Kolskeggur frá Kjarnholtum á vegum HEÞ eftir landsmót

Kolskeggur frá Kjarnholtum I verður til afnota hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga í einu löngu gangmáli eftir Landsmót.
Kolskeggur er með 8,73 í aðaleinkunn 2016, 8,66 fyrir byggingu og 8,77 fyrir hæfileika fyrir Landsmót. Nú þegar hefur komið fram 1 dæmt afkvæmi undan honum, Katla frá Kjarnholtum I, með 8,00 í aðaleinkunn 5 vetra.

Kolskeggur Kjarnholtum

Kolskeggur Kjarnholtum

Kolskeggur hefur hlotið þrjár 9,5, fyrir höfuð, samræmi og skeið, og fjórar 9,00, fyrir háls og herðar, bak og lend, tölt og vilja og geðslag.
Kolskeggur verður í girðingu að Höskuldsstöðum í Eyjafirði og er verð fyrir fengna hryssu kr. 160.000- með vsk., girðingargjaldi og einni sónarskoðun.

Tekið er á móti pöntunum á tölvupóstfangið jonas.vigfusson@gmail.com eða hjá Jónasi í síma 861 8286.

Katla Kjarnholtum

Katla Kjarnholtum

Konsert Kjarnholtum

Konsert Kjarnholtum