GLYMUR VERÐUR Í EYJAFIRÐI
(15. DESEMBER 2009)
Stóðhesturinn Glymur frá Innri-Skeljabrekku verður á Brúnum í
Eyjafjarðarsveit næsta sumar. Um er að ræða langt gangmál frá
Landsmóti og eitthvað fram á haustið. Glymur hlaut fyrir hæfileika
8,67 aðeins 4 vetra gamall sem mun vera hæsta hæfileikaeinkunn sem 4
vetra stóðhestur hefur hlotið. Sjá einnig í flipa hér til hliðar
Stóðhestar 2010. Mynd:
Jens Einarsson.
VILMUNDUR FRÁ FETI Í SVARFAÐARDAL (23.
NÓVEMBER 2009)
Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti verður á vegum
Hrossaræktarfélags Svarfdæla seinna gangmál 2010. Vilmundur
er hátt dæmdur stóðhestur (8,56) undan
heiðursverðlaunahrossunum Orra frá Þúfu og Vigdísi frá Feti.
Hann stendur feikna vel í kynbótamatinu með 129 stig og 7
dæmd afkvæmi. Verð er kr. 160.000.- (allt innifalið þ.e.
vsk., sónarskoðun og hólfagjald). Zophonías tekur á móti
pöntunum í síma 892-6905 eða á netfangið
zophonias@centrum.is . Mynd
er tekin af heimasíðu Fet búsins en þar
má nálgast frekari upplýsingar um hestinn
www.fet.is
ERINDI UM ÁVERKASKRÁNINGU Á HAUSTFUNDI
(16. nóvember 2009)
Hér
má nálgast glærur sem Jónas Vigfússon sýndi með erindi sínum
um áverka á kynbótahrossum 2009.
KOMMA ER RÆKTUNARBÚ HEÞ
2009 (16. nóvember
2009)
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn 12, nóvember sl. í
Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. Titilinn Ræktunarbú ársins
hlaut að þessu sinni Komma í Eyjafjarðarsveit. Að búinu
standa Vilberg Jónsson og Kristín Sigvaldadóttir. Árangur
ársins var virkilega góður og var búið einnig tilnefnt á
landsvísu af Bændasamtökum Ísland. 4 hross voru sýnd í
kynbótadómi og hlutu þau öll fyrstu verðlaun. Efstur þeirra
er stóðhesturinn Kaspar sem hlaut í aðaleinkunn 8,40 og
hefur hann einnig náð góðum árangri á keppnisvellinum. Næst
hæstu einkunn hlaut 4 vetra unghryssan Rauðhetta með 8,11.
Meðaleinkunn sýndra hrossa er 8,16 og meðalaldur er tæplega
6 ár. Komma hefur um árabil komið fram með athyglisverða
gripi sem sýnd hafa verið í kynbótasýningum og á
keppnisvellinum. Vilberg og Kristín eru því vel að þessum
titli komin og fylgja hér hamingjuóskir frá stjórn HEÞ. Á
mynd til vinstri er Vilberg í Kommu hlaðinn viðurkenningum
fyrir ræktunarbúið en hann ræktaði jafnframt efsta stóðhest
í elsta flokki og efstu hryssuna í 4v. flokki. Á mynd til
hægri er fulltrúar þeirra búa sem hlutu tilnefningu. Frá
vinstri talið: Þorsteinn Egilson Grund II, Guðlaugur Arason
Efri-Rauðalæk, Vilberg Jónsson Kommu, Vignir Sigurðsson
Litlu-Brekku og Baldvin Baldvinsson Torfunesi (Myndirnar tók
Rósberg Óttarsson).
hrossa í hverjum aldursflokki hlutu viðurkenningu: 4v.
hryssur: Rauðhetta frá Kommu (8,11). Ræktandi: Vilberg
Jónsson 5v. hryssur: Krækja frá Efri-Rauðalæk (8,30).
Ræktandi: Guðlaugur Arason 6v. hryssur: Elding frá Torfunesi
(8,18). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 7v.oe. hryssur: Myrkva
frá Torfunesi (8,47). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 4v.
Stóðhestar: Þorri frá Möðrufelli (8,11). Ræktandi: Matthías
Eiðsson 5v. Stóðhestar: Grunnur frá Grund II (8,47).
Ræktandi: Þorsteinn Egilson 6v. stóðhestar: Kiljan frá
Árgerði (8,30). Ræktandi: Magni Kjartansson 7v.oe. stóðh:
Kaspar frá Kommu (8,40). Ræktandi: Vilberg Jónsson.
TILNEFND BÚ TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ
(10. nóvember 2009)
Minnum á haustfund HEÞ sem verður
haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu.
Eftirtalin bú eru tilnefnd:
Efri-Rauðilækur, Grund II, Litla-Brekka, Komma, og Torfunes.
Auk þess hljóta ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita ræktendum
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og Jónas Vigfússon Litla-Dal flytur erindi um
áverkaskráningar kynbótahrossa sumarið 2009. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.
HAUSTFUNDUR HEÞ
(27. október 2009)
Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Ljósvetningabúð 12. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk
þess sem ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi hljóta
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita nú
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og unnið er að því að fá fleiri áhugaverð
erindi. Verður það auglýst þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.
SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI
– HOLLASKRÁ (17. ÁGÚST 2009)
Tæp 80 hross eru
skráð á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Akureyri. Sýningin
hefst kl. 8:00 miðvikudaginn 19. ágúst. Yfirlitssýningin
hefst svo kl. 10:00 á föstudagsmorgun og verður byrjað á 4
vetra hryssum. Hér má nálgast
HOLLASKRÁ.
SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI
(29. júlí 2009)
Kynbótasýning verður haldin á
Hlíðarholtsvelli á Akureyri 19. – 21. ágúst nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is.
Tekið er við skráningum dagana 11. – 13. ágúst. Síðasti
greiðsludagur er 13. ágúst. Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .
Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 17. ágúst .
YFIRLITSSÝNING KYNBÓTAHROSSA
11. júní
2009 KL.14:25
Yfirlitssýning kynbótahrossa á Héraðssýningu á
Melgerðismelum, Náttfaravelli, fer fram föstudaginn 12. júní
og hefst kl. 09:00 á hryssum 4v.
Röð sýningaflokka er eftirtalin:
4v. hryssur
5v. hryssur
6v. hryssur
7v. og eldri hryssur
4v. stóðhestar
5v. stóðhestar
6v. stóðhestar
7v. og eldri stóðhestar
UPPFÆRÐ
HOLLARÖÐUN
8. JÚNÍ KL. 17:26
hollaskrá – smella hér
HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI
(25. maí 2009)
Kynbótasýning verður haldin á
Melgerðismelum 9.-12. júní nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is.
Tekið er við skráningum dagana 2.- 3. júní. Síðasti
greiðsludagur er 3. júní. Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .
Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 8. júní.
Varðandi
hesthúspláss á svæðinu er vísað á Jónas Vigfússon í gsm
861-8286.
Geisli frá Sælukoti hjá Hrossaræktarfélagi Þingeyinga
(20. maí 2009)
Sjá nánar á link hér til hliðar.
VORSÝNING Á DALVÍK – DAGSKRÁ OG HOLLARÖÐUN (11. maí 2009) Þá liggur fyrir dagskrá Vorsýningar á Dalvík. Alls eru 20 hross skráð í sýninguna. Öll hrossin verða dæmd í einu holli. Dómar hefjast kl. 14:00 á fimmtudag og yfirlitssýning verður svo föstudag og hefst hún kl. 9:00. Röð hrossa í sýninguna er eftirfarandi:
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn HEÞ leggur fram tillögu um lagabreytingu á 3 Kjósa skal formann HEÞ til næstu þriggja ára. Einnig skal kjósa tvo varamenn til eins árs. Þeir Kjósa skal skoðunarmenn reikninga og einn til vara Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og HROSSARÆKTARFUNDUR Í
|
AÐALL,
MOLI OG ÞORRI AUGLÝSTIR TIL NOTKUNAR
(17.
febrúar 2009)
Nánari
upplýsingar hér.
FOLALDASÝNING – UNGFOLASÝNING – SÖLUSÝNING
(27. janúar 2009)
Laugardaginn 31. janúar verður
mikið um að vera í reiðhöllinni á Akureyri. Um morguninn kl. 11:00
verður forskoðun á folöldum hérna á Akureyrarsvæðinu. Valin
verða folöld til að keppa í úrvalsýningu sem hefst sama dag
kl. 13:30. En þá verður úrvalssýning á verðlauna folöldum
frá Létti og aðildafélögum HEÞ. Einnig verður
ungfolakynning á eftir folaldasýningunni. Aðgangseyrir er
500 kr. en frítt er fyrir 13 ára og yngri. Í kjölfarið
verður haldin sölusýning sem reikna má með að hefjist um kl.
15:30. Skráningargjald á sölusýninguna er 2000 kr.
Skránig fyrir
forkoðun folalda og á sölusýningu fer fram á heimasíðu
Léttis. Síðasti skráningardagur er
miðvikudagurinn 28. janúar.