GLYMUR VERÐUR Í EYJAFIRÐI
(15. DESEMBER 2009)
Stóðhesturinn Glymur frá Innri-Skeljabrekku verður á Brúnum í
Eyjafjarðarsveit næsta sumar. Um er að ræða langt gangmál frá
Landsmóti og eitthvað fram á haustið. Glymur hlaut fyrir hæfileika
8,67 aðeins 4 vetra gamall sem mun vera hæsta hæfileikaeinkunn sem 4
vetra stóðhestur hefur hlotið. Sjá einnig í flipa hér til hliðar
Stóðhestar 2010. Mynd:
Jens Einarsson.
VILMUNDUR FRÁ FETI Í SVARFAÐARDAL (23.
NÓVEMBER 2009)
Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti verður á vegum
Hrossaræktarfélags Svarfdæla seinna gangmál 2010. Vilmundur
er hátt dæmdur stóðhestur (8,56) undan
heiðursverðlaunahrossunum Orra frá Þúfu og Vigdísi frá Feti.
Hann stendur feikna vel í kynbótamatinu með 129 stig og 7
dæmd afkvæmi. Verð er kr. 160.000.- (allt innifalið þ.e.
vsk., sónarskoðun og hólfagjald). Zophonías tekur á móti
pöntunum í síma 892-6905 eða á netfangið
zophonias@centrum.is . Mynd
er tekin af heimasíðu Fet búsins en þar
má nálgast frekari upplýsingar um hestinn
www.fet.is
ERINDI UM ÁVERKASKRÁNINGU Á HAUSTFUNDI
(16. nóvember 2009)
Hér
má nálgast glærur sem Jónas Vigfússon sýndi með erindi sínum
um áverka á kynbótahrossum 2009.
KOMMA ER RÆKTUNARBÚ HEÞ
2009 (16. nóvember
2009)
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn 12, nóvember sl. í
Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. Titilinn Ræktunarbú ársins
hlaut að þessu sinni Komma í Eyjafjarðarsveit. Að búinu
standa Vilberg Jónsson og Kristín Sigvaldadóttir. Árangur
ársins var virkilega góður og var búið einnig tilnefnt á
landsvísu af Bændasamtökum Ísland. 4 hross voru sýnd í
kynbótadómi og hlutu þau öll fyrstu verðlaun. Efstur þeirra
er stóðhesturinn Kaspar sem hlaut í aðaleinkunn 8,40 og
hefur hann einnig náð góðum árangri á keppnisvellinum. Næst
hæstu einkunn hlaut 4 vetra unghryssan Rauðhetta með 8,11.
Meðaleinkunn sýndra hrossa er 8,16 og meðalaldur er tæplega
6 ár. Komma hefur um árabil komið fram með athyglisverða
gripi sem sýnd hafa verið í kynbótasýningum og á
keppnisvellinum. Vilberg og Kristín eru því vel að þessum
titli komin og fylgja hér hamingjuóskir frá stjórn HEÞ. Á
mynd til vinstri er Vilberg í Kommu hlaðinn viðurkenningum
fyrir ræktunarbúið en hann ræktaði jafnframt efsta stóðhest
í elsta flokki og efstu hryssuna í 4v. flokki. Á mynd til
hægri er fulltrúar þeirra búa sem hlutu tilnefningu. Frá
vinstri talið: Þorsteinn Egilson Grund II, Guðlaugur Arason
Efri-Rauðalæk, Vilberg Jónsson Kommu, Vignir Sigurðsson
Litlu-Brekku og Baldvin Baldvinsson Torfunesi (Myndirnar tók
Rósberg Óttarsson).
hrossa í hverjum aldursflokki hlutu viðurkenningu: 4v.
hryssur: Rauðhetta frá Kommu (8,11). Ræktandi: Vilberg
Jónsson 5v. hryssur: Krækja frá Efri-Rauðalæk (8,30).
Ræktandi: Guðlaugur Arason 6v. hryssur: Elding frá Torfunesi
(8,18). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 7v.oe. hryssur: Myrkva
frá Torfunesi (8,47). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 4v.
Stóðhestar: Þorri frá Möðrufelli (8,11). Ræktandi: Matthías
Eiðsson 5v. Stóðhestar: Grunnur frá Grund II (8,47).
Ræktandi: Þorsteinn Egilson 6v. stóðhestar: Kiljan frá
Árgerði (8,30). Ræktandi: Magni Kjartansson 7v.oe. stóðh:
Kaspar frá Kommu (8,40). Ræktandi: Vilberg Jónsson.
TILNEFND BÚ TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ
(10. nóvember 2009)
Minnum á haustfund HEÞ sem verður
haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu.
Eftirtalin bú eru tilnefnd:
Efri-Rauðilækur, Grund II, Litla-Brekka, Komma, og Torfunes.
Auk þess hljóta ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita ræktendum
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og Jónas Vigfússon Litla-Dal flytur erindi um
áverkaskráningar kynbótahrossa sumarið 2009. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.
HAUSTFUNDUR HEÞ
(27. október 2009)
Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Ljósvetningabúð 12. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk
þess sem ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi hljóta
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita nú
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og unnið er að því að fá fleiri áhugaverð
erindi. Verður það auglýst þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.
SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI
– HOLLASKRÁ (17. ÁGÚST 2009)
Tæp 80 hross eru
skráð á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Akureyri. Sýningin
hefst kl. 8:00 miðvikudaginn 19. ágúst. Yfirlitssýningin
hefst svo kl. 10:00 á föstudagsmorgun og verður byrjað á 4
vetra hryssum. Hér má nálgast
HOLLASKRÁ.
SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI
(29. júlí 2009)
Kynbótasýning verður haldin á
Hlíðarholtsvelli á Akureyri 19. – 21. ágúst nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is.
Tekið er við skráningum dagana 11. – 13. ágúst. Síðasti
greiðsludagur er 13. ágúst. Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .
Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 17. ágúst .
YFIRLITSSÝNING KYNBÓTAHROSSA
11. júní
2009 KL.14:25
Yfirlitssýning kynbótahrossa á Héraðssýningu á
Melgerðismelum, Náttfaravelli, fer fram föstudaginn 12. júní
og hefst kl. 09:00 á hryssum 4v.
Röð sýningaflokka er eftirtalin:
4v. hryssur
5v. hryssur
6v. hryssur
7v. og eldri hryssur
4v. stóðhestar
5v. stóðhestar
6v. stóðhestar
7v. og eldri stóðhestar
UPPFÆRÐ
HOLLARÖÐUN
8. JÚNÍ KL. 17:26
hollaskrá – smella hér
HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI
(25. maí 2009)
Kynbótasýning verður haldin á
Melgerðismelum 9.-12. júní nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is.
Tekið er við skráningum dagana 2.- 3. júní. Síðasti
greiðsludagur er 3. júní. Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .
Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 8. júní.
Varðandi
hesthúspláss á svæðinu er vísað á Jónas Vigfússon í gsm
861-8286.
Geisli frá Sælukoti hjá Hrossaræktarfélagi Þingeyinga
(20. maí 2009)
Sjá nánar á link hér til hliðar.
VORSÝNING Á DALVÍK – DAGSKRÁ OG HOLLARÖÐUN (11. maí 2009) Þá liggur fyrir dagskrá Vorsýningar á Dalvík. Alls eru 20 hross skráð í sýninguna. Öll hrossin verða dæmd í einu holli. Dómar hefjast kl. 14:00 á fimmtudag og yfirlitssýning verður svo föstudag og hefst hún kl. 9:00. Röð hrossa í sýninguna er eftirfarandi:
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn HEÞ leggur fram tillögu um lagabreytingu á 3 Kjósa skal formann HEÞ til næstu þriggja ára. Einnig skal kjósa tvo varamenn til eins árs. Þeir Kjósa skal skoðunarmenn reikninga og einn til vara Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og HROSSARÆKTARFUNDUR Í
|
AÐALL,
MOLI OG ÞORRI AUGLÝSTIR TIL NOTKUNAR
(17.
febrúar 2009)
Nánari
upplýsingar hér.
FOLALDASÝNING – UNGFOLASÝNING – SÖLUSÝNING
(27. janúar 2009)
Laugardaginn 31. janúar verður
mikið um að vera í reiðhöllinni á Akureyri. Um morguninn kl. 11:00
verður forskoðun á folöldum hérna á Akureyrarsvæðinu. Valin
verða folöld til að keppa í úrvalsýningu sem hefst sama dag
kl. 13:30. En þá verður úrvalssýning á verðlauna folöldum
frá Létti og aðildafélögum HEÞ. Einnig verður
ungfolakynning á eftir folaldasýningunni. Aðgangseyrir er
500 kr. en frítt er fyrir 13 ára og yngri. Í kjölfarið
verður haldin sölusýning sem reikna má með að hefjist um kl.
15:30. Skráningargjald á sölusýninguna er 2000 kr.
Skránig fyrir
forkoðun folalda og á sölusýningu fer fram á heimasíðu
Léttis. Síðasti skráningardagur er
miðvikudagurinn 28. janúar.
Fréttayfirlit frá árinu 2008
UPPLÝSINGAR UM RÆKTUNARBÚ
(10.
desember 2008)
Á heimasíðunni er
nú hægt að skoða hvaða bú hafa hlotið titilinn „Ræktunarbú
ársins“ á félagssvæðinu. Einnig eru komnar inn reglur um
tilnefninguna sem stjórn HEÞ hefur til hliðsjónar við valið.
Upplýsingarnar eru á linknum
„Um
HEÞ“ hér til hliðar.
SYÐRA-GARÐSHORN RÆKTUNARBÚ ÁRSINS HJÁ HEÞ
(3.
desember 2008)
Góð mæting var á haustfund HEþ
Tilnefnd ræktunarbú frá vinstri: Jónas og Kristín Litla-Dal,
Björgvin Daði Sverrisson á Akureyri fylgist með
Vignir Litlu-Brekku, Ingólfur Syðra-Garðshorni og feðg- af miklum áhuga.
arnir Baldvin og Guðlaugur Efri-Rauðalæk. Á myndina
vantar ræktendur frá Sauðanesi á Langanesi.
Ræktendur efstu hrossa taka við verðlaunum, frá vinstri:
Syðra-Garðshorn ræktunarbú
Ingólfur fyrir Pílu frá Syðra-Garðshorni, Baldvin fyrir Mátt
frá
ársins. Ingólfur með verðlaunin.
Torfunesi og Vilberg fyrir Kappa frá Kommu.
Fjölmenni var á árlegum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg, félagsheimili Funamanna í gærkvöldi. Frummælendur voru Elsa Albertsdóttir doktorsnemi við Lbhí, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Þórir Örn Grétarsson frá Sjóvá. Erindin voru fróðleg og skemmtileg og urðu miklar umræður um þau. Syðra-Garðshorn í Svarfaðardal var valið ræktunarbú ársins. Þar stunda hrossarækt Ingólfur Arnar Kristjánsson og Valgerður Björg Stefánsdóttir. Hrossarækt í Syðra-Garðhorni er ung að árum og ekki stór í sniðum. Á árinu voru sýndar tvær hryssur, sammæðra undan hryssunni Kleopötru Orradóttur frá Nýjabæ. Píla (Adamsdóttir) hlaut í aðaleinkunn 8,50 og efsta sæti í flokki 5v. hryssna á LM 2008 og Snörp 4 vetra (u. Þokka Kýrholti) hlaut í aðaleinkunn 8,01. Meðaleinkunn sýndra hross frá búinu er því 8,26 og meðalaldur 4,5 ár. Frábær árangur hjá Ingólfi og Valgerði. Þá voru veitt verðlaun fyrir efsta stóðhest og efstu hryssu ræktaða af félagsmanni í HEÞ. Píla frá Syðra-Garðhorni var efst hryssna og hlaut hún fyrir sköpulag 8,29, hæfileika 8,64 og í aðaleinkunn 8,50. Ræktandi Ingólfur Arnar Kristjánsson. Efstur stóðhesta var Máttur frá Torfunesi. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,38, hæfileika 8,62 og í aðaleinkunn 8,52. Ræktandi Baldvin Kr. Baldvinsson. Sérstaka viðurkenningu hlaut Vilberg Jónsson fyrir að hafa ræktað stóðhestinn Kappa frá Kommu. Kappi var sýndur á Héraðssýningu í Eyjafirði í sumar og sló heimsmet í flokki 4v. stóðhesta. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,35, hæfileika 8,47 og í aðaleinkunn 8,42. |
BÚ SEM
TILNEFND ERU TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ 2008
(20.
nóvember 2008)
Eftirtalin bú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna HEÞ:
Efri-Rauðalækur, Litli-Dalur, Litla-Brekka, Sauðanes og
Syðra-Garðshorn.
HVAÐ
KOSTAR AÐ FÓÐRA HESTINN?
(19.
nóvember 2007)
Hugleiðingar um kostnað við fóðrun og hagagöngu hrossa.
Sjá hér.
HAUSTFUNDUR HEÞ
(18. nóvember 2008)
Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn 3. desember og hefst
hann kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú
ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur efstu hrossa
í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í hrossaræktinni
og Elsa Albertsdóttir Lbhí flytur athyglisvert erindi
sem hún kallar forval til kybótadóms. Einnig
mun fulltrúi frá Sjóvá vera með stutta kynningu á
hestatryggingum.
MÓTTAKA Á HRYSSUM UNDIR GÍGJAR
(8. JÚLÍ
2008)
Tekið verður á móti hryssum sem fara undir Gígjar
fimmtudagskvöldið 10. júlí milli kl. 20 – 22.
Hólfið er á Syðra-Fjalli Aðaldal.
HOLLASKRÁ HÉRAÐSSÝNINGAR
(7. JÚNÍ
2008)
Smellið hér til að sjá
hollaskrá.
HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK – TILKYNNING TIL SÝNENDA
(6. JÚNÍ
2008)
Um 160
hross eru skráð á sýninguna sem er langt umfram það sem
áætlað var. Sýningin mun því byrja mánudaginn 9. júní kl.
13:00. Hollaröðun verður birt á laugardag á
www.hryssa.is.
Yfirlitssýning verður á föstudag og byrjar kl. 8.00.
ENN
ERU LAUS PLÁSS UNDIR STÓÐHESTA HEÞ
(4. JÚNÍ
2008)
Enn eru nokkur pláss laus undir stóðhesta á vegum HEÞ.
Hrymur frá Hofi verður fyrra gangmál og undir hann kostar
60.000 m.vsk. Gígjar frá Auðsholtshjáleigu verður langt
gangmál eftir Landsmót og er verðið 80.000 m.vsk. Sveinn
Hervar frá Þúfu verður seinna gangmál og undir hann kostar
125.000 m.vsk. Pantanir berist á netfangið
vignir@bugardur.is ,
einnig má hringja í Búgarð í síma 460-4477. Fyrstir koma
fyrstir fá.
HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK 10. – 13. JÚNÍ
(21. MAÍ
2008)
Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 10. – 13.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur . Skráning fer fram dagana 2. – 4.
júní. Síðasti greiðsludagur er 4. júní. Gefa þarf
upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.
12.000 fyrir fulldæmt hross en kr. 8.000 fyrir hross sem
aðeins er skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá
reglur) . Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að
röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og
blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast á heimasíðu
B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120
VORSÝNING Á DALVÍK – HOLL OG TÍMASETNINGAR
(13. MAÍ 2008)
21
hross er skráð til þátttöku. Dómar hefjast kl. 13.00 á
fimmtudag (15. maí). Yfirlit fer fram á föstudag kl. 10.00.
Listi yfir þátttakendur:
1 Auðbjörn Kristinsson Harpa Selnesi Byggingadómur
2 Auðbjörn Kristinsson Kofri Galtanesi Byggingadómur
3 Baldvin Ari Guðlaugsson Bylgja Efri-Rauðalæk
4 Baldvin Ari Guðlaugsson Firra Þingnesi
5 Baldvin Ari Guðlaugsson Frosti Efri-Rauðalæk
6 Baldvin Ari Guðlaugsson Sindri Vallanesi
7 Baldvin Ari Guðlaugsson Spurning Efri-Rauðalæk
8 Helga Una Björnsdóttir Tryggvi Geir Steinnesi
9 Jón Hercovic Fróði Akureyri
10 Ríkarður G. Hafdal Hryðja Hrafnsstöðum Byggingadómur
11 Sandra Marin Fruma Akureyri
12 Sandra Marin Frökk Akureyri
13 Sandra Marin Laila Litlalandi
14 Stefán Birgir Stefánsson Embla Fellshlíð
15 Stefán Birgir Stefánsson Krossfari Kálfagerði
16 Stefán Birgir Stefánsson Víga-Glúmur Samkomugerði II
17 Tryggvi Björnsson Erla Gauksmýri
18 Tryggvi Björnsson Ræll Gauksmýri
19 Tryggvi Björnsson Ármann Hrafnsstöðum
20 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Óska Hrafn Brún
21 Þorstenn Hólm Stefánsson Tinna Jarðbrú Byggingadómur
GÍGJAR Í GÓÐU FORMI
(6. MAÍ 2008)
Árni Björn undirbýr Gígjar nú fyrir átök vorsins, en þeir félagar stefna á úrtökumót Fáks í B-flokk vegna Landsmóts 2008. Það var létt yfir þeim félögum við æfingu á Fáksvellinum um helgina og má segja að þeir séu til alls líklegir. Mynd: Árni Björn og Gígjar frá Frétt af vefnum laus pláss á gangmáli eftir Landsmót, sjá nánar hér til hliðar undir stóðhestar 2008 |
VORSÝNING Í EYJAFIRÐI (5. MAÍ 2008)
Kynbótasýning
verður haldin í Hringsholti, Dalvík 14.-16. maí nk. Skráning
í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur .
Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er
föstudagurinn 9. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við
skráningu. Sýningargjald er kr. 12.000 fyrir fulldæmt hross
en kr. 8.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm
(eða hæfileikadóm, sjá reglur) . Hægt er að greiða í
Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt.
490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera
búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka
DNA-sýni og blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast
á heimasíðu B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120 . Þessi sýning er auglýst
með fyrirvara um næga þátttöku.
Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga
UNGFOLASKOÐUN LOKIÐ (29. APRÍL 2008)
Í gær fór fram ungfolaskoðun á svæði HEÞ. Alls voru skoðaðir 31 foli, 26 í Suður-Þingeyjarsýslu en 25 folar í Eyjafirði. Kynbótadómararnir Þorvaldur Kristjánsson og Valberg Sigfússon skoðuðu folana og munu þeir senda frá sér skriflegar umsagnir til eigenda innan skamms. Flesta syni áttu Máttur frá Torfunesi, Hróður frá Refsstöðum og Keilir frá Miðsitju. Sambandshestarnir Gustur frá Hóli og Hrymur frá Hofi áttu nokkra afkomendur en ættarsamsetning var fjölbreytt og feður þessara fola um 16 talsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær. Frá vinstri talið Emil frá Torfunesi (Benedikt Arnbjörnsson heldur í hann), Þór frá Björgum (Viðar Bragason heldur í hestinn) og Sigursteinn frá Húsavík. |
ÚTHLUTANIR Á FOLATOLLUM
(23.
APRÍL 2008)
Á
stjórnarfundi HEþ í gær var farið yfir umsóknir í stóðhesta
á vegum samtakanna. 31 sóttu um hjá Gusti í þau 7 pláss sem
HEþ hefur til ráðstöfunar. Lista yfir þá sem fengu úthlutað
má nálgast hér.
Umsóknir í Hrym, Gígjar og Svein-Hervar voru 13 – 15 á
hest og því komast allir að sem hafa pantað. Greiðsluseðill
fyrir staðfestingargjöld verður sendur út á næstu dögum. Enn er því hægt að
sækja um í þá hesta og hafa allir jafnan aðgang til að sækja
um laus pláss.
NÝR
MAÐUR Í STJÓRN HEÞ
(18.
APRÍL 2008)
Aðalfundur HEÞ var haldinn 18. mars sl. á Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit. Vilberg Jónsson gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu og í hans stað var kjörinn
Höskuldur Jónsson.
Fundargerð má nálgast hér.
UNGFOLASKOÐUN
(15.APRÍL
2008)
Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á ógeltum folum á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum) mánudaginn 28. apríl ef áhugi reynist fyrir hendi. Dómarar verða tveir: Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari, en ekki er frágengið hver kemur með honum. Gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það. Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá. Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í Búgarði í síma 460-4477 eða með því að senda tölvupóst á vignir@bugardur.is |
STÓÐHESTAR Á VEGUM HEÞ OG AÐILDARFÉLGA
(14.
APRÍL 2008)
Á linknum hér til hliðar stóðhestar 2008 má nú nálgast upplýsingar um stóðhesta á vegum HEÞ, aðildarfélaga og félagsmanna. |
MOLI
FRÁ SKRIÐU VERÐUR Í HÖRGÁRDAL Í SUMAR
(25. mars
2008)
Verður á húsnotkun, sem og bæði gangmálin sumar 2008 heima í Skriðu í Hörgárdal. Moli er undan Glampa frá Vatnsleysu og Gullinstjörnu frá Akureyri. Dómur 2007: Sköpulag: 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 5,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 6,5 Nánari upplýsingar má stóðhestar 2008. |
DRANGUR FRÁ HJALLANESI I Í HÖRGÁRDAL
(19. mars 2008)
Drangur, sem er á fjórða vetur, verður til afnota í Fornhaga II í Hörgárdal í einu löngu gangmáli sumar 2008. Faðir Drangs er Roði frá Múla og móðir hans er Halla-Skjóna frá Akureyri (jarpskjótt) Fyrstuverðlauna klárhryssan Atley frá Reykjavík (8,25) er alsystir Drangs. Hún hlaut í dómi 8,5 og 9,0 fyrir alla þætti hæfileika, utan skeið (5,0). Hún hlaut 9,0 fyrir tölt,stökk, vilja og geð og fyrir fegurð í reið. Hún hlaut 8,5 fyrir brokk, fet, hægt tölt og hægt stökk, alls 8,33 fyrir hæfileika, „mikið fas og mikil reising“. Drangur er í tamningu hjá Guðmundi Björgvinssyni á Kirkjubæ og er stefnt á dóm í vor . Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella á stóðhestar 2008. |
FÉLAGATÖL UPPFÆRÐ
(10. MARS
2008)
Búið er
að uppfæra félagatöl aðildarfélaga innan HEÞ.
Sjá nánar hér.
FRÉTTABRÉF HEÞ
(4. mars
2008)
Nú
styttist í að fréttabréf HEÞ verði útbúið og sent út til
félagsmanna. Aðildarfélög og félagsmenn geta sent inn
upplýsingar um stóðhesta sem verða á þeirra vegum og mun það
þá birtast í bréfinu og hér á síðunni. Vinsamlegast
sendið upplýsingar á netfangið
vignir@bugardur.is
sem allra fyrst. Mynd má gjarnan fylgja og verður hún þá
birt hér á heimasíðunni.
FUNDUR
MEÐ GUÐLAUGI OG KRISTNI
(3. mars 2008)
Árviss fundur með Guðlaugi Antonssyni
Hrossaræktarráðunaut og Kristni Guðnasyni formanni Félags
Hrossabænda verður haldinn í Ljósvetningabúð mánudaginn 10.
mars og hefst hann kl. 20:30.
AÐALFUNDUR HEÞ
(3. mars
2008)
Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Hlöðunni á Öngulsstöðum
þriðjudaginn 18. mars kl. 20:30. Allir félagsmenn í
aðildarfélögum HEÞ hafa seturétt með málfrelsi og
tillögurétt en atkvæðisrétt hafa fulltrúar félaganna.
TÝR
FRÁ SKEIÐHÁHOLTI 3 Í EYJAFJÖRÐINN
(14.
febrúar 2008)
Stóðhesturinn Týr frá Skeiðháholti 3 verður til afnota í Eyjafirði fyrra tímabil sumarið 2008. Týr er undan Hrafni frá Holtsmúla og Ferju frá Sandhólaferju, sem er fyrstuverðlauna hryssa undan Þokka frá Garði. Í kynbótadómi hefur hann hlotið fyrir sköpulag 8,34 þ.a. 9,0 fyrir höfuð og háls herðar og bóga. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,16 þ.a. 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Aðaleinkunn hans er 8,23. Týr er á vegum Rósbergs Óttarssonar. Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella á stóðhestar 2008. |
FRÉTTIR FRÁ FÉLAGI HROSSABÆNDA
(1. febrúar 2008)
Á stjórnarfundi Félags hrossabænda sl.
þriðjudag skipti stjórn með sér verkum og er hún nú skipuð á
eftirfarandi hátt:
Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu 2, formaður.
Sigbjörn Björnsson, Lundum II, varaformaður.
Eyþór Einarsson, Syðra-Skörðugili, gjaldkeri.
Helga Thoroddsen, Þingeyrum, ritari.
Ólafur Einarsson, Torfastöðum, meðstjórnandi.
Eyþór hélt til
Ástralíu í vikunni til nokkurra mánaða námsdvalar og mun 1.
varamaður í stjórn, Bertha Kvaran í Miðhjáleigu, taka sæti
hans á meðan.
Einnig
skipaði FHB Bjarna Þorkelsson á Þóroddsstöðum í fagráð í
hrossarækt og varamann hans Helga Eggertsson í Kjarri.
Frekari fréttir af fundinum munu birtast í fundargerð hér á
síðunni fljótlega, en allar stjórnarfundargerðir má finna
undir liðnum Fundargerðir í veftrénu hér til vinstri á
skjánum. /HGG
Aðalfundargerð FHB má
nálgast hér. Heimasíða
félagsins er á slóðinni
www.fhb.is
STEFNT MEÐ GÍGJAR Í GÆÐINGAKEPPNI
(30.
janúar 2008)
SÝNINGARÁÆTLUN 2008
(23. janúar
2008)
Sýningaáætlun kynbótahrossa hefur verið gefin út. Fyrsta
kynbótasýning ársins verður að venju á Sauðárkróki í lok
apríl. Athygli vekur að kynbótasýning í Reykjavík er nú á
dagskrá aftur eftir að hafa legið niðri í nokkur ár. Verður
sú sýning 13. til 16. maí. Engin sýning er aftur á móti
skráð í Kópavogi.
Stærstu sýningarnar verða að venju á Gaddstaðaflötum og í
Hafnarfirði.
Sjá sýningaráætlun hér.
HERTAR
KRÖFUR TIL KYNBÓTAHROSSA
(23.
janúar 2008)
Ákveðin hafa verið einkunnalágmörk kynbótahrossa fyrir
Landsmót 2008. Kröfurnar hafa verið hertar talsvert frá því
fyrir Landsmót 2006, eða um fimm stig í hverjum flokki
einstaklingssýndra kynbótahrossa. Einnig hafa lágmörk
afkvæmasýndra stóðhesta verið hækkuð um tvö stig í
aðaleinkunn í kynbótamati. Engar kynbótahryssur verða sýndar
með afkvæmum á Landsmóti 2008 en á síðastliðnu ári ákvað
Fagráð í hrossarækt að leggja þær af.
Lágmörk einstaklingssýndra kynbótahrossa:
Stóðhestar 4 vetra 8,00.
Stóðhestar 5 vetra 8,15.
Stóðhestar 6 vetra 8,25.
Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,30.
Hryssur 4 vetra 7,90.
Hryssur 5 vetra 8,05.
Hryssur 6 vetra 8,15.
Hryssur 7 vetra og eldri 8,20.
Lágmörk fyrir afkvæmasýnda stóðhesta
eru:
Heiðursverðlaun: 118 stig í kynbótamati
og 50 dæmd afkvæmi eða fleiri.
Fyrstu verðlaun: 118 stig í kynbótamati og 15
dæmd afkvæmi eða fleiri/eða 113 stig í
kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri.
Ráðstefna um menntamál hestamanna (21.
janúar 2008)
Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða
til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 –
16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Rástefnustjóri:
Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu
Menntamálaráðuneytisins.
Dagskrá:
Klukkan 13:00
1. Setning
2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson,
sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður
Sigursveinsson
4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir
Aðalsteinsson
5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna – 2-3 stutt erindi
6. Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku
Ráðstefnulok
klukkan 16:00
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á
tölvupóstfangið lh@isi.is
Járningar og hófhirðing
|
|
|
Fréttayfirlit frá árinu 2007
VEL SÓTTUR
HAUSTFUNDUR
(29. nóvember
2007)
ERINDI Á
HAUSTFUNDI HEÞ
(26. nóvember
2007)
Minnum á
Haustfund HEÞ sem haldinn verður í Hlíðarbæ miðvikdagskvöldið
28. nóvember kl. 20:30
Eftirfarandi erindi verða flutt:
Þekking – fagmennska – fjármagn
– Finnur Ingólfsson Vesturkoti
Fortamningar hrossa
– Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum
Hrossaræktin
– Guðlaugur Antonsson Hrossaræktarráðunautur BÍ
Viðkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahross og
ræktunarverðlaun HEÞ 2007.
Kaffi og kökur í boði Samtakanna.
HVERNIG ER
BEST AÐ FÓÐRA HESTINN ? / NÁMSKEIÐ Á AKUREYRI
(19.
nóvember 2007)
Námskeiðið er ætlað hestamönnum og hrossaræktendum Grundvöllur góðrar fóðrunar og umhirðu byggist á því að þekkja og skilja hestinn; náttúrulegt atferli hans, uppbyggingu meltingarfæra, kunna að meta holdafar og fóðurþarfir gripsins. Í þessa þætti verður farið á námskeiðinu, jafnframt verður farið í heyefnagreiningar og fjallað um mismunandi fóðurtegundir auk þess að farið verður yfir ýmsa mikilvæga umhirðuþætti í hestahaldi. Áhersla verður lögð á reiðhestafóðrun. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verklegri þjálfun. Kennsla: Guðrún J. Stefánsdóttir, lektor við hrossaræktardeild Hólaskóla Tími: föstudaginn 18. janúar 2008. Staður: Akureyri Til að skrá sig á námskeið er best að senda upplýsingar endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5033/ 433 5000. |
HAUSTFUNDUR HEÞ – TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ !
(15. nóvember 2007)
Hinn árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 28. nóvember. Á fundinum verður
valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur
efstu hrossa í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og fleiri áhugaverðir fyrirlestrar verða á
dagskrá. Verður það nánar kynnt þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.
DAGSKRÁ
AÐALFUNDUR FHB
(1. nóvember
2007)
Dagskrá aðalfundar Félags hrossabænda, sem
fram fer í Sunnusal á Hótel Sögu föstudaginn 9. nóvember nk.
liggur nú fyrir og má nálgast með því að
smella hér.
HROSSARÆKT
2007 – RÁÐSEFNA
(1. nóvember 2007)
Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs
verður haldinn laugardaginn 10. nóvember nk. í Súlnasal á Hótel
Sögu. Ráðstefnan er öllum opin og ráðstefnustjóri er Víkingur
Gunnarsson.
Dagskrá:
13:00 Setning – Kristinn Guðnason, formaður Fagráðs í hrossarækt
13:05 Hrossaræktarárið 2007 – Niðurstöður kynbótamats, Guðlaugur
V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2007
14:00 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2007
14:15 Erindi:
– Uppruni íslenska hestsins – Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
LbhÍ
– Fortamningar hrossa – Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum
– Litir og litbrigði íslenska hestsins – Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
og Guðrún Stefánsdóttir, háskólanum á Hólum
15:30 Kaffihlé
16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt
17:00 Ráðstefnuslit
Fagráð í hrossarækt
DNA-sýni
(16. október
2007)
Búgarður
Ráðgjafaþjónusta býður áfram upp á DNA-sýnatöku úr hrossum til
staðfestingar á ætterni. Skilyrði fyrir A-vottun folalda sem
fædd eru frá og með árinu 2007 er að búið sé að taka úr þeim
DNA-sýni.
Sýnataka fer þannig fram að tekið er stroksýni úr nös sem er
einföld og örugg aðferð. Einungis eru tekin sýni úr
einstaklingsmerktum hrossum, þ.e. ör- eða frostmerktum.
Gjaldskráin er eftirfarandi:
Tímagjald fyrir sýnatöku og frágang 2.860 kr/klst
+ vsk
(Að lágmarki er innheimt fyrir ½ klst. við hverja heimsókn).
Greining á sýni 1.750 kr + vsk
Sýnaglas og sendingarkostnaður 400 kr + vsk
Ekki
verður innheimt fyrir akstur en reynt verður að skipuleggja
vinnuna þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir.
Tekið er við pöntunum í Búgarði í síma 460-4477. Einnig má senda
tölvupóst á vignir@bugardur.is.
TRYPPI TIL TAMNINGAR UNDAN GÍGJARI FRÁ AUÐSHOLTSHJÁLEIGU
(15. október 2007)
Nú eru komin til tamningar hjá Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur
fjögur efnileg trippi undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Þau
eru að fara á 4.vetur, eru vaxtargóð, prúð á fax og tagl,
jafnvaxin og reiðhestleg. Öll eru þau gangmikil og
hreyfingarfalleg. Trippin eru öll fædd Jóhönnu og Haraldi á
Hrafnkelsstöðum. Meðfylgjandi myndir tók Krisbjörg Eyvindsdóttir
af þeim Bláskegg (vindóttur) og Eini (brúnn).
SÓNARSKOÐAÐ FRÁ ÁLFI (27. september 2007)
Hryssur sem
verið hafa í hólfi í Skógarhlíð í Reykjahverfi hjá Álfi frá
Selfossi verða
sónarskoðaðar miðvikudaginn 3. október kl. 17:00 og eru eigendur
beðnir að nálgast hryssur sínar þar.
SÓNARSKOÐAÐ FRÁ MARKÚSI
(25.
september 2007)
Hryssur sem
verið hafa í hólfi hjá Markúsi frá Langholtsparti verða
sónarskoðaðar fimmtudaginn 27. september kl. 11:00. Skoðunin fer
fram á Bakka í Svarfaðardal og eru eigendur beðnir að sækja
hryssur sínar þangað.
ER
GÆÐASTÝRING Í HROSSARÆKT EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?
(4.
september 2007)
Landgræðslan hefur haft umsjón með
landnýtingarþætti gæðastýringar í hrossarækt frá því
hrossabændur settu gæðastýringuna á laggirnar árið 2000.
Gæðastýring í hrossarækt tekur til skýrsluhalds, landnýtingar og
heilbrigðis hrossa. Lesa
meira.
NIÐURSTÖÐUR SÍÐSUMARSÝNINGAR Á MELGERÐISMELUM
(3. september 2007)
Alls mættu 37 hross til dóms á Síðsumarsýningu á
Melgerðismelum, sem haldin var 30. og 31 ágúst sl. Þar af voru 3
hross
einungis byggingadæmd en 34 hross hlutu fullnaðardóm. 1
stóðhestur hlaut fullnaðardóm, Stormur frá Efri-Rauðalæk 4 vetra
foli undan Gusti frá Hóli og Sögu (Kjarvalsdóttur) frá Þverá.
Hlaut hann í einkunn 8,06 fyrir sköpulag, 7,53 fyrir hæfileika
og 7,74 í aðaleinkunn. Hæst dæmda hryssan var Blanda frá
Ytri-Höfdölum undan Skorra frá Blönduósi og Lísu frá Koti. Hún
hlaut í einkunn 7,87 fyrir sköpulag, 8,19 fyrir hæfileika og
8,06 í aðaleinkunn. Niðurstöður dóma má nálgast með því að
smella hér. Meðfylgjandi
eru myndir af efstu hrossum í hverjum flokki. Smellið á
myndirnar til að sjá þær stærri.
Hryssur 7 vetra og eldri
6 vetra hryssur
5 vetra hryssur
4 vetra hryssur
4 vetra stóðh.
Hollaskrá fyrir yfirlit (30. ágúst 2007)
Síðsumarsýningin sem vera átti á Dalvík á morgun verður á
Melgerðismelum
Þar sem völlurinn á Dalvík er ófær vegna bleytu hefur verið
ákveðið að færa sýninguna á Melgerðismela. Dagskrá er að öðru
leyti óbreytt. Byggingardómur fer fram í stóðhestahúsi.
HOLLASKRÁ
UPPFÆRT 28/8
Hollaskrá má nálgast hér.
Yfirlitssýning verður föstudaginn 31. ágúst og hefst kl. 10:00.
1
DAGUR + YFIRLIT Á DALVÍK (24. ágúst 2007)
Um 40 hross eru skráð á síðsumarsýninguna á Dalvík. Það
þýðir að einn langur dagur nægir í dóma. Dómar munu því hefjast
fimmtudagsmorgun kl. 8,00. Hollaskrá verður birt á mánudaginn.
SKRÁNING Á SÍÐSUMARSÝNINGU KYNBÓTAHROSSA (15.
ágúst 2007)
Síðsumarsýning á Dalvík – skráningarfrestur
Síðsumarsýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík
29.- 31. ágúst nk. Skráning er hafin en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er 22. ágúst. Tekið er við
skráningum í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur
Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000
fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Skráningargjald
má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi.
GÓÐ FYLJUN HJÁ ÁLFI (15. ágúst 2007)
Búið er að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Álfi á fyrra
gangmáli. Í hólfinu voru 30 hryssur og er búið að staðfesta fyl
í 25 hryssum. Eftir er að skoða 2 hryssur. Það er því ljóst að
fyljunarhlutfall verður gott, eða á bilinu 83 – 90%.
SÍÐSUMARSÝNING NORÐURLANDS – DALVÍK
(30.júlíí 2007)
Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti við Dalvík 29.-31. ágúst nk. Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.
|
ÁLFUR – SÓNARSKOÐUN ÚR FYRRA GANGMÁLI (23. júlí 2007)
Sónarskoðað verður á Melgerðismelum
mánudaginn 13. ágúst kl. 17:00.
GÍGJAR LANGT GANGMÁL
Á YTRI-BÆGISÁ (20. júlí 2007)
Smellið á auglýsinguna til að
sjá hana stærri.
ÁLFUR – SEINNA GANGMÁL
(20. júlí 2007)
Hryssur á seinna gangmál eiga að
mæta í hólf í Skógarhlíð Reykjahverfi laugardagskvöldið 28. júlí milli
kl. 20 – 22.
HOLLASKRÁ FYRIR
YFIRLIT
(14. júní 2007)
Yfirlitssýning hefst
kl. 10:00 á yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.
HÉRAÐSSÝNING HOLLARÖÐ
(8. júní 2007)
Vegna mikilla skráninga munu dómar hefjast
mánudaginn 11. júní kl 14:00 en ekki þriðjudaginn 12. júní eins
og áætlað var.
Hollaröð má nálgast með því að smella
hér
(birt með fyrirvara um breytingar)
Yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 á
yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.
HÉRAÐSSÝNING
Í EYJAFIRÐI
(30. maí 2007)
Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 12.- 14.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur
. Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er 5.
júní. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.
Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000 fyrir
hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Hægt er að greiða í Búgarði.
Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi.
Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið
að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.
Reglur um kynbótasýningar má nálgast hér.
Boðið verður uppá DNA sýnatöku á mótsstað. Sýnatakan kostar 3.200 kr á
hross, þetta þarf að panta um leið og hross er skráð til sýningar.
Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti
stendur hafi samband við Stefán Friðgeirsson
í gsm. 897-0278.
HRYMUR Í HÚSNOTKUN
(15. maí 2007)
Stóðhesturinn Hrymur frá Hofi er nú byrjaður
að gagnast hryssum á húsmáli hjá Benedikt á Bergstöðum í Aðaldal. Nokkur
pláss eru enn laus undir klárinn (6 þegar þetta er ritað). Þeir sem
áhuga hafa á að nýta tækifærið hafi samband sem fyrst við Zophonías í
síma 892-6905.
Video af Hrym – mars 2006
(21mb). Dóma og afkvæmalista Hryms má
sjá með því að skoða „hestarnir okkar“ hér til hliðar
HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI (15. maí 2007) |
|
Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti við Dalvík 12.-14. júní nk. Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.
Sýningaráætlun 2007, allt
|
GÁTLISTI FYRIR UMSJÓNARMENN STÓÐHESTA (9. Maí
2007)
Félag
hrossabænda, Bændasamtök Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum,
Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan hafa
tekið saman gátlista fyrir umsjónarmenn stóðhesta þar sem fram koma ýmis
heilræði. Meira.
VIDEO
AF HRYM (3. maí 2007)
Veturinn
2006 var Hrymur í þjálfun hjá Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga.
Stjórn HEÞ heimsótti Sigga í byrjun marsmánaðar og var sýningin tekin á
video. Hér má sjá brot af því. Myndasmiður er Vignir Sigurólason. Með
því að smella hér
má sjá umrætt video (stærð 21 mb). Fleiri upplýsingar um Hrym ss. dóma
og afkvæmalista má sjá með því að smella á hestarnir okkar.
UNGFOLASKOÐUN LOKIÐ (3. maí 2007)
Í gær fór fram ungfolaskoðun á
starfssvæði Búgarðs ráðgjafaþjónustu. Skoðunin var framkvæmd af Eyþóri
Einarssyni og Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómurum. 29 folar voru
skoðaðir, flestir 2 og 3 vetra en einnig nokkrir veturgamlir. Eigendur
þessara fola munu svo innan skamms fá senda skriflegar umsagnir.
Eftirtaldir eru feður þeirra fola sem skoðaðir voru: Blær og Máttur frá
Torfunesi, Dalvar og Gígjar frá Auðsholtshjáleigu, Hróður frá
Refsstöðum, Keilir frá Miðsitju, Glampi frá Vatnsleysu, Kjarni frá
Varmalæk, Júlí frá Syðra-Hóli, Oddur frá Selfossi, Hrymur frá Hofi,
Þorsti frá Garði, Ofsi frá Brún, Moli frá Skriðu, Hvinur frá
Egilsstaðakoti, Markús frá Langholtsparti, Þytur frá Neðra-Seli,
Hágangur frá Narfastöðum, Stæll frá Miðkoti, Toppur frá Eyjólfsstöðum,
Þristur frá Feti og Garpur frá Kárastöðum.
UNGFOLASKOÐUN
(17. apríl
2007)
Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á
ógeltum folum á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum)
miðvikudaginn 2. maí ef áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin er
framkvæmd af kynbótadómurunum Eyþóri Einarssyni og Þorvaldi
Kristjánssyni og gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður
heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem
skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það.
Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og
hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að
safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá.
Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í síma 460-4477 / 896-1838 eða með því að
senda tölvupóst á
vignir@bugardur.is
VORSÝNING KYNBÓTAHROSSA Á SAUÐÁRKRÓKI 2007
(2. apríl
2007)
Haldin í tengslum við Tekið til kostanna
dagana 20.-21. apríl. Skráning og upplýsingar: Leiðbeiningamiðstöðin s:
455-7100. Síðasti skráninga- og greiðsludagur: fimmtudagurinn 12.apríl.
Skráningagjald: Fullnaðardómur: 10.500 kr. m. vsk.,
Byggingardómur: 7.000 kr. m. vsk. Greiðist inn á: 1125 (Sparisjóður
Hólahr.) – 26 – 0710, Kt: 580901-3010 skýring: Nafn á hrossi. Til að fá
endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll fyrir 19. apríl.
Dómar fara fram á föstudegi og yfirlitssýning á laugardegi kl:10:00.
Ath. DNA-sýni, blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og
eldri.
KYNBÓTADAGUR Á MIÐFOSSUM BORGARFIRÐI
(29. mars 2007)
Námskeið í kynbótadómum haldið í samstarfi LbhÍ og Félags Hrossabænda.
Tími: 14. apríl. Klukkan 10:00 – 17:00. Staðsetning: Mið-Fossar í
Borgarfirði
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fræðist um hæfileika
hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver
gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún
er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt.
Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum
toga verða notuð sem dæmi.
Kennarar: Kynbótadómararnir Jón Vilmundarson, Eyþór Einarsson, Valberg
Sigfússon og Þorvaldur Kristjánsson ásamt Reyni Aðalsteinssyni
tamningameistara.
Verð: 10.000 kr. Fólk á lögbýlum getur sótt um styrkt til
Starfsmenntasjóðs bænda. Skráning: Á heimasíðu skólans
www.lbhi.is
undir Námskeið eða hjá
Ásdísi Helgu Bjarnadóttur: 433-5033, 843-5308,
endurmenntun@lbhi.is
Skráningarfrestur til 12. apríl.
ÁRSSKÝRSLA OG
AÐALFUNDARGERÐ (26. mars 2007)
Aðalfundur var haldinn í Hlíðarbæ 15. mars sl. Hér má nálgast
fundargerð
og skýrslu stjórnar.
ÚTHLUTUN FOLATOLLA
(23. mars 2007)
Á
stjórnarfundi HEÞ í gær var gengið frá úthlutun folatolla undir
eignarhesta og leiguhesta á vegum Samtakanna. Mikil ásókn var í hestana
og ljóst að færri komast að en vilja.Um 90 pantanir voru í Álf á fyrra
gangmáli, þ.a. 75 frá félagsmönnum og 80 pantanir í seinna
gangmál, þ.a. 60 frá félagsmönnum sem ekki fengu úthlutað í fyrra
gangmál. 50 pantanir bárust í Gust og 23 í Hrym, þeir verða báðir
í húsnotkun. 47 pantanir bárust í Gígjar en verið er að skoða þann
möguleika að lengja gangmálið þannig að allir komist að. Á næstu dögum
verða sendir út greiðsluseðlar fyrir staðfestingargjaldi. Með því að
smella hér má sjá lista yfir úthlutaða
tolla.
STÓÐHESTAR HEÞ 2007 (16. febrúar 2007)
Fréttabréf er nú á leið til
félagsmanna með upplýsingum um stóðhesta sem verða á vegum HEÞ og deilda sumarið
2007. Linkurinn hér til hliðar hefur einnig verið uppfærður. Félagsmenn eru
hvattir til að láta umsjónarmann vefsins vita af stóðhestum á þeirra vegum og
upplýsingar verða birtar hér á vefnum. Netfangið er
vignir@bugardur.is
AÐALFUNDUR HEÞ (16. febrúar 2007)
Nú styttist í aðalfund og mun
Hrossaræktarfélagið Framfari halda fundinn. Staður og tími hefur verið ákveðinn:
Hlíðarbær 15. mars kl. 20:00
HROSSARÆKTARFUNDUR
(16. febrúar 2007)
Almennur fundur um hrossarækt og málefni
hestamanna verður haldinn í Sveinbjarnargerði 27. febrúar kl. 20:30.
Frummælendur verða Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ og Kristinn
Guðnason formaður Félags Hrossabænda. Kaffiveitingar í boði HEÞ.
Fréttayfirlit frá árinu 2006
Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2006:
Endurmenntunarnámskeið FT
og FHB á Hólum (4. desember 2006)
Fyrirhugað endurmenntunarnámskeið verður haldið að Hólum þann 9. Des
næstkomandi. Námskeiðið verður opið öllum eins og námskeiðið í
Ölfushöllinni, og dagskrá með svipuðu sniði, en þó styttri.
Dagskrá: 13:00 Atferlisfræði – Fyrirlestur 14:00 Fortamningar –
Sýnikennsla 15:00 Frumtamningar – Sýnikennsla
Mikil ánægja var með
námskeiðið í Ölfushöllinni, og vonum við að sem flestir muni nýta sér þetta
námskeið fyrir norðan. Ekkert kostar inn á námskeiðið, en við biðjum áhugasama
um að senda mail á skrifstofu FT ft@tamningamenn.is og tilkynna komu sína. Eins
og fyrr er þetta aðeins gert til þess að námskeiðshaldarar geri sér einhverja
hugmynd um gestafjölda. Stjórnir FT og FHB
Torfunes er ræktunarbú HEÞ árið 2006
(13. nóvember 2006)
Á
fjölmennum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Ljósvetningabúð 2.nóvember
sl. voru veitt ræktunarverðlaun HEÞ. Hrossaræktarbúið í Torfunesi hlaut
verðlaunin að þessu sinni. Í Torfunesi hefur um árabil verið
stunduð farsæl hrossarækt og hafa hross frá búinu staðið sig vel í
keppni og kynbótasýningum. Á síðastliðnu ári náði stóðhesturinn Blær frá
Torfunesi þeim árangri að hljóta hæstu hæfileikaeinkunn allra stóðhesta
það árið og næst hæstu aðaleinkunn. Á þessu ári voru þrjú hross sýnd í
kynbótadómi frá búinu og voru þau öll með yfir 8 í aðaleinkunn.
Meðaleinkunn þeirra var 8,14. Stóðhesturinn Máttur frá Torfunesi hlaut í
einkunn 8,24 og náði 6. sæti í flokki 4v. stóðhesta á síðasta Landsmóti.
Á myndinni sést Baldvin Kr. Baldvinsson hrossabóndi í Torfunesi með
viðurkenninguna.
Önnur bú sem tilnefnd voru í valinu eru:
Árgerði
Búland
Efri-Rauðilækur
Grund II
Haustfundur / Ræktunarbú
ársins (30.
október 2006)
Haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð
fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 20.30. Á fundinn mæta Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur og Trausti Þór Guðmundsson tamningamaður.
Guðlaugur fer yfir sviðið í hrossaræktinni og Trausti Þór fjallar um
frumtamningar. Afhent verða
ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk er hvatt til að mæta. Kaffi
og meðlæti í boði Samtakanna.
Efri-Rauðilækur var valið
ræktunarbú HEþ árið 2005. Hvaða bú verður valið í ár? Á meðflylgjandi mynd má
sjá þá feðga Baldvin og Guðlaug hrossabændur á Efri-Rauðalæk við úthlutun
ræktunarverðlauna HEÞ á síðasta ári.
Álfur frá Selfossi (30. október 2006)
Samið hefur verið um leigu á stóðhestinum Álfi (IS2002187662)
frá Selfossi fyrra og seinna tímabil
sumarið 2007. Álfur er rauðskjóttur að lit, undan gæðingunum Orra frá Þúfu og
Álfadísi frá Selfossi. Hann hefur hlotið í einkunn 7,98 fyrir sköpulag og 8,44
fyrir hæfileika, klárhestur með tölti, aðeins 4v. gamall. Aðaleinkunn 8,26.
DNA-sýni
(30. október 2006)
Samningur fagráðs í hrossækt við Prokaria um
DNA-greiningu á sýnum úr hrossum til ætternisákvörðunar var til eins árs
og er nú lokið. Á landsvísu bárust um 3500 sýni, þ.a. voru sýni af
starfssvæði Búgarðs 225. eða um 6,5%. Á næstu vikum munu niðurstöður
liggja fyrir í WorldFeng og verður fróðlegt að skoða það. Prokaria mun
bjóða sömu kjör og voru sl.
vetur fram til áramóta. Á starfssvæði Búgarðs (Eyjafjörður og
Þingeyjasýslur) verður því gjaldskrá og fyrirkomulag óbreytt fram til
áramóta: (verð án vsk.).
Greining á sýni (Prokaria ehf.) kr. 1.600.-, Sendingarkostnaður á sýni
er áætl. kr. 400.-, Tímagjald
sýnatökumanns kr. 2.500 /klst. Ekki verður innheimt fyrir akstur en reynt verður
að skipuleggja vinnuna þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir.
Framtíðarsýn fagráðs í hrossarækt er sú að DNA-sýnataka verði hluti af venjulegu
ferli hjá hverjum ræktanda gjarnan þá í sama sinni og folaldið er örmerkt, en
ekki eru tekin sýni úr nema einstaklingsmerktum hrossum. Vegna hagstæðs verðs á
greiningu fram til áramóta væri æskilegt að áhugasamir hefðu samband við Búgarð
sem fyrst og létu taka úr folöldum ársins og öðrum hrossum sem ekki var tekið úr
síðasta vetur.
Stefnan er sú að í framtíðinni muni pappírsvinna skýrsluhalds í hrossarækt
minnka til muna og skýrsluhaldarar færi sínar skráningar beint á internetinu á
sama hátt og t.d. skattaskýrslur. A-vottun mun þá aðeins fást á hross sem eru
DNA-greind og með sannað ætterni. Öll hross fædd eftir 1. janúar 2003 eiga að
vera einstaklingsmerkt samkvæmt lögum, nokkur misbrestur er enn á því. Á næstu
árum munu sláturhús gera auknar kröfur um að sláturgripir séu
einstaklingsmerktir auk þess sem krafa er gerð til að hross komi
einstaklingsmerkt til kynbótadóms. Nauðsynlegt er að allir hesteigendur geri
átak í að merkja öll sín hross, þannig að þau tilvik þegar ómerkt hross koma
fram og eigandi finnst ekki verði óþekkt.
Þeir sem áhuga hafa á að láta taka sýni úr hrossum
nú fyrir áramót hafi samband sem allra fyrst við afgreiðslu Búgarðs í síma
460-4477 eða sendi tölvupóst á vignir@bugardur.is og gefi jafnframt upp fjölda
hrossa.
Stóðhestar HEÞ
(30. október 2006)
Samið hefur verið við Þorra og Hauk á Ytri-Bægisá um
að hafa umsjón með
Gusti í vetur. HEÞ á húsnotkun á honum á næsta ári en ekkert hefur verið
ákveðið með ráðstöfun á því. Auglýst var á vefmiðlunum eftir tilboðum í leigu á
hestinum og er tilboðsfrestur til næstu mánaðarmóta. Verða að mati stjórnar um
álitleg tilboð að ræða verður málið borið undir fulltrúafund. Einungis var
staðfest fyl í 2 hryssum á húsnotkun og 5 hryssum fyrra gangmál. Hrymur
er nú komin í vetrarumsjá Eyjólfs Guðmundssonar á Blönduósi. HEÞ hefur til
ráðstöfunar húsgangmál á næsta ári. Gígjar
er nú kominn í umsjá fjölskyldunnar í Auðsholtshjáleigu. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um fyrirkomulag notkunar á næsta ári.
Haustfundur HEÞ verður í Ljósvetningabúð (4.
október 2006)
Haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð Þingeyjarsveit
fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 20.30. Á fundinn mætir Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur og verið er að kanna með fleiri áhugaverða
fyrirlesara.
Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk er hvatt
til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.
Fyljun 2006
(4. október 2006)
Í
töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana þeirra hesta sem
voru á vegum Samtakanna og deilda, ásamt nokkrum hestum í umsjá félagsmanna sl.
sumar. Eftir er að sónarskoða aftur nokkrar hryssur hjá Gusti, Hrym og
Andvara, og gæti það hækkað fyljunarhlutfall þeirra. Félagsmenn HEÞ sem höfðu
stóðhesta í sinni umsjá í sumar eru hvattir til að láta umsjónarmann vefsins
vita svo birta megi árangurinn. Netfangið er
vignir@bugardur.is
og síminn 460-4477.
Staður | Umsjón |
Tímabil | Fj.daga |
Notk. |
Jákv. |
Hlutf. |
|
Gígjar frá Auðsholtshjáleigu |
Hrafnsstaðir |
HEÞ |
e. LM |
76 |
45 | 35 | 78% |
Gustur frá Hóli II |
Rauðaskriða |
HEÞ |
s. gangm. |
47 |
30 |
14 |
47% |
Hrymur frá Hofi |
Ytir-Bægisá |
HEÞ |
s. gangm. |
57 |
30 |
22 |
73% |
Álfasteinn frá Selfossi |
Víðineshólf |
HEÞ |
e. LM |
35 |
30 |
19 |
63% |
Dalvar frá Auðsholtshjáleigu |
Syðra-Fjall |
deildar |
e. LM |
64 |
25 |
24 |
96% |
Klettur frá Hvammi |
Syðra-Garðshorn |
deildar |
f. gangm. |
35 |
29 |
19 |
66% |
Andvari frá Ey |
Hrafnsstaðir |
einst. |
s.gangm. |
57 |
24 |
18 |
75% |
Asi frá Kálfholti |
Fornhagi II |
einst. |
f. gangm. |
41 |
20 |
18 |
90% |
Gustur
frá Hóli laus til útleigu (20.september
2006)
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og
Þingeyinga auglýsa lausan til útleigu stóðhestinn Gust frá Hóli
(IS1988165895) í húsnotkun vorið 2007, fyrra tímabil 2008 og seinna
tímabil 2009 samkv. notkunarsamningi eigenda. Óskað er eftir tilboðum og
er gefinn kostur á að bjóða í hvert tímabil fyrir sig eða öll tímabilin
í einu lagi. Tilgreina skal heildarupphæð að vsk. meðtöldum. Lokafrestur
til að skila inn tilboðum er þriðjudagurinn 31. október. Þeir sem óska
eftir að sjá notkunarsamning sendi tölvupóst á
vignir@bugardur.is. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merkt.
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga
TILBOÐ V/GUSTS
Búgarði – Óseyri 2
603 Akureyri.
Gustur á seinna gangmáli
(14. júlí 2006)
Tekið verður á
móti hryssum undir Gust frá Hóli á seinna gangmáli í Rauðuskriðu 20.
júlí á milli kl. 20:00 – 22:00. Ekki er tekið við óköstuðum hryssum.
Umsjón með hólfi hefur Baldvin í gsm 963-9222
Laus pláss undir
Hrym og Gígjar (15. júní 2006)
3 pláss eru laus undir Hrym frá
Hofi á seinna gangmáli í sumar. 1 pláss er laust undir Gígjar þegar bætt verður
í hólfið 10. ágúst. Zophonías tekur við pöntunum í gsm 892-6905. Fyrstir koma
fyrstir fá.
Tilkynning til knapa á Héðarssýningu
kynbótahrossa í Eyjafirði.
Vegna mikillar skráningar er ljóst að bæta þarf
við degi. Dómar hefjast því þriðjudaginn 6. júní kl. 12:30 en ekki
miðvikduaginn 7. júni, eins og auglýst hafði verið. Hollaskrá verður birt á
vefnum á morgun laugardag.
Héraðssýning kynbótahrossa í Eyjafirði
(29. maí 2006)
Héraðssýning
kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 7.- 9. júní nk. Skráning og
upplýsingar í Búgarði, í síma 460-4477. Skráning er hafin en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er 1. júní. Gefa þarf upp einstaklings-númer
við skráningu.
Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000 fyrir hross sem
aðeins er skráð í byggingardóm. Ekki er endurgreitt þó hross sem skráð er til
fullnaðardóms sé aðeins byggingardæmt. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má
leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, skýring: nafn á hrossi.
Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll
áður en dómar hefjast.
Öll hross sem koma til dóms verða að vera einstaklingsmerkt. Blóðsýni þarf að
hafa verið tekið úr öllum stóðhestum. Allir stóðhestar 5 v. og eldri þurfa að
hafa verið myndaðir með tilliti til spatts.
Boðið verður uppá
DNA sýnatökur á mótsstað. Sýnatakan kostar 3.200 kr á hross, þetta þarf að panta
um leið og hross er skráð til sýningar.
Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti stendur
hafi samband við Stefán Friðgeirsson í gsm. 897-0278 eða Þorstein Hólm í gsm
867-5678.
Ungfolaskoðun 8. maí (26. apríl 2006)
Boðið verður uppá ungfolaskoðun mánudaginn 8. maí í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu á vegum Búgarðs og HEÞ. Áætlað er að skoða á 2 stöðum (nema sterkar óskir komi fram um annað). Í Torfunesi kl. 13:00 og á Björgum kl. 16:00 (tímasetningar áætlaðar). Skoðunin er ætluð fyrir ógelta fola á aldrinum 1 – 3v. Eigendur fá í hendur skriflega umsögn með hverjum fola (ekki einkunnir). Kostnaður pr. hross 2.000.- m.vsk. fyrir félaga í HEÞ eða búnaðarsamböndunum og kr. 3.000.- fyrir aðra. Dómarar: Eyþór Einarsson og Þorvaldur Kristjánsson. Tekið við skráningum í Búgarði í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 5. maí. Auglýst með fyrirvara um að næg þátttaka verði. |
Úthlutun tolla (28.mars 2006)
Nú er ljóst hverjir fá
pláss hjá eignarhestum Samtakanna en
mikil ásókn hefur verið í þá og ljóst að færri komast að en vilja.
114 pantanir bársut í
Gust, 58 í Gígjar og 37 í Hrym.
Neðst á síðunni "stóðhestar 2006" er listi yfir þá sem fengu tolla, ásamt biðlistum. Greiðsluseðill með staðfestingargjaldi verður sendur út á næstu dögum.
2 pláss laus hjá Álfasteini (28. mars 2006) FULLBÓKAÐ (26/4/06)
Þegar þetta er ritað hafa 28 pantanir borist í Álfastein frá Selfossi.
Miðað er við að hámarki 30 hryssur þannig
að enn er pláss fyrir 2 hryssur. Sem
sagt allir sem hafa pantað eru tryggir með pláss og hægt er að bæta tveimur við.
Fyrstur kemur fyrstur fær!
Ársskýrsla HEÞ
(28. mars 2006)
Aðalfundur HEÞ var haldinn 23. mars sl. að Breiðumýri Reykjadal Hér má
nálgast árskýrslu HEÞ fyrir liðið starfsár.
Munið fundinn í kvöld ! (28. febrúar 2006)
Almennur fundur um hrossarækt og málefni hestamanna verður haldinn í
Sveinbjarnargerði 28. febrúar kl. 20:30.
Frummælendur
verða: Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ, Kristinn Guðnason formaður
Félags hrossabænda og Sigríður Björnsdóttir dýraæknir hrossasjúkdóma. Kaffiveitingar í boði HEÞ
Félagsmenn! tilkynnið um breytt heimilisföng (17. febrúar 2006)
Að gefnu tilefni eru félagsmenn hvattir til þess að tilkynna formönnum deilda um breytt heimilisföng hafi þeir á annað borð áhuga á að fá fréttabréfið frá Samtökunum.
Stóðhestaval 2006 (14. febrúar 2006)
Smellið á "stóðhestar 2006" og skoðið hvað verður í boði á félagssvæðinu á komandi sumri.
Fréttabréf á leið til félagsmanna (14. febrúar 2006)
Fréttabréfið var póstlagt í dag og því væntanlegt til félagsmanna innan skamms.
Folaldasýning Framfara (4. janúar 2006)
Folaldasýning verður haldin að Björgum í Hörgárdal, laugardaginn 14. jan. og hefst kl. 13:30. Þar munu félagar í Hrossaræktarfélaginu Framfara í Hörgárdal sýna folöld í sinni eigu sem og ungfola. Léttar veitingar seldar á staðnum. Allir velkomnir og að sjálfsögu er aðgangur ókeypis. |
Fréttayfirlit frá árinu 2005
Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2005:
Skýrsluhald í hrossarækt (20. desember 2005)
Nú ættu allir skýrsluhaldarar í hrossarækt að hafa fengið send eyðublöð frá B.Í til útfyllingar. Til þess að folöld fædd 2005 eigi möguleika á A-vottun á ætterni verða ræktendur að skila inn folaldaskýrslum fyrir áramót. Fyljunarvottorð og stóðhestaskýrslur þurfa einnig að berast fyrir áramót eigi folöld sem fæðast 2006 að eiga möguleika á A-vottun.Upplýsingar um frjósemi eru afar mikilvægar í ræktunarstarfinu. Því er óhætt að hvetja ræktendur til þess að skila inn vel útfylltum fyljunarvottorðum þar sem fram kemur niðurstaða fangskoðunar og sem staðfest er af dýralækni með undirskrift. Allar skýrslur vegna hrossaæktar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á |
Blær og Rák
hæst dæmdu kynbótahrossin hjá HEÞ (28. október
2005)
Blær og Þorvar |
Á Haustfundi HEÞ 26. október sl. hlutu ræktendur hæst dæmda stóðhests og hæst dæmdu hryssu, á félagssvæði HEÞ, sérstaka viðurkenningu. Hæst dæmdi stóðhestrinn var stólpahesturinn Blær frá Torfunesi S-Þing., en hann hlaut einnig hæsta hæfileikadóm stóðhests í heiminum á árinu. Blær hlaut 8,80 fyrir hæfileika og 8,55 í aðaleinkunn. Ræktandi er Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfunesi. |
Hæst dæmda hryssan var gæðingurinn Rák
frá Halldórsstöðum í Eyjafirði. Hún hlaut í aðaleinkun 8,28.
Tvær aðrar hryssur, Blíða frá Flögu og Framtíð frá Bringu hlutu
reyndar sömu einkunn en þegar reiknað var á þriðja aukastaf reyndist
Rák hlutskörpust. Ræktandi Rákar er Rósa Hreinsdóttir á
Halldórsstöðum.
Efri-Rauðilækur ræktunarbú
ársins, Garðsá og Bringa einnig tilnefnd (28. október
2005)
Þrjú bú voru tilnend til Ræktunarverðlauna HEÞ 2005. Það voru Garðsá, Bringa, og Efri-Rauðilækur. Ræktunarbú ársins var valið Efri-Rauðilækur en þar stunda hrossarækt feðgarnir Guðlaugur Arason og Baldvin Ari Guðlaugsson ásamt fjölskyldum sínum. Búið hlaut viðurkenningu á haustfundi Hrossaræktunarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga sem fram fór í gærkvöldi. Frá Efri-Rauðalæk hlutu 8 hross fullnaðardóm á liðnu ári og 5 fengu 8,0 eða meira í aðaleinkunn. Einnig voru fulltrúar frá Efri-Rauðalæk í keppni á HM í Svíþjóð í sumar. Hæst dæmda kynbótahross búsins á liðnu sumri var stóðhesturinn Krókur en hann er undan Otri og Kviku (sammæðra Ljósvaka frá Akureyri). Krókur hlaut 8,53 fyrir hæfileika og 8,38 í aðaleinkunn. Frábær árangur hjá þeim á Efri-Rauðalæk og er búið einnig tilnefnt til titilsins “Ræktunarbú ársins 2005” yfir landið. |
HEÞ
kaupir 1/3 í Gígjari frá Auðsholtshjáleigu
(28. október 2005)
Hrossaæktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga hafa keypt liðlega þriðjungshlutafé (33,35%) í Gígjari ehf. Gígjar ehf. er hlutafélag sem stofnað var á síðasta ári um stóðhestinn Gígjar (IS2000187051) frá Auðsholtshjáleigu og var það áður alfarið í eigu Þórdísar Gunnarsdóttur. Kaupverð hlutarins er kr. 7.063.937.- Á hluthafafundi félagsins 26. október sl. var kjörin ný stjórn í félaginu. Hana skipa Þórdís Gunnarsdóttir, Kristbjörg Eyvindsdóttir og Vignir Sigurðsson. Til vara voru kosnir Gunnar Arnarson og Þorsteinn Hólm Stefánsson.Á meðfylgjandi mynd eru Þórdís Gunnarsdóttir og Baldvin Kr. Baldvinsson formaður HEÞ að undirrita kaupsamning og var það gert á haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg 26. október sl. |
Andvari seldur
(21. október 2005)
Gengið hefur verið frá sölu
á þriðjungshlut í stóðhestinum Andvara frá Ey til 15 félagsmanna í
HEÞ. Kaupverð er 2 milljónir króna að virðisaukaskatti meðtöldum.
Munið
haustfundinn!
(18. október 2005)
Nú liggur fyrir hvaða
fyrirlesarar halda erindi á haustfundi HEÞ. Gunnar Arnarsson hrossabóndi og
hrossaútflytjandi mun fjalla um sölu og markaðsmál í hrossaræktinni og Rúnar
Þór Guðbrandsson svæðisstjóri hjá VÍS-AGRIA kynnir tryggingar á
hrossum. Eins og áður hefur verið greint frá mun Guðlaugur Antonsson landsráðunautur
í hrossaækt einnig mæta á fundinn og fara yfir sviðið í hrossaræktinni.
Fundurinn verður haldinn í Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn 26. október nk.
kl. 20.30. Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk
er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.
DNA ætternisgreining íslenska
hrossastofnsins (18.
október 2005)
Stefnt er á að DNA-ætternisgreina sem stærstan
hluta þeirra hrossa sem virk eru í ræktunarstarfinu. Ástæður eru m.a.
þær að sífellt eru gerðar meiri kröfur um nákvæma ætternisgreiningu
við sölu. Víða erlendis er í dag krafist sýnatöku, eigi hrossið að
fást skráð í ættbækur svo sem WorldFeng og stóðhestar fá ekki
notkunarleyfi nema vera DNA greindir. Auk þess hlýtur rétt ættfærsla að
vera grundvallaratriði við útreikninga á skipulagningu ræktunarstarfs.
Sýni þau sem hér um ræðir verða stroksýni úr nös.
Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins mun
greiða kostnað við greiningu á öllum hryssum sem náð hafa aðaleinkuninni
7,50 eða hærra í kynbótadómi. Hrossaræktendum er frjálst að láta taka
sýni á sinn kostnað úr öllum þeim hrossum sem þeir vilja. Æskilegt væri
að taka sýni úr að minnsta kosti öllum merfolöldum og efnilegum mertryppum
auk fullorðinna mera sem eru að sanna sig í ræktun jafnvel þótt þær séu
ódæmdar eða með lágan einstaklingsdóm. Einungis verða tekin sýni úr
einstaklingsmerktum hrossum. Hrossaræktendur bera kostnað af vinnu
sýnatökumanns. (Texti fengin úr grein GVA í Bændablaðinu 27. sept. sl.)
Á starfssvæði Búgarðs (Eyjafjörður og
Þingeyjasýslur) verður gjaldskrá og fyrirkomulag eftirfarandi (verð án
vsk.). Greining á sýni (Prokaria ehf.) kr.
1.600.- (frí greining fyrir hryssur með 7,50 eða hærra). Sendingarkostnaður
á sýni er áætl. kr. 400.-. Tímagjald sýnatökumanns kr. 2.500 /klst. Ekki
verður innheimt fyrir akstur en reynt verður að skipuleggja vinnuna þannig
að sem minnstur tími fari í milliferðir.
Þeir sem áhuga hafa á að láta taka sýni úr
hrossum nú á komandi mánuðum hafi samband við afgreiðslu Búgarðs í
síma 460-4477 eða sendi tölvupóst á
vignir@bugardur.is og gefi jafnframt upp fjölda hrossa.
Andvari til
sölu (5. október 2005)
Á nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi var ákveðið að selja hlut HEÞ
(1/3) í stóðhestinum Andvara frá Ey. Jafnframt var ákveðið að áður en
til sölu kemur á almennum markaði verði félagsmönnum HEÞ gefinn kostur á
að kaupa þennan hlut.
Hrossaræktarsamtök
Suðurlands hafa nýverið selt eignarhlut sinn (2/3) í Andvara og er
kaupandinn á þeirra hlut Þór Bjarkar í Reykjavík. Samið var um að Þór
Bjarkar hefði ekki forkaupsrétt á hlut HEÞ til 15. október, eða á meðan
kannað væri með sölu til félagsmanna hér.
Verðhugmynd
fyrir þriðjungshlut HEÞ er 2 milljónir (með vsk) og miðað við að 15 til
20 aðilar keyptu væri verðið á hvern þeirra á bilinu 100 – 133 þúsund
(með vsk.). Þeir sem vilja kaupa hlut í hestinum hafi samband við Ríkarð
895-1118 eða Zophonías í síma 892-6905 í síðasta lagi mánudaginn 10. október.
Undirrita þarf kaupsamninga í síðasta lagi föstudaginn 14. október. Eftir
þann tíma fær Þór Bjarkar forkaupsrétt við sölu á hlut HEÞ.
Fyljunarhlutfall stóðhesta –
samantekt (5. október 2005)
Í töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana
þeirra hesta sem voru á vegum Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga
og deilda sl. sumar.
notkun
|
jákvæð
|
hlutfall
|
||
Gustur frá Hóli
|
fyrra gangmál
|
25
|
9
|
36%
|
Andvari frá Ey
|
húsnotkun
|
15
|
9
|
60%
|
Hrymur frá Hofi
|
fyrra gangmál
|
25
|
17
|
68%
|
Hróður frá Refsstöðum*
|
langt gangmál
|
40
|
31+
|
78%+
|
Flygill frá V-Leirárgörðum
|
fyrra gangmál
|
17
|
0
|
0%
|
* Eftir er að sónarskoða 6
hryssur, sem voru hjá Hróðri fram til 15 sept. og væntanlega eru einhverjar
af þeim fengnar. Endanleg niðurstaða verður tilkynnt þegar hún liggur
fyrir.
Gustur var á Sæðingastöðinni
á Gunnarsholti frá 1. maí til 30. júní. Sæðisgæði voru afar döpur og
niðurstaðan að aðeins 2 hryssur héldu við honum þar. Gustur er nú á
Vesturlandi og er útlit fyrir þokkalega útkomu. Þegar þetta er ritað er búið
að sónarskoða 16 hryssur fengnar frá honum.
Haustfundur HEÞ verður í Funaborg (5.
október 2005)
Haustfundur HEÞ verður haldinn í Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn
26. október nk. kl. 20.30. Á fundinn mætir Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur
og verið er að kanna með fleiri áhugaverða fyrirlesara.
Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað áhugafólk
er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.
Áfall með Flygil
(18. ágúst 2005)
Flygill frá Vestri-Leirárgörðum hefur verið í hólfi með 17 hryssur á
Syðra Fjalli í Aðaldal á vegum Hrossaræktarfélags Suður-Þingeyinga.
Sónarskoðað var hjá klárnum sl. þriðjudag og reyndust allar hryssurnar
tómar.
Léleg útkoma hjá Gusti
(18. ágúst 2005)
Gustur frá Hóli var fyrra gangmál (júlímánuð) í Svarfaðardal. Í dag
var sónarskoðað frá honum og af 25 hryssum sem voru hjá honum reyndust 10
fengnar, eða 40%. Ekki liggur fyrir árangur Gusts á húsnotkun og sæðingu,
en frá því verður greint þegar það liggur fyrir.
60% hjá Andvara (12. ágúst
2005)
Nú er lokið við að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Andvara frá
Ey á húsnotkun. Af 15 hryssum sem til hans komu reyndust 9 fengnar, eða 60%.
Búið að sónarskoða frá Hrym (11.
ágúst 2005)
Hrymur frá Hofi var fyrra gangmál í Rauðuskriðu S-Þing. hjá Hrossaræktarsamtökum
Eyfirðinga og Þingeyinga, sem eiga þriðjungshlut í hestinum. 25 hryssur
voru hjá Hrym og reyndust 17 þeirra fengnar skv. sónarskoðun, eða 68%. Þetta
er heldur lakari útkoma en á síðasta ári, en þá var fyljunarhlutfallið
81% á fyrra gangmáli og 86% á seinna gangmáli.
Góður árangur á Héraðssýningu
á Dalvík (20. júní 2005)
Búgarður ráðgjafaþjónusta og Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga stóðu að venju fyrir héraðssýningu kynbótahrossa og fór hún fram dagana 8-10. júní sl. Sýningin var haldin í Hringsholti, félagssvæði hestamannafélagsins Hrings í Dalvíkurbyggð. Til dóms mættu 64 hross þar af 9 stóðhestar. Dómarar voru þeir Guðlaugur Antonsson og Sigurður Oddur Ragnarsson. Ágæt útkoma var á sýningunni en 32% fulldæmdra hrossa fór yfir 8,0 í aðaleinkunn. Á Fákaflugi, stórmóti hestamanna sem haldið var 11-12. júní sl. á Melgerðismelum áttu eigendur hátt dæmdra kynbótahrossa sem eru búsettir á Norðurlandi, frá Vestur-Húnavatnssýslu og austur í Norður-Þingeyjarsýslu, rétt á því að hross þeirra tæku þátt í Úrvalssýningu kynbótahrossa sem þar fór fram. Á meðfylgjandi mynd eru ungar og efnilegar hryssur sem mættu á Fákaflug. Frá hægri talið Sóldögg (5v.) frá Akureyri kn. Höskuldur Jónsson, Sigurrós (5v.) frá Kommu kn. Birgir Árnason, Evíta (5v.) frá Litla-Garði kn. Stefán Birgir Stefánsson, Drottning (5v) frá Skarði kn. Þorvar Þorsteinsson. |
Héraðssýning kynbótahrossa
í Eyjafirði
(30. maí 2005)
Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 8.-10. júní
nk. Tekið verður á móti skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða
netfang vignir@bugardur.is.
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 3. júní.
Sýningargjald kr. 8.500 pr. hross, er hægt að greiða í Búgarði eða inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729. Ef greitt er í banka er mikilvægt
að faxa strax greiðslukvittun á faxnúmerið 460-4478. Mikilvægt er að fram
komi fyrir hvað hross er verið að greiða. Ef greitt er í gegnum netbanka þarf
að senda greiðslukvittun á netfangið vignir@bugardur.is.
Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok dags 3. júní er viðkomandi
hross ekki skráð í mótið. Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins
til greina ef látið er vita um forföll áður en dómar hefjast.
Blóðpróf skal taka úr öllum stóðhestum sem koma til fysta dóms, jafnt
ungfolum sem eldri hestum og skal framvísa vottorði þar um á dómsstað . Að
auki verða allir 5 og 6 vetra stóðhestar að vera myndaðir með tilliti til
spatts áður en þeir mæta til sýningar. Afhenda verður dómnefnd vottorð
um að búið sé að mynda viðkomandi hest að öðrum kosti verður hesturinn
ekki dæmdur. Öll hross sem koma til dóms verða að vera einstaklingsmerkt,
þ.e. frost- eða örmerkt.
Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti
stendur hafi samband við Stefán Friðgeirsson í gsm. 897-0278
Ársskýrsla HEÞ (30. maí 2005)
Aðalfundur
HEÞ var haldinn 23. mars í Hringsholti við Dalvík. Hér má nálgast
árskýrslu HEÞ fyrir liðið ár.
Námskeið með Daníel Jónssyni í Eyjafirði (4
maí 2005)
Námskeið með Daníel Jónssyni kynbótaknapa verður haldið dagana 13.,
14. og 15.maí nk. Á námskeiðinu mun Daníel gefa góð ráð varðandi
undirbúning og uppbyggingu kynbótahrossa fyrir sýningu. Námskeiðið verður
í formi einkakennslu þar sem menn mæta með hross og fá leiðbeiningar með
það. Skráning hjá Baldvin í síma 863-9222 og Vigni í síma 896-1838, og
veita þeir allar nánari upplýsingar.
WorldFengur
– námskeið og fundur með hrossaræktendum (4. maí 2005)
WorldFengur (www.worldfengur.com) er
upprunaættbók íslenska hestsins sem er notaður í aðildarlöndum FEIF, alþjóðasamtaka
eigenda íslenska hestsins. Í gagnagrunninum eru á þriðja hundrað þúsund
hross og fjölgar þeim stöðugt á hverju ári. WorldFengur er einnig gæðaskýrsluhaldskerfi
hrossaræktenda og öflugt markaðstæki.
Bændasamtök Íslands og Búgarður
– ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi bjóða
nú upp á námskeið í þessu öfluga netforriti sem á annað þúsund áskrifendur
eru að í 16 löndum. Farið verður yfir alla þá fjölbreyttu möguleika sem
forritið hefur upp á að bjóða, skoðaðar helstu reglur um gæðaskýrsluhald
í hrossarækt og sagt frá alþjóðlegum reglum og samstarfi skrásetjara í aðildarlöndum
FEIF. Síðasti hluti námskeiðsins fer í umræður um forritið þar sem
allar ábendingar eru vel þegnar.
Fyrirlestari verður Jón Baldur
Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, en hann hefur
verið verkefnisstjóri WorldFengs frá upphafi (2001) og einn af höfundum tölvukerfisins
Fengs (1991-2001), sem var forveri WorldFengs. Honum til aðstoðar verður
Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búgarðs,
sem hefur umsjón um skýrsluhaldi í hrossarækt í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum .
Hrossaræktendur eru hvattir til að nýta
sér þetta einstaka tækifæri til að ná tökum á WorldFeng og hafa áhrif
á áframhaldandi þróun hans. Námskeiðið verður haldið í húsi
Tölvufræðslunnar að Þórsstíg 4 Akureyri þar
sem allir þátttakendur fá aðgang að nettengdum tölvum. Tímasetning:
þriðjudagur 24. maí frá kl. 16:00 – 22:00. Námskeiðsgjald kr.
3.000.- (kvöldsnarl og molakaffi innifalið).
Tekið er við skráningu á skiptiborði Búgarðs í síma 460-4477 eða á
netfangið vignir@bugardur.is.
til mánudagsins 16. maí.
Skráið ykkur sem fyrst til að tryggja þátttöku!
Námskeiðið er styrkt af verkefninu Upplýsingatækni í dreifbýli.
Vel heppnað námskeið með
Daníel Jónssyni (6. apríl 2005)
1.-3. apríl sl. stóðu Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga fyrir námskeiði í undirbúningi og þjálfun kynbótahrossa. Leiðbeinandi var hinn knái kynbótaknapi Daníel Jónsson. Námskeiðið var vel sótt. þátttakendur komu með eigin hross og fengu leiðbeiningar um hvernig best væri að haga þjálfun fram að kynbótasýningu. Einnig var farið yfir uppstillingu hrossa í byggingardómi ofl. Meðfylgandi mynd er tekin á fundi með þátttakendum í Búgarði. Í skoðun er að halda aftur samskonar námskeið í maí. |
Hágangur í Eyjafirði (4.
apríl 2005)
Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum verður í
húsnotkun í Litla-Garði Eyfjarðarsveit. Sjá nánar á stóðhestasíðu.
Aðalfundur HEÞ (22.mars
2005)
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga
og Þingeyinga verður haldin í Hringsholti við Dalvík miðvikudaginn 23.
mars kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir
félagsmenn velkomnir en einungis kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt.
Stjórnin.
Flygill í Þingeyjarsýslu
(15.mars 2005)
Kolfinnssonurinn kraftmikli Flygill frá
Vestri-Leirárgörðum verður að öllum líkindum seinna gangmál i S-Þing.
sjá nánar á stóðhestar 2005.
HEÞ með sölusýningu í
Hafnarfirði (8.mars 2005)
Sölusýning verður haldin í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði laugardaginn
12.mars nk. og hefst hún kl. 16:00. Að sýningunni standa hrossabændur í
Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og þingeyinga. Sýnd verða um 15 hross á
ýmsum stigum tamningar, allt frá góðum fjölskylduhrossum til efnilegra
keppnishrossa. Í framhaldi af sýningunni munu Sörlamenn standa fyrir
bjórkvöldi í reiðhöllinni. Allir velkomnir.
Almennur hrossaræktarfundur
(22. febrúar 2005)
Almennur hrossaræktarfundur verður haldinn í Sveinbjarnargerði
þriðjudaginn 1. mars k. 20:30. Frummælendur á fundinum verða
Kristinn Guðnason, formaður Félags Hrossabænda, Guðlaugur V. Antonsson,
hrossaræktarráðunautur BÍ og Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma. Allir velkomnir.
Sölusýning í Hafnarfirði (14.
febrúar 2005)
Sölusýning HEÞ í Hafnarfirði. Samtökin hafa ákveðið að halda sölusýningu í
Hafnarfirði 12. mars nk. Samtökin munu annast kostnað vegna reiðhallar
uppihalds söluhrossa og kynningu á þeim, ásamt því að greiða
flutningsstyrk kr. 5.000 á hest. Samtökin munu skipuleggja flutning á
hrossunum óski menn þess. Kostnaður þeirra sem vilja taka þátt ætti því
að vera viðráðanlegur. Skráning í Búgarði 460-4477 eða
vignir@bugardur.is til mánudagsins 28 febrúar. Ástæða er til að hvetja félagsmenn
til þess að nýta þetta frábæra tækifæri til að koma söluhrossum á
framfæri. Þetta er svolítil fyrirhöfn en verður vonandi góð skemmtun.
Námskeið í þjálfun og
uppbyggingu kynbótahrossa (14. febrúar 2005)
Námskeið með Daníel Jónssyni kynbótaknapa verður
haldið dagana 1.2 og 3. apríl. Á námskeiðinu mun Daníel gefa góð ráð
varðandi undirbúning og uppbyggingu kynbótahrossa fyrir sýningu. Námskeiðið
er í formi einkakennslu þar sem menn mæta með hross og fá leiðbeiningar með
það. Skráning á skiptiborði Búgarðs í síma 460-4477 eða vignir@bugardur.is
í síðasta lagi mánudaginn 21. febrúar. Lágmarksþátttaka 8 manns. Staðsetning
verður ákveðin þegar þáttaka liggur fyrir. Námskeiðsgjald kr. 12.500.-
Félagsmenn í HEÞ sitja fyrir. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin í
Torfunesi.
Námskeið um mat og meðhöndlun
á unghrossum (14. febrúar 2005)
Ákveðið
hefur verið að bjóða aftur uppá námskeið um mat og meðhöndlun á
unghrossum. Þetta námskeið var haldið í Torfunesi 4. desember sl. og var
fullt á það námskeið. Þátttakendur læra að meðhöndla unghross á
aldrinum 1 – 4 vetra svo að hægt sé að meta geðslag, ganglag og útlit þeirra
annars vegar og hins vegar til að flýta fyrir og auðvelda tamningu seinna
meir. Þátttakendur öðlast færni í vali á ungum hrossum til ásetnings með
tilliti til verðmætra eiginleika. Leiðbeinendur verða Magnús Lárusson og
Svanhildur Hall frá LBH. Námskeiðið verður haldið í Hringsholti við Dalvík.
laugardaginn 26. febrúar frá kl. 9.30 – 17.30. Námskeiðsgjald er kr.
13.000.- Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir bændur um kr. 5.000.- Skráning
í Búgarði í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti dagur skráningar er 21. febrúar.
Folaldasýning HEÞ (14.
febrúar 2005)
Folaldasýning HEÞ verður haldin í reiðhöllinni
á Dalvík sunnudaginn 20. febrúar kl. 14:00. Folaldasýningar hafa verið
haldnar eða verða haldnar í öllum deildum samtakanna. Þarna munu mæta þau
folöld sem staðið hafa í þremur efstu sætunum í hvorum flokki (hestar og
hryssur) á hverri sýningu. Einnig er mönnum boðið að kynna ungfola á fjórða
vetri og yngri. Nánari upplýsingar hjá Þorsteini Hólm 867-5678.
Stóðhestar 2005 (14.
febrúar 2005) Síðan „Stóðhestar 2005“ hér
til hliðar hefur verið uppfærð.
Folaldasýning
Hrossaræktarfélags Eyjafjarðar (17. janúar 2005)
„Hin árlega folalda- og ungfolahátíð
Hrossaræktarfélags Eyjafjarðar verður sett að Litla-Garði í
Eyjafjarðarsveit laugardaginn 22. janúar n.k. kl. 13. Keppt verður til
verðlauna í flokkum álitlegara og glæsilegra folalda og álitlegra ungfola.
Tíðindum sæta glæsileg verðlaun fyrir sigur í öllum
flokkum folalda en það eru folatollar undir Hágang frá Narfastöðum, Töfra
frá Selfossi og Þorsta frá Garði. Hágangur er glæsihestur með 8.41 fyrir
sköpulag og hefur fengið 9 í einkunn fyrir tölt, brokk, fegurð í reið,
vilja og stökk. Drottningarhesturinn Töfri, sem einum hesta var treyst til að
kynna Önnu Bretaprinsessu gæði og fjölhæfni Íslenzka gæðingakynsins, er
einstakur höfðingi með góða þætti í sköpulagi og er með 9 í einkunn
fyrir tölt, brokk, stökk, vilja, fegurð í reið og fyrir bæði hægt tölt
og stökk. Hinn litfagri Þorsti er vel skapaður alhliða gæðingur með
einstaklega glæilega framgöngu í reið og hefur 9 í einkunn fyrir tölt og
fegurð í reið, auk þess sem hann er með 8.5 fyrir skeið. -Það er ekki
laust við að maður hlakki nú þegar til folaldahátíðarinnar næsta vetur!
Þorsteinn á Grund tekur við skráningum, sem þurfa að
berast fyrir kvöldmatarleyti á fimmtudag, á netfang theg@isor.is (helzt!)
eða í síma 895 2598. Folöld skráist með nafni, uppruna, lit og foreldrum
en ungfolar með nafni og fæðingarnúmeri. Hrossaræktarfélagið hvetur menn
til dáða, að þeir komi, sjái, sýni og dæmi ungviði undan m.a. okkar
allra beztu hestum. Og að venju verða veitingar á staðnum. „
Fréttayfirlit frá árinu 2004
Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2004:
Verðlaunaveitingar á haustfundi
HEÞ (8. nóvember 2004)
Möðrufell í Eyjafirði var valið ræktunarbú ársins
2004 á svæði Hrossaræktunarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. Matthías Eiðsson
tók við viðurkenningu fyrir Möðrufell við þetta tilefni, á haustfundi
Samtakanna, sem haldinn var 4. nóvember sl.
Við sama tækifæri var veitt viðurkenning fyrir hæst dæmda kynbótahrossið
á svæðinu og að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Blæs frá Torfunesi
(bygg. 8,08 hæfil. 8,54 aðale. 8,36) en Blær stóð annar efstur í flokki
5v. stóðhesta á LM 2004.
Hrossin frá Möðrufelli voru áberandi á kynbótasýningunum í vor og komu
fram mjög efnileg unghross 4ra og 5 vetra gömul, flest undan bræðrunum Ofsa
og Óska-Hrafni frá Brún. Þá átti Dósent frá Brún m.a. dæturnar Ósk frá
Halldórsstöðum og Golu frá Brún í dómi í vor og sjáfur Óður frá Brún
hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmótinu í sumar.
Notkun stóðhesta og
niðurstöður ómskoðana (26.október 2004)
Í
töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana þeirra
hesta sem voru á vegum Samtakanna og deilda sl. sumar.
Notk. | Jákv. | Hlutf. | ||
Gustur frá Hóli II |
húsnot. | 20 | 13 | 65% |
Andvari frá Ey |
seinna g. |
31 | 17 | 55% |
Hrymur frá Hofi* |
fyrra gang |
27 | 22 | 81% |
Hrymur frá Hofi* |
seinna g. |
29 | 25 | 86% |
Þytur frá Neðra Seli |
seinna g. |
11 | 10 | 91% |
Stæll frá Miðkoti |
fyrra gang. |
14 | 11 | 79% |
Keilir frá Miðsitju |
e. landsm. |
28 | 22 | 79% |
Garpur frá Auðsholtshjál. |
e. landsm. |
27 | 17 | 63% |
*Hrymur var fyrra gangmál á Þingeyrum og áttu félagsmenn
HEÞ þar 10 hryssur. Hann var svo seinna gangmál í Dölum og félagsmenn HEÞ
áttu þar 5 hryssur.
Gustur var fyrra gangmál á Vesturlandi og var frjósemin
um 73%. Hann var síðan seinna gangmál á Austurlandi og þegar síðast fréttist
var búið að staðfesta fyl í 16 hryssum af 30 eða 53% en eitthvað kann að
bætast við það.
Númi var leigður Jóhanni Magnússyni á Bessastöðum í
Vestur Hún. Fyljunarhlutfall var 84%. Á seinna gangmáli var hann á Suðurlandi
og var fyljunin um 86%.
Haustfundur HEÞ í Hlíðarbæ (25.
október 2004)
Haustfundur HEÞ verður haldinn í Hlíðarbæ
fimmtudaginn 4. nóvember nk. kl. 20.30. Ingimar Sveinsson Hvanneyri verður
með erindi um fóðrun og uppeldi hrossa og Páll Stefánsson dýralæknir og
forstöðumaður Sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti ræðir um sæðingar
og frjósemi hrossa. Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað
hestaáhugafólk er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.
Haustfundur HEÞ (12. október 2004)
Hinn árlegi haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga
verður haldinn í Hlíðarbæ fimmtudagskvöldið 4. nóvember nk.
Á dagskrá fundarins er afhending ræktunarverðlauna HEÞ, fræðsluerindi
ofl. Nánar auglýst síðar.
Númi til sölu (12.10.2004)
Tilboð óskast í stóðhestinn Núma frá Þóroddsstöðum.
Á Landsmóti á Gaddstaðaflötum
nú í sumar hlaut hann 1. verðlaun fyrir afkvæmi með 122 stig í kynbótamati.
Hæsti einstaklingsdómur er 8,54. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er til og með 29. október 2004. Nánari
upplýsingar veitir Jón Vilmundarson í síma 897-6247.
Tilboð skulu vera skrifleg og sendast til: Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
bt. Jón Vilmundarson Skeiðháholti 801 Selfoss.
Tilkynning frá eigendum Hryms frá Hofi – 22.
júní 2004
Til stóð að sýna stóðhestinn Hrym (IS1997156109) frá Hofi á kynbótasýningu
í vor og stefna með hann á Landsmótið á Hellu. Hesturinn hefur frá því
í desember sl. verið í þjálfun hjá Leo Geir Arnarsyni á Kanastöðum. Í
apríl sl. kom upp helti hjá hestinum og við skoðun dýralæknis kom í ljós
bólga og mikil eymsli í kvíslböndum á framfæti. Hrymur fékk hvíld og var
jafnframt meðhöndlaður af dýralækni. Þegar
farið var að þjálfa hestinn að nýju tóku eymslin sig upp og var því ákveðið
að hætta við sýningar. Hrymur er nú að þjóna hryssum í hólfi á Þingeyrum
í Austur Húnavatnssýslu og verður seinna gangmál á Vesturlandi staðsettur
í Dalasýslu.
Héraðssýning kynbótahrossa var
haldin 9.-12. júní sl. að Hringsholti á Dalvík –
14.júní 2004
Á aðalfundi Félags hrossabænda
þann 31. mars síðastliðinn var samþykkt að félagsgjald fyrir árið
2003 verði 3.000 kr, sem er óbreytt frá því í fyrra. Innifalið í því verður aðgangur að Worldfeng, 300
heimsóknir á ári. Þá greiða
hjón og sambýlingar eitt árgjald til félagsins en við það verður að
merkja sérstaklega í félagatali.
Sækja verður sérstaklega um aðgang
að Worldfeng. Hægt er að nálgast eyðublað á heimasíðu Félags hrossabænda
fyrir áskrift að Worldfeng, http://nonni.bondi.is/legacy/PontunWF_FHRB.jsp.
Eyðublaðið skal útfyllt og sent til FRBH.
Viðkomandi fær sent til baka aðgangsorð að gagnabankanum
Munið að örmerkja folöldin
– 14
Samkvæmt reglugerð um merkingar
búfjár
skulu; öll ásetningsfolöld fædd eftir 1. janúar 2003
einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Folöld sem slátrað
er fyrir þann tíma skulu auðkennd þannig að númer móður sé gefið upp
við slátrun. Mikilvægt
er því að hafa allt skýrsluhald í góðu lagi. Þeir sem óska eftir aðstoð
við að koma skýrsluhaldsmálum í gott horf er bent á að hafa samband við
Elsu í Búgarði.
Nefnd
um framtíðarstefnumörkun Melgerðismela – 14.maí 2004
Í framhaldi af umræðum um
Melgerðismela á aðalfundi HEÞ funduðu stjórnir Hestamannafélaganna Léttis
og Funa og Hrossaræktarsamtakanna saman þar sem ákveðið var að skipa nefnd
um framtíðarstefnumörkun Melgerðismela. Nefndina skipa fulltrúar
Hestamannafélaganna Léttis og Funa og Hrossaræktarsamtakanna, þrír frá
hverjum.
Folaldasýning – 15.mars 2004
Folaldasýning HEÞ var haldin í Hringsholti í Svarfaðardal 14. mars. Á
sýninguna mættu álitlegustu folöldin úr folaldasýningum
aðildarfélaganna, en alls staðar voru það áhorfendur sem völdu.