki verða allir 5 og 6 vetra stóðhestar að vera myndaðir með tilliti til
spatts áður en þeir mæta til sýningar. Afhenda verður dómnefnd vottorð
um að búið sé að mynda viðkomandi hest að öðrum kosti verður hesturinn
ekki dæmdur. Öll hross sem koma til dóms verða að vera einstaklingsmerkt,
þ.e. frost- eða örmerkt.

Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti
stendur hafi samband við Stefán Friðgeirsson í gsm. 897-0278

 

 

Ársskýrsla HEÞ (30. maí 2005)

Aðalfundur
HEÞ var haldinn 23. mars í Hringsholti við Dalvík. Hér má nálgast
árskýrslu HEÞ fyrir liðið ár.

Skýrsla
stjórnar 200
4

 

Námskeið með Daníel Jónssyni í Eyjafirði (4
maí 2005)

Námskeið með Daníel Jónssyni kynbótaknapa verður haldið dagana 13.,
14. og 15.maí nk. Á námskeiðinu mun Daníel gefa góð ráð varðandi
undirbúning og uppbyggingu kynbótahrossa fyrir sýningu. Námskeiðið verður
í formi einkakennslu þar sem menn mæta með hross og fá leiðbeiningar með
það. Skráning hjá Baldvin í síma 863-9222 og Vigni í síma 896-1838, og
veita þeir allar nánari upplýsingar.

 

WorldFengur
– námskeið og fundur með hrossaræktendum
(4. maí 2005)

WorldFengur (www.worldfengur.com) er
upprunaættbók íslenska hestsins sem er notaður í aðildarlöndum FEIF, alþjóðasamtaka
eigenda íslenska hestsins. Í gagnagrunninum eru á þriðja hundrað þúsund
hross og fjölgar þeim stöðugt á hverju ári. WorldFengur er einnig gæðaskýrsluhaldskerfi
hrossaræktenda og öflugt markaðstæki.

Bændasamtök Íslands og  Búgarður
– ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
bjóða
nú upp á námskeið í þessu öfluga netforriti sem á annað þúsund áskrifendur
eru að í 16 löndum. Farið verður yfir alla þá fjölbreyttu möguleika sem
forritið hefur upp á að bjóða, skoðaðar helstu reglur um gæðaskýrsluhald
í hrossarækt og sagt frá alþjóðlegum reglum og samstarfi skrásetjara í aðildarlöndum
FEIF. Síðasti hluti námskeiðsins fer í umræður um forritið þar sem
allar ábendingar eru vel þegnar.

Fyrirlestari verður Jón Baldur
Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, en hann hefur
verið verkefnisstjóri WorldFengs frá upphafi (2001) og einn af höfundum tölvukerfisins
Fengs (1991-2001), sem var forveri WorldFengs. Honum til aðstoðar verður
Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 Búgarðs,
sem hefur umsjón um skýrsluhaldi í hrossarækt í Eyjafirði
 og
Þingeyjarsýslum .

Hrossaræktendur eru hvattir til að nýta
sér þetta einstaka tækifæri til að ná tökum á WorldFeng og hafa áhrif
á áframhaldandi þróun hans. Námskeiðið verður haldið
 í húsi
Tölvufræðslunnar að Þórsstíg 4 Akureyri þar
sem allir þátttakendur fá aðgang að nettengdum tölvum.
 Tímasetning:
þriðjudagur 24. maí  frá kl. 16:00 – 22:00. Námskeiðsgjald kr.
3.000.- (kvöldsnarl og molakaffi innifalið).

Tekið er við skráningu á skiptiborði Búgarðs í síma 460-4477 eða á
netfangið vignir@bugardur.is.
til mánudagsins 16. maí.

 

Skráið ykkur sem fyrst til að tryggja þátttöku!

Námskeiðið er styrkt af verkefninu Upplýsingatækni í dreifbýli.

Vel heppnað námskeið með
Daníel Jónssyni
(6. apríl 2005)

1.-3. apríl sl. stóðu Hrossaræktarsamtök
Eyfirðinga og Þingeyinga fyrir námskeiði í undirbúningi og þjálfun
kynbótahrossa. Leiðbeinandi var hinn knái kynbótaknapi Daníel
Jónsson. Námskeiðið var vel sótt. þátttakendur komu með eigin
hross og fengu leiðbeiningar um hvernig best væri að haga þjálfun
fram að kynbótasýningu. Einnig var farið yfir uppstillingu hrossa í
byggingardómi ofl. Meðfylgandi mynd er tekin á fundi með
þátttakendum í Búgarði. Í skoðun er að halda aftur samskonar
námskeið í maí.

Hágangur í Eyjafirði (4.
apríl 2005)

Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum verður í
húsnotkun í Litla-Garði Eyfjarðarsveit. Sjá nánar á stóðhestasíðu.

Aðalfundur HEÞ (22.mars
2005)

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga
og Þingeyinga verður haldin í Hringsholti við Dalvík miðvikudaginn 23.
mars kl. 20:30.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir
félagsmenn velkomnir en einungis kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt.
Stjórnin.

 

Flygill í Þingeyjarsýslu
(15.mars 2005)

Kolfinnssonurinn kraftmikli Flygill frá
Vestri-Leirárgörðum verður að öllum líkindum seinna gangmál i S-Þing.
sjá nánar á stóðhestar 2005.

HEÞ með sölusýningu í
Hafnarfirði
(8.mars 2005)

Sölusýning verður haldin í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði laugardaginn
12.mars nk. og hefst hún kl. 16:00. Að sýningunni standa hrossabændur í
Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og þingeyinga. Sýnd verða um 15 hross á
ýmsum stigum tamningar, allt frá góðum fjölskylduhrossum til efnilegra
keppnishrossa. Í framhaldi af sýningunni munu Sörlamenn standa fyrir
bjórkvöldi í reiðhöllinni.  Allir velkomnir.

 

Almennur hrossaræktarfundur
(22. febrúar 2005)

Almennur hrossaræktarfundur verður haldinn í Sveinbjarnargerði
þriðjudaginn 1. mars k. 20:30
. Frummælendur á fundinum verða
Kristinn Guðnason, formaður Félags Hrossabænda, Guðlaugur V. Antonsson,
hrossaræktarráðunautur BÍ og Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma.  Allir velkomnir.

Sölusýning í Hafnarfirði (14.
febrúar 2005)

Sölusýning HEÞ í Hafnarfirði.  Samtökin hafa ákveðið að halda sölusýningu í
Hafnarfirði 12. mars nk. Samtökin munu annast kostnað vegna reiðhallar
uppihalds söluhrossa og kynningu á þeim, ásamt því að greiða
flutningsstyrk kr. 5.000 á hest. Samtökin munu skipuleggja flutning á
hrossunum óski menn þess. Kostnaður þeirra sem vilja taka þátt ætti því
að vera viðráðanlegur. Skráning í Búgarði 460-4477 eða
vignir@bugardur.is til mánudagsins 28 febrúar. Ástæða er til að hvetja félagsmenn
til þess að nýta þetta frábæra tækifæri til að koma söluhrossum á
framfæri. Þetta er svolítil fyrirhöfn en verður vonandi góð skemmtun.

Námskeið í  þjálfun og
uppbyggingu kynbótahrossa
(14. febrúar 2005)

Námskeið með Daníel Jónssyni kynbótaknapa verður
haldið dagana 1.2 og 3. apríl. Á námskeiðinu mun Daníel gefa góð ráð
varðandi undirbúning og uppbyggingu kynbótahrossa fyrir sýningu. Námskeiðið
er í formi einkakennslu þar sem menn mæta með hross og fá leiðbeiningar með
það. Skráning á skiptiborði Búgarðs í síma 460-4477 eða vignir@bugardur.is
í síðasta lagi mánudaginn 21. febrúar. Lágmarksþátttaka 8 manns. Staðsetning
verður ákveðin þegar þáttaka liggur fyrir. Námskeiðsgjald kr. 12.500.-
Félagsmenn í HEÞ sitja fyrir. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin í
Torfunesi.

Námskeið um mat og meðhöndlun
á unghrossum
(14. febrúar 2005)

Ákveðið
hefur verið að bjóða aftur uppá námskeið um mat og meðhöndlun á
unghrossum. Þetta námskeið var haldið í Torfunesi 4. desember sl. og var
fullt á það námskeið. Þátttakendur læra að meðhöndla unghross á
aldrinum 1 – 4 vetra svo að hægt sé að meta geðslag, ganglag og útlit þeirra
annars vegar og hins vegar til að flýta fyrir og auðvelda tamningu seinna
meir. Þátttakendur öðlast færni í vali á ungum hrossum til ásetnings með
tilliti til verðmætra eiginleika. Leiðbeinendur verða Magnús Lárusson og
Svanhildur Hall frá LBH. Námskeiðið verður haldið í Hringsholti við Dalvík.
laugardaginn 26. febrúar frá kl. 9.30 – 17.30. Námskeiðsgjald er kr.
13.000.- Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir bændur um kr. 5.000.- Skráning
í Búgarði í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti dagur skráningar er 21. febrúar.

Folaldasýning HEÞ (14.
febrúar 2005)

Folaldasýning HEÞ verður haldin í reiðhöllinni
á Dalvík sunnudaginn 20. febrúar kl. 14:00. Folaldasýningar hafa verið
haldnar eða verða haldnar í öllum deildum samtakanna. Þarna munu mæta þau
folöld sem staðið hafa í þremur efstu sætunum í hvorum flokki (hestar og
hryssur) á hverri sýningu. Einnig er mönnum boðið að kynna ungfola á fjórða
vetri og yngri. Nánari upplýsingar hjá Þorsteini Hólm 867-5678.

Stóðhestar 2005 (14.
febrúar 2005)
  Síðan „Stóðhestar 2005“ hér
til hliðar hefur verið uppfærð.

Folaldasýning
Hrossaræktarfélags Eyjafjarðar
(17. janúar 2005)

„Hin árlega folalda- og ungfolahátíð
Hrossaræktarfélags Eyjafjarðar verður sett að Litla-Garði í
Eyjafjarðarsveit laugardaginn 22. janúar n.k. kl. 13. Keppt verður til
verðlauna í flokkum álitlegara og glæsilegra folalda og álitlegra ungfola.

Tíðindum sæta glæsileg verðlaun fyrir sigur í öllum
flokkum folalda en það eru folatollar undir Hágang frá Narfastöðum, Töfra
frá Selfossi og Þorsta frá Garði. Hágangur er glæsihestur með 8.41 fyrir
sköpulag og hefur fengið 9 í einkunn fyrir tölt, brokk, fegurð í reið,
vilja og stökk. Drottningarhesturinn Töfri, sem einum hesta var treyst til að
kynna Önnu Bretaprinsessu gæði og fjölhæfni Íslenzka gæðingakynsins, er
einstakur höfðingi með góða þætti í sköpulagi og er með 9 í einkunn
fyrir tölt, brokk, stökk, vilja, fegurð í reið og fyrir bæði hægt tölt
og stökk. Hinn litfagri Þorsti er vel skapaður alhliða gæðingur með
einstaklega glæilega framgöngu í reið og hefur 9 í einkunn fyrir tölt og
fegurð í reið, auk þess sem hann er með 8.5 fyrir skeið. -Það er ekki
laust við að maður hlakki nú þegar til folaldahátíðarinnar næsta vetur!

Þorsteinn á Grund tekur við skráningum, sem þurfa að
berast fyrir kvöldmatarleyti á fimmtudag, á netfang theg@isor.is (helzt!)
eða í síma 895 2598. Folöld skráist með nafni, uppruna, lit og foreldrum
en ungfolar með nafni og fæðingarnúmeri. Hrossaræktarfélagið hvetur menn
til dáða, að þeir komi, sjái, sýni og dæmi ungviði undan m.a. okkar
allra beztu hestum. Og að venju verða veitingar á staðnum. „