Ungfolaskoðun

Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á ógeltum folum  í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum þriðjudaginn 26. maí  ef nægur áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin er framkvæmd af Þorvaldi Kristjánssyni ábyrgðamanni hrossræktar hjá RML og gefur hann  skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr. m.vsk fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr. (m.vsk.). Fyrir hvern fola umfram það. Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 22. maí hjá Vigni í síma 896-1838 eða með því að senda tölvupóst á vignir@rml.is