Fréttayfirlit frá árinu 2004

Hér má sjá
fréttir frá HEÞ frá árinu 2004:

Verðlaunaveitingar á haustfundi
HEÞ
(8. nóvember 2004)

Möðrufell í Eyjafirði var valið ræktunarbú ársins
2004 á svæði Hrossaræktunarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. Matthías Eiðsson
tók við viðurkenningu fyrir Möðrufell við þetta tilefni, á haustfundi
Samtakanna, sem haldinn var 4. nóvember sl.

Við sama tækifæri var veitt viðurkenning fyrir hæst dæmda kynbótahrossið
á svæðinu og að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Blæs frá Torfunesi
(bygg. 8,08 hæfil. 8,54 aðale. 8,36) en Blær stóð annar efstur í flokki
5v. stóðhesta á LM 2004.

Hrossin frá Möðrufelli voru áberandi á kynbótasýningunum í vor og komu
fram mjög efnileg unghross 4ra og 5 vetra gömul, flest undan bræðrunum Ofsa
og Óska-Hrafni frá Brún. Þá átti Dósent frá Brún m.a. dæturnar Ósk frá
Halldórsstöðum og Golu frá Brún í dómi í vor og sjáfur Óður frá Brún
hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmótinu í sumar.

 

Notkun stóðhesta og
niðurstöður ómskoðana
(26.október 2004)

Í
töflunni hér að neðan má sjá notkun og niðurstöður ómskoðana þeirra
hesta sem voru á vegum Samtakanna og deilda sl. sumar.


    Notk. Jákv. Hlutf.
Gustur
frá Hóli II
húsnot. 20 13 65%
Andvari
frá Ey
seinna
g.
31 17 55%
Hrymur
frá Hofi*
fyrra
gang
27 22 81%
Hrymur
frá Hofi*
seinna
g.
29 25 86%
Þytur
frá Neðra Seli
seinna
g.
11 10 91%
Stæll
frá Miðkoti
fyrra
gang.
14 11 79%
Keilir
frá Miðsitju
e.
landsm.
28 22 79%
Garpur
frá Auðsholtshjál.
e.
landsm.
27 17 63%

*Hrymur var fyrra gangmál á Þingeyrum og áttu félagsmenn
HEÞ þar 10 hryssur. Hann var svo seinna gangmál í Dölum og félagsmenn HEÞ
áttu þar 5 hryssur.

Gustur var fyrra gangmál á Vesturlandi og var frjósemin
um 73%. Hann var síðan seinna gangmál á Austurlandi og þegar síðast fréttist
var búið að staðfesta fyl í 16 hryssum af 30 eða 53% en eitthvað kann að
bætast við það.

Númi var leigður Jóhanni Magnússyni á Bessastöðum í
Vestur Hún. Fyljunarhlutfall var 84%. Á seinna gangmáli var hann á Suðurlandi
og var fyljunin um 86%.

 

Haustfundur HEÞ í Hlíðarbæ (25.
október 2004)

Haustfundur HEÞ verður haldinn í Hlíðarbæ
fimmtudaginn 4. nóvember nk. kl. 20.30.  Ingimar Sveinsson Hvanneyri verður
með erindi um fóðrun og uppeldi hrossa og Páll Stefánsson dýralæknir og
forstöðumaður Sæðingastöðvarinnar í Gunnarsholti ræðir um sæðingar
og frjósemi hrossa. Afhent verða ræktunarverðlaun HEÞ. Félagsmenn og annað
hestaáhugafólk er hvatt til að mæta. Kaffi og meðlæti í boði Samtakanna.

 

Haustfundur HEÞ (12. október 2004)

Hinn árlegi haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga
verður haldinn í Hlíðarbæ fimmtudagskvöldið 4. nóvember nk.
Á dagskrá fundarins er afhending ræktunarverðlauna HEÞ, fræðsluerindi
ofl. Nánar auglýst síðar.

 

Númi til sölu (12.10.2004)

Tilboð óskast í stóðhestinn Núma frá Þóroddsstöðum.
Á Landsmóti  á Gaddstaðaflötum
nú í sumar hlaut hann 1. verðlaun fyrir afkvæmi með 122 stig í kynbótamati.
Hæsti einstaklingsdómur er 8,54. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er til og með 29. október 2004. Nánari
upplýsingar veitir Jón Vilmundarson í síma 897-6247. 
Tilboð skulu vera skrifleg og sendast til: Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
bt. Jón Vilmundarson Skeiðháholti 801 Selfoss.



 

Tilkynning frá eigendum Hryms frá Hofi – 22.
júní 2004



Til stóð að sýna stóðhestinn Hrym (IS1997156109) frá Hofi á kynbótasýningu
í vor og stefna með hann á Landsmótið á Hellu. Hesturinn hefur frá því
í desember sl. verið í þjálfun hjá Leo Geir Arnarsyni á Kanastöðum. Í
apríl sl. kom upp helti hjá hestinum og við skoðun dýralæknis kom í ljós
bólga og mikil eymsli í kvíslböndum á framfæti. Hrymur fékk hvíld og var
jafnframt meðhöndlaður af dýralækni.  Þegar
farið var að þjálfa hestinn að nýju tóku eymslin sig upp og var því ákveðið
að hætta við sýningar. Hrymur er nú að þjóna hryssum í hólfi á Þingeyrum
í Austur Húnavatnssýslu og verður seinna gangmál á Vesturlandi staðsettur
í Dalasýslu.

 

Héraðssýning kynbótahrossa var
haldin 9.-12. júní sl. að Hringsholti á  Dalvík
14.júní 2004

Dómaskrá eftir
yfirlit

 

Á aðalfundi Félags hrossabænda
þann 31. mars síðastliðinn var samþykkt að félagsgjald fyrir árið
2003 verði 3.000 kr, sem er óbreytt frá því í fyrra.  Innifalið í því verður aðgangur að Worldfeng, 300
heimsóknir á ári.  Þá greiða
hjón og sambýlingar eitt árgjald til félagsins en við það verður að
merkja sérstaklega í félagatali. 

Sækja verður sérstaklega um aðgang
að Worldfeng. Hægt er að nálgast eyðublað á heimasíðu Félags hrossabænda
fyrir áskrift að Worldfeng, http://nonni.bondi.is/legacy/PontunWF_FHRB.jsp. 
Eyðublaðið skal útfyllt og sent til FRBH.  
Viðkomandi fær sent til baka aðgangsorð að gagnabankanum


 

Munið að örmerkja folöldin
– 14
.maí 2004


Samkvæmt reglugerð um merkingar
búfjár
skulu; öll ásetningsfolöld fædd eftir 1. janúar 2003
einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Folöld sem slátrað
er fyrir þann tíma skulu auðkennd þannig að númer móður sé gefið upp
við slátrun.  Mikilvægt
er því að hafa allt skýrsluhald í góðu lagi. Þeir sem óska eftir aðstoð
við að koma skýrsluhaldsmálum í gott horf er bent á að hafa samband við
Elsu í Búgarði.

 

Nefnd
um framtíðarstefnumörkun Melgerðismela – 14.maí 2004

Í framhaldi af umræðum um
Melgerðismela á aðalfundi HEÞ funduðu stjórnir Hestamannafélaganna Léttis
og Funa og Hrossaræktarsamtakanna saman þar sem ákveðið var að skipa nefnd
um framtíðarstefnumörkun Melgerðismela. Nefndina skipa fulltrúar
Hestamannafélaganna Léttis og Funa og Hrossaræktarsamtakanna, þrír frá
hverjum.

 

Folaldasýning – 15.mars 2004

Folaldasýning HEÞ var haldin í Hringsholti í Svarfaðardal 14. mars. Á
sýninguna mættu álitlegustu folöldin úr folaldasýningum
aðildarfélaganna, en alls staðar voru það áhorfendur sem völdu.