Hér eru helstu fréttir frá árinu 2012.
Fræðslufundaröð HEÞ
(5. des 2012)
Fræðslufundaröð HEÞ Til stendur að halda þrjú
fræðslukvöld í vetur á vegum Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga og fá til þess þar til
bæra sérfræðinga. Fyrsta erindið verður haldið
nú í desember og mun það fjalla um heilbrigði
hrossa. Það næsta er fyrirhugað janúar þar sem
tekin verður fyrir fóðrun reið- og
keppnishrossa. Það síðasta er svo á áætlað í
mars en efni hefur ekki verið endanlega ákveðið
og verða tvö hin síðari nánar auglýst þegar nær
dregur.
Fyrsta kvöldið – Heilbrigði hrossa
Fimmtudagskvöldið 13. desember n.k. mun
Gestur Júlíusson dýralæknir halda fræðsluerindi
um heilbrigði hrossa. Fræðslukvöldið verður
haldið í Búgarði Akureyri og hefst kl. 20:30.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.- og er öllum opið.
Fleiri myndir frá Haustfundi
(3.des 2012)
Hér
má nálgast fleiri myndir af fundi og upplýsingar
um efstu hross.
Ræktunarbú ársins er Sauðanes
(30. nóvember 2012)
Ágúst
Marinó
Sigríður
Guðlaugur
Í gær fór fram haustfundur Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga. Var hann að þessu
sinni haldinn í Hlíðarbæ í Eyjafirði. Góð mæting
var á fundinn eða rétt um 50 manns. Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ flutti
erindi. Hann fór vítt og breytt um sviðið í
hrossræktinni og fór vel yfir líðandi starfsár í
kybótageiranum. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir
hrossasjúkdóma hjá MAST flutti ítarlegt erindi
um áverka í munni keppnishrossa á. Fyrir utan
tölulegar upplýsingar um tíðni áverka á
Landsmóti og Íslandsmóti var um að ræða afar
fræðandi fyrirlestur um lífeðlisfræðilega
uppbyggingu munnsins sem ætla má að allir þeir
sem stinga méli upp í hest hefðu gagn af að
heyra.
Á fundinum fóru fram verðlaunaveitingar til
ræktenda efstu hrossa í hverjum flokki og
tilnefningar ræktunarbúa. Efsta kynbótahross
(aldursleiðrétt skv. viðmiðun BÍ) var
stóðhesturinn Eldur frá Torfunesi en hann hlaut
í aðaleinkunn 8,60. Var þetta annað árið í röð
sem Eldur hlítur þennan titil. Tilnefnd
ræktunarbú vor sex talsins: Efri-Rauðilækur,
Komma , Litla-Brekka, Ós, Sauðanes og
Sámsstaðir. Hrossaræktarbú HEÞ 2012 er Sauðanes.
Á bænum Sauðanesi á Langanesi stundar hrossarækt
Ágúst Marinó Ágústsson. Hrossaræktin byggir að
hluta á gömlum merg en faðir hans Ágúst
Guðröðarson hefur stundað hrossarækt á Sauðanesi
í um 40 ár en Ágúst yngri hefur nú að mestu
tekið við búskapnum. Einnig hafa verið keyptar
hryssur á undanförnum árum sem teknar hafa verið
inn í ræktunina. Á búinu fæðast 5-8 folöld
árlega og hefur verið leitast við að fylgja þeim
vel eftir í tamningum og á sýningum. Á þessu ári
voru sýndar tvær hryssur í fullnaðardóm báðar 5
vetra gamlar og var meðaleinkunn þeirra 8,12.
Samtökin óska þeim feðgum innlega til hamingju
með árangurinn. Meðfylgjandi myndir tók Sigfús
Helgason og kunnum við honum bestu þakkir fyrir
lánið á þeim.
Haustfundur HEÞ 29. nóvember
Minnum á haustfundinn fimmtudaginn 29. nóvember.
Fundurinn verður haldinn í Hlíðarbæ og hefst kl.
20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð
erindi á dagskrá: Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST fjallar um
áverka á keppnishrossum og Guðlaugur Antonsson
fer yfir árið í hrossaræktinni. Á fundinum
verður tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins á
félagssvæðinu. 6 bú eru tilnefnd að þessu sinni.
Þau eru í stafrófsröð: Efri-Rauðilækur, Komma
, Litla-Brekka, Ós, Sauðanes og Sámsstaðir.
Ræktendur (félagsmenn HEÞ) þriggja efstu hrossa
í hverjum flokki á árinu hljóta viðurkenningu.
Auk þess mun efsta hross eftir
aldursleiðréttingu (skv. viðmiðun BÍ) hljóta
sérstök verðlaun. Allt áhugafólk um hrossarækt
er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar í boði
samtakanna.
Haustfundur og ræktunarbú
(19.nóvember 2012) breytt dagsetning!
Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í
Hlíðarbæ
fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hann
kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð
erindi á dagskrá: Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST fjallar um
áverka á keppnishrossum og Guðlaugur Antonsson
fer yfir árið í hrossaræktinni. Á fundinum
verður tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins á
félagssvæðinu. 6 bú eru tilnefnd að þessu sinni.
Þau eru í stafrófsröð: Efri-Rauðilækur, Komma
, Litla-Brekka, Ós, Sauðanes og Sámsstaðir.
Ræktendur (félagsmenn HEÞ) þriggja efstu hrossa
í hverjum flokki á árinu hljóta viðurkenningu.
Auk þess mun efsta hross eftir
aldursleiðréttingu (skv. viðmiðun BÍ) hljóta
sérstök verðlaun. Allt áhugafólk um hrossarækt
er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar í boði
samtakanna.
Hrossaræktin 2012 er komin út
(19. nóvember 2012)
Félagar í Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og
Þingeyinga geta nú nálgast eintak af bókinni
Hrossaræktin 2012 í Búgarði. Félag Hrossabænda
hefur keypt bókina fyrir sína félagsmenn sem fá
hana afhenda sér að kostnaðarlausu.
Bókin verður jafnframt afhent á Haustfundi
samtakanna sem fram fer í Hlíðarbæ fimmtudaginn
22. nóvember kl. 20:30.
Bókin er ársrit hrossaræktarinnar, hugmynd sem
byggð er að hluta til á eldri samnefndri bók sem
BÍ gaf út um árabil. Að útgáfunni stendur hópur
áhugafólks um hrossarækt sem einnig hefur gefið
út stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og
rekur vefinn stodhestar.com.
Sölusýning myndbönd.
Nú hefur verið útbúið myndband af söluhrossunum
sem fram komu á sölusýningu HEÞ 25. ágúst sl.
Yfirlitssýning á Akureyri
(23. ágúst 2012)
Hér má
nálgast hollaskrá fyrir yfirlitssýninguna
sem verður á morgun föstudag og hefst kl. 10:00.
Sölusýning
(22. ágúst 2012)
26
hross eru skráð á sölusýninguna sem fer fram á
Hlíðarholtsvelli Akureyri laugardaginn 25. ágúst
kl. 13:00.Hér
má nálgast sýningarskrá.
Hollaskrá
(20. ágúst 2012)
Hér má nálgast
hollaskrá Síðsumarsýningar á Akureyri.
Yfirlitssýning fer fram á föstudaginn og hefst
kl. 10:00.
Síðsumarsýning á Akureyri
(17.
ágúst 2012)
Um 40 hross eru skráð á Síðsumarsýningu á
Akureyri. Allir dómar fara fram á fimmtudegi og
byrjað verður kl. 8:00 í reiðhöllinni.
Yfirlitssýning verður svo haldin á föstudag.
Hollaskrá verður birt á mánudag á
www.hryssa.is
Búgarður – Ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi.
Sölusýning á Akureyri
(17.
ágúst 2012)
Laugardaginn 25. ágúst nk. munu
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga
standa fyrir sölusýningu á Hlíðarholtsvelli
Akureyri. Sama dag fer fram hestaíþróttamót á
vegum Léttis en sölusýningin verður felld inn í
dagskrá mótsins og er reiknað með að hún verði
strax eftir hádegishlé (nánar auglýst þegar
fjöldi skráninga liggur fyrir). Elka
Guðmundsdóttir umsjónarmaður söluvefsins
www.hest.is
mun verða á staðnum og taka upp sölumyndbönd
fyrir hennar sölusíðu sé þess óskað. Þeir sem
taka þátt í mótinu geta einnig óskað eftir að
sýningin verði tekin upp þó svo þeir taki ekki
þátt í sölusýningu HEÞ. Upptaka er sýnendum að
kostnaðarlausu en að öðru leyti gilda skilmálar
um sölulaun o.fl. á
www.hest.is
Skráningar skulu sendar á netfangið
vignir@bugardur.is í síðasta lagi
mánudagskvöldið 20. ágúst. Upplýsingar skulu
fylgja um verðhugmynd, IS númer hests ásamt
stuttri lýsingu á hestinum. Einnig skal taka
fram ef óskað er eftir myndbandsupptöku.
Skráningarjald er kr. 3.000.-
Nánari upplýsingar veita: Vignir í síma
896-1838, Ríkarður í síma gsm 895-1118
Síðsumarsýning á Akureyri – síðasti
skráningardagur á morgun miðvikudag
(14. ágúst 2012)
Síðsumarsýning kynbótahrossa verður haldin á
Akureyri dagana 20.- 24. ágúst nk. Fjöldi daga tekur
þó mið af skráningum en endað verður með
yfirlitssýningu á föstudegi. Tekið er við
skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is
Síðasti skráningar- og greiðsludagur er
miðvikudagurinn 15 ágúst.
Síðsumarsýning á Akureyri
(9. ágúst 2012)
Síðsumarsýning kynbótahrossa verður haldin á
Akureyri dagana 20.- 24. ágúst nk. Fjöldi daga tekur
þó mið af skráningum en endað verður með
yfirlitssýningu á föstudegi. Tekið er við
skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is
Byrjað er að taka við skráningum en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er miðvikudagurinn
15 ágúst. . Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er
kr.18.500.- fyrir fulldæmt hross en kr. 13.500 fyrir hross sem aðeins er skráð í
byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi og fæðinganúmer. Munið að kynna ykkur reglur um
einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.
Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
Gígjar – fyrra gangmál
(14. júní 2012)
Gígjari frá Auðsholtshjáleigu verður senn sleppt
í hólf á Bergsstöðum í Aðaldal. Tekið verður á
móti hryssum á Bergsstöðum þriðjudaginn 19. júní
frá kl. 19:00 – 21:00. Enn er hægt að bæta við
hryssum í hólfið og er áhugasömum bent á að hafa
samband við Vigni í síma 896-1838 eða á
netfangið
vignir@bugardur.is
Verð er 100.000.- með vsk. hólfagjaldi og einni
sónarskoðun. Umsjónarmaður er Benedikt og er
hann í síma 862-7703.
Dalvík – Hollaskrá fyrir yfirlit
Yfirlitssýning hefst kl. 9:00. Hádegishlé verður
tekið eftir 19 holl og er áætlað frá kl. 12:00 –
13:00.
Dalvík – síðasti dagur fyrir yfirlit
(7.
júní 2012)
Í dag
fimmtudag er síðasti dagur dóma á Dalvík.
Yfirlitssýning fer fram á morgun föstudag og
hefst kl.9:00 á 4 vetra hryssum. Endað verður á
elstu stóðhestum. Hollaskrá fyrir yfirlit verður
birt í kvöld á heimasíðu HEÞ
www.hryssa.is
Mánudagur – holl uppfært (3.júní)
mánudagur
Kynbótasýning á Dalvík – hollaskrá fyrir mánudag
og þriðjudag
Hátt í
130 hross er skráð til þáttöku á
kynbótasýninguna á Dalvík sem fram fer dagana
4.-8. júni. Dómar verða mánudag til fimmtudags
og yfirlitssýning verður á föstudag.
Meðfylgjandi er hollaskrá fyrir mánudag og
þriðjudag. Hollaskrá fyrir miðvikudag og
fimmtudag verður birt á sunnudag á
www.hryssa.is.
Hugsanlegar breytingar á hollum verða birtar á
sama stað.
HOLLASKRÁ MÁNUD.-ÞRIÐJUD.
Kynbótasýning á Dalvík
(24. maí 2012)
Kynbótasýning verður haldin á Dalvík dagana 4.- 8. júní nk. (fjöldi daga tekur
þó mið af skráningum). Tekið er við
skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is
Byrjað er að taka við skráningum en síðasti
skráningar- og greiðsludagur er miðvikudagurinn
30. maí. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er
kr.18.500.- fyrir fulldæmt hross en kr. 13.500 fyrir hross sem aðeins er skráð í
byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi og fæðinganúmer. Munið að kynna ykkur reglur um
einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.
Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
Hollaskrá fyrir yfirlit. Hefst kl. 9:00.
Hollaskrá yfirlit
Hollaskrá kynbótasýningar
(21.
maí 2012)
Yfirlitssýning hefst kl. 9:00 á þriðjudag
en ekki 10:00 eins og auglýst hafði verið.
Hollaskrá
Melgerðismelar 2012 (uppfært
21. maí kl. 8:50)
Vorsýningu á Melgerðismelum frestað til mánudags
(16.05.2012)
Sökum snjóa og ótíðar undanfarna daga hefur
vorsýningu kynbótahrossa, sem vera átti
fimmtudag og föstudag í þessari viku, verið
frestað til mánudagsins 21. maí. Yfirlit verður
svo þriðjudaginn 22. maí.
Búgarður ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
Vorsýning á Melgerðismelum – tilkynning
(11.
maí 2012)
Ríflega 20 hross eru skráð á vorsýningu
kynbótahrossa sem haldin verður í næstu viku á
Melgerðismelum. Dómar munu fara fram
fimmtudaginn 17. maí og er áætlað er þeir
hefjist kl. 12:00. Yfirlitssýning verður svo
haldin á föstudeginum. Hollaskrá verður birt
þriðjudaginn 15. maí.
Búgarður – ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi.
Það
hljóp einhver draugur í stóðhestasíðuna okkar. En það á nú að vera komið í lag.
Sjá hér.
Kynbótasýning á Melgerðismelum 14.-18. maí
(30. apríl 2012)
Kynbótasýning verður haldin á Melgerðismelum dagana 14.-18. maí nk. Tekið er við
skráningum í Búgarði, í síma 460-4477 eða á netfangið
vignir@bugardur.is
Byrjað er að taka við skráningum en síðasti skráningardagur og greiðsludagur er
7. maí. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er
kr.18.500.- fyrir fulldæmt hross en kr. 13.500 fyrir hross sem aðeins er skráð í
byggingardóm eða hæfileikdóm. Hægt er að greiða í Búgarði. Einnig má leggja inn
á reikning 302-13-200861, kt. 490169-1729, og senda kvittun á netfangið
vignir@bugardur.is
skýring: nafn á hrossi og fæðinganúmer. Munið að kynna ykkur reglur um
einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir. Auglýst með
fyrirvara um næga þátttöku.
Fréttabréf á leið til félagsmanna
(30. apríl 2012)
Fréttabréf er á
leið til félagsmanna HEÞ. Það má einnig nálgast hér á pdf skjölum.
Síða1
Síða2
Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga styrkja exemrannsóknir
(16. apríl 2012)
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn í Funaborg
11. apríl sl. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa fluttu þau Vilhjálmur Svansson
og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir afar áhugavert erindi um rannsóknir á vegum
Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum um sumarexem í íslenskum hestum.
Markmið verkefnisins er að þróa ónæmismeðferð við sumarexemi. Verkefninu miðar
vel en svona rannsóknir eru afar kostnaðarsamar og hætta á að þær stöðvist ef
ekki fást auknir fjármunir til að halda þeim áfram. Óhætt er að segja að það sé
eitt eitt af stærri hagsmunamálum íslenskra hrossaræktenda að finna úrlausn á
þessum málum. HEÞ og aðildarfélög þess ákváðu að styðja við rannsóknarhópinn
með 600.000.- kr. framlagi og var upphæðin afhent á fundinum.
Á
meðfylgjandi mynd má sjá þau Sigurbjörgu og Vilhjálm ásamt Ríkarði G. Hafdal
formanni HEÞ sem afhenti styrkinn.
Ungfolaskoðun í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
(4. apríl 2012)
Fyrirhugað er að bjóða upp á ungfolaskoðun á ógeltum folum á svæði Búgarðs (í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum) þriðjudaginn 24. apríl ef áhugi reynist fyrir
hendi. Dómarar verða þeir Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson. Gefa þeir
skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 5.000
kr m.vsk fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 4.000 kr. fyrir
hvern fola umfram það. Athugið að því betri sem aðstaðan er til að meta
bygginguna og hreyfingar því öruggari verður dómurinn og því getur verið
heppilegt að safna folum saman á ákveðna staði þar sem góð aðstaða er til að
meta þá. Panta þarf sem fyrst hjá Vigni í Búgarði í síma 460-4477 eða með því að
senda tölvupóst á netfangið
vignir@bugardur.is
Aðalfundur Framfara verður
27. mars (23. mars
2012)
Aðalfundur Framfara
verður haldinn í matsal Þelamerkurskóla, þriðjudagskvöldið
27 .mars n.k. og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf.
Kaffi og terta í boði félagsins. Félagar – fjölmennum á fundinn.
Stjórn Framfara.
Aðalfundur HEÞ verður 11. apríl
(21. mars).
Aðalfundur HEÞ verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl í Funaborg og hefst hann
kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kjósa skal einn mann í stjórn
til þriggja ára og tvo varamenn til eins árs. Allir félagar hafa seturétt,
málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa stjórnarmenn samtakanna,
formenn deilda og að auki einn fulltrúi fyrir 1-20 félaga, 2 fulltrúa fyrir
21-40 félaga o.s.frv Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í málefnum
félagins.
Stjórn
HEÞ
5
nýjir stóðhestar hafa bæst við stóðhestasíðuna.
(16. mars 2012)
Sólon frá Skáney verður í Svarfaðardal
(5. mars 2012)
Hrossaræktarfélag
Svarfaðardals og nágr. Hefur tekið stóðhestinn Sólon frá Skáney á leigu
frá 3 júlí til 31 ágúst 2012. Sólon verður í hólfi að Þverá í
Svarfaðardal. Dómur, B:8,24 H: 8,64 A: 8,48
Blup:sköpulag 121, hæfileikar 118, aðaleinkun 121. Verð með hólfagjaldi og
sónaskoðun kr. 105.000. Pantanir berist á netfangið
zophonias@centrum.is
eða
í síma 8926905. F: Spegill frá Sauðárkróki M: Nútíð frá Skáney.
Hrossaræktarfundur
(27. febrúar 2012)
Almennur fundur um málefni hrossaræktarinnar
verður haldlinn í Ljósvetningabúð Suður-Þing.
mánudaginn 12. mars og hefst hann kl. 20:30.
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður
Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt,
Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur
Bændasamtaka Íslands og Lárus Hannesson formaður
Gæðingadómarafélags LH.
Kaffiveitingar í boði Hrossaræktarsamtaka
Eyfirðinga og Þingeyinga.
Aðalfundur Náttfara
(27. febrúar 2012)
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg,
Melgerðismelum, föstudaginn 2. marz kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf, viðurkenningar fyrir hæst dæmda kynbótahross 2011
ræktað af félagsmanni Náttfara og árangur á folalda- og ungfolasýningu 2012.
Stóðhestaumræða studd myndskeiðum frá LM-2011.
Kaffiveitingar í boði Náttfara.
Nýir félagsmenn velkomnir.
Stjórnin
Góður dagur með Guðlaugi Antonssyni
hrossaræktarráðunaut
(20. janúar 2012)
Búgarður
– ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi stóð fyrir degi með hrossaræktarráðunaut
á Akureyri sl. föstudag. Mikil og góð þátttaka var á þennan viðburð en um 40
manns tóku þátt. Dagskráin hófst kl. 10 og stóð til kl. 17:00. Byrjað á að fara
yfir ýmsa þætti er varða mat á sköpulagi kynbótahrossa. Eftir fyrirlestur og
myndasýningu var farið í að byggingardæma 6 hross og gátu þátttakendur borið
sínar tölur saman við einkunnir ráðunautsins. Að sama skapi var tekin fyrir
hæfileikadómur og var hrossunum riðið á kynbótavelli Léttis á Akureyri.
Hópurinn lét ekki kalt veður og einstaka hríðarbylji aftra sér frá því að storma
út á kynbótavöll til þess að hæfileikadæma en með sama lagi og fyrr voru
hæfileikadómar yfirfarnir að dómum loknum yfir kaffisopa og vínarbrauði.
Dagur
með hrossaræktarráðunaut (2. febrúar 2012)
Dagur með hrossræktarráðunaut verður haldinn í
Topreiter höllinni á Akureyri föstudaginn 17. febrúar nk. Guðlaugur Antonsson
hrossaræktarráðunautur BÍ mun fara yfir helstu atriði sem lögð eru til
grundvallar við einkunnagjöf í kynbótadómum bæði hvað varðar byggingu og
hæfileika. Sýnd verða nokkur hross og gefst þátttakendum kostur á að gefa þeim
einkunnir og bera saman við tölur ráðunautsins.
Þátttökugjald er kr. 4.000.-
Innifalið í þátttökugjaldi er léttur
hádegisverður.
Tímasetning: Föstudagur 17. febrúar frá kl. 10:00
– 17:00
Skráning í Búgarði í síma 460-4477 eða á
netfangið
vignir@bugardur.is
Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 14.
febrúar.
Hrossaræktarfélagið
Framfari – folaldasýning
(26. janúar 2012)
Folaldasýning Framfara verður
haldin í TopReiterhöllinni á Akureyri, laugardaginn 28. jan n.k. og hefst kl.
12:00. Sýningin verður með sama sniði og verið hefur, keppt í flokkum
hestfolalda og merfolalda. Dómnefnd velur 3 efstu folöldin í hvorum flokki og
eins munu áhorfendur velja „flottasta folaldið“. Skráningargjald á folald er 500
kr. Veitingasala á staðnum og eins og flestir vita er mjög góð aðstaða fyrir
áhorfendur. Tekið við skráningum til kl. 22 föstudagskvöldið 27. jan (til að
folöldin nái að prentast í skrá). Skráningar skulu sendar á netfang
fornhagi@fornhagi.is (Anna Guðrún) eða axelgrettisson@n1.is (Axel) Hægt er að
greiða inn á reikn. 0302-26-4210 kt. 421007-1950 Hrossaræktarfélagið Framfari,
eða á á staðnum (ekki posi).
Hrossaræktarfélagið
Náttfari – skráning (26.
janúar 2012)
Folalda- og ungfolasýning
Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður í Melaskjóli, Melgerðismelum, laugardaginn
28. janúar 2012. Hrossin verða sköpulagsskoðuð frá kl. 10 og hlaupaæfingar
hefjast kl. 13. Eyþór Einarsson mun stýra dómshaldi. Skráningar berist til
Þorsteins á Grund um tölvupóst í netfangið theg@isor.is fyrir lok fimmtudagsins
26. janúar. Skrá þarf nafn og fæðingarnúmer hrossa ásamt símfangi umráðamanns.
Kveðja frá stjórn Náttfara
Hrossaræktarfélagið
Náttfari -Folaldasýning (18. janúar 2012)
Folalda- og
ungfolasýning Náttfara 2012 verður haldin í Melaskjóli, Melgerðismelum
laugardaginn 28. janúar n.k. Nánari útfærsla auglýst síðar en miðað er við að
hlaupaæfingar hefjist kl. 13.
Skráningar með nafni og fæðingarnúmeri berist með tölvupósti til Þorsteins á
Grund (theg@isor.is) fyrir kl. 21 fimmtudaginn 26. janúar.
Kveðja frá stjórn Náttfara