Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga
Haldinn í Hlíðarbæ 15.03.’07

 

Dagskrá fundarins:

1.    Fundarsetning og skipan starfsmanna.

2.    Skýrsla stjórnar og reikningar.

3.    A. Umræður um skýrslu stjórnar.

3. B. Umræður um reikninga.

4.    Kosningar.

            A. Tveir aðalmenn í stjórn í stað Vignis Sigurðssonar

                og Vignis Sigurólasonar.

            B. Tveir varamenn í stjórn í stað Þorvars      Þorsteinsonar og Höskuldar Jónssonar                                                                                             

            C. Skoðunarmenn reikninga til tveggja ára eru nú Rafn Arnbjörnsson og Jósavin Gunnarsson.

            D. 6. fulltrúar á Aðalfund Félag Hrossabænda,

5.    Árgjöld.

6.    Önnur mál.

 

1. Fundarsetnig og skipan starfsmanna.  Axel Grettisson Fundarstjóri. Haukur Sigfússon  Fundarritari.

 

2. Skýrsla stjórnar og reikningar.

Baldvin formaður fór yfir liðið starfsár og las upp úr skýrslu stjórnar sem má sjá í heild sinni hér á heimasíðu samtakanna. Zophonías fór yfir reikninga samtakana, en reikningana má einnig sjá hér á heimasíðunni.

 

3. Umræður um skýrslur stjórnar og reikninga.

Nokkrar umræður urðu um reikninga, en engar um starfsskýrslu stjórnar, og sýnir það trúlega mikla ánægju með störf hennar, síðast liðið starfsár.

Zophonías var spurður um kostnað vegna hirðingar og þjálfunar stóðhesta kr. 66.457. sá kostnaður er vegna Hryms. Kostnaður vegna Gígjars er greiddur af  Gígjari E.H.F og kemur þess vegna ekki inn í  reikninga Samtakanna.

Annað ekki markvert spurt um reikninga Samtakanna og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

4. Kosningar

    A. Aðalmenn

Kosningar úr stjórn ganga Vignir Sigurðsson og Vignir Sigurólason. Vignir Sigurólason gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en Vignir Sigurðsson ekki.

Vignir Sigurólason var klappaður inn í stjórn á ný, einnig Ríkharður Hafdal sem nýr maður í stjórn.

     B. Varamenn

Kosningar úr stjórn gegna Þorvar Þorsteinsson og Höskuldur Jónsson. Voru þeir báðir klappaðir inn í nýja stjórn sem varamenn.

     C. Skoðunnarmenn reikninga

Rafn Arnbjörnsson og Jósavin Gunnarsson voru skoðunnarmenn, voru þeir endurkjörnir sem og Þorvaldur Hreinsson sem varamaður fyrir þá.

     D. Fulltrúar á Aðalfund Félag Hrossabænda. (6 fulltrúar + 6 varamenn)

Aðalmenn

·        Vilberg Jónsson.

·        Vignir Sigurólason.

·        Ríkharður Hafdal.

·        Zophonías Jónmundarsson.

·        Höskuldur Jónsson.

·        Jónas Vigfússon.

Varamenn

·        Vignir Sigurðsson.

·        Þorsteinn Hólm.

·        Bjarni Páll Vilhjálmsson.

·        Þorvar Þorsteinsson.

·        Orri Óttarsson.

·        Haukur Sigfússon.

  

5. Árgjöld

Tillaga frá stjórn Samtakanna með óbreitt árgjöld til Samtakanna, En Félag hrossabænda hækkar árgjald hjá sér um 500 kr sem samtökin rukka inn fyrir Félag hrossabænda.

Þorsteinn Hólm kom með tillögu um að Samtökin borgi hækkunina til Félags hrossabænda fyrir félagsmenn. Þessi tillaga var felld en tillaga frá stjórn var samþykkt.

 

6. Önnur mál

Tillaga frá stjórn um að skipa þriggja manna nefnd til að ákveða þóknun stjórnarmanna fyrir stjórnarstörf. Jónas Vigfússon, Snorri Kristjánsson og Þorsteinn Hólm fengnir  til að fara yfir þau mál og koma með tillögu fyrir fundinn sem þeir og gerðu. Tillaga þeirra var þannig að Formaður fengi 5000 kr. fyrir fund og aðrir aðalmenn 3000 kr. fyrir fund, einnig fengju menn 30. krónur fyrir ekinn km. Tillagan var samþykkt.

Fyrirspurn frá Jónasi Vigfússyni um folaldasýningar:
Stjórnin ákvað að hætta með sameiginlega folaldasýningu fyrir allar deildir (vinnings folöld deilda). Taldi ekki þörf á slíkri uppákomu.

Vignir Sigurðs. fór yfir úthlutunarreglur hjá Samtökunum vegna stóðhesta hjá þeim.           

 Zophonías kom með tillögu um  úthlutunarreglu, vegna stóðhesta, tillagan: Aðalfundur H.E.Þ haldin 15/3 2007 samþykkir að þeir sem eiga ógreidda tolla um áramót færast við úthlutun á tollum árið eftir aftur fyrir alla. Þeir sem skulda H.E.Þ við úthlutun fá ekki úthlutað tollum. Þessi samþykkt tekur gildi um næstu áramót. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða.

Baldvin tilkynnti að Samtökunum hefði verið boðin þátttaka á Fjórðungsmóti Austurlands.

Fyrirspurn um hugsanlega arðgreiðslu frá Gígjari E.H.F.
Vignir Sigurðsson svaraði því að aðalfundurinn hjá Gígjari E.H.F  væri ekki enn búin, en stjórn Samtakanna vonaðist til að fá 600 til 800 þúsund á ári í arð á næstu árum. Það réðist þó af vinsældum hestsins.

Einnig var tölverð umræða um tollaverð, þá sérstaklega hjá Gusti og voru menn ekki á eitt sáttir um þá miklu hækkun sem ákveðin var hjá honum.

Vilberg Jónsson ræddi um framtíð Samtakanna og hlutverk þeirra. Þar sem ritari fundarins gleymdi sér alveg við að hlusta á Vilberg  þá skora ég á hann að rita sínar hugleiðingar á heimasíðu Samtakanna, og upplýsa þannig félagsmenn um sína skoðun.

Baldvin Kr. reifaði þá hugmynd að leigja stóðhesta fleiri en eitt tímabil, kannski til tveggja eða þriggja ára í einu. Eitt hústímabil, eitt fyrra gangmál og eitt seinna gangmál.

 Fleira var ekki rætt á fundinum og þakkaði Baldvin fundarmönnum fundarsetu og Vigni Sigurðssyni góð störf í stjórn Samtakanna og sleit svo fundi.

  

Mæting á fundinn voru 33.

 

Fundarritari

Haukur Sigfússon.