Fréttayfirlit frá árinu 2008

UPPLÝSINGAR UM RÆKTUNARBÚ
(10.
desember 2008)


Á heimasíðunni er
nú hægt að skoða hvaða bú hafa hlotið titilinn „Ræktunarbú
ársins“ á félagssvæðinu. Einnig eru komnar inn reglur um
tilnefninguna sem stjórn HEÞ hefur til hliðsjónar við valið.
Upplýsingarnar eru á linknum

 Um
HEÞ“
hér til hliðar.


SYÐRA-GARÐSHORN RÆKTUNARBÚ ÁRSINS HJÁ HEÞ
(3.
desember 2008)
Góð mæting var á haustfund HEþ
Tilnefnd ræktunarbú frá vinstri: Jónas og Kristín Litla-Dal,
Björgvin Daði Sverrisson á Akureyri fylgist með

Vignir Litlu-Brekku, Ingólfur Syðra-Garðshorni og feðg-         af miklum áhuga.

arnir Baldvin og Guðlaugur Efri-Rauðalæk. Á myndina

vantar ræktendur frá Sauðanesi á Langanesi.
Ræktendur efstu hrossa taka við verðlaunum, frá vinstri:
Syðra-Garðshorn ræktunarbú

Ingólfur fyrir Pílu frá Syðra-Garðshorni, Baldvin fyrir Mátt
frá
ársins. Ingólfur með verðlaunin.

Torfunesi og Vilberg fyrir Kappa frá Kommu.


Fjölmenni
var á árlegum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg,
félagsheimili Funamanna í gærkvöldi. Frummælendur voru Elsa
Albertsdóttir doktorsnemi við Lbhí, Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur og Þórir Örn Grétarsson frá Sjóvá.
Erindin voru fróðleg og skemmtileg og urðu miklar umræður um
þau.
Syðra-Garðshorn í Svarfaðardal var valið ræktunarbú ársins.
Þar stunda hrossarækt  Ingólfur Arnar Kristjánsson og
Valgerður Björg Stefánsdóttir. Hrossarækt í Syðra-Garðhorni
er ung að árum og ekki stór í sniðum. Á árinu voru sýndar
tvær hryssur, sammæðra undan hryssunni Kleopötru Orradóttur
frá Nýjabæ. Píla (Adamsdóttir) hlaut í aðaleinkunn 8,50 og
efsta sæti í flokki 5v. hryssna á LM 2008 og Snörp 4 vetra
(u. Þokka Kýrholti) hlaut í
aðaleinkunn 8,01. Meðaleinkunn
sýndra hross frá búinu er því 8,26 og meðalaldur 4,5 ár.
Frábær árangur hjá Ingólfi og Valgerði. Þá voru veitt
verðlaun fyrir efsta stóðhest og efstu hryssu ræktaða af
félagsmanni í HEÞ. Píla frá
Syðra-Garðhorni var efst hryssna
og hlaut hún fyrir sköpulag 8,29, hæfileika 8,64 og í
aðaleinkunn 8,50. Ræktandi Ingólfur Arnar Kristjánsson.
Efstur stóðhesta var Máttur frá Torfunesi. Hann hlaut fyrir
sköpulag 8,38, hæfileika 8,62
og í aðaleinkunn 8,52.
Ræktandi Baldvin Kr. Baldvinsson. Sérstaka viðurkenningu
hlaut Vilberg Jónsson fyrir að
hafa ræktað stóðhestinn Kappa
frá Kommu. Kappi var sýndur á Héraðssýningu í Eyjafirði í
sumar og sló heimsmet
í flokki 4v. stóðhesta. Hann hlaut
fyrir sköpulag 8,35, hæfileika 8,47 og í aðaleinkunn 8,42.


BÚ SEM
TILNEFND ERU TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ 2008

(20.
nóvember 2008)Eftirtalin bú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna HEÞ:
Efri-Rauðalækur, Litli-Dalur, Litla-Brekka, Sauðanes og
Syðra-Garðshorn.


HVAÐ
KOSTAR AÐ FÓÐRA HESTINN?

(19.
nóvember 2007)Hugleiðingar um kostnað við fóðrun og hagagöngu hrossa.
Sjá hér.HAUSTFUNDUR HEÞ

(18. nóvember 2008)


Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn 3. desember og hefst
hann kl. 20:30.
Á fundinum verður valið ræktunarbú
ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur efstu hrossa
í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur
fer yfir sviðið í hrossaræktinni
og Elsa Albertsdóttir Lbhí flytur athyglisvert erindi
sem hún kallar forval til kybótadóms. Einnig
mun fulltrúi frá Sjóvá vera með stutta kynningu á
hestatryggingum.MÓTTAKA Á HRYSSUM UNDIR GÍGJAR

(8. JÚLÍ
2008)

Tekið verður á móti hryssum sem fara undir Gígjar
fimmtudagskvöldið 10. júlí milli kl. 20 – 22.

Hólfið er á Syðra-Fjalli Aðaldal.HOLLASKRÁ HÉRAÐSSÝNINGAR

(7. JÚNÍ
2008)Smellið hér til að sjá
hollaskrá.HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK – TILKYNNING TIL SÝNENDA

(6. JÚNÍ
2008)


Um 160
hross eru skráð á sýninguna sem er langt umfram það sem
áætlað var. Sýningin mun því byrja mánudaginn 9. júní kl.
13:00
. Hollaröðun verður birt á laugardag áwww.hryssa.is
.
Yfirlitssýning verður á föstudag og byrjar kl. 8.00
.

ENN
ERU LAUS PLÁSS UNDIR STÓÐHESTA HEÞ

(4. JÚNÍ
2008)


Enn eru nokkur pláss laus undir stóðhesta á vegum HEÞ.
Hrymur frá Hofi verður fyrra gangmál og undir hann kostar
60.000 m.vsk. Gígjar frá Auðsholtshjáleigu verður langt
gangmál eftir Landsmót og er verðið 80.000 m.vsk. Sveinn
Hervar frá Þúfu verður seinna gangmál og undir hann kostar
125.000 m.vsk. Pantanir berist á netfangið
vignir@bugardur.is ,
einnig má hringja í Búgarð í síma 460-4477. Fyrstir koma
fyrstir fá.


HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK 10. – 13. JÚNÍ 

(21. MAÍ
2008)Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 10. – 13.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur . Skráning fer fram dagana 2. – 4.
júní. Síðasti greiðsludagur er 4. júní
. Gefa þarf
upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.
12.000 fyrir fulldæmt hross en kr. 8.000 fyrir hross sem
aðeins er skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá
reglur) . Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að
röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og
blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast á heimasíðu
B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120


VORSÝNING Á DALVÍK – HOLL OG TÍMASETNINGAR


(13. MAÍ 2008)

21
hross er skráð til þátttöku. Dómar hefjast kl. 13.00 á
fimmtudag (15. maí). Yfirlit fer fram á föstudag kl. 10.00.

Listi yfir þátttakendur:

1 Auðbjörn Kristinsson Harpa Selnesi Byggingadómur

2 Auðbjörn Kristinsson Kofri Galtanesi Byggingadómur

3 Baldvin Ari Guðlaugsson Bylgja Efri-Rauðalæk

4 Baldvin Ari Guðlaugsson Firra Þingnesi

5 Baldvin Ari Guðlaugsson Frosti Efri-Rauðalæk

6 Baldvin Ari Guðlaugsson Sindri Vallanesi

7 Baldvin Ari Guðlaugsson Spurning Efri-Rauðalæk

8 Helga Una Björnsdóttir Tryggvi Geir Steinnesi

9 Jón Hercovic Fróði Akureyri

10 Ríkarður G. Hafdal Hryðja Hrafnsstöðum Byggingadómur

11 Sandra Marin Fruma Akureyri

12 Sandra Marin Frökk Akureyri

13 Sandra Marin Laila Litlalandi

14 Stefán Birgir Stefánsson Embla Fellshlíð

15 Stefán Birgir Stefánsson Krossfari Kálfagerði

16 Stefán Birgir Stefánsson Víga-Glúmur Samkomugerði II

17 Tryggvi Björnsson Erla Gauksmýri

18 Tryggvi Björnsson Ræll Gauksmýri

19 Tryggvi Björnsson Ármann Hrafnsstöðum

20 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Óska Hrafn Brún

21 Þorstenn Hólm Stefánsson Tinna Jarðbrú Byggingadómur


GÍGJAR Í GÓÐU FORMI

(6. MAÍ 2008)


Gýgjar og Árni Björn
Árni
Björn undirbýr Gígjar nú fyrir átök vorsins, en þeir
félagar stefna á úrtökumót Fáks í B-flokk vegna
Landsmóts 2008. Það var létt yfir þeim félögum við
æfingu á Fáksvellinum um helgina og má segja að þeir
séu til alls líklegir.

Mynd: Árni Björn og Gígjar frá
Auðsholtshjáleigu/Krissa

Frétt af vefnum
horseexport.is
   Smellið á mynd til
að sjá hana stærri.Enn er
laus pláss á gangmáli eftir Landsmót, sjá nánar hér
til hliðar

undir stóðhestar 2008VORSÝNING Í EYJAFIRÐI
(5. MAÍ 2008)

Kynbótasýning
verður haldin í Hringsholti, Dalvík 14.-16. maí nk. Skráning
í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur .
Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er
föstudagurinn 9. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við
skráningu. Sýningargjald er kr. 12.000 fyrir fulldæmt hross
en kr. 8.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm
(eða hæfileikadóm, sjá reglur) . Hægt er að greiða í
Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt.
490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera
búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka
DNA-sýni og blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast
á heimasíðu B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120
. Þessi sýning er auglýst
með fyrirvara um næga þátttöku.


Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og ÞingeyingaUNGFOLASKOÐUN LOKIÐ
(29. APRÍL 2008)


Í gær fór
fram ungfolaskoðun á svæði HEÞ. Alls voru skoðaðir
31 foli, 26 í Suður-Þingeyjarsýslu en 25 folar í
Eyjafirði. Kynbótadómararnir Þorvaldur Kristjánsson
og Valberg Sigfússon skoðuðu folana og munu þeir
senda frá sér skriflegar umsagnir til eigenda innan
skamms. Flesta syni áttu Máttur frá Torfunesi,
Hróður frá Refsstöðum og Keilir frá Miðsitju.
Sambandshestarnir Gustur frá Hóli og Hrymur frá Hofi
áttu nokkra afkomendur en ættarsamsetning var
fjölbreytt og feður þessara fola um 16 talsins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær. Frá vinstri
talið Emil frá Torfunesi (Benedikt Arnbjörnsson
heldur í hann), Þór frá Björgum (Viðar Bragason
heldur í hestinn) og Sigursteinn frá Húsavík.


ÚTHLUTANIR Á FOLATOLLUM

(23.
APRÍL 2008)

Á
stjórnarfundi HEþ í gær var farið yfir umsóknir í stóðhesta
á vegum samtakanna. 31 sóttu um hjá Gusti í þau 7 pláss sem
HEþ hefur til ráðstöfunar. Lista yfir þá sem fengu úthlutað
má nálgast hér.
Umsóknir í Hrym, Gígjar og Svein-Hervar voru 13 –  15 á
hest og því komast allir að sem hafa pantað. Greiðsluseðill
fyrir staðfestingargjöld verður sendur út á næstu dögum. Enn er því hægt að
sækja um í þá hesta og hafa allir jafnan aðgang til að sækja
um laus pláss.


NÝR
MAÐUR Í STJÓRN HEÞ

(18.
APRÍL 2008)


Aðalfundur HEÞ var haldinn 18. mars sl. á Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit. Vilberg Jónsson gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu og í hans stað var kjörinn
Höskuldur Jónsson.
Fundargerð má nálgast hér
.UNGFOLASKOÐUN 

(15.APRÍL
2008)


Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á
ógeltum folum  á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum)
mánudaginn 28. apríl
 ef áhugi reynist fyrir hendi.
Dómarar verða tveir: Þorvaldur Kristjánsson
kynbótadómari, en ekki er frágengið hver kemur með
honum. Gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður
heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem
skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það.
Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og
hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að
safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá.
Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í Búgarði í síma 460-4477 eða með því að
senda tölvupóst á


vignir@bugardur.is

STÓÐHESTAR Á VEGUM HEÞ OG AÐILDARFÉLGA
(14.
APRÍL 2008)


Á
linknum hér til hliðar 


stóðhestar 2008

má nú nálgast upplýsingar um stóðhesta á vegum HEÞ,
aðildarfélaga og félagsmanna.

MOLI
FRÁ SKRIÐU VERÐUR Í HÖRGÁRDAL Í SUMAR

(25. mars
2008)


Verður
á húsnotkun, sem og bæði gangmálin sumar 2008 heima
í Skriðu í Hörgárdal. Moli er undan Glampa frá
Vatnsleysu og Gullinstjörnu frá Akureyri.

Dómur 2007: Sköpulag: 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 –
8,5 – 7,5 – 7,0 = 7,98

Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 5,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 6,5
= 8,36 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0 Aðaleinkunn:
8,21

Nánari upplýsingar má
nálgast með því að smella
á
stóðhestar 2008.


DRANGUR FRÁ HJALLANESI I Í HÖRGÁRDAL

(19. mars 2008)Drangur, sem er á fjórða vetur, verður til afnota í
Fornhaga II í Hörgárdal í einu löngu gangmáli sumar
2008. Faðir Drangs er Roði frá Múla og móðir hans er
Halla-Skjóna frá Akureyri (jarpskjótt)
Fyrstuverðlauna klárhryssan Atley frá Reykjavík
(8,25) er alsystir Drangs. Hún hlaut í dómi 8,5 og
9,0 fyrir alla þætti hæfileika, utan skeið (5,0).
Hún hlaut 9,0 fyrir tölt,stökk, vilja og geð og
fyrir fegurð í reið. Hún hlaut 8,5 fyrir brokk, fet,
hægt tölt og hægt stökk, alls 8,33 fyrir hæfileika,
„mikið fas og mikil reising“.

Drangur er
í tamningu hjá Guðmundi Björgvinssyni á Kirkjubæ og
er stefnt á dóm í vor . Nánari upplýsingar má
nálgast með því að sm
ella
á
stóðhestar 2008.


FÉLAGATÖL UPPFÆRÐ

(10. MARS
2008)Búið er
að uppfæra félagatöl aðildarfélaga innan HEÞ.
Sjá nánar hér.FRÉTTABRÉF HEÞ

(4. mars
2008)


styttist í að fréttabréf HEÞ verði útbúið og sent út til
félagsmanna. Aðildarfélög og félagsmenn geta sent inn
upplýsingar um stóðhesta sem verða á þeirra vegum og mun það
þá birtast í bréfinu og hér á síðunni.  Vinsamlegast
sendið upplýsingar á netfangið
vignir@bugardur.is
sem allra fyrst. Mynd má gjarnan fylgja og verður hún þá
birt hér á heimasíðunni.


FUNDUR
MEÐ GUÐLAUGI OG KRISTNI

(3. mars 2008)

Árviss fundur með Guðlaugi Antonssyni
Hrossaræktarráðunaut og Kristni Guðnasyni formanni Félags
Hrossabænda verður haldinn í Ljósvetningabúð mánudaginn 10.
mars og hefst hann kl. 20:30.

AÐALFUNDUR HEÞ

(3. mars
2008)


Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Hlöðunni á Öngulsstöðum
þriðjudaginn 18. mars kl. 20:30. Allir félagsmenn í
aðildarfélögum HEÞ hafa seturétt með málfrelsi og
tillögurétt en atkvæðisrétt hafa fulltrúar félaganna.

TÝR
FRÁ SKEIÐHÁHOLTI 3 Í EYJAFJÖRÐINN

(14.
febrúar 2008)Stóðhesturinn Týr frá Skeiðháholti 3 verður til
afnota í Eyjafirði fyrra tímabil sumarið 2008. Týr
er undan Hrafni frá Holtsmúla og Ferju frá
Sandhólaferju, sem er fyrstuverðlauna hryssa undan
Þokka frá Garði. Í kynbótadómi hefur hann hlotið
fyrir sköpulag 8,34 þ.a. 9,0 fyrir höfuð og háls
herðar og bóga. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,16 þ.a.
9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Aðaleinkunn hans er
8,23. Týr er á vegum Rósbergs Óttarssonar. Nánari
upplýsingar má nálgast með því að smella á
stóðhestar 2008.

 FRÉTTIR FRÁ FÉLAGI HROSSABÆNDA

(1. febrúar 2008)

Á stjórnarfundi Félags hrossabænda sl.
þriðjudag skipti stjórn með sér verkum og er hún nú skipuð á
eftirfarandi hátt:

Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu 2, formaður.

Sigbjörn Björnsson, Lundum II, varaformaður.

Eyþór Einarsson, Syðra-Skörðugili, gjaldkeri.

Helga Thoroddsen, Þingeyrum, ritari.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum, meðstjórnandi.

Eyþór hélt til
Ástralíu í vikunni til nokkurra mánaða námsdvalar og mun 1.
varamaður í stjórn, Bertha Kvaran í Miðhjáleigu, taka sæti
hans á meðan.

Einnig
skipaði FHB Bjarna Þorkelsson á Þóroddsstöðum í fagráð í
hrossarækt og varamann hans Helga Eggertsson í Kjarri.
Frekari fréttir af fundinum munu birtast í fundargerð hér á
síðunni fljótlega, en allar stjórnarfundargerðir má finna
undir liðnum Fundargerðir í veftrénu hér til vinstri á
skjánum. /HGG

Aðalfundargerð FHB má
nálgast hér.
     Heimasíða
félagsins er á slóðinni  
www.fhb.isSTEFNT MEÐ GÍGJAR Í GÆÐINGAKEPPNI


(30.
janúar 2008)


Tekin
hefur verið ákvörðun um að stefnt skuli með Gígjar
frá Auðsholtshjáleigu í gæðingakeppni sumarið 2008.
Gígjar ehf hefur samið við hinn bráðflinka knapa
Árna Björn Pálsson um að taka að sér verkefnið og er
hann kominn til hans í þjálfun.

Mynd: Gígjar og Þórdís Erla /Axel

 


SÝNINGARÁÆTLUN 2008

(23. janúar
2008)

Sýningaáætlun kynbótahrossa hefur verið gefin út. Fyrsta
kynbótasýning ársins verður að venju á Sauðárkróki í lok
apríl. Athygli vekur að kynbótasýning í Reykjavík er nú á
dagskrá aftur eftir að hafa legið niðri í nokkur ár. Verður
sú sýning 13. til 16. maí. Engin sýning er aftur á móti
skráð í Kópavogi.

Stærstu sýningarnar verða að venju á Gaddstaðaflötum og í
Hafnarfirði.
Sjá sýningaráætlun hér
.

HERTAR
KRÖFUR TIL KYNBÓTAHROSSA

(23.
janúar 2008)

 

Ákveðin hafa verið einkunnalágmörk kynbótahrossa fyrir
Landsmót 2008. Kröfurnar hafa verið hertar talsvert frá því
fyrir Landsmót 2006, eða um fimm stig í hverjum flokki
einstaklingssýndra kynbótahrossa. Einnig hafa lágmörk
afkvæmasýndra stóðhesta verið hækkuð um tvö stig í
aðaleinkunn í kynbótamati. Engar kynbótahryssur verða sýndar
með afkvæmum á Landsmóti 2008 en á síðastliðnu ári ákvað
Fagráð í hrossarækt að leggja þær af.Lágmörk einstaklingssýndra kynbótahrossa:

Stóðhestar 4 vetra 8,00.

Stóðhestar 5 vetra 8,15.

Stóðhestar 6 vetra 8,25.

Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,30.
Hryssur 4 vetra 7,90.

Hryssur 5 vetra 8,05.

Hryssur 6 vetra 8,15.

Hryssur 7 vetra og eldri 8,20.


Lágmörk fyrir afkvæmasýnda stóðhesta
eru:

Heiðursverðlaun: 118 stig í kynbótamati
og 50 dæmd afkvæmi eða fleiri.

Fyrstu verðlaun: 118 stig í kynbótamati og 15
dæmd afkvæmi eða fleiri/eða 113 stig í
kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri.Ráðstefna um menntamál hestamanna
(21.
janúar 2008)

Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða
til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 –
16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

Rástefnustjóri:
Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu
Menntamálaráðuneytisins.

Dagskrá:

Klukkan 13:00

1. Setning

2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson,
sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður
Sigursveinsson

4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir
Aðalsteinsson

5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna – 2-3 stutt erindi

6. Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku

Ráðstefnulok
klukkan 16:00

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á
tölvupóstfangið lh@isi.is

 
Járningar og hófhirðingüLau.
26. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 27. jan. kl.
9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Skeifunni,
félagsheimili Léttis og reiðhöll.
Akureyri.ü
Stefnt er að því að halda námskeið á
Þórshöfn

um mánaðarmótin jan/feb – áhugasamir eru beðnir
að hafa samband.Fjallað verður um undirstöðuatriði við
hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður
hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um
áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað
um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að
mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því
með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á
að þátttakendur komu með eigin hesta.
Hámarksfjöldi þátttakenda 10.Kennsla
:
Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og
bóndi.Tími
:
Lau. 26. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 27. jan.
kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í
Skeifunni, félagsheimili Léttis og í reiðhöll.
Akureyri. Verð: 22.900Skráningar:
endurmenntun@lbhi.is
(fram komi nafn,
kennitala, heimili og sími), eða í síma 433
5033/ 433 5000.

Skráningafrestur til
mánudagsins 21. janúar!


Staðfestingargjald
:
Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra
5200 kr (óafturkræft) á reikninginn
1103-26-4237, kt. 411204-3590.