Skemmtiferð HEÞ

Sælir kæru félagsmenn,

Hafið þið áhuga á að fara í skemmtiferð og skoða áhugaverð hrossaræktarbú á suðurlandi? Þeir sem hafa áhuga og eru ekki búnir að láta vita eru beðnir um að gera það sem allra fyrst.

Hugmyndin er sú að farið verði saman á hópferðarbíl, gist, borðað saman og áhugaverð bú heimsótt. Ferðin er fyrir félagsmenn HEÞ og maka þeirra. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar þá eru allir velkomnir að bætast í hópinn.

Fyrirhugað var að leggja af stað á föstudegi og gista tvær nætur.

Það á alveg eftir að skoða endanlega alla liði, fyrst að fá að vita endanlega hverjir hefðu áhuga. Hjá Þeim sem hafa sýnt slíkri ferð áhuga hefur komið í ljós að dagsetningin 8-10 nóvember muni að öllum líkindum verða fyrir valinu.

Endilega sendið línu til baka um hvort áhugi sé á að vera með í slikri ferð, svo verður tekin loka ákvörðun á næstu dögum um framhaldið. 

Póstur um fyrirhugaða ferð var sendur á félagsmenn 8.október síðastliðin. Þeir félagsmenn sem ekki hefur borist sá póstur vinsamllegast látið vita með því að senda post á birnatryggvad@gmail.com eða í skilaboðum

Bestu Kveðjur 

Folaldasýning Náttfara 23. febrúar

Folaldasýning Náttfara verður á haldin laugardaginn 23. febrúar n.k. í Melaskjóli á Melgerðismelum.

 

Sýningin verður með hefðbundnu sniði og dómari er Eyþór Einarsson ráðunautur.

Sýningin hefst með byggingardómum kl. 11 og hæfileikadómum eftir hádegi.

Sýningin er öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum, félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm.

Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr.1.000 fyrir utanfélagsmenn.

Einnig er hægt að koma með ungfola á annan og þriðja vetur.

Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokki.

Við vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu.

Skráningu er á netfangið einar@krummi.is  og líkur henni á hádegi föstudaginn 22. feb.

Stjórn Náttfara

Ræktunarárangur 2018

Á aðalfundi H.E.Þ. nýlega voru afhent verðlaun fyrir ræktunarárangur félagsmanna árið 2018.

Sjö ræktunarbú voru tilnefnd en þau eru: Björgvin og Helena, Akureyri, Brúnir,
Garðhorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon, Akureyri, Laugasteinn, Litla-Brekka og Torfunes.

Ræktunarbú H.E.Þ. 2018 er Garðhorn á Þelamörk.

Hæst dæmda kynbótahross 2018, aldursleiðrétt er Þór frá Torfunesi.

Hér á eftir er skrá yfir hæstu þrjú kynbótahross í hverjum flokki árið 2018.

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Folaldasýning Náttfara verður á haldin laugardaginn 9. febrúar nk. á Melgerðismelum.

Sýningin verður með hefðbundnu sniði og dómari er Eyþór Einarsson ráðunautur.

Sýningin er öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum, félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm.

Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr.1.000 fyrir utanfélagsmenn.

Einnig er hægt að koma með ungfola á annan og þriðja vetur.

Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokk.

Við vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu.

Skráningu er á netfangið einar@krummi.is  og líkur henni á hádegi föstudaginn 8 feb.

Stjórn Náttfara

Aðalfundur H.E.Þ.

Aðalfundur H.E.Þ. verður haldinn í Búgarði fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.
Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningar 2017 og 2018

3. Verðlaunaafhendingar

4. Starfsemi næsta ár

5. Kosningar

6. Önnur mál
Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahross dæmd árið 2018 og ræktunarbú ársins.

Tilnefnd ræktunarbú eru: Brúnir, Björgvin og Helena Akureyri, Garðshorn á Þelamörk, Gunnlaugur Atli Sigfússon, Akureyri, Laugasteinn, Litla-Brekka og Torfunes.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir.

Stjórnin

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar kynna stöðuna og þær hugmyndir sem eru í farvatninu. Eftir það er hugmyndin að skipta hópnum upp og skapa umræðu í minni hópum sem verður svo kynnt í lokin.

Tveir fundir verða haldnir:

Hliðskjálf Selfossi, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 20:00.

Tjarnarbæ Sauðárkróki, þriðjudaginn 10. apríl kl. 20:00

Kaffiveitingar í boði.

Fundinum sem haldin verður á Selfossi verður varpað beint út á facebook síðu Félags hrossabænda en þar getur fólk fylgst með fundinum og sent inn spurningar og hugmyndir.

 

Boðið heim í Litla-Garð, Eyjafjarðarsveit

Heimboði númer tvö sem fræðslunefnd HEÞ stendur fyrir.

Seinast vorum við í Garðshorni á Þelamörk og þökkum við kærlega fyrir góðar viðtökur.

Núna endurtökum við leikinn og hittumst í Litla-Garði og kynnum okkur bú þeirra hjóna Herdísar og Stefáns Birgis.

Sama fyrirkomulag verður og síðast þar sem þeir sem skrá þátttöku sína á viðburðinn mæta sjálfir með eitthvað á hlaðborð sem gestir geta gætt sér á. Hver og einn ræður hvað hann mætir með.

Hægt er að skrá þátttöku á viðburðinn inn á facebook með því að fara á eftirfarandi link: https://www.facebook.com/events/159332811416347/

Fyrir þá sem eru ekki á fésbókinni en ætla að mæta þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Stefán Birgi eða Herdísi á netfangið: litligardur601@gmail.com
Komum saman spjöllum yfir kaffisopa og góðgæti.

Gestgjafar munu kynna bú sitt og starfsemi.

Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldin á Melgerðismelum 17. febrúar nk.

Dómari verður Eyþór Einarsson.  Veitt verða verðlaun í flokki hestfolalda og hryssna, einnig verða flokkar ungfola tveggja og þriggja vetra.

Sýningin er öllum opin en skoðunargjald er kr 1.500 fyrir utanfélags folöld.

Skráningar skal senda á einar@krummi.is fyrir kl. 16.00 á föstudag. Byggingardómur fer fram fyrir hádegi  en sýningin hefst kl. 13.30 í Melaskjóli, hægt er að versla veitingar í hádeginu.

Vegleg verðlaun í formi folatolla eru fyrir efstu sætin í flokkunum.

Aðgangur ókeypis.

Stjórn Náttfara