Krafa um DNA-sýni úr hryssum

Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Ef það er ekki búið verður ekki hægt að skrá þær til sýningar. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður upp á stroksýnatökur og hægt er að panta sýnatöku hjá eftirtöldum aðilum:

  • Höllu Eygló Sveinsdóttur, í síma 516-5024 eða á netfangið halla@rml.is
  • Pétri Halldórssyni, í síma 516-5038/ 862-9322 eða á netfangið petur@rml.is
  • Steinunni Önnu Halldórsdóttur, í síma 516-5045 eða á netfangið sah@rml.is
  • Vigni Sigurðssyni, í síma 516-5047 eða á netfangið vignir@rml.is 
  • Eyþóri Einarssyni, í síma 516-5014 eða á netfangið ee@rml.is
  • Kristjáni Óttari Eymundssyni, í síma 516-5032 eða í netfangið koe@rml.is

Upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 516-5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is.

Í lok þessa mánaðar verður opnað á skráningar á kynbótasýningar vorsins og því best að panta sem fyrst DNA-sýnatöku þannig að allt sé tilbúið fyrir skráningu.

Á heimasíðu RML verður hægt að skrá hross til sýningar en einnig má finna þar ýmsan fróðleik varðandi kynbótasýningar og hrossarækt almennt.

Sjá nánar:  Kynbótasýningar

Norðlenska hestaveislan 2015

Við minnum á Norðlensku hestaveislun sem haldin verður í Léttishöllinni á Akureyri 17. og 18. apríl.

Fákar og fjör hefst kl. 20 á föstudagskvöldið 17. og Stóðhestaveislan kl. 20 laugardagskvöldið 18.

Þá verða nokkur ræktunarbú á svæði HEÞ heimsótt á laugardaginn, en það eru Björg, Garðshorn, Glæsibær 2, Litla-Brekka og Skriða, öll í Hörgársveit og Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit. Rúta fer frá Léttishöllinni kl. 10:30. Nánari upplýsingar á heimasíðu Léttis.

Kiljan frá Steinnesi

Kiljan frá Steinnesi

Félag hrossabænda og Íslandsstofa boða til kynningarfundar

Umræða um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenska hestinn hefur vaxið í greininni á undanförnum árum. Nú er komið að því að hagsmunaaðilar taki höndum saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins á erlendri grundu með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Við hvetjum hagsmunaaðila í greininni, samtökum í ræktun, útflutningi og þjónustu og vörum sem tengist íslenska hestinum, til að taka þátt í þessu sameiginlega markaðsstarfi. Verkefnið, Islandsstofa_logo1markmið þess og framkvæmd verða kynnt á fundi þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu skemmtilegar umræður.

Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á fundinn með því að senda á islandsstofa@islandsstofa.is merkt “Markaðssetning íslenska hestsins”.

Vonum til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar veita

Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is / 693-3233

Sveinn Steinarsson hjá Félagi hrossabænda, sveinnst@fhb.is / 892 -1661

Tinna Dögg Kjartansdóttir hjá tintinMarketing, tintinmarketing@gmail.com / 780-1881

Aðalfundur Framfara

Sælir kæru félagsmenn.                                                                                                       Aðalfundur Framfara verður haldin í Leikhúsinu á Möðruvöllum næstkomandi þriðjudagskvöld 7.apríl kl. 20.00

Venjuleg aðalfundastörf. Félagar hvattir til að mæta og ræða framtíð félagsins, heitt á könnunni.

Stjórnin                                                                                                                                      Ester, Vignir og Viðar

Aðalfundur Náttfara 2015

Aðalfundur hrossaræktarfélagins Náttfara verður haldinn í Funaborg laugardaginn 4. apríl nk. Kl. 20.30

Dagskrá fundarins: venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar hvattir til að fjölmenna.

 Stjórn Náttfara

 

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis.

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis.

Haldinn laugardaginn 21. mars í Hringsholti.

Úrslit :

Hryssur

  1. Írena frá Grund, bleik                                                                                                              M. Snerra frá Jarðbrú                                                                                                                F.  Árli frá Laugarsteini

Rækt/eig. Anna K. Friðriksdóttir

 

2. Ísafold frá Jarðbrú, bleik

M. Næla frá Hóli v/Dalvík                                                                                                                 F. Íslendingur frá Dalvík

Rækt/eig. Þorstein H. Stefánsson og Þröstur Karlsson

 

3. Sólbjört frá Hofi, brún 

M. Náttsól frá Hofi                                                                                                                             F. Trymbillf. Stóra-Ási

Rækt/eig Hofsbúið

 

Hestar

1. Tandri frá Jarðbrú, rauður   

F. Tinna frá Jarðbrú                                                                                                             M.Kolskeggur frá Kjarnholtum

Rækt/eig Jóhann E Sveinbersdóttir og Þorsteinn H Stefánsson

 

  1. Þröstur frá Grund, jarpur                                                                                                         M. Ölun frá Grund                                                                                                                       F. Loki frá Selfossi

Rækt/eig Friðrik Þórarinsson

 

  1. Ársæll frá Hrafnsstöðum, bleikbl.                                                                                         M. Sella frá Hrafnssöðum                                                                                                          F. Rammi frá Búlandi

Rækt/eig Zophonías Jónmundsson

Aðalfundur HEÞ 2015

Aðalfundur HEÞ 2015.

Aðalfundur HEÞ verður haldinn 8. apríl kl. 20.00 í matsal Fjallalambs á Kópaskeri.

Venjuleg aðalfundarstörf

Kosning formanns

Athygli skal vakin á því að sitjandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Stjórn HEÞ

 

Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga auglýsir

Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga auglýsir.

HEÞ auglýsir eftir 1. verðlauna stóðhesti til leigu fyrir fyrra timabil sumarsins 2015.

Þeir er hafa yfir hesti að ráða og vilja leigja hann eru beðnir að senda upplýsingar þar um ásamt verði m. vsk á fengna hryssu.

Upplýsingar skulu sendar á netfangið einar@krummi.is fyrir 1.apríl nk.

Stjórn HEÞ