Folaldasýning Náttfara í Eyjafirði var haldin sunnudaginn 27. janúar sl. í Melaskjóli á Melgerðismelunum. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alveg til að hrópa húrra yfir og ófærð á Öxnadalsheiði sem dómarinn, Eyþór Einarsson, þurfti yfir að fara þá mættu 34 folöld til leiks. Sköpulag þeirra var dæmt áður en þau svo sýndu sig inni í reiðskemmunni þar sem áhorfendur gátu fylgst grannt með.
Úrslitin urðu eftirfarandi: Hestar 1. sætið hlaut Viti frá Hólakoti undan Abraham frá Lundum II og Völu frá Tungu, ræktandi og eigandi Auðbjörn Kristinsson. 2. sætið hlaut Blævar frá Hólsgerði undan Byl frá Breiðholti og Línu frá Halldórsstöðum, ræktendur og eigendur Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir. 3. sætið hlaut Júní frá Brúnum undan Hrannari frá Flugumýri II og Birtu frá Brúnum, ræktendur og eigendur Einar Gíslason og Hugrún Hjörleifsdóttir. Hryssur 1. sætið hlaut Þórhildur frá Brúnum undan Þórálfi frá Prestbæ og Löngu Brúnku frá Brúnum, ræktandi og eigandi Einar Gíslason. 2. sætið hlaut Framtíð frá Hólakoti undan Auð frá Lundum II og Nælu frá Sauðanesi, ræktandi Auðbjörn Kristinsson og eigandi Ester Anna Eiríksdóttir. 3. sætið hlaut Sylvía frá Bringu undan Vaðli frá Njarðvík og Spyrnu frá Bringu, ræktendur og eigendur G. Jóna Sigurðardóttir og Sverrir R. Reynisson.
Áhorfendur kusu glæsilegasta folald sýningarinnar, Víking frá Árgerði undan Kiljan frá Steinnesi og Snældu frá Árgerði. Ræktandi og eigandi Víkings er Magni Kjartansson sem hlaut verðlaunapening og farandbikar sem gefinn var 2012 í minningu Sigurðar Snæbjörnssonar Höskuldsstöðum.
Ungfolar, fæddir 2010 og 2011 voru jafnframt dæmdir og urðu niðurstöður þannig: Ungfolar, fæddir 2011 1. sæti: Burkni frá Bringu undan Kvisti frá Skagaströnd og Spyrnu frá Bringu, ræktendur og eigendur G. Jóna Sigurðardóttir og Sverrir R. Reynisson. 2. sæti: Glans frá Bringu undan Kvisti frá Skagaströnd og Sölku frá Kvíabekk, G. Jóna Sigurðardóttir og Sverrir R. Reynisson. Ungfolar, fæddi 2010 1. sæti: Vandi frá Hólakoti undan Auði frá Lundum II og Völu frá Tungu, ræktandi Auðbjörn Kristinsson og eigandi Ester Anna Eiríksdóttir. 2. sæti: Gosi frá Bringu undan Fjarka frá Breiðholti og Sölku frá Kvíabekk, ræktendur og eigendur G. Jóna Sigurðardóttir og Sverrir R. Reynisson. Meðfylgjandi mynd er af Magna í Árgerði með verðlaunin fyrir Víking frá Árgerði, glæislegasta folald sýningarinnar. Nefndin þakkar folaldseigendum og áhorfendum öðrum kærlega fyrir þátttöku og góðan dag. Ester Hólakoti, Jón Elvar Hrafnagili, Sigríður Hólsgerði.