Fréttayfirlit frá árinu 2011

Hrossaræktin 2011
komin í Búgarð
(30. nóvember 2011)Félagar í Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og
Þingeyinga geta nú nálgast eintak af
bókinni Hrossaræktin 2011 í Búgarði. Félagsmenn
fá bókina afhenda sér að kostnaðarlausu.

Félagsmenn í Hrossræktarfélagi Suður-Þingeyinga
munu geta nálgast bókina hjá formanni
deildarinnar Einari Víði á Húsavík frá og með
föstudeginum 2. des. Síminn hjá Einari er
869-3248. Norður-Þingeyingum er bent á að hafa
samband við Vigni í síma 460-4477 eða 896-1838.

Bókin er ársrit
hrossaræktarinnar, hugmynd sem byggð er að hluta
til á eldri samnefndri bók sem BÍ gaf út um
árabil. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks um
hrossarækt sem einnig hefur gefið út
stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og rekur
vefinn stodhestar.com.

Í bókinni er að finna umfjöllun um tíu efstu
hross í hverjum aldursflokki á árinu, umfjöllun
um öll ræktunarbú sem voru tilnefnd til
ræktunarverðlauna í ár, umfjöllun um öll hross
sem hlutu afkvæmaverðlaun á árinu, Landsmót,
Heimsmeistaramót, einlægt viðtal við Þórð
Þorgeirsson sem hefur umbylt lífi sínu, tíur
allra tíma og margt fleira áhugavert.

Ræktunarbú HEÞ 2011
er Ytri-Bægisá I
(25. nóvember 2011)


Tilnefnd bú

Þorvar og Haukur ræktunarmenn ársins

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn í gær í
Ljósvetningabúð. Fjölmenni var á fundinum eða um 70 manns en þessir fundir hafa
ávalt verið vel sóttir af hestaáhugafólki á Norðausturlandi. Fyrirlesarar að
þessu sinni voru þau Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ og Mette
Mannseth tamningamaður og reiðkennari við Háskólann á Hólum. Guðlaugur fór að
venju vítt og breytt yfir hrossaræktarsviðið en Mette hélt afar fróðlegt erindi
um tamningu, þjálfun og undirbúning unghrossa sem stefnt er með í
kynbótasýningu. Ræktendur hlutu viðurkenningar fyrir 3 efstu hross í hverjum
flokki en jafnframt voru veitt sérstök verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahrossið
(aldursleiðréttur dómur skv. viðmiðun BÍ.). Hæst dæmda hrossið var 4 vetra
stóðhesturinn Eldur frá Torfunesi með einkuninna 8,37 sem jafngildir 8,67 sé
tekið tillit til aldursleiðréttingar. Sex bú voru tilnefnd til
ræktunarverðauna HEÞ. Þau eru í stafrófsröð: Grund II, Komma, Litla-Brekka,
Torfunes, Ytra-Dalsgerði og Ytri-Bægisá I. Ræktunarbú HEÞ 2011 er Ytri-Bægisá I í
Hörgársveit. Þar á bæ stunda hrossarækt þeir Haukur Sigfússon og Þorvar
Þorsteinsson. Á þessu ári voru sýnd þrjú hross frá búinu í kynbótadómi.
Meðaleinkunn sýndra hrossa var 8,13 og var meðalaldur þeirra 6 ár. Tvö af þeim
hlutu 8,0 eða hærra í aðaleinkunn. Langefstur í þeim hópi er stóðhesturinn Stáli
frá Ytri-Bægisá sem hlaut 8,41 í aðaleinkunn á Landsmótinu á Vindheimamelum sl.
sumar. Ræktendur á Ytri-Bægisá hafa um nokkura ára skeið stundað farsæla
hrossarækt þar sem áhersla er lögð á gæði umfram magn. Eftir að
verðlaunaveitingum og erindum lauk kvaddi sér hljóðs Þorsteinn Egilson og óskaði
eftir stuðningi fundarins við umsókn Funa um Landsmót á Melgerðismelum 2014.
Lagði hann fram eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða. “Haustfundur
HEÞ, haldinn í Ljósvetningabúð 24. nóvember 2011, styður umsókn
Hestamannafélagsins Funa um að Landsmót hestamanna 2014 verði haldið á
Melgerðismelum. Jafnframt minnir fundurinn á samþykkt aðalfundar Félags
hrossabænda 2011 þess efnis að landsmót skulu haldin til skiptis á Norðulandi og
Suðurlandi. Á Melgerðismelum er frábær aðstaða fyrir landsmót, m.a. með nýjum
hestvænum kynbótavelli. Alla aðstöðu fyrir ferðamenn er að finna innan 25 km
fjarlægðar frá mótssvæðinu og á Akureyri eru öflugar samgöngumiðstöðvar. Telur
fundurinn tímabært að efna aftur til Landsmóts hestamanna á félagssvæði HEÞ.”

Hér má nálgast yfirlit yfir þau hross
sem hlutu viðurkenningar á fundinum.


Haustfundur og
ræktunarbú
(7.nóvember 2011)

Hinn árlegi haustfundur HEÞ
verður haldinn í Ljósvetningabúð fimmtudaginn 24. nóvember og hefst hann kl.
20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Mette Mannseth
fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið
í hrossaræktinni. Á fundinum verður tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins á
félagssvæðinu. 6 bú eru tilnefnd að þessu sinni. Þau eru í stafrófsröð: Grund
II, Komma, Litla-Brekka, Torfunes, Ytra-Dalsgerði og Ytri-Bægisá I. Sú nýbreytni
verður að ræktendur (félagsmenn HEÞ) þriggja efstu hrossa í hverjum flokki á
árinu hljóta viðurkenningu. Auk þessu mun efsta hross eftir aldursleiðréttingu
(skv. viðmiðun BÍ) hljóta sérstök verðlaun. Allt áhugafólk um hrossarækt er
hvatt til að mæta. Kaffiveitingar í boði samtakanna.Sölusýning á Melgerðismelum (4. október 2011)

Hrossaræktarfélagið Náttfari verður með sölusýningu á
Melgerðismelum, Stóðréttardaginn 8. október n.k.

Boðið er upp á sýningu taminna hrossa í reið og sýningu unghrossa í Melaskjóli.

Skráning berist á netfangið theg@isor.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn
ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. með
upplýsingum um:

A. Nafn hross og fæðingarnúmer þess

B. Lýsing eiganda/umráðamanns á hrossinu C. Verð D. Eiganda og/eða umráðamann

Gefin verður út sýningarskrá auk
þess sem hrossin verða mynduð og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á Netinu.

Verðskrá sölusýningarinnar er
tvískipt:

– Hross í reið, mynduð og auglýst á Netinu: 3500.-

– Ótamin hross, upplýsingar settar á Netið: 1500.-

Félagar í Náttfara fá 500.- kr
afslátt á þessum verðum.

Upplýsingar fást hjá Þorsteini Egilson, 8952598 theg@isor.is

F.h. stjórnar Náttfara,

Þorsteinn á Grund

Yfirlitssýning
hollaskrá
(18. ágúst 2011)


Hér má nálgast hollaskrá
yfirlitssýningar sem fram fer föstudaginn 19. ágúst. Sýningin hefst kl. 10:00

Hollaskrá fyrir
Síðsumarsýningu á Melgerðismelum

(16. ágúst 2011)

Hér má nálgast hollaskrá fyrir
sýninguna. Dómar hefjast fimmtudaginn 18. ágúst kl. 7:30. Yfirlitssýning verður
föstudaginn 19. ágúst og byrjar kl. 10:00 á yngstu hryssum.


Síðsumarsýning á
Melgerðismelum – skráning stendur yfir

(9. ágúst 2011)

Kynbótasýning verður haldin á Melgerðismelum dagana 18. og 19. ágúst. Fleiri
dögum verður bætt við ef þörf krefur. Skráning stendur nú yfir en henni líkur á
morgun 10. ágúst. Tekið er við skráningum í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is

Kveðja

Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga

Kynbótasýning á
Melgerðismelum 18. og 19. ágúst
(3. ágúst 2011)

Kynbótasýning verður haldin á Melgerðismelum dagana 18 og
19. ágúst nk. Tekið er við skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is dagana 8. – 10. ágúst. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við
skráningu. Sýningargjald er kr.15.000.- fyrir fulldæmt hross en kr. 10.500 fyrir
hross sem aðeins er skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Skráningargjöld skulu
lögð inn á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729 í síðasta lagi 10. ágúst og
senda skal kvittun á netfangið vignir@bugardur.is skýring: nafn á hrossi og
fæðinganúmer. Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar,
blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.

Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og
Þingeyinga

Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi

Hollaröðun fyrir
yfirlitssýningu
(10. júní
2011)

Yfirlitssýning hefst í
fyrramálið kl. 8:00 og er byrjað á yngstu hryssum.
Hér má sjá hollaskrá.

Kynbótasýning á Akureyri – Hollaröðun fyrir
alla daga
(6. júní 2011)

Hér er hollaröðun fyrir alla daganna.
Yfirlitssýning verður haldin á laugardag og byrjar kl. 8:00

Kynbótasýning á Akureyri
(5. júní 2011)

Um 160 hross eru skráð á
sýninguna. Stefnt er á að hollaskrá verði birt fyrir miðnætti í kvöld.
Sýningarskrá í World feng ætti þá einnig að vera til. Dómar hefjast á
þriðjudagsmorgun kl. 8:00 í reiðhöllinni á Akureyri. Yfirlitssýning verður
laugardaginn 11. júní.

Kynbótasýning á
Akureyri
(31. maí
2011)

Við minnum á að síðasti
skráningar- og greiðsludagur er á morgun miðvikudaginn 1. júní.

Einnig er rétt að vekja athygli á því að sýningin mun að öllum líkindum byrja
þriðjudaginn 7. júní og enda með yfirlitssýningu laugardaginn 11. júní. Þetta
ræðst þó af fjölda skráninga og skýrist eftir morgundaginn. Tekið er við
skráningum í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is

 Kynbótasýningu á Dalvík lokið (30. maí 2011)

Yfirlitssýningu kynbótasýningarinnar á Dalvík lauk í gær
og nældu 5 hross sér í farmiða á landsmót. Afkvæmi Blæs frá Torfunesi voru
ríkjandi en hann er faðir þeirra þriggja efstu hryssa í fimm vetra flokki sem
allar náðu lágmörkunum. Efst stóð Planta frá Skrúð með 8,29 í aðaleinkunn, á
eftir henni kom Hátíð frá Syðra-Fjalli I með 8,17 í aðaleinkunn og fast á hæla
hennar Drífa frá Ytri-Bægisá I með 8,11 í aðaleinkunn. Þá stóð efstur
Blæssonurinn Möttull frá Torfunesi í flokknum stóðhestar 7 vetra og eldri með
aðaleinkunn upp á 8,34 – skeiðaði upp á 9,5! Gangster frá Árgerði, jafnaldri
hryssanna og efstur í sínum aldursflokki meðal stóðhestanna, náði líka
lágmörkum. Hann er með 8,15 í heildareinkunn og með fjórar níur í hæfileikadómi.

Á meðfylgjandi mynd er Þorvar Þorsteinsson með tvær Blæsdætur til reiðar í
verðlaunaafhendingu (mynd Arnar Sigfússon).


Kynbótasýning á Akureyri
6.-10. júní

(25. maí 2011)


Kynbótasýning verður haldin
á Akureyri daganna 6.-10.
júní  nk. Tekið er við
skráningum í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið

vignir@bugardur.is

Byrjað er að taka við
skráningum en

síðasti skráningardagur og
greiðsludagur er
miðvikudagur 1. júní
.

Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við
skráningu. Sýningargjald er
kr.15.000.- fyrir fulldæmt
hross en kr. 10.500 fyrir
hross sem aðeins er skráð í
byggingardóm eða
hæfileikdóm. Hægt er að
greiða í Búgarði. Einnig má
leggja inn á reikning
302-13-200861, kt.
490169-1729
, og
senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is  skýring:
nafn á hrossi og
fæðinganúmer. Munið að kynna
ykkur reglur um
einstaklingsmerkingar,
járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir.

 


Kynbótasýning á Dalvík – tímasetning og hollaskrá (24. maí
2011)


Kynbótasýningin á Dalvík mun fara fram helgina 28.-29. maí.
Dómar hefjast á laugardagsmorgni kl. 8:00 en yfirlitssýning
verður haldin á sunnudeginum og byrjar kl. 10:15 á yngstu
hryssum en endar á elstu stóðhestum. Hér má sjá hollaröðun.


Kynbótasýning á Dalvík – breytt tímasetning

(23. maí
2011)


Kynbótasýningin sem átti að hefjast á miðvikudag hefur verið
frestað og er nú ákveðið að hún fari fram helgina 28. og 29.
maí. Uppfærð hollaskrá verður birt á morgun þriðjudag.


Kynbótasýningu á Dalvík frestað vegna slæms veðurútlits

(18.maí 2011)

Ákveðið hefur verið að fresta
kynbótasýningu sem vera átti á Dalvík dagana 18.-20. maí.
Sýningin verður þess í stað haldin 25.-27. maí. Ástæðan er
slæm veðurspá fyrir þessa daga en útlit er fyrir snjókomu og
frost. Hægt er að afskrá hross óski menn þess og verða
sýningargjöld endurgreidd. Einnig væri mögulegt að bæta við
nokkrum skráningum svo fremi að það rúmist á auglýstum
sýningardögum. Afskráningar og skráningar þurfa að berast í
síðasta lagi föstudaginn 20. maí. Best að þær berist á
netfangið

vignir@bugardur.is

Uppfærð hollaskrá verður svo birt á


www.bugardur.is
og

www.hryssa.is
í síðasta
lagi mánudaginn 23. maí.Hollaskrá kynbótasýningar á Dalvík,

uppfært 16.
maí

Góð skráning er á kynbótasýninguna á Dalvík sem fram fer
18.-20. maí nk. yfir 60 hross eru skráð til leiks sem er
margfalt meira en verið hefur á vorsýningum hér Norðanlands.
Dómar hefjast kl. 9:00 á miðvikudagsmorgun. Yfirlitssýning
fer fram á föstudaginn og byrjar kl. 10:15.
Hollaskrá


Kynbótasýning á Dalvík

(2. maí
2011)


Kynbótasýning verður haldin að Hringsholti við Dalvík dagana
18.-20. maí nk. Tekið er við skráningum í Búgarði, í síma
460-4477 eða á netfangið


vignir@bugardur.is
.
Síðasti skráningardagur og greiðsludagur er mánudagur 9.
maí.
 Gefa þarf upp
einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr.15.000.-
fyrir fulldæmt hross en kr. 10.500 fyrir hross sem aðeins er
skráð í byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er
að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn á reikning
302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið

vignir@bugardur.is

skýring: nafn á hrossi og fæðinganúmer.
Munið að kynna ykkur
reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni,
dna-sýni og spattmyndir
.


Fundargerð aðalfundar

(14.4.2011)

Hér
má nálgast fundargerð aðalfundar


Fréttabréf HEÞ
(4. apríl 2011)

Fréttabréf HEÞ er á leið til
félagsmanna.
Hér er hægt að nálgast það í pdf formi.


Heimamenn – nýtt aðildarfélag að HEÞ

(17. mars
2011)


Hrossaræktafélagið Heimamenn er nýtt aðildarfélag að HEÞ.
Inntökuskilyrði eru nokkuð ströng og er m.a. krafist
kunnáttu á tónlistarsviðinu. Sjá nánar í
lögum félagsins.

Þorsteinn á Grund er nýr maður í stjórn HEÞ
(17. mars 2011)

Aðalfundur
HEÞ var haldinn í Hlíðarbæ í gærkvöldi. Þorsteinn Egilson á
Grund var kjörinn í stjórn í stað Höskuldar Jónssonar sem
ekki gaf kost á sér. Zophonías Jónmundsson var jafnframt
endurkjörinn í stjórn. Samþykkt var tillaga stjórnar um
staðsetningu kynbótasýninga til næstu þriggja ára.
Aðalfundargerð verður birt hér á vefnum þegar hún verður
frágengin. Hér má nálgast
ÁRSSKÝRSLU HEÞ
og
REIKNINGA.Stóðhestar tínast inn á hryssuna

(15. mars 2011)
smellið
að linkinn hér til hliðar STÓÐHESTAR 2011.Framhaldsaðalfundur Náttfara

(15. mars 2011)

Framhaldsaðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður
haldinn í Funaborg fimmtudaginn 17. marz 2011, kl. 20:30.

Á fundinum þarf að taka afstöðu til fram kominnar tillögu um
úrsögn Náttfara úr Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og
Þingeyinga, HEÞ.     /  Stjórn
Náttfara.Nýr vefur í loftið – rafrænir reiðtúrar á Íslandi (8.
mars 2011)

Má bjóða þér í
rafnænan reiðtúr? Smellið á myndina.


Folaldasýning Náttfara 2011-úrslit
(7. mars 2011)

Glæsilegri folaldasýningu lauk um kl.
22.30 í gærkveldi sem haldin var í Top Reiter reiðhöllinni á
Akureyri og voru 42 folöld skráð 18 hestar og 24 hryssur og
engin forföll. Byrjað var að fordæma seinnipartinn fyrir
sköpulag og síðan kl. 20.00 voru þau metin fyrir hreyfingar
og ganglag. Hlé var gert eftir að öll folöld höfðu sýnt sig
og sannað og á meðan dómari reiknaði út stigin komu fram 1.
verðlauna stóðhesturinn Friðrik x frá Vestri-Leirárgörðum,
setin af eiganda sínum Auðbirni Kristinssyni. En
vinningshafi efsta hestfolaldsins hlaut einmitt folatoll
undir Friðrik x . Þar næst komu tvær hryssur úr ræktun Jóns
Elvars stórbónda á Hrafnagili Hálfmósa undan Gusti frá Hóli,
setin af Þorbirni Matthíassyni ( Lúlla ) og Perlu frá
Hrafnagili og systir hennar Hrönn frá Hrafnagili undan
Flótta frá Borgarhóli og hana sýndi Þórhallur D. Pétursson (
Tóti ). Loka atriðið voru svo þrjár systur, heimasæturnar í
Hólakoti sem sýndu 3 hross. María Björk reið hryssunni Svölu
frá Enni, Anna Kristín sat stóðhestinn Friðrik x sem áður
hafði komið fram og síðast en ekki síst sat Auður Karen
hryssuna sína Maren frá Vestri-Leirárgörðum. Áhorfendur kusu
glæsilegasta folaldið og hryssan Staka frá Steinsstöðum
hlaut langflest atkvæði, enda glæsihryssa þar á ferð sem
einnig bar sigur úr býtum í hryssu flokknum. Staka er undan
Gígjarssyninum Bessa frá Skriðu, en móðir Bessa er undan
Kjarki frá Egilsstaðabæ. Spennandi foli þar á ferð. Eigendur
af Stöku eru þau Þór Jónsteinsson og Sigríður Sverrisdóttir
í Skriðu. Þess má einnig geta að hestfolaldið í öðru sæti,
Stuðull frá Steinsstöðum er líka undan Bessa frá Skriðu og
eru Þór og Sigga einnig eigendur af honum. Folatollur undir
1. verðlauna stóðhestinn Font frá Feti gefin af eigenda hans
Þórhalli D. Péturssyni fengu eigendur glæsilegasta
folaldsins og folatollur undir 1. verðlauna stóðhestinn Hrym
frá Hofi gefandi Jón Elvar Hjörleifsson var gefinn fyrir
efstu hryssuna og eins og áður segir var það hryssan Staka
frá Steinsstöðum sem bar sigur úr býtum. Eigendur folaldann
geta svo í næstu viku fengið afrit af dómablöðum sinna
folalda og eiga að hafa samband við Ester í síma 466-3140
eða á netfangið esteranna@internet.is ef áhugi er fyrir því.Munið fundinn með Guðlaugi, Kristni og Haraldi

(4. mars 2011)

Mánudaginn 7. mars kl. 20:30 í
Hlíðarbæ


Minnum á Folaldasýningu
Náttfara !
(4. mars 2011)

Sem hefst í kvöld kl. 20.00 í
Top Reiter reiðhöllinni
á Akureyri. 40 folöld eru
skráð til leiks og má þar nefna til að mynda folöld undan
Mola frá Skriðu sem nýlega vann stóðhestakeppnina á World
cup í Danmörku, Kappa frá Kommu, Seið frá Flugumýri, Hóf frá
Varmalæk, Auð frá Lundum 2 og fl. Og fl.

Í hléinu trillar eitthvað spennandi um sem gleður augað.
FRÍTT INN !

Nefndin

 


Tvíburafolöld í Hólakoti sumarið 2010


Folaldasýning Náttfara 2011
(28. febrúar 2011)

Folaldasýning á vegum Náttfara í Eyjafjarðarsveit verður
haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri n.k. Föstudagskvöld
4. mars kl. 20.00 ef næg þátttaka fæst.

Öll folöld á Eyjafjarðarsvæðinu og í nágrenni eru velkomin.
Folöldin verða fordæmd ( fyrir sköpulag ) að deginum og koma
svo fram í höllinni um kvöldið þar sem úrslit verða gerð
kunn og verðlaun veitt. Verðlaun eru fyrir 3 efstu folöldin
í hvorum flokki, hryssur/hestar og glæsilegasta folaldið
valið af áhorfendum. Dómari verður Eyþór Einarsson.
Hrossaræktarbúin Hólakot og Hrafnagil ásamt Þórhalli
Péturssyni gefa efsta folaldinu í hvorum flokki og því
glæsilegasta að mati áhorfenda folatoll undir 1. verðlauna
hestana Hrym frá Hofi, Friðrik X frá Vestri-Leirárgörðum og
Font frá Feti. Skráningargjald er 1000.-kr á hvert folald og
greiðist á staðnum með peningum.

Tekið er á móti skráningum á netfangið esteranna@internet.is
og í síma 466-3140 allt fram til kl. 21.00 á
miðvikudagskvöldið 2.mars   / Nefndin

Hrossarækt og hestamennska – Hlíðarbær 7. mars mánudagur
(21
febrúar 2011)

Almennur fundur um
málefni hrossaræktar og hestamennsku verður haldinn í
Hlíðarbæ mánudaginn 7. mars nk. og hefst hann 20:30.
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags
hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Haraldur Þórarinsson
formaður Landssambands hestamannafélaga og Guðlaugur V.
Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.

Aðalfundur HEÞ verður 16. mars
(16. febrúar 2011)

Aðalfundur
HEÞ verður haldinn miðvikudaginn 16. mars í Hlíðarbæ og
hefst hann kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf. Kjósa skal tvo menn í stjórn til þriggja
ára og tvo varamenn til eins árs. Allir félagar hafa
seturétt, málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi. Atkvæðisrétt
hafa stjórnarmenn samtakanna, formenn deilda og að auki einn
fulltrúi fyrir 1-20 félaga, 2 fulltrúa fyrir 21-40 félaga
o.s.frv Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í
málefnum félagins.

Stjórn HEÞFolaldssýning í Svarfaðardal
(14. febrúar 2011)

Hrossaræktarfélag Svarfaðardals og ng
og Hestamannafélagið Hringur hafa ákveðið að halda
Folaldasýningu í Hringsholti LAUGARDAGINN 5 mars Kl. 13.30 .
Einnig verður boðið upp á ungfolasýningu ef áhugi ef fyrir
því. Skráning berist á netfangið zophonias@centrum.is í
síðasta lagi 26 febrúar. Þar komi fram,
nafn,uppruni,litur,faðir,móðir og eigandi.


Folaldasýning í Saltvík – úrslit

(14. febrúar 2011)
Folaldasýning hrossaræktarfélags
þingeyinga var haldin í Saltvík laugardaginn 12 feb og var
þáttaka góð að venju. Keppt var í 2 flokkum og úrslit má
nálgast

hér
.


Gandálfur
frá Selfossi

(12. febrúar 2011)


Á vegum
Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og ng. Sumarið 2011 verður
GANDÁLFUR FRÁ SELFOSSI. IS2004187660 . Faðir: Gustur frá
Hóli, Móðir: Álfadís frá Selfossi. B:8,08 H: 8,60 A: 8,39.
Verð kr. 113.000.- Kynbótamatið 125. Kemur Gandálfur eftir
landsmót og verður út ágúst. Pantanir berist á netfangið
zophonias@centrum.is eða í síma 8926905. Taka þarf fram
fyrra eða seinna gangmál. Gandálfur kemur eftir landsmót ca.
4-5 júlí. Seinna gangmál ca 8-10 ágúst. Þá verður sónað og
bætt inn í hólfið.