Haustfundur HEÞ – fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt

Haustfundur HEÞ og almennur fundur í fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna verður haldinn í Ljósvetningabúð þriðjudaginn 6. október kl. 20. Á fundinum verður fjallað um:

  • Markaðsátak í hestamennsku – kynning.

    Rekið heima af Melgerðismelarétt 2015

    Rekið heim af Melgerðismelarétt 2015

  • Sýningarárið 2015 í kynbótadómum.
  • Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.
  • Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.
  • Framkvæmd Landsmóts 2016.

Einnig verða afhentar viðurkenningar fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og ræktunarbú HEÞ.

Tilnefnd ræktunarbú HEÞ 2015 eru eftirtalin:

Efri-Rauðalækur, Baldvin, Guðlaugur og Snjólaug

Hrafnagil, Jón Elvar Hjörleifsson

Komma, Vilberg Jónsson

Litla-Brekka, Vignir Sigurðsson

Skriða, Þór og Sigríður

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson og

Ytra-Dalsgerði, Kristinn Hugason

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni.

Allir eru velkomnir og hestafólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn.

Fundarboðendur

 

Breyting á stóðhesti hjá Svarfdælingum – Árblakkur frá Laugarsteini verður þar

IS2011165060 – Árblakkur frá Laugasteini

Móðir Áróra frá Laugasteini, faðir Ágústínus frá Melaleiti verður 18. júlí   til 12. sept. í hólfi að Hellu á Árskógströnd. Verð á tolli með girðingargjaldi, einni sónarskoðun og vsk er kr. 75.000-

Við skráningum tekur Þorsteinn H. Stefnánsson á netfangið jardbru@simnet.is eða í s. 867 5678 og Ármann Gunnarsson í s. 894 0304.

Hæsti dómur
Sköpulag Kostir
  Höfuð 7,5   Tölt 9
  Háls/herðar/bógar 8   Brokk 8
  Bak og lend 8   Skeið 8
  Samræmi 8   Stökk 8
  Fótagerð 8   Vilji og geðslag 8,5
  Réttleiki 8   Fegurð í reið 8,5
  Hófar 8,5   Fet 8
  Prúðleiki 8   Hæfileikar 8,41
  Sköpulag 8,04   Hægt tölt 8
  Hægt stökk 7,5
Aðaleinkunn 8,26

Ath. Kiljan frá Steinnesi verður ekki á svæðinu vegna lítils áhuga!

Hestakerra Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Hestakerra Náttfara er nýyfirfarin og tilbúin til leigu, fimm hesta kerra. Hestur

Leiga fyrir hálfan dag er 5.000 krónur fyrir félagsmann (7.500 fyrir utanfélagsmann) og 10.000 krónur fyrir heilan dag (15.000 fyrir utanfélagsmann).  Helgarleigan yrði á 25.000 (37.500 fyrir utanfélagsmann).

Hörður Guðmundsson Svertingsstöðum, umsjónarmaður kerrunnar, verður með utanumhald leigunnar.  Áhugasamir hafi samband við hann í síma 897-2942.

Stjórn Náttfara (Einar Brúnum, Jóna Bringu, Sigríður Hólsgerði)

Toppur frá Auðsholtshjáleigu í Eyjafirði

Nú fer að styttast í að Toppur frá Auðsholtshjáleigu fari í hólf í Eyjafirði.

Enn eru laus pláss hjá þessum glæsilega hesti og eru hryssueigendur hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.

Toppur hefur hlotið 8,48 fyrir sköpulag, 8,50 fyrir hæfileika og 8,49 í aðaleinkunn.

Toppur frá Auðsholtshjáleigu

Toppur frá Auðsholtshjáleigu

Þar af hefur

hann hlotið 9 fyrir höfuð, hás/herða/bóga, samræmi, tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt.

Verð með öllu er 149.000- kr.

Nánari upplýsingar veitir Einar í Brúnum í síma 863 1470.

Vinningstölur í happadrættinu

Þá liggja vinningstölurnar fyrir, en þær eru eftirfarandi:

  1. Kiljan IS2004156286 frá Steinnesi  – Vinningsnúmer  412
  2. Hrafn IS2008165645 frá  Efri-Rauðalæk – Vinningsnúmer  418
  3. Fróði IS2002165311 frá Staðartungu – Vinningsnúmer  381
  4. Karl IS2008166211 frá Torfunesi – Vinningsnúmer  382
  5. Valur IS2007176201 frá Úlfsstöðum – Vinningsnúmer  215
  6. Tristan IS2000165660 frá Árgerði – Vinningsnúmer  204
  7. Kiljan IS2003165665 frá Árgerði – Vinningsnúmer  416
  8. Kjarkur IS2008165300 frá Skriðu – Vinningsnúmer  221
  9. Póstur IS2009165101frá Litla-Dal – Vinningsnúmer  411
  10. Bergsteinn f Akureyri  IS2006165288 – Vinningsnúmer    256  
  11. Miljarður IS2008165279 frá Barká – Vinningsnúmer   238
  12. Dagur frá Strandarhöfði – Vinningsnúmer   339
  13. Sólfaxi IS2007165513 f. Sámstöðum – Vinningsnúmer  428
  14. Öngull IS20061655491 frá Efri- Rauðalæk – Vinningsnúmer  240
  15. Hringur IS2009167169 frá Gunnarsstöðum – Vinningsnúmer  432
  16. Dáti IS2007166019 frá Húsavík – Vinningsnúmer  354
  17. Stuðlar IS2008166640 frá Húsavík – Vinningsnúmer  406
  18. Pan IS2008157298 frá Breiðsstöðum – Vinningsnúmer  345
  19. Kraumur IS2009165417 frá Glæsibæ – Vinningsnúmer   425
  20. Klakinn IS2009156957 frá Skagaströnd – Vinningsnúmer  430
  21. Dimmir IS2010166420 frá Hellulandi – Vinningsnúmer  370
  22. Eðall IS2010166206 fráTorfunesi – Vinningsnúmer   90
  23. Bátur IS2013165291frá Brúnum – Vinningsnúmer   350
  24. Byr IS2013186184 frá Eystra–Fróðholti – Vinningsnúmer   341
  25. Sómi IS2011165275 frá Akureyri – Vinningsnúmer   471
  26. Júní IS2012165291frá Brúnum – Vinningsnúmer    340
  27. Hylur IS2012165300 frá Skriðu – Vinningsnúmer   489
  28. Kjarkur f Efri-Rauðalæk IS2010164498 – Vinningsnúmer   344
  29. Kolbeinn f Efri-Rauðalæk IS2011164487 – Vinningsnúmer   258
  30. Eyfjörð f Efri-Rauðalæk  IS2011164488 – Vinningsnúmer   255
  31. Ögri IS2010165868 frá Bringu – Vinningsnúmer   492

Öllum sem keyptu miða og styrktu þannig samtökin er þakkað kærlega fyrir og þeir sem voru svo heppnir að vinna folatoll snúi sér til Einars Gíslasonar á Brúnum, sem er hvatamaður að þessu happadrætti. Síminn hjá Einari er 863 1470 og tölvupóstfangið einar@krummi.is

 

Happadrætti HEÞ – dregið 2. júní

Dregið verður í Happadrætti HEÞ 2. júní n.k. Vinningar eru folatollar undir eftirtalda stóðhesta:

Kiljan frá Steinnesi 8,78

Hrafn frá Efri Rauðalæk 8,63

Fróða frá Staðartungu 8,59

Karl frá Torfunesi 8,51

Val frá Úlfsstöðum 8,41

Tristan frá Árgerði 8,37

Kjark frá Skriðu 8,37

Milljarð frá Barká 8,37

Kiljan frá Árgerði 8,30

Hring frá Gunnarsstöðum 8,30

Klakann frá Skagaströnd 8,25

Bergstein frá Akureyri 8,23

Póst frá Litla-Dal 8,23

Sólfaxa frá Sámsstöðum 8,18

Dag frá Strandarhöfði 8,14

Öngul frá Efri-Rauðalæk 8,04

Dáta frá Húsavík 8,03

Stuðlar frá Húsavík 8,02

Pan frá Breiðsstöðum 7,97

Kraum frá Glæsibæ 7,83

Eðal frá Torfunesi kynbótamat 122

Byr frá Eystra-Fróðholti 121

Bát frá Brúnum 120

Eyfjörð frá Efri-Rauðalæk 119

Júní frá Brúnum 116

Kjark frá Efri-Rauðalæk 115

Sóma frá Akureyri 113

Kolbein frá Efri-Rauðalæk 112

Hyl frá Skriðu 112

Dimmi frá Hellulandi 110

Ögra frá Bringu 103

Einungis verður dregið úr seldum miðum og miðinn kostar 2.500 þannig að með því að kaupa miða áttu möguleika á að eignast ódýran folatoll undir góðan stóðhest, en annrs ertu að styrkja hrossaræktarsamtökin við þeirra starf.

Hægt er að kaupa miða hjá stjórnarmönnum, en upplýsingar um þá er hér á síðunni.

 

 

 

Ungfolaskoðun

Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á ógeltum folum  í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum þriðjudaginn 26. maí  ef nægur áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin er framkvæmd af Þorvaldi Kristjánssyni ábyrgðamanni hrossræktar hjá RML og gefur hann  skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr. m.vsk fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr. (m.vsk.). Fyrir hvern fola umfram það. Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 22. maí hjá Vigni í síma 896-1838 eða með því að senda tölvupóst á vignir@rml.is