Átaksverkefnið horses of Iceland

Nú er undirbúningur fyrir markaðsverkefnið Horses of Iceland komið á lokastig og verður fyrsti fundur með þátttakendum haldinn miðvikudaginn 20. apríl að Hótel Sögu í fundarsalnum Kötlu á 2.hæð. Hefst fundurinn kl 13:00 og stendur til 15:00.

brandmyndir

Allvel hefur gengið að afla stuðnings við verkefnið en eins og kynnt hefur verið fáum við framlag frá ríkinu allt að 25.000.000 árlega næstu 4. árin gegn því að hagsmunaaðilar leggi til jafn háa fjárhæð á móti, sem sagt króna á móti krónu. Það er mikilvægt að við fjármögnum okkar hluta að fullu þannig að verkefnið geti stundað öflugt starf í kynningu á öllu sem tengist Íslenska hestinum.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er og verður lifandi verkefni og mun taka breytingum í verkefnavali eftir því sem reynslan kennir okkur. Þeir sem taka þátt í verkefninu verða því mikilvægir í að móta áherslur verkefnisins sem og við að fjármagna verkefnið. Núna getum við öll sem höfum hagsmuni af íslenska hestinum sameinast í kynna hestinn okkur til framdráttar og virðisauka.

Þessi fundur er opin öllu þeim sem verða þátttakendur í verkefninu. Vertu með!

Hér má nálgast samning til að taka þátt í verkefninu og hér er upplýsingablað um ávinninginn.