Haustfundur H.E.Þ. verður haldinn að Brúnum í Eyjafjarðarsveit miðvikudagskvöldið 18. október n.k. kl. 20.
Dagskrá:
- Stefnumótun fyrir H.E.Þ.
- Verðlaunaafhendingar
- Tillögur fyrir aðalfund Fhb.
- Onnur mál
Verðlaun verða afhent fyrir hæst dæmdu kynbótahross hjá H.E.Þ. og fyrir ræktunarbú ársins.
Ræktunarbúin sem tilnefnd eru að þessu sinni eru:
Brúnir, Garðshorn á Þelamörk, Sámsstaðir, Torfunes og Ytra-Dalsgerði.
Þetta er fyrsti fundur eftir að félagsaðild hjá H.E.Þ. var breytt úr samtökum aðildarfélaga í beina félagsaðild og því eru félagsmenn hvattir til að mæta sem flestir og taka þátt í umræðum um framtíð samtakanna.
Fundurinn verður haldinn í nýju ferðaþjónustuhúsi sem einn félagsmanna okkar hefur komið upp að Brúnum í Eyjafjarðarsveit.
Stjórnin