Markaðsstarf íslenska hestsins – fundur með Íslandsstofu

Eins og sumir hafa kannski heyrt þá hafa hagsmunaaðilar tengdir íslenska hestinum tekið sig saman um að byggja upp markvisst markaðsstarf í kringum íslenska hestinn. Markmiðið er að auka gjaldeyristekjur af íslenska hestinum.

Íslenski ríkið hefur lofað 25 milljónum á ári í fjögur ár ef það safnast saman sama upphæð úr greininni, þannig að um er að ræða 50 milljónir  á ári í 4 ár. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur öll sem erum tengd þessum frábærum hesti og vonum við að fá sem flestar með okkur sem samstarfsaðila.

Íslandsstofu var fengin til að stýra verkefnið og langar mig að bjóða ykkur á fund til að kynna núverandi stöðu, framtíðar sýn, og vörumerkið okkar „Íslenski Hesturinn“.

Hvar: Búgarður Óseyri 2 Akureyri.

Hvenær: mánudaginn 22. Feb, kl 11:00 – 12:30

Hér er hægt að sjá fréttir um verkefnið á vef Íslandsstofu og einnig er hægt að skoða kynningar, tölfræði, og kynningarmyndband: http://www.islandsstofa.is/frettir/markadsverkefni-um-islenska-hestinn-til-naestu-fjogurra-ara/662