Færslusafn eftir: Jónas Vigfússon

Hrossarækt í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Á aðalfundi H.E.Þ. voru verðlaun veitt fyrir árangur félagsmanna í hrossarækt á seinasta ári.

Ákveðið deyfð hefur verið í sumum aðildarfélögum og því hefur gengið illa að halda utan um félagatal. Fyrir aðalfund voru fjögur hrossaræktarbú tilnefnd, en á aðalfundi bættust þrjú bú við. Hrossaræktarbúin sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna voru:

Garðshorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon á Akureyri, Laugasteinn í Svarfaðardal, Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit, Ós í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit og Vignir Sigurólason á Húsavík.

Tilnefnd hrossaræktarbú

Titilinn hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017 hlaut Torfunes, en hrossarækt stendur þar á sterkum grunni og sýnd voru 9 hross frá Torfunesi á árinu með aðaleinkunn 8,20 auk þriggja hryssa sem hlutu heiðursverðlaun.

Efstu hross í hverjum flokki voru:

Stóðhestar 4 vetra:

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,17, hæfil. 8,71, aðaleink. 8,49, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Grani frá Torfunesi, sköpul. 8,09, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,24, ræktandi Torfunes ehf.

Gorgeir frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,46, hæfil. 8,71, aðaleink. 7,90, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hryssur 4 vetra:

Stefna frá Torfunesi, sköpul. 8,33, hæfil. 8,55, aðaleink. 8,46, ræktandi Torfunes ehf.

Hylling frá Akureyri, sköpul. 7,89, hæfil. 8,30, aðaleink. 8,13, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Vaka frá Árgerði, sköpul. 8,35, hæfil. 7,95, aðaleink. 8,11, ræktandi Magni Kjartansson

Stóðhestar 5 vetra:

Árblakkur frá Laugasteini, sköpul. 8,09, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,45, ræktandi Ármann Gunnarsson

Mozart frá Torfunesi, sköpul. 8,16, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,31, ræktandi Torfunes ehf.

Börkur frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 7,89, hæfil. 8,54, aðaleink. 8,28, ræktendur Baldvin Ari Gunnlaugsson og Ingveldur Guðmundsdóttir

Hryssur 5 vetra:

Óskastund frá Kommu, sköpul. 8,44, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,42, ræktendur Vignir Sigurólason og Vilberg Jónsson

Eldey frá Torfunesi, sköpul. 8,31, hæfil. 8,18, aðaleink. 8,23, ræktendur Torfunes ehf. o.fl.

Efemía frá Litlu-Brekku, sköpul. 8,11, hæfil. 8,25, aðaleink. 8,19, ræktandi Vignir Sigurðsson

Stóðhestar 6 vetra:

Eðall frá Torfunesi, sköpul. 7,96, hæfil. 8,76, aðaleink. 8,44, ræktendur Torfunes o. fl.

Ísak frá Jarðbrú, sköpul. 8,13, hæfil. 8,14, aðaleink. 8,13, ræktandi Þröstur Karlsson

Bessi frá Húsavík, sköpul. 8,31, hæfil. 7,84, aðaleink. 8,03, ræktandi Vignir Sigurólason

Hryssur 6 vetra:

Glóð frá Hrafnsstöðum, sköpul. 7,74, hæfil. 8,90, aðaleink. 8,43, ræktandi Zophonías Jónmundsson

Eldborg frá Litla-Garði, sköpul. 8,18, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,41, ræktendur Stefán Birgir Stefánsson og Herdís Ármannsdóttir

Auðlind frá Brúnum, sköpul. 8,07, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,36, ræktandi Hákon Hákonarson

Stóðhestar 7 v. og eldri:

Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og

Petrína Sigurðardóttir

Vængur frá Grund, sköpul. 8,54, hæfil. 8,47, aðaleink. 8,50, ræktandi Friðrik Þórarinsson

Segull frá Akureyri, sköpul. 7,95, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,40, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Hryssur 7 v. og eldri:

Stássa frá Ytra-Dalsgerði, sköpul. 8,02, hæfil. 8,50, aðaleink. 8,31, ræktandi Kristinn Hugason

Sigurrós frá Brúnum, sköpul. 8,20, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,29, ræktandi Einar Gíslason

Sigrún frá Syðra-Holti, sköpul. 8,26, hæfil. 8,28, aðaleink. 8,27, ræktendur Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir

Hæst dæmdakynbótahrossið aldursleiðrétti: 

Verðlaun afhent fyrir hæst dæmda kynbótahrossið

Hæst dæmda kynbótahrossið aldursleiðrétt var Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og Petrína Sigurðardóttir.

Halldór Gunnarsson tók við verðlaununum f.h. eigenda.

Aðalfundur HEÞ

Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 20.

Á dagskrá eru lagabreytingar auk venjulegra aðalfundarstarfa.

Á fundinum verða jafnframt veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross félagsmanna og hrossaræktarbúi HEÞ 2016 verður veitt viðurkenning. Þau bú sem hljóta tilnefningu eru:

  • Ármann Gunnarsson
  • Garðshorn
  • Litli-Garður
  • Sindri og Sverrir

Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi og eru þeir hvattir til að mæta.

Stjórnin

Fréttatilkynning – Horses of Iceland á Equitana

Horses of Iceland býður ykkur velkomin á alþjóðlegu hestasýninguna Equitana í Essen, Þýskalandi, 18.-26. mars næstkomandi, þar sem starfsfólk okkar mun kynna íslenska hestinn á bási 2-B19. Þetta er stærsta hestasýning Evrópu, en gert er ráð fyrir um 200.000 gestum. Fjölmiðlafólki er boðið í sérstaka móttöku, sem haldin verður í básnum okkar 25. mars kl. 15:30-17:30. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra mun halda ræðu og síðan verður boðið upp á léttar veitingar og skemmtiatriði.

Á meðan á sýningunni stendur, verður gestum boðið að koma í básinn okkar og horfa á 360-gráðu myndband af íslenska hestinum, úti í íslenskri náttúru, í sýndarveruleika; að ferðast til heimkynna íslenska hestsins. Við búumst fastlega við því að þessi upplifun muni hafa mikil áhrif á sýningargesti, einkum þá, sem aldrei hafa komið til Íslands áður.

Við munum einnig hafa tvo sjónvarpsskjái á básnum, þar sem kynningarmyndbönd um íslenska hestinn verða sýnd. Bæklingum um íslenska hestinn verður dreift á ensku og þýsku, sem og póstkortum með myndum af íslenska hestinum og upplýsingum um eiginleika hans. Gestum stendur til boða að taka þátt í getraun og hugsanlega vinna ferð til Íslands. Við munum einnig sýna auglýsingu á 60×9 m skjá í reiðhöllinni á meðan sýningar standa yfir á daginn og kvöldin.

Markaðsverkefnið Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að auka vitund um og styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi. Markmiðið er að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu honum tengdum með faglegu markaðsstarfi undir merkjum Horses of Iceland – bring you closer to nature. Equitana sýningin í Essen er einn af stærstu viðburðunum sem Horses of Iceland tekur þátt í árið 2017.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Vefsíða: www.horsesoficeland.is
Samfélagsmiðlar:
Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Tumblr
Jelena OhmVerkefnastjóri Horses of Iceland
jelena@islandsstofa.is
S: 895-9170

HEÞ tekur þátt markaðsátaki

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga taka þátt í verkefninu „Horses of Iceland”.
Á seinasta aðalfundi HEÞ var samþykkt að taka þátt í markaðsátakinu Horses of Iceland.
Átakið er stórt átaksverkefni um kynningu á íslenska hestinum um heim allan með aðkomu ríkisins.
Íslandsstofa heldur utan um verkefnið. Fylgist með verkefninu á vef átaksins http://www.horsesoficeland.is/

Fundur um framtíðarfyrirkomulag HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ.
Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en þau byggja á einstaklingsaðild en eru ekki samtök aðildarfélaga eins og HEÞ.
Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni á Akureyri þriðjudaginn 14. mars kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta og skiptast á skoðunum.

Árleg fundaherferð um málefni hestamanna

Almennur fundur í fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna verður haldinn í reiðhöllinni á Akureyri fimmtudaginn 2. mars kl. 20.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

  • Félagskerfi Félags hrossabænda
  • Markaðsmál
  • Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala
  • Nýjungar í skýrsluhaldinu
  • Nýjungar í kynbótadómum

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

Félagsmenn í H.E.Þ., hrossaræktendur og aðrir hestamenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

Haustfundur HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ. Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en samtökin byggja á einstaklingaðild en ekki er ekki samtök félaga eins og hjá Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga.
Fundurinn verður haldinn í Búgarði, Óseyri 2 á Akureyri, miðvikudaginn 19. október kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta og skiptast á skoðunum.
Stjórnin