Nú eru hrossaræktarsamtökin komin á „Facebook” og því munu allar fréttir hér á síðunni birtast þar.
Slóðin á „Facebook” síðuna er hér.
Nú eru hrossaræktarsamtökin komin á „Facebook” og því munu allar fréttir hér á síðunni birtast þar.
Slóðin á „Facebook” síðuna er hér.
Í vor verður þess krafist að búið verði að taka DNA-sýni úr öllum hryssum sem mæta til kynbótadóms. Ef það er ekki búið verður ekki hægt að skrá þær til sýningar. Í fyrstu verður einungis gerð krafa um að búið sé að taka stroksýnið og að það hafi verið skráð í WF. Niðurstöður úr greiningu þurfa ekki að liggja fyrir. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður upp á stroksýnatökur og hægt er að panta sýnatöku hjá eftirtöldum aðilum:
Upplýsingar er einnig hægt að fá í síma 516-5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is.
Í lok þessa mánaðar verður opnað á skráningar á kynbótasýningar vorsins og því best að panta sem fyrst DNA-sýnatöku þannig að allt sé tilbúið fyrir skráningu.
Á heimasíðu RML verður hægt að skrá hross til sýningar en einnig má finna þar ýmsan fróðleik varðandi kynbótasýningar og hrossarækt almennt.
Sjá nánar: Kynbótasýningar
Við minnum á Norðlensku hestaveislun sem haldin verður í Léttishöllinni á Akureyri 17. og 18. apríl.
Fákar og fjör hefst kl. 20 á föstudagskvöldið 17. og Stóðhestaveislan kl. 20 laugardagskvöldið 18.
Þá verða nokkur ræktunarbú á svæði HEÞ heimsótt á laugardaginn, en það eru Björg, Garðshorn, Glæsibær 2, Litla-Brekka og Skriða, öll í Hörgársveit og Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit. Rúta fer frá Léttishöllinni kl. 10:30. Nánari upplýsingar á heimasíðu Léttis.
Umræða um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenska hestinn hefur vaxið í greininni á undanförnum árum. Nú er komið að því að hagsmunaaðilar taki höndum saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins á erlendri grundu með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.
Við hvetjum hagsmunaaðila í greininni, samtökum í ræktun, útflutningi og þjónustu og vörum sem tengist íslenska hestinum, til að taka þátt í þessu sameiginlega markaðsstarfi. Verkefnið, markmið þess og framkvæmd verða kynnt á fundi þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu skemmtilegar umræður.
Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á fundinn með því að senda á islandsstofa@islandsstofa.is merkt “Markaðssetning íslenska hestsins”.
Vonum til að sjá ykkur sem flest!
Nánari upplýsingar veita
Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is / 693-3233
Sveinn Steinarsson hjá Félagi hrossabænda, sveinnst@fhb.is / 892 -1661
Tinna Dögg Kjartansdóttir hjá tintinMarketing, tintinmarketing@gmail.com / 780-1881