Fréttayfirlit frá árinu 2010

Gustur frá Hóli (15. desember 2010)

Samkvæmt því sem
komið hefur fram í fjölmiðlum hafa Hrossaræktarsamtök
Austurlands nú gefið hlut sinn í stóðhestinum Gusti frá
Hóli. Stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga er
hugsi og undrandi yfir þeim vinnubrögðum sem meðeigendur
okkar að hestinum hafa sýnt okkur eftir að sú stefna var
tekin af stjórn HEÞ að koma hestinum heim í Hól til ræktenda
sinna síðustu æviárin. Haustið 2009 barst stjórn HEÞ bréf
frá formanni Hrossaræktarsamtaka Austurlands þar sem HEÞ var
boðið að ganga inn í kauptilboð sem borist hafði í hlut
Austfirðinga í Gusti og nýta sér þar með forkaupsrétt sem
tilgreindur er í eigendasamningi um hestinn. Skv. bréfinu
hljóðaði tilboðið upp á 400-500.000 kr. fyrir hlutinn. Eftir
að stjórn HEÞ hafði nýtt sér umsaminn umhugsunarfrest var
ákveðið að taka tilboðinu eins og það lá fyrir svo ljúka
mætti þessu erfiða máli í samskiptum hrossaræktarsamtakanna
í eitt skipti fyrir öll og í framhaldi afhenda hestinn að
gjöf ræktendum og fyrri eigendum að Hóli þar sem Gustur gæti
átt sér öruggt skjól í heimahögum síðustu árin. Þegar til
átti að taka ákvað Hr. Aust. hinsvegar að hætta við
fyrirhugaða sölu og eiga áfram sinn hlut í hestinum. Ekkert
samband var haft við HEÞ varðandi gjafagerning þann sem nú
er orðinn opinber og því augljóst að um samningsbrot er að
ræða í tilraun til að komast fram hjá forkaupsréttar
ákvæðinu sem kveðið er á um í eigandasamningnum. Skv.
eigendasamningi um hestinn þar sem skírt er kveðið á um
hvers kyns meðhöndlun á eignarhlutum aðila ásamt almennu
siðferði í viðskiptum með sameignir manna í milli átelur
stjórn HEÞ þessi vinnubrögð harðlega og harmar jafnframt það
fálæti sem þeirri hugsjón að færa hestinn heim í Hól til
fyrri eigenda sinna hefur verið sýnd af hálfu
Hrossaræktarsamtaka Austurlands.

Gustur hefur dvalið á Dýrfinnustöðum í Skagafirði síðustu
misserin við afbragðs atlæti og umhyggju heimafólks á bænum.
Þrátt fyrir augljósan rétt HEÞ til athugasemda við þessi
nýjustu eigendaskipti á hestinum er fyrir mestu að ljúka
þessu máli með það að leiðarljósi að tryggja höfðingjanum
Gusti frá Hóli sómasamlegt atlæti næstu árin í samstarfi við
nýja meðeigendur.

Stjórn HEÞ



Haustfundur HEÞ – Efri-Rauðalækur ræktunarbú ársins

(26.nóvember 2010)


Guðlaugur Arason hrossabóndi á
Efri-Rauðalæk

Fulltrúar búa sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna HEÞ

 

Ræktunarbú Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga árið
2010 er Efri-Rauðalækur. Á Efri-Rauðalæk stunda hrossarækt
þau Guðlaugur Arason, Snjólaug Baldvinsdóttir, Baldvin Ari
Guðlaugsson og Ingveldur Guðmundsdóttir. Á þessu ári voru
sýnd 7 hross frá búinu í kynbótadómi. Meðaleinkunn sýndra
hross var 8,14 og var meðalaldur þeirra 5,6 ár. 3 af þeim
hlutu 8,0 eða hærra í aðaleinkunn. Langefstur í þeim hópi er
stóðhesturinn Hraunar frá Efri-Rauðalæk sem hlaut hvorki
meira né minna en 8,72 í aðaleinkunn og er það hæsta einkunn
sem gefin hefur verið stóðhesti þetta árið. Ræktendur á
Efri-Rauðalæka hafa í allmörg ár stunda farsæla hrossarækt
og hafa hross frá þeim oft á tíðum staðið í fremstu röð í
kynbótasýningum og keppnum Þetta er í þriðja sinn sem
Efri-Rauðalækur hlýtur titilinn ræktunarbú HEÞ en farið var
að veita þessa viðurkenningu árið 2001. Búið var jafnframt
tilnefnt til ræktunarverðlaunanna á landsvísu.

Auk þess voru tilnefnd: Árgerði, Sámsstaðir og
Ytra-Dalsgerði


Haustfundur HEÞ – efstu hross

(26.
nóvember 2010)


Ræktendur eftirtalinna hrossa fengu viðurkenningar.

Efstu hross á árinu 2010 sem ræktuð eru af félagsmönnum HEÞ.

Flokkur Hestur Ræktandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleink.
Stóðhestar 4 vetra* Krókur frá Ytra-Dalsgerði Kristinn Hugason og Hugi
Kristinsson
8,51 7,88 8,13
Stóðhestar 5 vetra Hrímnir frá Ósi Sindri Þór Sverrisson 8,08 8,49 8,32
Stóðhestar 6 vetra Kappi frá Kommu Vilberg Jónsson 8,51 8,51 8,51
Stóðhestar 7 vetra og eldri Hraunar frá Efri-Rauðalæk Guðlaugur Arason 8,49 8,88 8,72
Hryssur 4 vetra Elding frá Barká Ólafur Tryggvi Hermannsson 8,2 7,89 8,02
Hryssur 5 vetra Rauðhetta frá Kommu Vilberg Jónsson 8,18 8,25 8,22
Hryssur 6 vetra Krækja frá Efri-Rauðalæk Guðlaugur Arason 8,31 8,35 8,34
Hryssur 7 vetra og eldri Týja frá Árgerði Magni Kjartansson 8,09 8,55 8,37
Símon frá
Efri-Rauðalæk hlaut einnig 8,13 í aðaleinkun. En
Krókur raðast ofar þegar notaðir eru fleiri
aukastafir

 

Mjög fróðleg grein um smitandi hósta í
folöldum
(25. nóvember 2010)

Hrossaræktendur eru
hvattir til að lesa þessa grein sem birtist á vef
MAST í október.
Sjá greinina hér.

Minnum á Haustfund Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og
Þingeyinga sem haldinn verður í Hlíðarbæ fimmtudagskvöldið
25. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20:30.

Áhugaverð erindi – ræktunarbú ársins – hæst dæmdu
kynbótahrossin – kaffi og kökur.

Verið velkomin

Stjórn HEÞ



Haustfundur HEÞ 2010

(9.
nóvember 2010)

Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Hlíðarbæ Hörgársveit fimmtudagskvöldið 25. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk
þess sem ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi hljóta
viðurkenningar. Eftirtalin 4 bú eru tilnefnd að þessu sinni:
Árgerði, Efri-Rauðilækur, Sámsstaðir og Ytra-Dalsgerði.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og

Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir kynna verkefni sem
þau unnu sem BS-verkefni á Hólaskóla og var lokaáfangi
BS-náms í hestafræðum þar sl.vor. Brynjar fjallar um vöxt og
stærð íslenska hestsins og Sigríður fjallar um álag á
keppnishesta í fimm keppnisgreinum Meistaradeildar KS sem
fór fram fyrr á þessu ári.

Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.



Ráðstefnan Hrossarækt 2010

(9.
nóvember 2010)

Ráðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu,
laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er
öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða, jafnt
fagfólki sem áhugamönnum.


Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.

Dagskrá:

13:00 Setning – Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í
hrossarækt.

13:05 Hrossaræktarárið 2010 – Niðurstöður kynbótamats –
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ.

13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2010, fyrir afkvæmi.

13:45 Verðlaun, hæst dæmda kynbótahross ársins
(aldursleiðrétt).

13:55 Verðlaun, hæsta hæfileikaeinkunn ársins, án áverka.

14:05 Erindi:

– Hreyfigreiningar á feti og tölti, Gunnar Reynisson,
Landbúnaðarháskóla Íslands

– Fóðurnýting og fóðurþarfir – er íslenski hesturinn
einstakur? Sveinn Ragnarsson, Háskólanum á Hólum

– Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu
hnakks, Einar Reynisson, meistaranemi í hestafræðum

15:10 Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn
ársins 2010.

15:30 Kaffihlé

16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál
almennt.

17:00 Ráðstefnuslit.

Fagráð í
hrossarækt


Opinn fundur um stöðu smitandi hósta á
Akureyri
(21. september 2010)

LH, FHB og FT boða sameiginlega til
fundar um stöðu smitandi hósta á Hótel KEA, Akureyri,
þriðjudaginn 28.september kl.20:30.

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST,
Eggert Gunnarsson bakteríufræðingur og Vilhjálmur Svansson
veirufræðingur munu mæta og fara yfir stöðuna með
fundargestum.

Fundurinn er öllum opinn.


HOLLASKRÁ FYRIR
YFIRLITSSÝNINGU Á MELGERÐISMELUM.

Hér má sjá
hollaskrá.



SÍÐSUMARSÝNING Á MELGERÐISMELUM – HOLLARÖÐUN OG
TÍMASETNINGAR
(17. ágúst 2010)

Um 60 hross eru skráð á
Síðsumarsýningu á Melgerðismelum sem haldin verður 18. – 20.
ágúst. Dómar hefjast á morgun miðvikudag kl. 15:00 og
yfirlitssýning verður á föstudag og hefst kl. 10:15.
Verðlaunaveitingar fara fram á laugardeginum í tengslum við
Stórmót hestamanna á Melgerðismelum. Hollaskrá má nálgast
hér.


SÍÐSUMARSÝNING Á MELGERÐISMELUM NÁTTFARAVELLI
(4. ágúst 2010)

Síðsumarsýning verður haldin á
Náttfaravellinum á Melgerðismelum 18. – 20. ágúst. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Tekið verður við skráningum dagana 11. – 13. ágúst.
Skráningargjald skal greiða í síðasta lagi 13. ágúst.
 Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.14.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi. Auglýst með fyrirvara um næga
þátttöku. Munið að kynna ykkur
reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir
.

SÓNARSKOÐAÐ FRÁ
GÍGJARI (4. ágúst 2010)

Hryssur
sem voru hjá Gígjari á Bergsstöðum verða sónarskoðaðar
mánudaginn 9. ágúst kl. 17.00 og eru umráðmenn beðnir að
sækja þær á þeim tíma.

REIÐMAÐURINN
(4. ágúst 2010)

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við
Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú
fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í
reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem
kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir
áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína
reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer
fram u.þ.b. eina helgi í mánuði frá september og fram í
apríl. Bóklegt nám er tekið samhliða í gegnum námsvef
skólans.

Reiðmaðurinn
var boðinn fram fyrst árið 2008 og útskrifaðist sá hópur í
vor. Nú í haust verður námið boðið fram á fimm nýju stöðum,
þ.e. á Fljótsdalshéraði, Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði
og Flúðum. En fyrir eru námshópar á Hellu og í
Hestamiðstöðinni Dal sem væntanlega útskrifast næsta vor.
Fjölmargir kennarar koma að verklegri kennslu en
ábyrgðarmaður námsins er tamningameistarinn Reynir
Aðalsteinsson.

Allar
upplýsingar um námsfyrirkomulag og verð má finna á heimasíðu
skólans, www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn. Einnig
veitir Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnisstjóri upplýsingar
um netfangið endurmenntun@lbhi.is. Umsóknafrestur er til 6.
ágúst næstkomandi.


HOLLASKRÁ OG TÍMASETNING HÉRAÐSSÝNINGAR Á AKUREYRI

(12. júlí 2010)

15 hross eru skráð á
Héraðssýningu á Akureyri. Sýningin hefst kl. 13:30 á
fimmtudag með byggingardómum í reiðhöllinni á Akureyri.
Yfirlitssýning verður haldin föstudaginn 16. júlí og hefst
hún kl. 10:00.

Öll hrossin verða dæmd í einu holli og eru eftirfarandi
hross og knapar skráðir til leiks.

 

1 Ísólfur
Líndal Þórisson

IS2004255055
Aþena frá
Víðidalstungu II
2 Viðar
Bragason

IS2004265444
Amanda
Vala
frá
Skriðulandi
3 Þorbjörn
Hreinn Matthíasson

IS2002266013
Fiðla frá
Akureyri
4 Þórhallur
Rúnar Þorvaldsson

IS2005165871
Gandur frá Garðsá
5 Ísólfur
Líndal Þórisson

IS2003255500
Mynt frá
Gauksmýri
6 Viðar
Bragason

IS2006265448
Binný frá
Björgum
B
7 Ásdís
Helga Sigursteinsdóttir

IS2003256393
Næla frá
Sauðanesi
H
8 Birgir
Árnason

IS2004265481
Súld frá
Svertingsstöðum
H
9 Gísli
Gíslason

IS2001265200
Gígja frá
Litla-Garði
10 Mette
Camilla Moe Mannseth

IS2005256417
Bestla frá
Kagaðarhóli
11 Ríkarður G
Hafdal

IS2005257342
Hvesta frá
Hafsteinsstöðum
B
12 Þorbjörn
Hreinn Matthíasson

IS2004266960
Kolfreyja frá
Litlu-Reykjum
13 Þórhallur
Rúnar Þorvaldsson

IS2003265621
Hvellhetta frá
Gilsbakka
14 Ísólfur
Líndal Þórisson

IS2005265035
Truflun frá Bakka
15 Viðar
Bragason

IS2002265441
Sóldís frá
Björgum

 

HÉRAÐSSÝNING Á AKUREYRI (30. júní 2010)

Hérðassýning kynbótahrossa verður haldin á
Akureyri 12. – 16. júlí. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Tekið verður við skráningum dagana 7. og 8. júlí.
Skráningargjald skal greiða í síðasta lagi 8. júlí.
 Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.14.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi.

Munið að kynna ykkur
reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir
.


Gígjar í hólf 18. júní

(11. júní 2010)

Þeir hryssureigendur sem eiga pantað
undir Gígjar frá Auðsholtshjáleigu eiga að mæta með
hryssurnar föstudagskvöldið 18. júni á milli kl. 19 og 22 að
Bergsstöðum í Aðaldal. Hægt er að bæta við 3-4 hryssum á
fyrra gangmál og gildir þar fyrstur kemur fyrstur fær.
Áhugasamir hafi samband við Vigni á netfangið


vignir@bugardur.is
eða í
síma 460-4477 og 896-1838


Líklegt að Ómur komi fyrr en ætlað var


(11. júní 2010)

Þeir
sem eiga pantað hjá Ómi frá Kvistum í Eyjafirði í sumar geta
reiknað með að gangmálinu verði flýtt. Nánar auglýst síðar.
Hrossaræktarfélgið Náttfari.

 

BREYTTAR
DAGSETNINGAR KYNBÓTASÝNINGA NÆSTU MÁNUÐI
(4. júní 2010)

Á fundi Fagráðs í hrossarækt fimmtudaginn 3. júní voru í
mörgum tilfellum ákveðnar nýjar dagsetningar fyrir þær
kynbótasýningar sem ráðgerðar eru á árinu. Breytingarnar eru
tilkomnar vegna kvef pestar þeirrar sem nú herjar á
hrossastofninn. Haldnir voru fjölmennir fundir á norður- og
suðurlandi með fulltrúum búnaðarsambanda, hrossaræktendum og
knöpum þar sem línur voru lagðar varðandi æskilegar
tímasetningar sýninganna. Fleiri sýningar gætu komið til ef
á þarf að halda.

Dagskráin er
eftirfarandi með fyrirvara um breytingar vegna þátttöku:

Borgarfjörður 7. – 8. Júní

Hella 8. – 10. Júní

Hella 28. Júní – 2. Júlí

Reykjavík 28. Júní – 2. Júlí

Skagafjörður 28. Júní – 2. Júlí

Eyjafjörður 12. – 16. Júlí

Hella 26. – 30. Júlí

Skagafjörður 26. – 30. Júlí

Borgarfjörður 3. – 6. Ágúst

Hella 9. – 13. Ágúst

Hella 16. – 20. Ágúst

Blönduós 16. – 20. Ágúst

Nánari auglýsingar um einstakar sýningar munu birtast síðar.

Guðlaugur V. Antonsson Hrossaræktarráðunautur BÍ.


HÉRAÐSSÝNINGU Á AKUREYRI FRESTAÐ (3. júní 2010)

Héraðssýningu
kynbótahrossa sem vera átti dagana 7.- 11. júní á Akureyri
hefur verið frestað vegna lítilla skráninga. Breytt
dagsetning á sýningu verður auglýst á næstu dögum. 


FJÖLMENNI VAR Á FUNDI UM KVEFPESTINA (31. maí 2010)

Af fundi hrossaræktarsmbandanna á
Norðurlandi á Hótel Varmahlíð

Það var nánast fullt út úr dyrum á Hótel Varmahlíð í
gærkveldi þegar hestamenn af Norðurlandi hittust til þess að
ræða um kvefpestina. Ingimar Ingimarsson formaður HSS
stjórnaði fundinum fyrir hönd hrossaræktarsambandanna á
Norðurlandi sem voru fundarboðendur. Vilhjálmur Svansson og
Sigríður Björnsdóttir fóru vel yfir stöðu mál og upplýstu
fundargesti um þá vitnesku sem þau hafa aflað um þessa pest
og ræddu hana í tengslum við fyrri faralda. Guðlaugur ræddi
síðan um kynbótasýningar og komandi Landsmót þar sem hann
lýsti m.a. annars þeirri skoðun sinni að fresta bæri
Landsmóti að sinni og halda það á Vindheimamelum að ári. Í
máli dýralæknanna kom m.a. fram að ekki er búið að fá það
staðfest hvaða veira það er sem veldur pestinni en góðu
fréttirnar eru þær að búið er að útiloka allar helstu gerðir
veira sem taldir eru mjög skæðir í hrossum. Þá kom fram að
gjarnan kæmi bakteríu sýking í kjölfar veirusýkingarinnar
sem myndi þá lengja sjúkdómsferlið hjá hverjum hesti.
Bakterían er talin geta þrifist í nokkurn tíma í umhverfinu
s.s. í safnstíum og mönnum því bent á að hreinsa út úr húsum
sínum til þess að minnka smitálagið. Fyrir haustið þurfa
síðan allir hestamenn að þrífa og sótthreinsa hesthúsin og
reiðtygin áður en starfsemi hefst að nýju í húsunum. Ein
spurningin sem Sigríður fékk var um það hvort pestin gæti
borist í fólk. Á meðan hún útskýrði að það væri ekki
útilokað rak Guðlaugur upp allmikinn hnerra og endaði því sú
umræða í almennum hlátri.

Þessi fundur var málefnalegur, umræður líflegar og trúlega
gefið uggandi hestamönnum ákveðna ró að fá svör við mörgum
af þeim spurningum sem fram komu þó ljóst sé að ýmislegt er
enn óljóst varðandi þess óláns pest.


(af vef Hrossaræktarsamtaka
Skagfirðinga)

HÉRAÐSSÝNING Á AKUREYRI


Héraðssýning kynbótahrossa

verður haldin á
Akureyri 7.- 11. júní nk. Tekið er við skráningum í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Síðasti skráningardagur er 2. júní sem er jafnframt síðasti
greiðsludagur skráningargjalds. 
 Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.14.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi.

Munið að kynna ykkur
reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir
.

 

HRYMUR Í EYJAFIRÐI (21. MAÍ 2010)

Stóðhesturinn Hrymur frá Hofi verður í
Eyjafirði í sumar á vegum Jóns Elfars á Hrafnagili.
Sjá nánar hér.



Mynd (tekin af
heimasíðu
Litla-Garðs
: Tristan og Stefán Birgir

VORSÝNING Á MELGERÐISMELUM (14. MAÍ 2010)


Vorsýningu á Melgerðismelum lauk með yfirlitssýningu í gær.
37 hross mættu til dóms og þar af voru 3 einungis
byggingardæmd. Einn stóðhestur náði farmiða á Landsmót. Það
var Tristan frá Árgerði sem hlaut í aðaleinkunn 8,36. Sex
hross hlutu 8,0 og hærra eða um 18% sýndra hrossa. Dómaskrá
úr World Feng má nálgast
hér
.

HOLLASKRÁ Á
MELGERÐISMELUM (12. maí 2010)


Yfirlitssýning hefst í fyrramálið kl. 10:00 á yngstu
hryssum. En til þess að geta dreift knöpum á hollin þá
skarast röðunin nokkuð mikið milli aldursflokka.
Hollaskrá má
nálgast hér
.

VORSÝNING
– DAGSKRÁ OG HOLLARÖÐUN (10. MAÍ 2010)

Rúm 40 hross eru skráð á
kynbótasýningu á Melgerðismelum. Dómar hefjast kl. 8:00
miðvikudaginn 12. maí og yfirlitssýning verður fimmtudaginn
13. maí og hefst kl. 10:00.
Hér má sjá hollaröðun
.

TILKYNNING FRÁ HROSSARÆKTARRÁÐUNAUTI BÍ (5. maí 2010)

Varla hefur hún farið framhjá nokkrum hestamanni sú kvefpest
sem þessa dagana herjar á hrossastofninn. Ljóst er að pestin
er mun alvarlegri en í fyrstu var talið og virðist hrossum
mjög hætt við að slá niður ef ekki er varlega farið, þó menn
telji einkenni horfin.

Hinar hefðbundnu vor- og héraðssýningar kynbótahrossa munu á
næstunni fara í gang af fullum þunga svo sem vant er á
þessum árstíma. Ekki hefur á þessu stigi málsins verið
ákveðið með neinar breytingar á fyrirliggjandi dagskrá
sýninganna. Vil ég því hvetja þá sem enn hafa sloppið við
pestina eða sem hafa hross sem náð hafa sér að fullu að nýta
tækifærið og koma hrossum til dóms hið fyrsta.
Fyrirsjáanlegt er að álag verður að vanda mikið síðustu
vikur dóma og eykst væntanlega enn með tilkomu pestarinnar.

Tuttugu og sjö hross mættu til dóms á Sauðárkróki, um
fjörtíu eru skráð á Blönduósi og um áttatíu í Reykjavík
þannig að greinilegt er að enn eru einhver hross heilbrigð.
Næstu sýningar eru síðan í Eyjafirði og Hafnarfirði.

Ákveðið hefur verið að öllum hrossum sem sýna
sjúkdómseinkenni pestarinnar verði umsvifalaust vísað frá
sýningunum. Enda um ótvírætt dýraverndunarmál að ræða að
aðeins sé komið til dóms með hross í góðu heilbrigðis
ástandi.

Guðlaugur V.
Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

 


GÍGJAR KOMINN
NORÐUR
(4. MAÍ 2010)

Gígjar
er kominn í Ytri-Bægisá og geta þeir sem eiga pantað undir
klárinn farið að koma með hryssur sem eru tilbúnar. Hafið
samband við umsjónarmenn Hauk (gsm 861-0311) eða Þorra (gsm
893-9491) um nánari tilhögun.


KYNBÓTASÝNING Á MELGERÐISMELUM
(3. maí 2010)

Kynbótasýning verður haldin á
Melgerðismelum 12.-14. maí. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Síðasti skráningardagur er 7. maí sem er jafnframt síðasti
greiðsludagur skráningargjalds. 
 Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.14.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi. Auglýst með fyrirvara um næga
þátttöku.

Munið að kynna ykkur
reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir
.

 

GÍGJAR VERÐUR HÚSGANGMÁL Í EYJAFIRÐI (29.42010)

Ákveðið hefur verið að Gígjar verði einnig
húsgangmál hér fyrir norðan. Hann mun taka á móti hryssum á
Ytri-Bægisá Hörgardal á húsgangmáli en verður svo í hólfi fyrra
gangmál á Bergsstöðum í Aðaldal. Hægt er að bæta við hryssum á
húsgangmál. Nánari upplýsingar hér.

SMITANDI HÓSTI Í HROSSUM DREGUR DILK Á EFTIR SÉR (29.4.2010)

Smitandi hósti breiðist áfram út meðal hrossa sem haldin eru á húsi
víða um land. Enn hefur ekki fundist hvað veldur en allt bendir til
að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þétt skipuðum
hesthúsum. Í kuldatíð undanfarinna vikna hefur reynst erfitt að
halda góðu lofti í húsunum án þess að slái að hrossum sem gengin eru
úr hárum og má reikna með að það hafi haft sitt að segja.

Smitandi hósti breiðist
áfram út meðal hrossa sem haldin eru á húsi víða um land. Enn hefur
ekki fundist hvað veldur en allt bendir til að um veirusýkingu sé að
ræða sem magnast upp í þétt skipuðum hesthúsum. Í kuldatíð
undanfarinna vikna hefur reynst erfitt að halda góðu lofti í húsunum
án þess að slái að hrossum sem gengin eru úr hárum og má reikna með
að það hafi haft sitt að segja.

Búið er að útiloka
allar alvarlegustu veirusýkingarnar sem þekktar eru og leggjast á
öndunarfæri hrossa s.s. hestainflúensu, smitandi háls og
lungnakvef/fósturlát (herpes típa 1) og Rhino-kvef. Unnið er áfram
að greiningu bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á
Dýralækningastofnun Svíþjóðar. Bakteríusýkingar virðast í mörgum
tilfellum fylgja í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og
graftarkenndan hor í nös. Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að oft
er um að ræða streptókaokka sem nú er verið að greina nánar. Slíkar
sýkingar er í mörgum tilfellum hægt að meðhöndla. Því miður er að
koma í ljós að mörg hross eru lengi með þetta kvef, allt upp í 4
vikur og enn sér ekki fyrir endann á því hversu lengi þau verða að
jafna sig að fullu.

Áfram er ráðlagt að
hvíla öll hross með einkenni og verja þau fyrir kulda og trekki.
Samtímis þarf að tryggja þeim gott loft og með hlýnandi veðri ættu
hrossin að geta verið meira úti. Hvíldin er mikilvægust í
byrjunarfasa sjúkdómsins og hestamenn eru hvattir til að vera vel á
verði fyrir fyrstu einkennum sýkingarinnar sem eru þurr hósti, glært
nefrennsli og slappleiki sem þó verður aðeins vart í reið. Það er
ítrekað að ekki á að koma með veika hesta í hús þar sem veikin er
ekki fyrir né breiða sýkinguna út með öðrum hætti. Alls ekki má nota
veika hesta til sýningar eða keppni.

Væntingar eru um
að smitálagið minnki með vorinu og hestahaldið falli þá í eðlilegan
farveg.


www.mast.is

 

HESTAHÓTEL
Á HÁLSI
(26. APRÍL 2010)

Sigurður Freygarðsson hefur opnað hestahótel á
Hálsi í Fnjóskadal. Þar er boðið upp á að taka hesta í hagagöngu og
fóðrun allan ársins hring. Einnig er boðið uppá graðhesta- og
ungfolahólf. Háls er í um 25 mín akstri frá Akureyri.Nánari
upplýsingar veitir Sigurður í síma 8692295. Hugmyndir um verð er
eftirfarandi: Hestar sumartími 2.000 kr mánuðurinn, hestar
vetrartími 4.000 kr mánuðurinn með gjöf, ungfolar sumartími 5.000 kr
mánuðurinn, graðhestar á húsi 10.000 pr mánuðurinn með gjöf.

GLYMUR FRÁ
INNRI-SKELJABREKKU
(21. APRÍL 2010)

Stóðhesturinn Glymur frá Innri
Skeljabrekk
u verður á Brúnum í allt sumar eða frá 20. júní en
ekki eingöngu seinna tímabil eins og til stóð.

Mynd með frétt

ÁRÍÐANDI
TILKYNNING TIL EIGENDA ÚTIGANGSHROSSA
(19. apríl 2010)

Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að
búa sig undir verja hross sín fyrir öskufalli. Of seint er að
bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á.

Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í
Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu Suður- og Suðausturlandi
þurfa að vera í viðbragðsstöðu.

Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að
anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með
menguðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki
hægt þarf að flytja þau á öruggari svæði.

Forðast skal þó flutninga á fylfullum hryssum, einkum ef innan við
mánuður er í köstun. Sé ekki hægt að hýsa þær með góðu móti skal
þeim haldið heima við hús þar sem hægt er að vatna þeim með hreinu
vatni og verja fóður fyrir mengun.

Skapist hætta á langvarandi flúormengun er mikilvægast að verja
trippi í vexti því þeim er hættast við varanlegu tjóni á tönnum og
beinum. Þá er fylfullum hryssum sérlega hætt við kalkskorti í blóði
sem er lífshættulegt ástand.

/Tilkynning frá Matvælastofnun.


HÉR MÁ
NÁLGAST NÝJASTA FRÉTTABRÉF HEÞ

AÐALFUNDUR HEÞ
(29. MARS 2010)

Aðalfundur HEÞ verður haldinn þriðjudaginn 6.
apríl í Ljósvetningabúð og hefst hann kl. 20:00. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf. Kjósa skal tvo menn í stjórn til þriggja
ára og tvo varamenn til eins árs. Allir félagar hafa seturétt,
málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa stjórnarmenn
samtakanna, formenn deilda og að auki einn fulltrúi fyrir 1-20
félaga, 2 fulltrúa fyrir 21-40 félaga o.s.frv Félagsmenn eru hvattir
til að mæta og taka þátt í málefnum félagins.

Stjórn HEÞ.

ÁHUGAVERT
KYNBÓTANÁMSKEIÐ
(15. MARS 2010)

Tvö námskeið verða helgina 27. og 28. mars í Top Reiter höllinni á
Akureyri. Sjá nánar hér

 

ATHUGASEMD FRÁ
STJÓRN HROSSARÆKTARSAMTAKA EYFIRÐINGA OG ÞINGEYINGA (8. MARS 2010)

Stjórn HEÞ lýsir yfir undrun sinni á erindi
Félags Hrossabænda til Búnaðarþings 2010 um Landsmót hestamanna.
Stjórn HEÞ kannast ekki við að staðsetning landsmóta hafi verið til
umfjöllunar á aðal- og/eða formannafundum undanfarin ár. Þegar farið
er fram með svo stórt og umdeilt mál hlýtur það að vera mikilvægt
fyrir stjórn slíkra samtaka að vita hug sinna félagsmanna. Það geta
því varla talist eðlileg vinnubrögð að blanda félaginu í þetta
viðkvæma deilumál með þessum hætti, og marka stefnu til framtíðar án
þess að nokkur umræða hafi farið fram um það á vetvangi félagsins. Í
greinargerð með ályktuninni er staðhæft að það sé almennt viðhorf að
farsælast sé að sameinast um tvo mótsstaði. Stjórn HEÞ kannast ekki
við þetta almenna viðhorf, enda engin formleg umræða farið fram um
málið innan samtakanna.

GÍGJAR FRÁ
AUÐSHOLTSHJÁLEIGU
(3. MARS 2010)

Upplýsingar um Gígjar eru komnar á
stóðhestavefinn okkar Sjá nánar
hér.

 

HROSSARÆKTARFUNDUR Í
HLÍÐARBÆ
(22. FEBRÚAR 2010)

Árviss
hrossaræktarfundur verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 3. mars
kl. 20:30.Frummælendur verða Kristinn Guðnason
formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún
Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í
hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur
Bændasamtaka Íslands.

FRÉTTIR FRÁ NÁTTFARA!
ASI OG ÓMUR Í EYJAFIRÐI EFTIR LANDSMÓT

Asi frá Lundum II verður á
Guðrúnarstöðum. Pantanir í síma 4631294 eða 8669420 (Ágúst og
Hulda). Verð m. öllu er 120.000.- kr. (1x sónað) Dómur 4v: Sköpulag:
8.50 Kostir: 8.35 (Þar af 9.0 f. tölt, brokk, vilja/geð og feg. í
reið.) Aðaleinkunn: 8.41.

Ómur frá Kvistum verður í Eyjafjarðarsveit. Pantanir á
herdisarm@simnet.is og 8961249 (Stefán Birgir). Verð m. öllu er
145.000.- kr. (1x sónað) Dómur 5v: Sköpulag: 8.24 Kostir: 8.85 (Þar
af 9.5 f. skeið og vilja/geð og 9.0 f. fegurð í reið) Aðaleinkunn:
8.61.

Pantanir skulu berast fyrir 10.mars 2010. Sjá einnig á linknum
stóðhestar 2010


ÚRSLIT FOLALDASÝNINGAR Í SALTVÍK (15. FEBRÚAR 2010)


Hestar.

1. Jondalar frá Norðurhlíð. Eigandi: Agnar Kristjánsson. F: Vökull
frá Bergsstöðum M: Von frá Eyvindarmúla.

2. Hringur frá Laxamýri. Eigandi: Elfa Mjöll Jónsdóttir o.fl. F:
Álfur frá Húsavík M:Dögun frá Hjalla.

3. Seggur frá Bergsstöðum: Eigandi. Benedikt Arnbjörnsson. F: Moli
frá Skriðu M: Bylting frá Bergsstöðum.


Hryssur.

1. Alda frá Saltvík. Eigandi: Bjarni Páll Vilhjálmsson. F: Adam frá
Ásmundarstöðum M: Ör frá Saltvík.

2. Hamingja frá Garði. Eig: Katharina Krebs. Rækt: Guðmundur
Skarphéðinss. og Enrice Ernst. F: Þorri frá Þúfu M: Sædís frá Garði.

3. Herðubreið frá Húsavík. Eigandi: Gísli Haraldsson. F: Adam frá
Ásmundarstöðum M: Hrauna frá Húsavík.



FOLALDASÝNING Í SALTVÍK (10. FEBRÚAR 2010)

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Þingeyinga verður haldin í Saltvík
laugardaginn 13 febrúar kl.13.00. Skráning í hjá Snorra 8613192

stafn1@simnet.is eða Bjarna
Páli  892-4645

bjarni@saltvik.is

Reiðskólinn í Saltvík sér um kaffisölu á sýningunni.




GLÓÐAR FRÁ REYKJAVÍK OG
HVINUR FRÁ VORSABÆ Í EYJAFIRÐI (2. FEBRÚAR 2010)


Sjá nánar.


ASI FRÁ LUNDUM Í
EYJAFIRÐI (29. JANÚAR 2010)


Sjá nánar.




GARPUR OG DALUR Í
HÓLAKOTI
(28. JANÚAR 2010)

Sjá nánar.


KVISTUR FRÁ
SKAGASTRÖND Í EYJAFIRÐI
(20. JANÚAR 2010)

Enn bætast við hátt dæmdir spennandi
stóðhestar sem verða í boði á svæði HEÞ næsta sumar. Kvistur frá
Skagaströnd verður hjá Einar á Brúnum í gangmáli eftir Landsmót.
Sjá nánar.


ÞRISTUR FRÁ FETI
Í ÞINGEYJARSÝSLU
(19. JANÚAR 2010)

Stóðhesturinn Þristur frá Feti verður í hólfi
seinna gangmál hjá Hrossaræktarfélagi Þingeyinga.
Sjá nánar.


Mynd: HGG


HRÍMNIR FRÁ ÓSI Í
HÖRGÁRDALNUM
(18. JANÚAR 2010)

Stóðhesturinn Hrímnir verið til afnota hjá
Hrossaræktarfélaginu Framfara í löngu gangmáli eftir Landsmót.

Sjá nánar
.

 




MÖTTULL OG BLÆR FRÁ
TORFUNESI
(11. JANÚAR 2010)

Stóðhestarnir Möttull og Blær verða til notkunar í Torfunesi á
húsmáli og fram að Landsmóti.
Sjá nánar hér til hliðar
.




FOLALDASÝNING NÁTTFARA
Í EYJAFIRÐI
(11. JANÚAR 2010)

Þá liggja fyrir úrslit folaldasýningar Náttfara sem haldin var í
Melaskjóli á Melgerðismelum í dag Laugardag. Dómari var Eyþór
Einarsson. Skráð voru til leiks 42 hryssur og 24 hestar ásamt 6
ungfolum fæddum 2008 og 2 ungfolum fæddum 2007. Byggingadómar fóru
fram fyrir hádegi og hófst svo veislan kl. 13.00. Óhætt er að segja
að stórbóndinn Jón Elvar á Hrafnagili og kona hans Berglind hafi
verið sigurvegarar sýningarinnar þegar að á heildina er litið en þau
áttu hestfolaldið í þriðja sæti sem var jafnframt kosið glæsilegasta
folald sýningarinnar af áhorfendum, ásamt tveimur efstu hryssunum
líka. Þá áttu þau folana í öðru og þriðja sæti fædda 2008 og folann
í öðru sæti fædda 2007 en þar voru bara 2 skráðir til leiks. Jónas
og Kristín Litla-Dal áttu 2 efstu hestana og svona til gamans að þá
eru efsta hryssan og efsti hesturinn bæði undan Þokka frá Kýrholti.
Mynd til vinstri er af Auðbirni í Hólakoti (tv) og Jóni Elfari á
Hrafnagili. Folaldið á myndinni th. er Marra frá Hólakoti.
Kveðja stjórnin: Auðbjörn Kristinsson Hólakoti, Ester Anna
Eiríksdóttir Hólakoti, Valur Ásmundsson Hólshúsum og Ævar Hreinsson
Fellshlíð. Nánar um
úrslit hér
.


FOLALDASÝNING Á
DALVÍK
(8. JANÚAR 2010)

Folaldasýnig var haldin í
Hringsholti sunnudaginn 3. janúar sl. Þátttaka var mjög góð en um 50
folöld voru skráð til sýningarinnar. Einnig voru tveir ungfolar
sýnir þeir Noi frá Hrafnstöðum og Íslendingur frá Dalvík. Áhorfendur
voru töluvert margir þó svo að kalt hafi verið á mannskapnum, en í
hléi var boðið uppá kaffi, kakó og smákökur í félagsaðstöðu
hestamannafélagsins.
Hér má sjá úrslit
.
Á meðfylgjandi mynd er eigendur hryssna að taka við verðlaunum. Frá
vinstri: Þorsteinn Hólm Stefánsson, Guðrún Rut Hreiðarsdóttir og
Þóra Gunnsteinsdóttir.


RANGFÆRSLUR Í FRÉTT (8. JANÚAR 2010)

Í frétt um sýningaráætlun 2010
fór ritstjóri hryssu út um holt og móa þegar hann sagði að
Kaspar frá Kommu hefði verið hæst dæmdi stóðhestur á svæði HEÞ árið
2009. Hið rétta er að Grunnur frá Grund var hæst dæmdur með
einkuninna 8,47. Kaspar hlaut reyndar prýðiseinkunn líka eða 8,40.
Ritstjóri biður aðstandendur afsökunar á þessum mistökum. Grunnur er
í þjálfun hjá Erlingi Erlingssyni tamningamanni í Langholti og er
stefnt á að sýna hann í kynbótadómi í vor.


SÝNINGARÁÆTLUN
2010
(6. JANÚAR 2010)

Þá liggur fyrir áætlun um kynbótasýningar ársins
sjá hér
.
Myndin er af Grunni frá Grund en hann var hæst dæmdi stóðhestur á
svæði HEÞ árið 2009. Knapi á mynd er Erlingur
Erlingsson.


FOLALDASÝNING NÁTTFARA
(4. JANÚAR 2010)

Folalda- og
ungfolasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit og
nágrenni fer fram laugardaginn 9. janúar kl.13.00 í Melaskjóli á
Melgerðismelum. Keppt verður í tveimur flokkum, hryssur og hestar,
og einnig er hægt að fá mat á  ungfola fædda 2007 og 2008. Sú
nýbreytni verður tekin upp að sýnendur mæta með folöldin á
Melgerðismela  kl. 10 þar sem þau verða byggingadæmd. Eigendur eru
ekki skyldugir til að vera á staðnum allan tímann en verða að mæta
þegar keppnin hefst kl. 13.00. Dómari verður Eyþór Einarsson

Skráning er hjá Auðbirni í Hólakoti í síma  864-8000 og á
tölvupóstfang

audbjorn@nett.is
. Það sem fram þarf að
koma:  Nafn, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir og eigandi. Síðasti
skráningardagur er þriðjudagur 5. janúar.

Sýningarstjórn

Hrossaræktarsamtök
Eyfirðinga og þingeyinga senda félagsmönnum sínum sem og landsmönnum
öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári og þakka
samskiptin á árinu sem er að líða.



GLYMUR VERÐUR Í EYJAFIRÐI

(15. DESEMBER 2009)

Stóðhesturinn Glymur frá Innri-Skeljabrekku verður á Brúnum í
Eyjafjarðarsveit næsta sumar. Um er að ræða langt gangmál frá
Landsmóti og eitthvað fram á haustið. Glymur hlaut fyrir hæfileika
8,67 aðeins 4 vetra gamall sem mun vera hæsta hæfileikaeinkunn sem 4
vetra stóðhestur hefur hlotið. Sjá einnig í flipa hér til hliðar

Stóðhestar 2010
. Mynd:

Jens Einarsson
.



VILMUNDUR FRÁ FETI Í SVARFAÐARDAL (23.
NÓVEMBER 2009)


Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti verður á vegum
Hrossaræktarfélags Svarfdæla seinna gangmál 2010. Vilmundur
er hátt dæmdur stóðhestur (8,56) undan
heiðursverðlaunahrossunum Orra frá Þúfu og Vigdísi frá Feti.
Hann stendur feikna vel í kynbótamatinu með 129 stig og 7
dæmd afkvæmi. Verð er kr. 160.000.- (allt innifalið þ.e.
vsk., sónarskoðun og hólfagjald). Zophonías tekur á móti
pöntunum í síma 892-6905 eða á netfangið 


zophonias@centrum.is . Mynd
er tekin af heimasíðu Fet búsins en þar
má nálgast frekari upplýsingar um hestinn
www.fet.is

 


ERINDI UM ÁVERKASKRÁNINGU Á HAUSTFUNDI
(16. nóvember 2009)

Hér
má nálgast glærur sem Jónas Vigfússon sýndi með erindi sínum
um áverka á kynbótahrossum 2009.

 


KOMMA ER RÆKTUNARBÚ HEÞ
2009
(16. nóvember
2009)




Haustfundur Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn 12, nóvember sl. í
Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. Titilinn Ræktunarbú ársins
hlaut að þessu sinni Komma í Eyjafjarðarsveit. Að búinu
standa Vilberg Jónsson og Kristín Sigvaldadóttir. Árangur
ársins var virkilega góður og var búið einnig tilnefnt á
landsvísu af Bændasamtökum Ísland. 4 hross voru sýnd í
kynbótadómi og hlutu þau öll fyrstu verðlaun. Efstur þeirra
er stóðhesturinn Kaspar sem hlaut í aðaleinkunn 8,40 og
hefur hann einnig náð góðum árangri á keppnisvellinum. Næst
hæstu einkunn hlaut 4 vetra unghryssan Rauðhetta með 8,11.
Meðaleinkunn sýndra hrossa er 8,16 og meðalaldur er tæplega
6 ár. Komma hefur um árabil komið fram með athyglisverða
gripi sem sýnd hafa verið í kynbótasýningum og á
keppnisvellinum. Vilberg og Kristín eru því vel að þessum
titli komin og fylgja hér hamingjuóskir frá stjórn HEÞ. Á
mynd til vinstri er Vilberg í Kommu hlaðinn viðurkenningum
fyrir ræktunarbúið en hann ræktaði jafnframt efsta stóðhest
í elsta flokki og efstu hryssuna í 4v. flokki. Á mynd til
hægri er fulltrúar þeirra búa sem hlutu tilnefningu. Frá
vinstri talið: Þorsteinn Egilson Grund II, Guðlaugur Arason
Efri-Rauðalæk, Vilberg Jónsson Kommu, Vignir Sigurðsson
Litlu-Brekku og Baldvin Baldvinsson Torfunesi (Myndirnar tók
Rósberg Óttarsson).

Ræktendur efstu
hrossa í hverjum aldursflokki hlutu viðurkenningu: 4v.
hryssur: Rauðhetta frá Kommu (8,11). Ræktandi: Vilberg
Jónsson 5v. hryssur: Krækja frá Efri-Rauðalæk (8,30).
Ræktandi: Guðlaugur Arason 6v. hryssur: Elding frá Torfunesi
(8,18). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 7v.oe. hryssur: Myrkva
frá Torfunesi (8,47). Ræktandi: Baldvin Baldvinsson 4v.
Stóðhestar: Þorri frá Möðrufelli (8,11). Ræktandi: Matthías
Eiðsson 5v. Stóðhestar: Grunnur frá Grund II (8,47).
Ræktandi: Þorsteinn Egilson 6v. stóðhestar: Kiljan frá
Árgerði (8,30). Ræktandi: Magni Kjartansson 7v.oe. stóðh:
Kaspar frá Kommu (8,40). Ræktandi: Vilberg Jónsson.


TILNEFND BÚ TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ

(10. nóvember 2009)

Minnum á haustfund HEÞ sem verður
haldinn í Ljósvetningabúð 12. nóvember nk. kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu.
Eftirtalin bú eru tilnefnd:

Efri-Rauðilækur, Grund II, Litla-Brekka, Komma, og Torfunes.

Auk þess hljóta ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita ræktendum
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og Jónas Vigfússon Litla-Dal flytur erindi um
áverkaskráningar kynbótahrossa sumarið 2009. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.

 


HAUSTFUNDUR HEÞ

(27. október  2009)

Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Ljósvetningabúð 12. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Á
fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk
þess sem ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi hljóta
viðurkenningar. Sú nýbreytni verður að veita nú
viðurkenningar fyrir efstu hross í hverjum aldursflokki.
Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og unnið er að því að fá fleiri áhugaverð
erindi. Verður það auglýst þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.

 

SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI
– HOLLASKRÁ (17. ÁGÚST 2009)

Tæp 80 hross eru
skráð á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Akureyri. Sýningin
hefst kl. 8:00 miðvikudaginn 19. ágúst. Yfirlitssýningin
hefst svo kl. 10:00 á föstudagsmorgun og verður byrjað á 4
vetra hryssum. Hér má nálgast
HOLLASKRÁ
.

 


SÍÐSUMARSÝNING Á AKUREYRI

(29. júlí  2009)

Kynbótasýning verður haldin á
Hlíðarholtsvelli á Akureyri 19. –  21. ágúst nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Tekið er við skráningum dagana 11. – 13. ágúst. Síðasti
greiðsludagur er 13. ágúst.
Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .

Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 17. ágúst .

 

YFIRLITSSÝNING KYNBÓTAHROSSA
11. júní
2009 KL.14:25


Yfirlitssýning kynbótahrossa á Héraðssýningu á
Melgerðismelum, Náttfaravelli, fer fram föstudaginn 12. júní
og hefst kl. 09:00 á hryssum 4v.

Röð sýningaflokka er eftirtalin:

4v. hryssur

5v. hryssur

6v. hryssur

7v. og eldri hryssur

4v. stóðhestar

5v. stóðhestar

6v. stóðhestar

7v. og eldri stóðhestar



UPPFÆRÐ
HOLLARÖÐUN


8. JÚNÍ KL. 17:26

hollaskrá – smella hér


HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI

(25. maí 2009)

Kynbótasýning verður haldin á
Melgerðismelum 9.-12. júní nk. Skráning í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Tekið er við skráningum dagana 2.- 3. júní. Síðasti
greiðsludagur er 3. júní.
Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.13.500
fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá reglur) .

Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi. Til þess að geta fengið
sýningargjald endurgreitt þarf að tilkynna forföll í síðasta
lagi 8. júní.

Varðandi
hesthúspláss á svæðinu er vísað á Jónas Vigfússon í gsm
861-8286.


SKRÁ Á SÝNINGU

 



Geisli frá Sælukoti hjá Hrossaræktarfélagi Þingeyinga

(20. maí 2009)

Sjá nánar á link hér til hliðar.

 



VORSÝNING Á DALVÍK – DAGSKRÁ OG HOLLARÖÐUN



(11. maí 2009)

Þá liggur
fyrir dagskrá Vorsýningar á Dalvík. Alls eru 20
hross skráð í sýninguna. Öll hrossin verða dæmd í
einu holli. Dómar hefjast kl. 14:00 á fimmtudag
og yfirlitssýning verður svo föstudag og hefst hún
kl. 9:00. Röð hrossa í sýninguna er eftirfarandi:

 

Nr. Röð hrossa í holli   Sýnandi
1 IS2005156297 Gleypnir
frá Steinnesi
  Tryggvi Björnsson
2 IS2002287614 Gusa frá
Nýjabæ
  Auðbjörn Kristinsson
3 IS2005155119 Erró frá
Lækjamóti
B Guðrún Rut
Hreiðarsdóttir
4 IS2004257807 Gloppa
frá Varmalæk 1
  Tryggvi Björnsson
5 IS2002265253 Jódís frá
Akureyri
  Auðbjörn Kristinsson
6 IS2005166213 Gyllingur
frá Torfunesi
B Baldvin Kr.
Baldvinsson
7 IS2003266630 Hryðja
frá Hrafnsstöðum
  Ríkarður G. Hafdal
7 IS2003155501 Ræll frá
Gauksmýri
  Tryggvi Björnsson
8 IS2004165170
Íslandsblesi frá Dalvík
  Gísli Gíslason
9 IS2002257474 Rut frá
Stóru-Gröf ytri
  Auðbjörn Kristinsson
10 IS2003255062 Samba frá
Miðhópi
  Tryggvi Björnsson
11 IS2001158455 Kvistur
frá Enni
  Sölvi Sigurðarson
12 IS2000265016 Perla frá
Kvíabekk
B Kristín Rós
Hjálmarsdóttir
13 IS2003256331 Sveifla
frá Þingeyrum
  Auðbjörn Kristinsson
14 IS2004256392 Stefna
frá Sauðanesi
  Tryggvi Björnsson
15 IS2005165900 Sleipnir
frá Halldórsstöðum
B Stefán B. Stefánsson
16 IS2005165444 Þór frá
Björgum
B Viðar Bragason
17 IS2006166792 Hamar frá
Stóru-Laugum
B Elín Einarsdóttir
19 IS2000258321 Þota frá
Reykjum
  Auðbjörn Kristinsson
20 IS2003256287 Viola frá
Steinnesi
  Tryggvi Björnsson


VORSÝNING Í EYJAFIRÐI
(4. maí
2009)

Kynbótasýning verður haldin í
Hringsholti, Dalvík 13.-15. maí nk. Skráning í
Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið

vignir@bugardur.is
. Skráning er hafin en
síðasti skráningar- og greiðsludagur er
föstudagurinn 8. maí . Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er
kr.13.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 9.000 fyrir
hross sem aðeins er skráð í byggingardóm (eða
hæfileikadóm, sjá reglur) . Hægt er að greiða í
Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á
netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á hrossi.
Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að
röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka
DNA-sýni og blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má
nálgast á heimasíðu B.Í.


http://www.bondi.is/Pages/1205
.
Þessi sýning er auglýst með fyrirvara um næga
þátttöku.



SKRÁNING Á VORSÝNINGU

Búgarður –
ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga



SÝNINGARÁÆTLUN 2009

(26. mars 2009)


Hér má nálgast
sýningaráætlun vegna kynbótasýninga 2009
.



NÝIR STÓÐHESTAR KOMNIR Á SÍÐUNA 


(26. mars  2009)

Roði,
Blær, Adam, Vaðall, Stáli, Dósent, Máttur, Flipi,
Feldur, Kristall.

Kíkið endilega á linkinn stóðhestar 2009.


RÍKARÐUR HAFDAL
KOSINN FORMAÐUR HEÞ

(19. mars 2009)

Aðalfundur HEÞ var haldinn 17.
mars sl. í Hringsholti Svarfaðardal. Ríkarður G.
Hafdal tamningamaður og hrossabóndi í Glæsibæ II
Hörgárbyggð var kosinn formaður í stað Baldvins Kr.
Baldvinssonar í Torfunesi. Þar sem Ríkarður var
stjórnarmaður fyirir þurfti að kjósa annan mann í
stjórn í hans stað. Nýr maður í stjórn er Bjarni
Páll Vilhjálmsson Húsavík en hann er einnig
nýkjörinn formaður Hrossaræktarfélags
Suður-Þingeyinga. 

 


Feldur
frá Hæli
verður í Svarfaðardal. Sjá link hér til
hliðar.


ÚTTEKT Á HROSSUM FYRIR FÁKA OG FJÖR

(16. mars 2009)


Sunnudaginn 29. mars kl. 14:00 á að taka út topp
kynbótahross, gæðinga, stóðhesta og ræktunarbú fyrir
sýninguna Fákar og Fjör. En fyrir þá sem ekki vita
er Fákar og Fjör hestaveisla sem haldin verður á
Akureyri í reiðhöll Léttis dagana 17. og 18. apríl.

 

Hestaáhugamenn ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi á sýningunni en boðið er uppá fjölbreytt og
skemmtileg sýningaratriði auk áhugaverðra
fyrirlestra.

Þeir sem telja sig hafa eitthvað spennandi á sínum
snærum og hafa áhuga á að vera með í þessari
hestaveislu vinsamlegast hafið samband við Friðrik í
síma 896-5309



 


AÐALFUNDUR HEÞ
(12. mars 2009)

Aðalfundur HEÞ verður haldinn
í Hringsholti Svarfaðardal þriðjudaginn 17. mars og
hefst hann kl. 20:30.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn HEÞ leggur fram tillögu um lagabreytingu á 3
gr. um félagsaðild. Auk þess leggur Jónas Vigfússon
fram tillögu að lagabreytingu á 6 gr. um skipun
stjórnar.

Kjósa skal formann HEÞ til næstu þriggja ára.
Núverandi formaður Baldvin Kr. Baldvinsson Torfunesi
gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Einnig skal kjósa tvo varamenn til eins árs. Þeir
eru nú Þorvar Þorsteinsson og Auðbjörn Kristinsson.

Kjósa skal skoðunarmenn reikninga og einn til vara
til tveggja ára. Þeir eru nú: Rafn Arnbjörnsson og
Jósavin Gunnarsson og til vara Þorvaldur Hreinsson.

Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og
tillögurétt á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa
stjórnarmenn samtakanna, formenn deilda og að auki
einn fulltrúi fyrir 1-20 félaga, 2 fulltrúa fyrir
21-40 félaga o.s.frv

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í
málefnum félagins.

Stjórn HEÞ

 

HROSSARÆKTARFUNDUR Í
HLÍÐARBÆ
(24. febrúar 2009)

Árviss fundur með
Guðlaugi Antonssyni Hrossaræktarráðunaut og Kristni
Guðnasyni formanni Félags

Hrossabænda verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 4. mars
og hefst hann kl. 20:30.



MARKÚS OG FLÓTTI KOMNIR Á STÓÐHESTSÍÐUNA


(18.febrúar 2009)

Sjá
nánar hér til hliðar á stóðhestar 2009.



JÓN ELVAR Á HRAFNAGILI KAUPIR 1/6 HLUT Í HRYM FRÁ
HOFI

(17.
febrúar 2009)





Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga hafa
selt 1/6 hlut í stóðhestinum Hrym frá Hofi. Fyrir
áttu Samtökin þriðjungshlut. Kaupandi hlutarins er
Jón Elvar Hjörleifsson kúabóndi og hrossaræktandi að
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Hrymur er glæsilegur
klárhestur með tölti. Hann var sýndur árið 2002 og
hlaut þá í aðaleinkunn 8,20. 3 hross undan honum
hafa verið sýnd til fyrstu verðlauna. Allmörg tryppi
eru nú í tamningu og þjálfun hér á svæðinu og verður
spennandi að fylgjast með framgangi þeirra í vor og
sumar. Mynd til hægri er tekin í dag við undirritun
kaupsamnings. Frá vinstri talið: Zophonías
Jónmundsson gjaldkeri, Jón Elvar Hjörleifsson og
Baldvin Kr. Baldvinsson formaður.

AÐALL,
MOLI OG ÞORRI AUGLÝSTIR TIL NOTKUNAR

(17.
febrúar 2009)

Nánari
upplýsingar hér.


FOLALDASÝNING – UNGFOLASÝNING – SÖLUSÝNING

(27. janúar 2009)


Laugardaginn 31. janúar verður
mikið um að vera í reiðhöllinni á Akureyri. Um morguninn kl. 11:00
verður forskoðun á folöldum hérna á Akureyrarsvæðinu. Valin
verða folöld til að keppa í úrvalsýningu sem hefst sama dag
kl. 13:30. En þá verður úrvalssýning á verðlauna folöldum
frá Létti og aðildafélögum HEÞ.  Einnig verður
ungfolakynning á eftir folaldasýningunni. Aðgangseyrir er
500 kr. en frítt er fyrir 13 ára og yngri. Í kjölfarið
verður haldin sölusýning sem reikna má með að hefjist um kl.
15:30. Skráningargjald á sölusýninguna er 2000 kr. 


Skránig fyrir
forkoðun folalda og á sölusýningu fer fram á heimasíðu
Léttis. Síðasti skráningardagur er


miðvikudagurinn 28. janúar
.


UPPLÝSINGAR UM RÆKTUNARBÚ
(10.
desember 2008)

Á heimasíðunni er
nú hægt að skoða hvaða bú hafa hlotið titilinn „Ræktunarbú
ársins“ á félagssvæðinu. Einnig eru komnar inn reglur um
tilnefninguna sem stjórn HEÞ hefur til hliðsjónar við valið.
Upplýsingarnar eru á linknum

 Um
HEÞ“
hér til hliðar.


SYÐRA-GARÐSHORN RÆKTUNARBÚ ÁRSINS HJÁ HEÞ
(3.
desember 2008)







Góð mæting var á haustfund HEþ
Tilnefnd ræktunarbú frá vinstri: Jónas og Kristín Litla-Dal,
Björgvin Daði Sverrisson á Akureyri fylgist með

Vignir Litlu-Brekku, Ingólfur Syðra-Garðshorni og feðg-         af miklum áhuga.

arnir Baldvin og Guðlaugur Efri-Rauðalæk. Á myndina

vantar ræktendur frá Sauðanesi á Langanesi.




Ræktendur efstu hrossa taka við verðlaunum, frá vinstri:
Syðra-Garðshorn ræktunarbú

Ingólfur fyrir Pílu frá Syðra-Garðshorni, Baldvin fyrir Mátt
frá
ársins. Ingólfur með verðlaunin.

Torfunesi og Vilberg fyrir Kappa frá Kommu.

 


Fjölmenni
var á árlegum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg,
félagsheimili Funamanna í gærkvöldi. Frummælendur voru Elsa
Albertsdóttir doktorsnemi við Lbhí, Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur og Þórir Örn Grétarsson frá Sjóvá.
Erindin voru fróðleg og skemmtileg og urðu miklar umræður um
þau.
Syðra-Garðshorn í Svarfaðardal var valið ræktunarbú ársins.
Þar stunda hrossarækt  Ingólfur Arnar Kristjánsson og
Valgerður Björg Stefánsdóttir. Hrossarækt í Syðra-Garðhorni
er ung að árum og ekki stór í sniðum. Á árinu voru sýndar
tvær hryssur, sammæðra undan hryssunni Kleopötru Orradóttur
frá Nýjabæ. Píla (Adamsdóttir) hlaut í aðaleinkunn 8,50 og
efsta sæti í flokki 5v. hryssna á LM 2008 og Snörp 4 vetra
(u. Þokka Kýrholti) hlaut í
aðaleinkunn 8,01. Meðaleinkunn
sýndra hross frá búinu er því 8,26 og meðalaldur 4,5 ár.
Frábær árangur hjá Ingólfi og Valgerði. Þá voru veitt
verðlaun fyrir efsta stóðhest og efstu hryssu ræktaða af
félagsmanni í HEÞ. Píla frá
Syðra-Garðhorni var efst hryssna
og hlaut hún fyrir sköpulag 8,29, hæfileika 8,64 og í
aðaleinkunn 8,50. Ræktandi Ingólfur Arnar Kristjánsson.
Efstur stóðhesta var Máttur frá Torfunesi. Hann hlaut fyrir
sköpulag 8,38, hæfileika 8,62
og í aðaleinkunn 8,52.
Ræktandi Baldvin Kr. Baldvinsson. Sérstaka viðurkenningu
hlaut Vilberg Jónsson fyrir að
hafa ræktað stóðhestinn Kappa
frá Kommu. Kappi var sýndur á Héraðssýningu í Eyjafirði í
sumar og sló heimsmet
í flokki 4v. stóðhesta. Hann hlaut
fyrir sköpulag 8,35, hæfileika 8,47 og í aðaleinkunn 8,42.


BÚ SEM
TILNEFND ERU TIL RÆKTUNARVERÐLAUNA HEÞ 2008

(20.
nóvember 2008)


Eftirtalin bú eru tilnefnd til ræktunarverðlauna HEÞ:
Efri-Rauðalækur, Litli-Dalur, Litla-Brekka, Sauðanes og
Syðra-Garðshorn.


HVAÐ
KOSTAR AÐ FÓÐRA HESTINN?

(19.
nóvember 2007)


Hugleiðingar um kostnað við fóðrun og hagagöngu hrossa.
Sjá hér.



HAUSTFUNDUR HEÞ

(18. nóvember 2008)

Hinn
árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Funaborg Melgerðismelum miðvikudaginn 3. desember og hefst
hann kl. 20:30.
Á fundinum verður valið ræktunarbú
ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur efstu hrossa
í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur
fer yfir sviðið í hrossaræktinni
og Elsa Albertsdóttir Lbhí flytur athyglisvert erindi
sem hún kallar forval til kybótadóms. Einnig
mun fulltrúi frá Sjóvá vera með stutta kynningu á
hestatryggingum.



MÓTTAKA Á HRYSSUM UNDIR GÍGJAR

(8. JÚLÍ
2008)

Tekið verður á móti hryssum sem fara undir Gígjar
fimmtudagskvöldið 10. júlí milli kl. 20 – 22.

Hólfið er á Syðra-Fjalli Aðaldal.



HOLLASKRÁ HÉRAÐSSÝNINGAR

(7. JÚNÍ
2008)


Smellið hér til að sjá
hollaskrá.



HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK – TILKYNNING TIL SÝNENDA

(6. JÚNÍ
2008)

Um 160
hross eru skráð á sýninguna sem er langt umfram það sem
áætlað var. Sýningin mun því byrja mánudaginn 9. júní kl.
13:00
. Hollaröðun verður birt á laugardag á



www.hryssa.is
.
Yfirlitssýning verður á föstudag og byrjar kl. 8.00
.

ENN
ERU LAUS PLÁSS UNDIR STÓÐHESTA HEÞ

(4. JÚNÍ
2008)


Enn eru nokkur pláss laus undir stóðhesta á vegum HEÞ.
Hrymur frá Hofi verður fyrra gangmál og undir hann kostar
60.000 m.vsk. Gígjar frá Auðsholtshjáleigu verður langt
gangmál eftir Landsmót og er verðið 80.000 m.vsk. Sveinn
Hervar frá Þúfu verður seinna gangmál og undir hann kostar
125.000 m.vsk. Pantanir berist á netfangið
vignir@bugardur.is ,
einnig má hringja í Búgarð í síma 460-4477. Fyrstir koma
fyrstir fá.


HÉRAÐSSÝNING Á DALVÍK 10. – 13. JÚNÍ 

(21. MAÍ
2008)


Kynbótasýning verður haldin í Hringsholti, Dalvík 10. – 13.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur . Skráning fer fram dagana 2. – 4.
júní. Síðasti greiðsludagur er 4. júní
. Gefa þarf
upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.
12.000 fyrir fulldæmt hross en kr. 8.000 fyrir hross sem
aðeins er skráð í byggingardóm (eða hæfileikadóm, sjá
reglur) . Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera búið að
röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og
blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast á heimasíðu
B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120


VORSÝNING Á DALVÍK – HOLL OG TÍMASETNINGAR


(13. MAÍ 2008)

21
hross er skráð til þátttöku. Dómar hefjast kl. 13.00 á
fimmtudag (15. maí). Yfirlit fer fram á föstudag kl. 10.00.

Listi yfir þátttakendur:

1 Auðbjörn Kristinsson Harpa Selnesi Byggingadómur

2 Auðbjörn Kristinsson Kofri Galtanesi Byggingadómur

3 Baldvin Ari Guðlaugsson Bylgja Efri-Rauðalæk

4 Baldvin Ari Guðlaugsson Firra Þingnesi

5 Baldvin Ari Guðlaugsson Frosti Efri-Rauðalæk

6 Baldvin Ari Guðlaugsson Sindri Vallanesi

7 Baldvin Ari Guðlaugsson Spurning Efri-Rauðalæk

8 Helga Una Björnsdóttir Tryggvi Geir Steinnesi

9 Jón Hercovic Fróði Akureyri

10 Ríkarður G. Hafdal Hryðja Hrafnsstöðum Byggingadómur

11 Sandra Marin Fruma Akureyri

12 Sandra Marin Frökk Akureyri

13 Sandra Marin Laila Litlalandi

14 Stefán Birgir Stefánsson Embla Fellshlíð

15 Stefán Birgir Stefánsson Krossfari Kálfagerði

16 Stefán Birgir Stefánsson Víga-Glúmur Samkomugerði II

17 Tryggvi Björnsson Erla Gauksmýri

18 Tryggvi Björnsson Ræll Gauksmýri

19 Tryggvi Björnsson Ármann Hrafnsstöðum

20 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Óska Hrafn Brún

21 Þorstenn Hólm Stefánsson Tinna Jarðbrú Byggingadómur

 


GÍGJAR Í GÓÐU FORMI

(6. MAÍ 2008)


Gýgjar og Árni Björn
Árni
Björn undirbýr Gígjar nú fyrir átök vorsins, en þeir
félagar stefna á úrtökumót Fáks í B-flokk vegna
Landsmóts 2008. Það var létt yfir þeim félögum við
æfingu á Fáksvellinum um helgina og má segja að þeir
séu til alls líklegir.

Mynd: Árni Björn og Gígjar frá
Auðsholtshjáleigu/Krissa

Frétt af vefnum
horseexport.is
   Smellið á mynd til
að sjá hana stærri.Enn er
laus pláss á gangmáli eftir Landsmót, sjá nánar hér
til hliðar

undir stóðhestar 2008



VORSÝNING Í EYJAFIRÐI
(5. MAÍ 2008)

Kynbótasýning
verður haldin í Hringsholti, Dalvík 14.-16. maí nk. Skráning
í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur .
Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er
föstudagurinn 9. maí . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við
skráningu. Sýningargjald er kr. 12.000 fyrir fulldæmt hross
en kr. 8.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm
(eða hæfileikadóm, sjá reglur) . Hægt er að greiða í
Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt.
490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi. Stóðhesta 5v. og eldri þarf að vera
búið að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka
DNA-sýni og blóðprufu. Reglur um kynbótasýningar má nálgast
á heimasíðu B.Í.
http://www.bondi.is/pages/120
. Þessi sýning er auglýst
með fyrirvara um næga þátttöku.


Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga



UNGFOLASKOÐUN LOKIÐ
(29. APRÍL 2008)






Í gær fór
fram ungfolaskoðun á svæði HEÞ. Alls voru skoðaðir
31 foli, 26 í Suður-Þingeyjarsýslu en 25 folar í
Eyjafirði. Kynbótadómararnir Þorvaldur Kristjánsson
og Valberg Sigfússon skoðuðu folana og munu þeir
senda frá sér skriflegar umsagnir til eigenda innan
skamms. Flesta syni áttu Máttur frá Torfunesi,
Hróður frá Refsstöðum og Keilir frá Miðsitju.
Sambandshestarnir Gustur frá Hóli og Hrymur frá Hofi
áttu nokkra afkomendur en ættarsamsetning var
fjölbreytt og feður þessara fola um 16 talsins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær. Frá vinstri
talið Emil frá Torfunesi (Benedikt Arnbjörnsson
heldur í hann), Þór frá Björgum (Viðar Bragason
heldur í hestinn) og Sigursteinn frá Húsavík.


ÚTHLUTANIR Á FOLATOLLUM

(23.
APRÍL 2008)

Á
stjórnarfundi HEþ í gær var farið yfir umsóknir í stóðhesta
á vegum samtakanna. 31 sóttu um hjá Gusti í þau 7 pláss sem
HEþ hefur til ráðstöfunar. Lista yfir þá sem fengu úthlutað
má nálgast hér.
Umsóknir í Hrym, Gígjar og Svein-Hervar voru 13 –  15 á
hest og því komast allir að sem hafa pantað. Greiðsluseðill
fyrir staðfestingargjöld verður sendur út á næstu dögum. Enn er því hægt að
sækja um í þá hesta og hafa allir jafnan aðgang til að sækja
um laus pláss.


NÝR
MAÐUR Í STJÓRN HEÞ

(18.
APRÍL 2008)


Aðalfundur HEÞ var haldinn 18. mars sl. á Öngulsstöðum í
Eyjafjarðarsveit. Vilberg Jónsson gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu og í hans stað var kjörinn
Höskuldur Jónsson.
Fundargerð má nálgast hér
.



UNGFOLASKOÐUN 

(15.APRÍL
2008)


Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á
ógeltum folum  á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum)
mánudaginn 28. apríl
 ef áhugi reynist fyrir hendi.
Dómarar verða tveir: Þorvaldur Kristjánsson
kynbótadómari, en ekki er frágengið hver kemur með
honum. Gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður
heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem
skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það.
Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og
hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að
safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá.
Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í Búgarði í síma 460-4477 eða með því að
senda tölvupóst á


vignir@bugardur.is

 

STÓÐHESTAR Á VEGUM HEÞ OG AÐILDARFÉLGA
(14.
APRÍL 2008)


Á
linknum hér til hliðar 


stóðhestar 2008

má nú nálgast upplýsingar um stóðhesta á vegum HEÞ,
aðildarfélaga og félagsmanna.

MOLI
FRÁ SKRIÐU VERÐUR Í HÖRGÁRDAL Í SUMAR

(25. mars
2008)


Verður
á húsnotkun, sem og bæði gangmálin sumar 2008 heima
í Skriðu í Hörgárdal. Moli er undan Glampa frá
Vatnsleysu og Gullinstjörnu frá Akureyri.

Dómur 2007: Sköpulag: 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 –
8,5 – 7,5 – 7,0 = 7,98

Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 5,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 6,5
= 8,36 Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0 Aðaleinkunn:
8,21

Nánari upplýsingar má
nálgast með því að smella
á
stóðhestar 2008.

 


DRANGUR FRÁ HJALLANESI I Í HÖRGÁRDAL

(19. mars 2008)



Drangur, sem er á fjórða vetur, verður til afnota í
Fornhaga II í Hörgárdal í einu löngu gangmáli sumar
2008. Faðir Drangs er Roði frá Múla og móðir hans er
Halla-Skjóna frá Akureyri (jarpskjótt)
Fyrstuverðlauna klárhryssan Atley frá Reykjavík
(8,25) er alsystir Drangs. Hún hlaut í dómi 8,5 og
9,0 fyrir alla þætti hæfileika, utan skeið (5,0).
Hún hlaut 9,0 fyrir tölt,stökk, vilja og geð og
fyrir fegurð í reið. Hún hlaut 8,5 fyrir brokk, fet,
hægt tölt og hægt stökk, alls 8,33 fyrir hæfileika,
„mikið fas og mikil reising“.

Drangur er
í tamningu hjá Guðmundi Björgvinssyni á Kirkjubæ og
er stefnt á dóm í vor . Nánari upplýsingar má
nálgast með því að sm
ella
á
stóðhestar 2008.


FÉLAGATÖL UPPFÆRÐ

(10. MARS
2008)

Búið er
að uppfæra félagatöl aðildarfélaga innan HEÞ.
Sjá nánar hér.



FRÉTTABRÉF HEÞ

(4. mars
2008)


styttist í að fréttabréf HEÞ verði útbúið og sent út til
félagsmanna. Aðildarfélög og félagsmenn geta sent inn
upplýsingar um stóðhesta sem verða á þeirra vegum og mun það
þá birtast í bréfinu og hér á síðunni.  Vinsamlegast
sendið upplýsingar á netfangið
vignir@bugardur.is
sem allra fyrst. Mynd má gjarnan fylgja og verður hún þá
birt hér á heimasíðunni.


FUNDUR
MEÐ GUÐLAUGI OG KRISTNI

(3. mars 2008)

Árviss fundur með Guðlaugi Antonssyni
Hrossaræktarráðunaut og Kristni Guðnasyni formanni Félags
Hrossabænda verður haldinn í Ljósvetningabúð mánudaginn 10.
mars og hefst hann kl. 20:30.

AÐALFUNDUR HEÞ

(3. mars
2008)


Aðalfundur HEÞ verður haldinn í Hlöðunni á Öngulsstöðum
þriðjudaginn 18. mars kl. 20:30. Allir félagsmenn í
aðildarfélögum HEÞ hafa seturétt með málfrelsi og
tillögurétt en atkvæðisrétt hafa fulltrúar félaganna.

 

TÝR
FRÁ SKEIÐHÁHOLTI 3 Í EYJAFJÖRÐINN

(14.
febrúar 2008)



Stóðhesturinn Týr frá Skeiðháholti 3 verður til
afnota í Eyjafirði fyrra tímabil sumarið 2008. Týr
er undan Hrafni frá Holtsmúla og Ferju frá
Sandhólaferju, sem er fyrstuverðlauna hryssa undan
Þokka frá Garði. Í kynbótadómi hefur hann hlotið
fyrir sköpulag 8,34 þ.a. 9,0 fyrir höfuð og háls
herðar og bóga. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,16 þ.a.
9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Aðaleinkunn hans er
8,23. Týr er á vegum Rósbergs Óttarssonar. Nánari
upplýsingar má nálgast með því að smella á
stóðhestar 2008.

 



FRÉTTIR FRÁ FÉLAGI HROSSABÆNDA

(1. febrúar 2008)

Á stjórnarfundi Félags hrossabænda sl.
þriðjudag skipti stjórn með sér verkum og er hún nú skipuð á
eftirfarandi hátt:

Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu 2, formaður.

Sigbjörn Björnsson, Lundum II, varaformaður.

Eyþór Einarsson, Syðra-Skörðugili, gjaldkeri.

Helga Thoroddsen, Þingeyrum, ritari.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum, meðstjórnandi.

Eyþór hélt til
Ástralíu í vikunni til nokkurra mánaða námsdvalar og mun 1.
varamaður í stjórn, Bertha Kvaran í Miðhjáleigu, taka sæti
hans á meðan.

Einnig
skipaði FHB Bjarna Þorkelsson á Þóroddsstöðum í fagráð í
hrossarækt og varamann hans Helga Eggertsson í Kjarri.
Frekari fréttir af fundinum munu birtast í fundargerð hér á
síðunni fljótlega, en allar stjórnarfundargerðir má finna
undir liðnum Fundargerðir í veftrénu hér til vinstri á
skjánum. /HGG

Aðalfundargerð FHB má
nálgast hér.
     Heimasíða
félagsins er á slóðinni
www.fhb.is

 



STEFNT MEÐ GÍGJAR Í GÆÐINGAKEPPNI


(30.
janúar 2008)


Tekin
hefur verið ákvörðun um að stefnt skuli með Gígjar
frá Auðsholtshjáleigu í gæðingakeppni sumarið 2008.
Gígjar ehf hefur samið við hinn bráðflinka knapa
Árna Björn Pálsson um að taka að sér verkefnið og er
hann kominn til hans í þjálfun.

Mynd: Gígjar og Þórdís Erla /Axel

 


SÝNINGARÁÆTLUN 2008

(23. janúar
2008)

Sýningaáætlun kynbótahrossa hefur verið gefin út. Fyrsta
kynbótasýning ársins verður að venju á Sauðárkróki í lok
apríl. Athygli vekur að kynbótasýning í Reykjavík er nú á
dagskrá aftur eftir að hafa legið niðri í nokkur ár. Verður
sú sýning 13. til 16. maí. Engin sýning er aftur á móti
skráð í Kópavogi.

Stærstu sýningarnar verða að venju á Gaddstaðaflötum og í
Hafnarfirði.
Sjá sýningaráætlun hér
.

HERTAR
KRÖFUR TIL KYNBÓTAHROSSA

(23.
janúar 2008)

 

Ákveðin hafa verið einkunnalágmörk kynbótahrossa fyrir
Landsmót 2008. Kröfurnar hafa verið hertar talsvert frá því
fyrir Landsmót 2006, eða um fimm stig í hverjum flokki
einstaklingssýndra kynbótahrossa. Einnig hafa lágmörk
afkvæmasýndra stóðhesta verið hækkuð um tvö stig í
aðaleinkunn í kynbótamati. Engar kynbótahryssur verða sýndar
með afkvæmum á Landsmóti 2008 en á síðastliðnu ári ákvað
Fagráð í hrossarækt að leggja þær af.



Lágmörk einstaklingssýndra kynbótahrossa:

Stóðhestar 4 vetra 8,00.

Stóðhestar 5 vetra 8,15.

Stóðhestar 6 vetra 8,25.

Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,30.
Hryssur 4 vetra 7,90.

Hryssur 5 vetra 8,05.

Hryssur 6 vetra 8,15.

Hryssur 7 vetra og eldri 8,20.


Lágmörk fyrir afkvæmasýnda stóðhesta
eru:

Heiðursverðlaun: 118 stig í kynbótamati
og 50 dæmd afkvæmi eða fleiri.

Fyrstu verðlaun: 118 stig í kynbótamati og 15
dæmd afkvæmi eða fleiri/eða 113 stig í
kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri.

 



Ráðstefna um menntamál hestamanna
(21.
janúar 2008)

Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða
til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 –
16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

Rástefnustjóri:
Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu
Menntamálaráðuneytisins.

Dagskrá:

Klukkan 13:00

1. Setning

2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson,
sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður
Sigursveinsson

4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir
Aðalsteinsson

5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna – 2-3 stutt erindi

6. Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku

Ráðstefnulok
klukkan 16:00

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á
tölvupóstfangið lh@isi.is

 




Járningar og hófhirðing



ü



Lau.
26. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 27. jan. kl.
9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Skeifunni,
félagsheimili Léttis og reiðhöll.




Akureyri.



ü




Stefnt er að því að halda námskeið á




Þórshöfn

um mánaðarmótin jan/feb – áhugasamir eru beðnir
að hafa samband.

 



Fjallað verður um undirstöðuatriði við
hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður
hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um
áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað
um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að
mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því
með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á
að þátttakendur komu með eigin hesta.
Hámarksfjöldi þátttakenda 10.



Kennsla
:
Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og
bóndi.



Tími
:
Lau. 26. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 27. jan.
kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í
Skeifunni, félagsheimili Léttis og í reiðhöll.
Akureyri. 



Verð: 22.900



Skráningar:




endurmenntun@lbhi.is
(fram komi nafn,
kennitala, heimili og sími), eða í síma 433
5033/ 433 5000.





Skráningafrestur til
mánudagsins 21. janúar!






Staðfestingargjald
:
Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra
5200 kr (óafturkræft) á reikninginn
1103-26-4237, kt. 411204-3590.



VEL SÓTTUR
HAUSTFUNDUR

(29. nóvember
2007)


  

Fleiri myndir og texti hér.



ERINDI Á
HAUSTFUNDI HEÞ

(26. nóvember
2007)

Minnum á
Haustfund HEÞ sem haldinn verður í Hlíðarbæ miðvikdagskvöldið
28. nóvember kl. 20:30

Eftirfarandi erindi verða flutt:

 

Þekking – fagmennska – fjármagn

Finnur Ingólfsson Vesturkoti

Fortamningar hrossa

– Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum

Hrossaræktin

– Guðlaugur Antonsson Hrossaræktarráðunautur BÍ

Viðkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahross og
ræktunarverðlaun HEÞ 2007.

Kaffi og kökur í boði Samtakanna.

 


HVERNIG ER
BEST AÐ FÓÐRA HESTINN ?  / NÁMSKEIÐ Á AKUREYRI 

(19.
nóvember 2007)

 


Námskeiðið er ætlað hestamönnum og hrossaræktendum
Grundvöllur góðrar fóðrunar og umhirðu byggist á því að
þekkja og skilja hestinn; náttúrulegt atferli hans,
uppbyggingu meltingarfæra, kunna að meta holdafar og
fóðurþarfir gripsins. Í þessa þætti verður farið á
námskeiðinu, jafnframt verður farið í heyefnagreiningar
og fjallað um mismunandi fóðurtegundir auk þess að farið
verður yfir ýmsa mikilvæga umhirðuþætti í hestahaldi.
Áhersla verður lögð á reiðhestafóðrun. Námskeiðið byggir
á fyrirlestrum og verklegri þjálfun. Kennsla: Guðrún J.
Stefánsdóttir, lektor við hrossaræktardeild Hólaskóla
Tími: föstudaginn 18. janúar 2008. Staður: Akureyri
Til að skrá sig á námskeið er best að senda upplýsingar
á


endurmenntun@lbhi.is

(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma
433 5033/ 433 5000.

 



HAUSTFUNDUR HEÞ – TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ !

(15. nóvember 2007)


Hinn árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í
Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 28. nóvember.
Á fundinum verður
valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur
efstu hrossa í kynbótadómi hljóta viðurkenningar. Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur fer yfir sviðið í
hrossaræktinni og fleiri áhugaverðir fyrirlestrar verða á
dagskrá. Verður það nánar kynnt þegar nær dregur. Kaffiveitingar
í boði Samtakanna.



DAGSKRÁ
AÐALFUNDUR FHB

(1. nóvember
2007)


Dagskrá aðalfundar Félags hrossabænda, sem
fram fer í Sunnusal á Hótel Sögu föstudaginn 9. nóvember nk.
liggur nú fyrir og má nálgast með því að
smella hér.


HROSSARÆKT
2007 – RÁÐSEFNA

(1. nóvember 2007)

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs
verður haldinn laugardaginn 10. nóvember nk. í Súlnasal á Hótel
Sögu. Ráðstefnan er öllum opin og ráðstefnustjóri er Víkingur
Gunnarsson.

Dagskrá:

13:00 Setning – Kristinn Guðnason, formaður Fagráðs í hrossarækt

13:05 Hrossaræktarárið 2007 – Niðurstöður kynbótamats, Guðlaugur
V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ

13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2007

14:00 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2007

14:15 Erindi:

– Uppruni íslenska hestsins – Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
LbhÍ

– Fortamningar hrossa – Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum

– Litir og litbrigði íslenska hestsins – Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
og Guðrún Stefánsdóttir, háskólanum á Hólum

15:30 Kaffihlé

16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt

17:00 Ráðstefnuslit

Fagráð í hrossarækt






DNA-sýni 

(16. október
2007)


Búgarður
Ráðgjafaþjónusta býður áfram upp á DNA-sýnatöku úr hrossum til
staðfestingar á ætterni. Skilyrði fyrir A-vottun folalda sem
fædd eru frá og með árinu 2007 er að búið sé að taka úr þeim
DNA-sýni.

Sýnataka fer þannig fram að tekið er stroksýni úr nös sem er
einföld og örugg aðferð. Einungis eru tekin sýni úr
einstaklingsmerktum hrossum, þ.e. ör- eða frostmerktum.



Gjaldskráin er eftirfarandi:

Tímagjald fyrir sýnatöku og frágang 2.860 kr/klst
+ vsk

(Að lágmarki er innheimt fyrir ½ klst. við hverja heimsókn).

Greining á sýni 1.750 kr + vsk

Sýnaglas og sendingarkostnaður 400 kr + vsk

Ekki
verður innheimt fyrir akstur en reynt verður að skipuleggja
vinnuna þannig að sem minnstur tími fari í milliferðir.


Tekið er við pöntunum í Búgarði í síma 460-4477. Einnig má senda
tölvupóst á vignir@bugardur.is.


TRYPPI TIL TAMNINGAR UNDAN GÍGJARI FRÁ AUÐSHOLTSHJÁLEIGU
(15. október 2007)

Nú eru komin til tamningar hjá Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur
fjögur efnileg trippi undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Þau
eru að fara á 4.vetur, eru vaxtargóð, prúð á fax og tagl,
jafnvaxin og reiðhestleg. Öll eru þau gangmikil og
hreyfingarfalleg. Trippin eru öll fædd Jóhönnu og Haraldi á
Hrafnkelsstöðum. Meðfylgjandi myndir tók Krisbjörg Eyvindsdóttir
af þeim Bláskegg (vindóttur) og Eini (brúnn).







SÓNARSKOÐAÐ FRÁ ÁLFI (27. september 2007)

Hryssur sem
verið hafa í hólfi í Skógarhlíð í Reykjahverfi hjá Álfi frá
Selfossi verða
sónarskoðaðar miðvikudaginn 3. október kl. 17:00 og eru eigendur
beðnir að nálgast hryssur sínar þar.



SÓNARSKOÐAÐ FRÁ MARKÚSI

(25.
september 2007)

Hryssur sem
verið hafa í hólfi hjá Markúsi frá Langholtsparti verða
sónarskoðaðar fimmtudaginn 27. september kl. 11:00. Skoðunin fer
fram á Bakka í Svarfaðardal og eru eigendur beðnir að sækja
hryssur sínar þangað.




ER
GÆÐASTÝRING Í HROSSARÆKT EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

(4.
september 2007)


Landgræðslan hefur haft umsjón með
landnýtingarþætti gæðastýringar í hrossarækt frá því
hrossabændur settu gæðastýringuna á laggirnar árið 2000.
Gæðastýring í hrossarækt tekur til skýrsluhalds, landnýtingar og
heilbrigðis hrossa. Lesa
meira
.


NIÐURSTÖÐUR SÍÐSUMARSÝNINGAR Á MELGERÐISMELUM



(3. september 2007)

Alls mættu 37 hross til dóms á Síðsumarsýningu á
Melgerðismelum, sem haldin var 30. og 31 ágúst sl. Þar af voru 3
hross
einungis byggingadæmd en 34 hross hlutu fullnaðardóm. 1
stóðhestur hlaut fullnaðardóm, Stormur frá Efri-Rauðalæk 4 vetra
foli undan Gusti frá Hóli og Sögu (Kjarvalsdóttur) frá Þverá.
Hlaut hann í einkunn 8,06 fyrir sköpulag, 7,53 fyrir hæfileika
og 7,74 í aðaleinkunn. Hæst dæmda hryssan var Blanda frá
Ytri-Höfdölum undan Skorra frá Blönduósi og Lísu frá Koti. Hún
hlaut í einkunn 7,87 fyrir sköpulag, 8,19 fyrir hæfileika og
8,06 í aðaleinkunn. Niðurstöður dóma má nálgast með því að
smella hér. Meðfylgjandi
eru myndir af efstu hrossum í hverjum flokki. Smellið á
myndirnar til að sjá þær stærri.






Hryssur 7 vetra og eldri
6 vetra hryssur
5 vetra hryssur





4 vetra hryssur
4 vetra stóðh.


Hollaskrá fyrir yfirlit
(30. ágúst 2007)

Hollaskrá má nálgast hér


Síðsumarsýningin sem vera átti á Dalvík á morgun verður á
Melgerðismelum

Þar sem völlurinn á Dalvík er ófær vegna bleytu hefur verið
ákveðið að færa sýninguna á Melgerðismela. Dagskrá er að öðru
leyti óbreytt. Byggingardómur fer fram í stóðhestahúsi.


HOLLASKRÁ


UPPFÆRT 28/8

Hollaskrá má nálgast hér.
Yfirlitssýning verður föstudaginn 31. ágúst og hefst kl. 10:00.

1
DAGUR + YFIRLIT Á DALVÍK (24. ágúst 2007)

Um 40 hross eru skráð á síðsumarsýninguna á Dalvík. Það
þýðir að einn langur dagur nægir í dóma. Dómar munu því hefjast
fimmtudagsmorgun kl. 8,00. Hollaskrá verður birt á mánudaginn.


SKRÁNING Á SÍÐSUMARSÝNINGU KYNBÓTAHROSSA (15.
ágúst 2007)

Síðsumarsýning á Dalvík – skráningarfrestur

Síðsumarsýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík
29.- 31. ágúst nk. Skráning er hafin en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er 22. ágúst
. Tekið er við
skráningum í síma 460-4477 eða á netfangið vignir@bugardur
Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000
fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Skráningargjald
má leggja inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og
senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á
hrossi.

 

GÓÐ FYLJUN HJÁ ÁLFI (15. ágúst 2007)

Búið er að sónarskoða þær hryssur sem voru hjá Álfi á fyrra
gangmáli. Í hólfinu voru 30 hryssur og er búið að staðfesta fyl
í 25 hryssum. Eftir er að skoða 2 hryssur. Það er því ljóst að
fyljunarhlutfall verður gott, eða á bilinu 83 – 90%.


SÍÐSUMARSÝNING NORÐURLANDS – DALVÍK 

(30.júlíí 2007)

Kynbótasýning verður
haldin í Hringsholti við Dalvík 29.-31. ágúst nk.
Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna
eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma
þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda
m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.
 

Reglur um kynbótasýningar

 


ÁLFUR – SÓNARSKOÐUN ÚR FYRRA GANGMÁLI (23. júlí 2007)

Sónarskoðað verður á Melgerðismelum
mánudaginn 13. ágúst kl. 17:00.

 

GÍGJAR LANGT GANGMÁL
Á YTRI-BÆGISÁ (20. júlí 2007)


Smellið á auglýsinguna til að
sjá hana stærri.

 

ÁLFUR – SEINNA GANGMÁL
(20. júlí 2007)

Hryssur á seinna gangmál eiga að
mæta í hólf í Skógarhlíð Reykjahverfi laugardagskvöldið 28. júlí milli
kl. 20 – 22
.


HOLLASKRÁ FYRIR
YFIRLIT


(14. júní 2007)

Yfirlitssýning hefst
kl. 10:00 á yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.

 

HÉRAÐSSÝNING HOLLARÖÐ
(8. júní 2007)

Vegna mikilla skráninga munu dómar hefjast
mánudaginn 11. júní kl 14:00
en ekki þriðjudaginn 12. júní eins
og áætlað var.

Hollaröð má nálgast með því að smella
hér
(birt með fyrirvara um breytingar)
Yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 á
yngstu hryssum og endar á elstu stóðhestum.

HÉRAÐSSÝNING
Í EYJAFIRÐI

(30. maí 2007)


Héraðssýning kynbótahrossa verður haldin í Hringsholti, Dalvík 12.- 14.
júní nk. Skráning í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur


. Skráning er hafin en síðasti skráningar- og greiðsludagur er 5.
júní.
Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu.

Sýningargjald er kr. 10.500 fyrir fulldæmt hross en kr. 7.000 fyrir
hross sem aðeins er skráð í byggingardóm. Hægt er að greiða í Búgarði.
Einnig má leggja inn á reikning

302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið



vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi

Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið
að röntgenmynda m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.


Reglur um kynbótasýningar má nálgast hér.

Boðið verður uppá DNA sýnatöku á mótsstað. Sýnatakan kostar 3.200 kr á
hross, þetta þarf að panta um leið og hross er skráð til sýningar.

Þeir sem óska eftir að geyma sýningahross í Hringsholti á meðan á móti
stendur hafi samband við Stefán Friðgeirsson

í gsm. 897-0278.

HRYMUR Í HÚSNOTKUN
(15. maí 2007)

Stóðhesturinn Hrymur frá Hofi er nú byrjaður
að gagnast hryssum á húsmáli hjá Benedikt á Bergstöðum í Aðaldal. Nokkur
pláss eru enn laus undir klárinn (6 þegar þetta er ritað). Þeir sem
áhuga hafa á að nýta tækifærið hafi samband sem fyrst við Zophonías í
síma 892-6905.


Video af Hrym – mars 2006

(21mb). Dóma og afkvæmalista Hryms má
sjá með því að skoða „hestarnir okkar“ hér til hliðar


HÉRAÐSSÝNING Í EYJAFIRÐI
(15. maí 2007)

Kynbótasýning verður
haldin í Hringsholti við Dalvík 12.-14. júní nk.
Skráning verður nánar auglýst þegar nær dregur. Rétt er að minna
eigendur kynbótahrossa á að öll hross sem til sýningar koma
þurfa að vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
Stóðhesta  5v. og eldri þarf að vera búið að röntgenmynda
m.t.t. spatts, ásamt því að taka DNA-sýni og blóðprufu.

 

Reglur um kynbótasýningar

 

Sýningaráætlun 2007, allt
landið

 

Inntökuskilyrði fyrir
kynbótahross á FM 2007


GÁTLISTI FYRIR UMSJÓNARMENN STÓÐHESTA
(9. Maí
2007)

Félag
hrossabænda, Bændasamtök Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum,
Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan hafa
tekið saman gátlista fyrir umsjónarmenn stóðhesta þar sem fram koma ýmis
heilræði. Meira.

VIDEO
AF HRYM
(3. maí 2007)


Veturinn
2006 var Hrymur í þjálfun hjá Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga.
Stjórn HEÞ heimsótti Sigga í byrjun marsmánaðar og var sýningin tekin á
video. Hér má sjá brot af því. Myndasmiður er Vignir Sigurólason. Með
því að
smella hér
má sjá umrætt video (stærð 21 mb). Fleiri upplýsingar um Hrym ss. dóma
og afkvæmalista má sjá með því að smella á hestarnir okkar.


UNGFOLASKOÐUN LOKIÐ
(3. maí 2007)

Í gær fór fram ungfolaskoðun á
starfssvæði Búgarðs ráðgjafaþjónustu. Skoðunin var framkvæmd af Eyþóri
Einarssyni og Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómurum. 29 folar voru
skoðaðir, flestir 2 og 3 vetra en einnig nokkrir veturgamlir. Eigendur
þessara fola munu svo innan skamms fá senda skriflegar umsagnir.
Eftirtaldir eru feður þeirra fola sem skoðaðir voru: Blær og Máttur frá
Torfunesi, Dalvar og Gígjar frá Auðsholtshjáleigu, Hróður frá
Refsstöðum, Keilir frá Miðsitju, Glampi frá Vatnsleysu, Kjarni frá
Varmalæk, Júlí frá Syðra-Hóli, Oddur frá Selfossi, Hrymur frá Hofi,
Þorsti frá Garði, Ofsi frá Brún, Moli frá Skriðu, Hvinur frá
Egilsstaðakoti, Markús frá Langholtsparti, Þytur frá Neðra-Seli,
Hágangur frá Narfastöðum, Stæll frá Miðkoti, Toppur frá Eyjólfsstöðum,
Þristur frá Feti og Garpur frá Kárastöðum.

 


UNGFOLASKOÐUN

(17. apríl
2007)

Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á
ógeltum folum  á svæði Búgarðs (í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum)
miðvikudaginn 2. maí
ef áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin er
framkvæmd af kynbótadómurunum Eyþóri Einarssyni og Þorvaldi
Kristjánssyni og gefa þeir skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður
heim á bæi og þarf að greiða 4.000 kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem
skoðaður er á hverjum stað en 3.000 kr. Fyrir hvern fola umfram það.
Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta bygginguna og
hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið heppilegt að
safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að meta þá.
Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í síma 460-4477 / 896-1838 eða með því að
senda tölvupóst á

vignir@bugardur.is



VORSÝNING KYNBÓTAHROSSA Á SAUÐÁRKRÓKI 2007

(2. apríl
2007)


Haldin í tengslum við Tekið til kostanna
dagana 20.-21. apríl. Skráning og upplýsingar: Leiðbeiningamiðstöðin s:
455-7100. Síðasti skráninga- og greiðsludagur: fimmtudagurinn 12.apríl.
Skráningagjald:  Fullnaðardómur: 10.500 kr. m. vsk.,
Byggingardómur: 7.000 kr. m. vsk. Greiðist inn á: 1125 (Sparisjóður
Hólahr.) – 26 – 0710, Kt: 580901-3010 skýring: Nafn á hrossi. Til að fá
endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll fyrir 19. apríl.
Dómar fara fram á föstudegi og yfirlitssýning á laugardegi kl:10:00.

Ath. DNA-sýni, blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og
eldri.


KYNBÓTADAGUR Á MIÐFOSSUM BORGARFIRÐI

(29. mars 2007)

Námskeið í kynbótadómum haldið í samstarfi LbhÍ og Félags Hrossabænda.

Tími: 14. apríl. Klukkan 10:00 – 17:00. Staðsetning: Mið-Fossar í
Borgarfirði

Markmið: Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fræðist um hæfileika
hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver
gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún
er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt.
Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum
toga verða notuð sem dæmi.

Kennarar: Kynbótadómararnir Jón Vilmundarson, Eyþór Einarsson, Valberg
Sigfússon og Þorvaldur Kristjánsson ásamt Reyni Aðalsteinssyni
tamningameistara.

Verð: 10.000 kr.  Fólk á lögbýlum getur sótt um styrkt til
Starfsmenntasjóðs bænda. Skráning: Á heimasíðu skólans
www.lbhi.is

undir Námskeið eða hjá

Ásdísi Helgu Bjarnadóttur: 433-5033, 843-5308,
endurmenntun@lbhi.is
Skráningarfrestur til 12. apríl.

ÁRSSKÝRSLA OG
AÐALFUNDARGERÐ
(26. mars 2007)


Aðalfundur var haldinn í Hlíðarbæ 15. mars sl. Hér má nálgast
fundargerð

og skýrslu stjórnar.

 

ÚTHLUTUN FOLATOLLA
(23. mars 2007)

Á
stjórnarfundi HEÞ í gær var gengið frá úthlutun folatolla undir
eignarhesta og leiguhesta á vegum Samtakanna. Mikil ásókn var í hestana
og ljóst að færri komast að en vilja.Um 90 pantanir voru í Álf á fyrra
gangmáli, þ.a. 75 frá félagsmönnum og  80 pantanir í seinna
gangmál, þ.a. 60 frá félagsmönnum sem ekki fengu úthlutað í fyrra
gangmál. 50 pantanir bárust í Gust og 23 í Hrym,  þeir verða báðir
í húsnotkun. 47 pantanir bárust í Gígjar en verið er að skoða þann
möguleika að lengja gangmálið þannig að allir komist að. Á næstu dögum
verða sendir út greiðsluseðlar fyrir staðfestingargjaldi. Með því að
smella hér  má sjá lista yfir úthlutaða
tolla.

 

STÓÐHESTAR HEÞ 2007 (16. febrúar 2007)

Fréttabréf er nú á leið til
félagsmanna með upplýsingum um stóðhesta sem verða á vegum HEÞ og deilda sumarið
2007. Linkurinn hér til hliðar hefur einnig verið uppfærður. Félagsmenn eru
hvattir til að láta umsjónarmann vefsins vita af stóðhestum á þeirra vegum og
upplýsingar verða birtar hér á vefnum. Netfangið er
vignir@bugardur.is


AÐALFUNDUR HEÞ
(16. febrúar 2007)

Nú styttist í aðalfund og mun
Hrossaræktarfélagið Framfari halda fundinn. Staður og tími hefur verið ákveðinn:
Hlíðarbær 15. mars kl. 20:00


HROSSARÆKTARFUNDUR

(16. febrúar 2007)


Almennur fundur um hrossarækt og málefni
hestamanna verður haldinn í Sveinbjarnargerði 27. febrúar kl. 20:30.
Frummælendur verða Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ og Kristinn
Guðnason formaður Félags Hrossabænda. Kaffiveitingar í boði HEÞ.

 

Fréttir 2004 Fréttir 2005 Fréttir 2006