Greinasafn eftir: Einar Gíslason

Aðalfundur Framfara

Sælir kæru félagsmenn.                                                                                                       Aðalfundur Framfara verður haldin í Leikhúsinu á Möðruvöllum næstkomandi þriðjudagskvöld 7.apríl kl. 20.00

Venjuleg aðalfundastörf. Félagar hvattir til að mæta og ræða framtíð félagsins, heitt á könnunni.

Stjórnin                                                                                                                                      Ester, Vignir og Viðar

Aðalfundur Náttfara 2015

Aðalfundur hrossaræktarfélagins Náttfara verður haldinn í Funaborg laugardaginn 4. apríl nk. Kl. 20.30

Dagskrá fundarins: venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar hvattir til að fjölmenna.

 Stjórn Náttfara

 

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis.

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis.

Haldinn laugardaginn 21. mars í Hringsholti.

Úrslit :

Hryssur

  1. Írena frá Grund, bleik                                                                                                              M. Snerra frá Jarðbrú                                                                                                                F.  Árli frá Laugarsteini

Rækt/eig. Anna K. Friðriksdóttir

 

2. Ísafold frá Jarðbrú, bleik

M. Næla frá Hóli v/Dalvík                                                                                                                 F. Íslendingur frá Dalvík

Rækt/eig. Þorstein H. Stefánsson og Þröstur Karlsson

 

3. Sólbjört frá Hofi, brún 

M. Náttsól frá Hofi                                                                                                                             F. Trymbillf. Stóra-Ási

Rækt/eig Hofsbúið

 

Hestar

1. Tandri frá Jarðbrú, rauður   

F. Tinna frá Jarðbrú                                                                                                             M.Kolskeggur frá Kjarnholtum

Rækt/eig Jóhann E Sveinbersdóttir og Þorsteinn H Stefánsson

 

  1. Þröstur frá Grund, jarpur                                                                                                         M. Ölun frá Grund                                                                                                                       F. Loki frá Selfossi

Rækt/eig Friðrik Þórarinsson

 

  1. Ársæll frá Hrafnsstöðum, bleikbl.                                                                                         M. Sella frá Hrafnssöðum                                                                                                          F. Rammi frá Búlandi

Rækt/eig Zophonías Jónmundsson

Aðalfundur HEÞ 2015

Aðalfundur HEÞ 2015.

Aðalfundur HEÞ verður haldinn 8. apríl kl. 20.00 í matsal Fjallalambs á Kópaskeri.

Venjuleg aðalfundarstörf

Kosning formanns

Athygli skal vakin á því að sitjandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Stjórn HEÞ

 

Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga auglýsir

Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga auglýsir.

HEÞ auglýsir eftir 1. verðlauna stóðhesti til leigu fyrir fyrra timabil sumarsins 2015.

Þeir er hafa yfir hesti að ráða og vilja leigja hann eru beðnir að senda upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu.

Upplýsingar skulu sendar á netfangið einar@krummi.is fyrir 1.apríl nk.

Stjórn HEÞ

 

Fræðsluerindi í Funaborg miðvikudaginn 11. mars

Hrossaræktarfélagið Náttfari auglýsir:

Fund með Þorvaldi Kristjánssyni í Funaborg á Melgerðismelum miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið „Ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og skeiðgens“.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og eru hestamenn hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Náttfara.

Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

17. og 18. apríl

Hátíðin samanstendur af tveimur sýningum, Fákar og fjör á föstudagskvöldi og Stóðhestaveislu 2015 á laugardagskvöldi. Undirbúningur fyrir viðburðina eru komnir vel á skrið og von er á fjölda gesta, erlendra sem íslenskra. Mikilvægt er að vel takist til í að skapa þessari hátíð sess í framtíðinni.

Í tengslum við sýningarnar vill HEÞ auglýsa eftir hrossaræktunarbúum sem tilbúin eru til að taka á móti gestum en ætlunin er að bjóða upp á rútuferðir á laugardeginum þar sem gestir geta sótt hrossaræktendur heim. Þar gæfist þeim tækifæri að hitta ræktendur og skoða það sem þeir hafa fram að færa.

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Ríkarð í s: 462-7145/895-1118 fyrir 10. febrúar.

fakar

Equitana sýningin 2015

Equitana

Equitana kynning (pdf)

Kæri félagsmaður,

Nú er undirbúningur fyrir Equitana stórsýninguna í Essen, Þýskalandi í fullum gangi. Á sýningunni verður í fyrsta sinn í mörg ár íslenskt svæði, þar sem Hestatorg (LH, FHB, Landsmót, FT, Hólaskóli, Hvanneyri og Worldfengur) verður með veglegan 63m2 Íslandsbás.

Nokkur íslensk fyrirtæki verða einnig með kynningarbás við hlið Íslandsbásins.

Þar sem einn af okkar félögum hann Bjarni Páll verður með bás og kynningarefni fyrir sína starfssemi á sýningunni gefst okkur  möguleiki að  koma efni frá félagsmönnum á framfæri á sýningunni með minni tilkostnaði. Áhugasömum er bennt á að hafa samband sem fyrst við Bjarna Pál eða stjórn HEÞ.

Haustfundur H.E.Þ

Haustfundur H.E.Þ var haldinn í Hlíðarbæ fimmtudaginn 13. nóv.  Á fundinn mættu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sem flutti fróðlegt erindi um stöðu mála í hrossaræktinni árið 2014 og Anton Níelsson sem flutti hugleiðingar um stöðu og framtíð hestamennskunnar í dag.  Erindin mæltust vel fyrir og voru hin áhugaverðustu.  Formaður veitti verðlaun fyrir árið 2014 í hrossarækt og má með sanni segja að framtíðin sé björt í hrossarækt á svæðinu miðað við þann árangur sem liggur að baki á árinu. Veglegar kaffiveitingar voru á fundinum og var hann vel sóttur.

hryssa 1.is.Hryssa 1.is

 

Eftirtalin hross hlutu verðlaun 2014.
Hæstu hross 2014

Hæst dæmda kynbótahross á svæðinu árið 2014 er Krókur frá Ytra-Dalsgerði

Eftirtalin ræktunarbú voru tilnefnd á árinu: Ræktunarbú HEÞ 2014

Hrossaræktunarbú ársins 2014 er Litli-Garður.