Hestakerra Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Hestakerra Náttfara er nýyfirfarin og tilbúin til leigu, fimm hesta kerra. Hestur

Leiga fyrir hálfan dag er 5.000 krónur fyrir félagsmann (7.500 fyrir utanfélagsmann) og 10.000 krónur fyrir heilan dag (15.000 fyrir utanfélagsmann).  Helgarleigan yrði á 25.000 (37.500 fyrir utanfélagsmann).

Hörður Guðmundsson Svertingsstöðum, umsjónarmaður kerrunnar, verður með utanumhald leigunnar.  Áhugasamir hafi samband við hann í síma 897-2942.

Stjórn Náttfara (Einar Brúnum, Jóna Bringu, Sigríður Hólsgerði)