Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga

 

 

 

 

 

Skýrsla stjórnar og

ársreikningur fyrir árið 2006

Aðalfundur í Hlíðarbæ

15. mars 2007

 

 

Stjórn

 

Ekki urðu breytingar á stjórn á seinasta aðalfundi. Baldvin Kr. Baldvinsson var endurkjörinn formaður til þriggja ára og Vignir Sigurólason var kosinn í stjórn í stað Þorsteins Hólm. Stjórnin er því þannig skipuð: Baldvin Kr. Baldvinsson formaður, Vignir Sigurðsson varaformaður, Vignir Sigurólason ritari, Zophonías Jónmundsson gjaldkeri og Vilberg Jónsson meðstjórnandi. Varamenn í stjórn voru kosnir Þorvar Þorsteinsson og Höskuldur Jónsson. Búgarður – Ráðgjafaþjónusta hefur svo annast ýmis störf fyrir HEÞ skv. samkomulagi. Haldnir voru 6 stjórnarfundir á árinu 2006. Fundargerðir má nálgast á heimasíðu Samtakanna, www.hryssa.is.

 

 

Stóðhestahald

 

Gustur frá Hóli var seinna gangmál í Rauðuskriðu. 14 hryssur reyndust fengnar skv. sónarskoðun af 30 eða 47%. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar var leitað eftir því við meðeigendur hvort til greina kæmi af þeirra hálfu að gefa eftir forkaupsrétt ef hesturinn yrði seldur til félagsmanna HEÞ. Ekki reyndist vilji fyrir því og var því horfið frá þeim áformum. Í framhaldi af því var ákveðið að óska eftir tilboðum í leigu á hestinum til allt að þriggja ára. Var þetta auglýst á helstu fréttavefum hestamanna. Eitt tilboð barst, undirritað af Vilbergi Jónssyni fyrir hönd Heimamanna og hljóðaði það upp á 4.149.585.- m.vsk. fyrir næstu 3 ár. Ákveðið var á stjórnarfundi að vísa málinu til fulltrúafundar. Þar sem ákveðið var að hafna þessu tilboði. Gustur er nú í umsjá Þorvars og Hauks á Ytri-Bægisá og verður þar á húsnotkun.

Hrymur frá Hofi var seinna gangmál á Ytri-Bægisá frjósemi var þokkaleg, 22 reyndust fengnar af 30 eða 73%.  Sl. vetur var hann í þjálfun hjá Sigurði Sigurðssyni í Þjóðólfshaga. Þjálfun gekk afar vel í upphafi en þegar á leið tóku sig upp eymsli í framfæti þannig að þjálfun var hætt.

Gígjar frá Auðsholtshjáleigu var eftir Landsmót í löngu gangmáli á Hrafnsstöðum. Af 45 hryssum sem hjá honum voru reyndust 35 jákvæðar skv. sónarskoðun eða 78%. Gígjar var sýndur á kynbótasýningu í Glaðheimum og á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum, þar sem hann hlaut í aðaleinkunn 8,46 og þriðja sæti í flokki 6v. stóðhesta. Gígjar kom jafnframt fram í stóðhestakynningu á Mývatn Open. Sýnandi var Þórður Þorgeirsson. En veg og vanda að þjálfun og umsjón hafa Gunnar Arnarson og fjölskylda Auðsholtshjáleigu.

Samtökin höfðu á leigu Álfastein frá Selfossi og var hann í hólfi í Víðinesi Eyjafjarðarsveit. Af 30 hryssum reyndust 19 fengnar eða 63%.

Gengið hefur verið frá leigu á stóðhestinum Álfi frá Selfossi tvö gangmál sumarið 2007. Eignarhestar verða jafnframt til afnota eins og auglýst hefur verið.

  

Sýningarhald

 

Búgarður og Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga stóðu að venju fyrir héraðssýningu kynbótahrossa og fór hún fram dagana 7.-9. júní sl. Sýningin var haldin í Hringsholti, félagssvæði hestamannafélagsins Hrings í Dalvíkurbyggð. Til dóms mættu 96 hross þar af 24 stóðhestar. Dómarar voru þau Þorvaldur Kristjánsson, Valberg Sigfússon og Herdís Reynisdóttir.

 

 

Fræðslustarf og fundir

 

Samtökin stóðu að venju fyrir svokölluðum Haustfundi og var hann að þessu sinni haldinn í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit 2. nóvember sl. Frummælendur voru Guðlaugur Antonsson landsráðunautur í hrossarækt sem fór yfir sviðið í hrossaræktinni og Trausti Þór Guðmundsson frá Félagi tamningamanna. Mjög góð mæting var á fundinn og góðar umræður. Á fundinum voru veitt ræktunarverðlaun, sem nánar er fjallað um í næsta kafla. Félag hrossabænda og FT stóðu fyrir afar áhugaverðu námskeiði á Hólum í Hjaltadal þar sem boðið var uppá fyrirlestur í atferlisfræði hrossa, ásamt sýnikennslu í fortamningum og frumtamningum. Guðlaugur Antonsson og Kristinn Guðnason formaður FH héldu uppteknum hætti og funduðu með hestamönnum í febrúar sl. Fundurinn var haldinn í Sveinbjarnargerði og var afar vel sóttur.

 

 

Verðlaunaveitingar

 

5 bú voru tilnend til Ræktunarverðlauna HEÞ 2006. Það voru Árgerði, Búland, Efri-Rauðilækur, Grund II og Torfunes.  Ræktunarbú ársins var valið Torfunes. Þar hefur um árabil verið stunduð farsæl hrossarækt og hafa hross frá búinu staðið sig vel í keppni og kynbótasýningum. Á árinu 2005 náði stóðhesturinn Blær frá Torfunesi þeim árangri að hljóta hæstu hæfileikaeinkunn allra stóðhesta það árið og næst hæstu aðaleinkunn. Á sl ári voru þrjú hross sýnd í kynbótadómi frá búinu og voru þau öll með yfir 8 í aðaleinkunn. Meðaleinkunn þeirra var 8,14. Stóðhesturinn Máttur frá Torfunesi hlaut í einkunn 8,24 og náði 6. sæti í flokki 4v. stóðhesta á síðasta Landsmóti.

Ræktendur hæst dæmda stóðhests og hæst dæmdu hryssu á síðasta ári, á félagssvæði HEÞ, hlutu einnig sérstaka viðurkenningu. Hæst dæmdi stóðhesturinn var Hraunar frá Efri-Rauðalæk og hlaut hann í aðaleinkunn 8,41.Ræktandi er Guðlaugur Arason.  Hæst dæmda hryssan var Dúsa frá Húsavík. Hún hlaut í aðaleinkun 8,40. Ræktandi Dúsu er Vignir Sigurólason.

 

 

Fréttabréf og vefur

 

Útgáfumál voru með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tvö fréttabréf komu út á starfsárinu og á heimasíðunni hryssa.is má nálgast ýmsar upplýsingar um samtökin.

 


 

 

 

Rekstrarreikningur 2006

 

 

Tekjur:

 

 

2006

2005

 

 

 

 

 

 

 

Gustur

88165895

 

       716.466,00    

       506.033,00    

 

Andvari Ey 90184730

 

 

       315.659,00    

 

Hrymur

97156109

 

       681.919,00    

       555.032,00    

 

Gígjar Auðholtshjáleigu

 

    2.245.785,00    

 

 

Álfasteinn Selfossi

 

    1.326.915,00    

 

 

Klettur Hvammi

 

       891.566,00    

 

 

Dalvar Auðholtshjáleigu

 

    1.277.109,00    

 

 

Hróður Refsstöðum

 

 

     1.402.410,00    

 

Flygill Vestri-Leirárgörðum

 

       120.480,00    

 

Styrkir

 

 

 

         50.000,00    

 

Árgjöld Deilda

 

 

    1.019.000,00    

       970.123,00    

 

Vaxta og dráttavaxtatekjur

       182.384,00    

       175.575,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

TEKJUR ALLS KR.

    8.341.144,00    

     4.095.312,00    

 

Rekstrartap 2005

 

 

     1.940.102,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

Tekjur alls kr.

    8.341.144,00    

     6.035.414,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

GJÖLD

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hirðing og þjálfun hesta  Samt.

        66.457,00    

       143.541,00    

 

Dýralækniskostnaður

 

       406.853,00    

       183.294,00    

 

Fluttningur hesta

 

        81.539,00    

         37.450,00    

 

Auglýsingar

 

 

        31.335,00    

 94.508,00     

 

Ýmis kostnaður

 

       120.447,00    

       229.559,00    

 

B.S.E. Samningur

 

       150.000,00    

       300.000,00    

 

Sölusýning

 

 

 

         70.000,00    

 

Heimasíða

 

 

        66.860,00    

       187.860,00    

 

Héraðssýningar

 

        89.770,00    

         47.060,00    

 

Endurgreiddir tollar

 

 

         28.916,00    

 

Árgjöld 

 

 

       762.000,00    

       723.623,00    

 

Námskeið

 

 

 

         18.845,00    

 

Póstkostnaður

 

 

          4.370,00    

           4.239,00    

 

Fréttabréf

 

 

        27.500,00    

         55.000,00    

 

Bókhakd reiknisskil

 

          6.586,00    

           8.282,00    

 

Leiga stóðhesta

 

    4.391.429,00    

     1.133.322,00    

 

Landleiga

 

 

       675.000,00     

       325.000,00    

 

Kostnaður V/stjórnunarstarfa

       174.019,00    

       190.300,00    

 

Fundir og ferðir

 

       310.967,00    

       371.546,00    

 

Deildir V/ hesta

 

       426.348,00    

       307.248,00    

 

Vaxtagjöld og verðbætur

 

        91.401,00    

         47.860,00    

 

REKSTRARKOSTNAÐUR ALLS

    7.882.881,00    

     4.507.453,00    

 

Sölutap eigna

 

 

 

     1.527.961,00    

 

Hagnaður ársins 2006

 

       458.263,00    

 

 

 

GJÖLD ALLS KR.

    8.341.144,00    

     6.035.414,00    

 

 

 

EFNAHAGSREIKNINGUR

 

Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga

 

 

 

 

31.12  2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EIGNIR:

 

 

2006

2005

 

VELTUFJÁRMUNIR:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjóður

 

 

 

-          4.814,00    

 

Hlaupareikningur 855

 

       267.345,00    

       192.056,00    

 

Trompreikningur

 

 

         10.869,00    

 

Peningamarkaðsreikningur

       759.600,00    

       944.649,00    

 

Viðskiptakröfur

 

       643.999,00    

       272.470,00    

 

V. S . K. Inneign

 

       451.785,00    

         14.773,00    

 

VELTUFJÁRMUNIR  ALLS  KR.

    2.122.729,00    

     1.430.003,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FASTAFJÁRMUNIR:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gustur Hóli  88165895

 

    1.070.933,00    

     1.070.933,00    

 

Hrymur frá Hofi 97156109

 

    2.666.654,00    

     2.666.654,00    

 

Gígjar ehf

 

 

    7.063.937,00    

     7.063.937,00    

 

Sónarbarki

 

 

       207.171,00    

       207.171,00    

 

Eignfærð breyting hús Melg mel.

       162.377,00    

       162.377,00    

 

FASTAFJÁRMUNIR  ALLS  KR.

  11.171.072,00    

   11.171.072,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

EIGNIR ALLS KR:

  13.293.801,00    

   12.601.075,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SKULDIR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðskiptaskuldir

 

    3.868.733,00    

     3.634.270,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SKULDIR ALLS KR.

    3.868.733,00    

     3.634.270,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EIGIÐ FÉ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðstóll 01.01.2006

 

    8.966.805,00    

   10.906.907,00    

 

Hagnaður(Tap) ársins 2006

       458.263,00    

-    1.940.102,00    

 

 

 

 

 

 

 

 

EIGIÐ FÉ ALLS KR.

    9.425.068,00    

     8.966.805,00    

 

 

 

 

 

 

 

SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS KR:

  13.293.801,00    

   12.601.075,00