Greinasafn eftir: Jónas Vigfússon

Haustfundur HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ. Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en samtökin byggja á einstaklingaðild en ekki er ekki samtök félaga eins og hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga.
Fundurinn verður haldinn í Búgarði, Óseyri 2 á Akureyri, miðvikudaginn 19. október kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta og skiptast á skoðunum.
Stjórnin

Markaðssetning á Landsmóti

Félag hrossabænda verður með aðstöðu á Hestatorginu og býður félagsmönnum sínum að koma með bæklinga og nafnspjöld til að láta liggja frammi á básnum.

Vinsamlegast hafið samband við Hallveigu Fróðadóttur fyrir miðvikudaginn 22.júní ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þennan möguleika, svo hægt verði að útvega standa og statíf við hæfi.

Félag hrossabænda – The Horse Breeders Association
Bændahöllinni við Hagatorg
107 Reykjavík
Sími: 563-0300
fhb@fhb.is

Kolskeggur frá Kjarnholtum á vegum HEÞ eftir landsmót

Kolskeggur frá Kjarnholtum I verður til afnota hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga í einu löngu gangmáli eftir Landsmót.
Kolskeggur er með 8,73 í aðaleinkunn 2016, 8,66 fyrir byggingu og 8,77 fyrir hæfileika fyrir Landsmót. Nú þegar hefur komið fram 1 dæmt afkvæmi undan honum, Katla frá Kjarnholtum I, með 8,00 í aðaleinkunn 5 vetra.

Kolskeggur Kjarnholtum

Kolskeggur Kjarnholtum

Kolskeggur hefur hlotið þrjár 9,5, fyrir höfuð, samræmi og skeið, og fjórar 9,00, fyrir háls og herðar, bak og lend, tölt og vilja og geðslag.
Kolskeggur verður í girðingu að Höskuldsstöðum í Eyjafirði og er verð fyrir fengna hryssu kr. 160.000- með vsk., girðingargjaldi og einni sónarskoðun.

Tekið er á móti pöntunum á tölvupóstfangið jonas.vigfusson@gmail.com eða hjá Jónasi í síma 861 8286.

Katla Kjarnholtum

Katla Kjarnholtum

Konsert Kjarnholtum

Konsert Kjarnholtum

Ungfolaskoðun og DNA sýnataka

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir og DNA-sýnatöku úr hrossum á Norðurlandi í næstu viku. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, verður á ferðinni á eftirtöldum svæðum:

Skagafjörður – miðvikudagurinn 27. apríl.

Eyjafjörður- og Þingeyjarsýslur – fimmtudagurinn 28. apríl.

Húnavatnssýslur – föstudagurinn 29. apríl.

Tekið er á móti pöntunum og nánari upplýsingar gefnar í síma 892-9690 eða á netfanginu: thk@rml.is. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 25. apríl.

Átaksverkefnið horses of Iceland

Nú er undirbúningur fyrir markaðsverkefnið Horses of Iceland komið á lokastig og verður fyrsti fundur með þátttakendum haldinn miðvikudaginn 20. apríl að Hótel Sögu í fundarsalnum Kötlu á 2.hæð. Hefst fundurinn kl 13:00 og stendur til 15:00.

brandmyndir

Allvel hefur gengið að afla stuðnings við verkefnið en eins og kynnt hefur verið fáum við framlag frá ríkinu allt að 25.000.000 árlega næstu 4. árin gegn því að hagsmunaaðilar leggi til jafn háa fjárhæð á móti, sem sagt króna á móti krónu. Það er mikilvægt að við fjármögnum okkar hluta að fullu þannig að verkefnið geti stundað öflugt starf í kynningu á öllu sem tengist Íslenska hestinum.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er og verður lifandi verkefni og mun taka breytingum í verkefnavali eftir því sem reynslan kennir okkur. Þeir sem taka þátt í verkefninu verða því mikilvægir í að móta áherslur verkefnisins sem og við að fjármagna verkefnið. Núna getum við öll sem höfum hagsmuni af íslenska hestinum sameinast í kynna hestinn okkur til framdráttar og virðisauka.

Þessi fundur er opin öllu þeim sem verða þátttakendur í verkefninu. Vertu með!

Hér má nálgast samning til að taka þátt í verkefninu og hér er upplýsingablað um ávinninginn.

Aðalfundur HEÞ

Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Hlíðarbæ 21. apríl n.k. kl. 20.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa stjórnarmenn samtakanna, formenn aðildarfélaga og að auki einn fulltrúi fyrir 1-20 félaga, 2 fulltrúar fyrir 21-40 félaga o.s.frv.

Stjórnin

Markaðsstarf íslenska hestsins – fundur með Íslandsstofu

Eins og sumir hafa kannski heyrt þá hafa hagsmunaaðilar tengdir íslenska hestinum tekið sig saman um að byggja upp markvisst markaðsstarf í kringum íslenska hestinn. Markmiðið er að auka gjaldeyristekjur af íslenska hestinum.

Íslenski ríkið hefur lofað 25 milljónum á ári í fjögur ár ef það safnast saman sama upphæð úr greininni, þannig að um er að ræða 50 milljónir  á ári í 4 ár. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur öll sem erum tengd þessum frábærum hesti og vonum við að fá sem flestar með okkur sem samstarfsaðila.

Íslandsstofu var fengin til að stýra verkefnið og langar mig að bjóða ykkur á fund til að kynna núverandi stöðu, framtíðar sýn, og vörumerkið okkar „Íslenski Hesturinn“.

Hvar: Búgarður Óseyri 2 Akureyri.

Hvenær: mánudaginn 22. Feb, kl 11:00 – 12:30

Hér er hægt að sjá fréttir um verkefnið á vef Íslandsstofu og einnig er hægt að skoða kynningar, tölfræði, og kynningarmyndband: http://www.islandsstofa.is/frettir/markadsverkefni-um-islenska-hestinn-til-naestu-fjogurra-ara/662

Haustfundur HEÞ – Verðlaunaveitingar

Ræktunarbú HEÞ 2015 - Torfunes

Ræktunarbú HEÞ 2015 – Torfunes

Haustfundur HEÞ var haldinn í Ljósvetningabúð s.l. þriðjudag samhliða fundaherferð félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.

Á fundinum voru veitt ræktunarverðlaun félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga árið 2015.
Torfunes var valið ræktunarbú HEÞ, en önnur bú sem hlutu tilnefningu voru:
Efri-Rauðalækur, Hrafnagil, Komma,
Litla-Brekka, Skriða og Ytra-Dalsgerði.
Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu hross, sem ræktuð eru af félagsmönnum og þau eru:
7 vetra og eldri hryssur: Uppruni Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Ræktendur:
1. IS2008265006 Leynd Litlu-Brekku Þórður Þorgeirsson 8,38 8,31 8,34 Vignir Sigurðsson
2. IS2008267180 Sæmd Sauðanesi Katharina Fritsch 8,09 8,46 8,31 Ágúst Marinó Ágústsson
3. IS2008267161 Jónsmessa Gunnarsstöðum Agnar Þór Magnússon 7,96 8,45 8,26 Jóhannes Sigfússon og Fjóla Runólfsdóttir
6 vetra hryssur:
1. IS2009265791 Stáss Ytra-Dalsgerði Ævar Örn Guðjónsson 7,91 8,45 8,24 Kristinn Hugason og Hugi Kristinsson
2. IS2009265792 Sefja Ytra-Dalsgerði Ævar Örn Guðjónsson 8,18 8,18 8,18 Kristinn Hugason og Hugi Kristinsson
3. IS2009264512 Storð Sámsstöðum Höskuldur Jónsson 8,09 8,23 8,17 Höskuldur og Elfa, Sámsstöðum
5 vetra hryssur:
1. IS2010265656 Eldborg Litla-Garði Stefán Birgir Stefánsson 8,06 8,44 8,29 Stefán Birgir og Herdís, Litla-Garði
2. IS2010265792 Duld Ytra-Dalsgerði Ævar Örn Guðjónsson 8,06 8,38 8,25 Kristinn Hugason og Hugi Kristinsson
3. IS2010265291 Auðlind Brúnum Jakob Svavar Sigurðsson 7,89 8,51 8,26 Hákon Hákonarson
4 vetra hryssur:
1. IS2011264068 Garún Garðshorni á Þelamörk Agnar Þór Magnússon 8,04 8,25 8,16 Agnar og Birna, Garðshorni
2. IS2011265890 Óskastund Kommu Agnar Þór Magnússon 8,36 7,93 8,1 Vilberg Jónsson og Vignir Siguróla
3. IS2011265669 Dalía Sif Árgerði Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 7,94 7,46 7,65 Magni Kjartansson
7 vetra og eldri stóðhestar:
1. IS2008165890 Kapall Kommu Viðar Ingólfsson 8,41 8,4 8,4 Vilberg Jónsson
2. IS2008165306 Djákni Skriðu Katja Honnefeller 7,96 8,39 8,22 Þór og Sigríður Skriðu
3. IS2008165057 Nói Hrafnsstöðum Vignir Sigurðsson 8,17 8,05 8,1 Zophonías Jónmundsson
6 vetra stóðhestar:
1. IS2009166018 Bóas Húsavík Árni Björn Pálsson 8,41 8,44 8,43 Vignir Sigurólason
2. IS2009165051 Vængur Grund Þórarinn Eymundsson 8,48 8,31 8,38 Friðrik Þórarinsson
3. IS2009165101 Póstur Litla-Dal Þórhallur Rúnar Þorvaldsson 8,39 8,33 8,36 Jónas og Kristín Litla-Dal
5 vetra stóðhestar:
1. IS2010166206 Eðall Torfunesi Gísli Gíslason 7,96 8,47 8,27 Ræktunarbúið Torfunesi ehf.- Karyn B MC Farland og Anna Fjóla Gísladóttir
2. IS2010165678 Baldur Akureyri Agnar Þór Magnússon 8,02 8,24 8,15 Páll Hjálmarsson
3. IS2010166420 Dimmir Hellulandi Tryggvi Björnsson 7,96 7,94 7,95 Kristján H. Sigtryggsson
4 vetra stóðhestar:
1. IS2011165060 Árblakkur Laugasteini Agnar Þór Magnússon 8,04 8,41 8,26 Ármann Gunnarsson
2. IS2011166211 Mozart Torfunesi Gísli Gíslason 8,16 7,84 7,97 Torfunes ehf
3. IS2011164487 Kolbeinn Efri-Rauðalæk Baldvin Ari Guðlaugsson 8,02 7,69 7,82 Snjólaug og Guðlaugur