Haustfundur HEÞ – fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt

Haustfundur HEÞ og almennur fundur í fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna verður haldinn í Ljósvetningabúð þriðjudaginn 6. október kl. 20. Á fundinum verður fjallað um:

  • Markaðsátak í hestamennsku – kynning.

    Rekið heima af Melgerðismelarétt 2015

    Rekið heim af Melgerðismelarétt 2015

  • Sýningarárið 2015 í kynbótadómum.
  • Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.
  • Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.
  • Framkvæmd Landsmóts 2016.

Einnig verða afhentar viðurkenningar fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og ræktunarbú HEÞ.

Tilnefnd ræktunarbú HEÞ 2015 eru eftirtalin:

Efri-Rauðalækur, Baldvin, Guðlaugur og Snjólaug

Hrafnagil, Jón Elvar Hjörleifsson

Komma, Vilberg Jónsson

Litla-Brekka, Vignir Sigurðsson

Skriða, Þór og Sigríður

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson og

Ytra-Dalsgerði, Kristinn Hugason

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni.

Allir eru velkomnir og hestafólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn.

Fundarboðendur