Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

Norðlenska hestaveislan – Nordic horse festival

17. og 18. apríl

Hátíðin samanstendur af tveimur sýningum, Fákar og fjör á föstudagskvöldi og Stóðhestaveislu 2015 á laugardagskvöldi. Undirbúningur fyrir viðburðina eru komnir vel á skrið og von er á fjölda gesta, erlendra sem íslenskra. Mikilvægt er að vel takist til í að skapa þessari hátíð sess í framtíðinni.

Í tengslum við sýningarnar vill HEÞ auglýsa eftir hrossaræktunarbúum sem tilbúin eru til að taka á móti gestum en ætlunin er að bjóða upp á rútuferðir á laugardeginum þar sem gestir geta sótt hrossaræktendur heim. Þar gæfist þeim tækifæri að hitta ræktendur og skoða það sem þeir hafa fram að færa.

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við Ríkarð í s: 462-7145/895-1118 fyrir 10. febrúar.

fakar