Greinasafn eftir: Jónas Vigfússon

Hagagæði – samstarfsverkefni Félags hrossabænda og Landgræðslunnar

Árið 2017 stofnuðu Landgræðsla ríkisins og Félag hrossabænda til verkefnis um landnýtingu og úttektir hrossahaga. Verkefnið hlaut nafnið „Hagagæði“. Verkefnið snýst um að hrossabændur og aðrir, sem halda hross, geti fengið staðfest með formlegum hætti að landnýting þeirra sé með sjálfbærum hætti, enda standist meðferð þeirra á beitarlandi sett viðmið.

Gert var sérstakt einkennismerki (logo) fyrir „Hagagæði“. Merkið má sjá á forsíðu ársskýrslunnar sem má sjá með því að smella hér. Á viðurkenningarskjali til þátttakenda í verkefninu eru einkennismerki Landgræðslunnar og Félags hrossabænda, auk einkennismerkis „Hagagæða“, með ártalinu 2017.

Á einkennismerkinu verður jafnan ártal þess árs sem viðurkenningin á við. Verið er að skoða með hvaða hætti þátttakendur geta notað einkennismerki „Hagagæða“  til að styðja við starfsemi sína, t.d. á auglýsingum og á heimasíðum. Stefnt er að því að þátttakendur fái merki (límmiða) „Hagagæða“, sem þeir geta notað til að merkja bíla eða hestakerrur. Einnig er í skoðun að gera fána með einkennismerki verkefnisins.

Hross vantar til slátrunar vegna Japansverkefnis

Félagar eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við Eddu á Sauðárkróki, S. 455-4588, Svenna á Hvammstanga s: 895-1147 eða Ingu Jónu á Hellu s: 512-1100 og tilkynna um afsetningu. Áríðandi er að halda slátrun áfram út febrúar svo þetta verkefni nái sem bestu brautargengi. Minnt er á að Japanshæf hross taka á sig „premium“ í skilaverði hjá þessum 3 aðilum.

Fundaherferð Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina  12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins.  Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins. Eysteinn Leifsson stjórnarmaður mun segja fundarmönnum frá starfi sínu sem hrossaútflytjandi og rifja upp hvað hesteigendur þurfa að hafa í huga þegar þeir selja hesta úr landi.

Stjórn býður alla þá sem vilja kynna sér félagið sérstaklega velkomna á fundina. Frekara fundarhald stjórnarinnar verður kynnt síðar.

Fundirnir á Norðurlandi verða á eftirtöldum stöðum :

Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki föstudaginn 12. jan kl 20:00.

Reiðhöllin á Akureyri laugardaginn 13. jan kl 14:00.

Gauksmýri í Húnaþingi Sunnudaginn 14. Jan kl 1500.

f.h stjórnar
Sveinn Steinarsson, formaður félagsins.

Helstu ræktunarafrek hjá HEÞ

Á haustfundi HEÞ voru efstu hross og ræktunarbú heiðruð.

Þau bú sem tilnefnd voru að þessu sinni voru:

Brúnir í Eyjafjarðarsveit, Garðshorn á Þelamörk, Litla-Brekka í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit, Sámsstaðir í Eyjafjarðarsveit og Ytra-Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit.

Ræktunarbú HEÞ 2017 var valið Torfunes.

Ræktunarbú verðlaunuð

 

 

 

 

 

 

 

Hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna í HEÞ voru einnig heiðruð en þau voru:

Stóðhestar 4 v. Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
IS2013164067 Adrían Garðshorni á Þelamörk 8,41 8,43 8,42
IS2013166214 Þór Torfunesi 8,43 8,36 8,39
IS2013166201 Vívaldi Torfunesi 8,59 8,11 8,30
Stóðhestar 5 v.
IS2012164070 Sirkus Garðshorni á Þelamörk 8,24 8,85 8,61
IS2012166201 Grani Torfunesi 8,14 8,88 8,58
IS2012166200 Caruzo Torfunesi 8,70 8,27 8,44
Stóðhestar 6 v.
IS2011165060 Árblakkur Laugasteini 8,28 9,20 8,83
IS2011166211 Mozart Torfunesi 8,16 8,61 8,43
IS2011167169 Hljómur Gunnarsstöðum I 8,41 7,97 8,14
Stóðhestar 7 v. og eldri
IS2006165794 Krókur Ytra-Dalsgerði 8,76 8,67 8,70
IS2006165655 Farsæll Litla-Garði 7,93 8,40 8,21
IS2010165008 Rosi Litlu-Brekku 8,44 7,75 8,03
Hryssur 4 v.
IS2013264515 List Sámsstöðum 8,14 7,95 8,03
IS2013265005 Evíta Litlu-Brekku 8,14 7,66 7,85
IS2013265003 Korka Litlu-Brekku 7,40 7,08 7,21
Hryssur 5 v.
IS2012264069 Arya Garðshorni á Þelamörk 8,36 8,25 8,29
IS2012265792 Ísey Ytra-Dalsgerði 8,26 8,15 8,20
IS2012266202 Hrönn Torfunesi 8,22 8,10 8,15
Hryssur 6 v.
IS2011265005 Efemía Litlu-Brekku 8,22 8,57 8,43
IS2011266206 Eldey Torfunesi 8,35 8,33 8,34
IS2011265228 Salka Akureyri 7,94 8,20 8,10
Hryssur 7 v. og eldri
IS2010265247 Stjarna Ósi 8,13 8,54 8,37
IS2010266210 Frigg Torfunesi 8,44 8,24 8,32
IS2010264487 Blesa Efri-Rauðalæk 8,06 8,45 8,29
IS2009265103 Vaka Litla-Dal 8,28 8,30 8,29

Hæst dæmda hrossið aldursleiðrétt var Árblakkur frá Laugasteini með einkunnina 8,83

Árblakkur og Daníel Jónsson

Olil og Bergur spjalla við hestamenn í Funborg

Oil og Bergur

Þau Bergur og Olil hjá Gangmyllunni munu halda erindi og spjalla við hestamenn                 í Funaborg á Melgerðismelum,   fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.

Þau ættu að vera öllum hestamönnum kunn, margverðlaunuð í hrossarækt og hestamennsku.

Munu þau fjalla um sína hrossarækt, tamningu og þjálfun hrossanna og síðan hvaðeina sem fundargestir vilja ræða og spyrja um.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.

Allir velkomnir

Stjórnir Hrossaræktarfélagsins Náttfara og Hestamannafélagsins Funa

Haustfundur H.E.Þ.

Haustfundur H.E.Þ. verður haldinn að Brúnum í Eyjafjarðarsveit miðvikudagskvöldið 18. október n.k. kl. 20.

Dagskrá:

  1. Stefnumótun fyrir H.E.Þ.
  2. Verðlaunaafhendingar
  3. Tillögur fyrir aðalfund Fhb.
  4. Onnur mál
Verðlaun verða afhent fyrir hæst dæmdu kynbótahross hjá H.E.Þ. og fyrir ræktunarbú ársins.
Ræktunarbúin sem tilnefnd eru að þessu sinni eru:
Brúnir, Garðshorn á Þelamörk, Sámsstaðir, Torfunes og Ytra-Dalsgerði.
Þetta er fyrsti fundur eftir að félagsaðild hjá H.E.Þ. var breytt úr samtökum aðildarfélaga í beina félagsaðild og því eru félagsmenn hvattir til að mæta sem flestir og taka þátt í umræðum um framtíð samtakanna.
Fundurinn verður haldinn í nýju ferðaþjónustuhúsi sem einn félagsmanna okkar hefur komið upp að Brúnum í Eyjafjarðarsveit.
Stjórnin

Hrossaréttir í Eyjafirði

Hrossaréttir verða í Eyjafirði nú á laugardaginn 7. október.

Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit hefst kl. 10, Tungurétt í Svarfaðardal og Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit hefjast kl. 13.

Notið tækifærið og komið og skoðið hvernig hrossaræktin gengur og hver veit nema þið finnið framtíðarhestefni á réttunum.

Rekið heima af Melgerðismelarétt 2015

Ráðstefna fagráðs og uppskeruhátíð hestamanna

Kæru félagar og hestamenn  nú styttist i árlega ráðstefnu fagráðs og Uppskeruhátíð hestamanna en báðir þessir viðburðir verða 28.okt.
Ráðstefnan verður í Harðarbóli (félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl 12:30. Margt spennandi verður á dagskránni sem verður kynnt betur þegar nær líður.
Uppskeruhátíð hestamannaUppskeruhátíð hestamanna verður sama dag og að venju verður þetta glæsilegt kvöld þar sem rifjaður er upp árangur ársins og veittar fjölmargar viðurkenningar.
Við skulum eiga fróðlegan og skemmtilegan laugardag kæru félagar og fjölmenna á báða þessa viðburði !

Athugið að Hilton Reykjavík Nordica býður gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni, svo fyrstur kemur fyrstur fær! 
Tveggja manna herbergi í eina nótt kr. 19.900 án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir aðeins kr. 15.900. 

Tryggið ykkur bókun á tilboðsverði með því að senda tölvupóst á meetings@icehotels.is eða í síma 444-5029.

Félag hrossabænda