Hrossarækt í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Á aðalfundi H.E.Þ. voru verðlaun veitt fyrir árangur félagsmanna í hrossarækt á seinasta ári.

Ákveðið deyfð hefur verið í sumum aðildarfélögum og því hefur gengið illa að halda utan um félagatal. Fyrir aðalfund voru fjögur hrossaræktarbú tilnefnd, en á aðalfundi bættust þrjú bú við. Hrossaræktarbúin sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna voru:

Garðshorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon á Akureyri, Laugasteinn í Svarfaðardal, Litli-Garður í Eyjafjarðarsveit, Ós í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit og Vignir Sigurólason á Húsavík.

Tilnefnd hrossaræktarbú

Titilinn hrossaræktarbú H.E.Þ. árið 2017 hlaut Torfunes, en hrossarækt stendur þar á sterkum grunni og sýnd voru 9 hross frá Torfunesi á árinu með aðaleinkunn 8,20 auk þriggja hryssa sem hlutu heiðursverðlaun.

Efstu hross í hverjum flokki voru:

Stóðhestar 4 vetra:

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,17, hæfil. 8,71, aðaleink. 8,49, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Grani frá Torfunesi, sköpul. 8,09, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,24, ræktandi Torfunes ehf.

Gorgeir frá Garðshorni á Þelamörk, sköpul. 8,46, hæfil. 8,71, aðaleink. 7,90, ræktendur Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hryssur 4 vetra:

Stefna frá Torfunesi, sköpul. 8,33, hæfil. 8,55, aðaleink. 8,46, ræktandi Torfunes ehf.

Hylling frá Akureyri, sköpul. 7,89, hæfil. 8,30, aðaleink. 8,13, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Vaka frá Árgerði, sköpul. 8,35, hæfil. 7,95, aðaleink. 8,11, ræktandi Magni Kjartansson

Stóðhestar 5 vetra:

Árblakkur frá Laugasteini, sköpul. 8,09, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,45, ræktandi Ármann Gunnarsson

Mozart frá Torfunesi, sköpul. 8,16, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,31, ræktandi Torfunes ehf.

Börkur frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 7,89, hæfil. 8,54, aðaleink. 8,28, ræktendur Baldvin Ari Gunnlaugsson og Ingveldur Guðmundsdóttir

Hryssur 5 vetra:

Óskastund frá Kommu, sköpul. 8,44, hæfil. 8,40, aðaleink. 8,42, ræktendur Vignir Sigurólason og Vilberg Jónsson

Eldey frá Torfunesi, sköpul. 8,31, hæfil. 8,18, aðaleink. 8,23, ræktendur Torfunes ehf. o.fl.

Efemía frá Litlu-Brekku, sköpul. 8,11, hæfil. 8,25, aðaleink. 8,19, ræktandi Vignir Sigurðsson

Stóðhestar 6 vetra:

Eðall frá Torfunesi, sköpul. 7,96, hæfil. 8,76, aðaleink. 8,44, ræktendur Torfunes o. fl.

Ísak frá Jarðbrú, sköpul. 8,13, hæfil. 8,14, aðaleink. 8,13, ræktandi Þröstur Karlsson

Bessi frá Húsavík, sköpul. 8,31, hæfil. 7,84, aðaleink. 8,03, ræktandi Vignir Sigurólason

Hryssur 6 vetra:

Glóð frá Hrafnsstöðum, sköpul. 7,74, hæfil. 8,90, aðaleink. 8,43, ræktandi Zophonías Jónmundsson

Eldborg frá Litla-Garði, sköpul. 8,18, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,41, ræktendur Stefán Birgir Stefánsson og Herdís Ármannsdóttir

Auðlind frá Brúnum, sköpul. 8,07, hæfil. 8,56, aðaleink. 8,36, ræktandi Hákon Hákonarson

Stóðhestar 7 v. og eldri:

Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og

Petrína Sigurðardóttir

Vængur frá Grund, sköpul. 8,54, hæfil. 8,47, aðaleink. 8,50, ræktandi Friðrik Þórarinsson

Segull frá Akureyri, sköpul. 7,95, hæfil. 8,69, aðaleink. 8,40, ræktandi Gunnlaugur Atli Sigfússon

Hryssur 7 v. og eldri:

Stássa frá Ytra-Dalsgerði, sköpul. 8,02, hæfil. 8,50, aðaleink. 8,31, ræktandi Kristinn Hugason

Sigurrós frá Brúnum, sköpul. 8,20, hæfil. 8,35, aðaleink. 8,29, ræktandi Einar Gíslason

Sigrún frá Syðra-Holti, sköpul. 8,26, hæfil. 8,28, aðaleink. 8,27, ræktendur Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir

Hæst dæmdakynbótahrossið aldursleiðrétti: 

Verðlaun afhent fyrir hæst dæmda kynbótahrossið

Hæst dæmda kynbótahrossið aldursleiðrétt var Hrafn frá Efri-Rauðalæk, sköpul. 8,55, hæfil. 9,03, aðaleink. 8,84, ræktendur Hjalti Halldórsson og Petrína Sigurðardóttir.

Halldór Gunnarsson tók við verðlaununum f.h. eigenda.