Nú er blásið til leiks á ný með fræðslufund númer tvö en honum var frestað þegar til stóð að halda hann í febrúar. Sem fyrr er umfjöllunarefnið fóðrun keppnishrossa og samspil fóðrunar og þjálfunar. Susanne Braun dýralæknir og Þorvar Þorsteinsson tamningamaður miðla af þekkingu sinni og reynslu í máli og myndum. Sjálfur fundurinn verður haldinn í fundarsal á Búgarði mánudagskvöldið 18. mars kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur, allir velkomnir.
Í tengslum við umfjöllunarefnið og athuganir á standi hrossa verður í boði að taka blóðsýni til greiningar úr hrossum. Susanne sér um það og verður á mánudeginum:
Kl. 16.00-17.00 í Breiðholtshverfinu, húsi Friðriks Kjartanssonar
Kl. 17.00-18.00 í Lögmannshlíðarhverfinu, húsi Guðmundar Hjálmarssonar.
Áhugasamir mæti með hross í sýnatöku á viðkomandi stöðum en sýnatakan og greining á sýninu kostar 1.500 krónur á hest. Susanne greinir niðurstöður og fer yfir þær með eigandanum.
ALLIR VELKOMNIR, stjórn HEÞ