1. grein
Félagið heitir Hrossaræktarfélagið Heimanenn. Starfssvæði þess er hið sama og HEÞ. Félagið á aðild að Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga. Heimili þess og varnarþing er hjá formanni félagsins.
2. grein
Félagar geta allir orðið sem stunda hrossarækt á félagssvæðinu, geta spilað klarinettupolka á þverflautu og eru örvhentir. Frá öllum þessum inntökuskilyrðum má þó víkja með einróma sammþykkt aðalfundar.
3. grein
Tilgangur félagsins er að gera hag félagsmanna og hrossa þeirra eins mikinn og efni standa til. Félögum í Heimamönnum er frjálst að sýna kynbótahross sín þar sem þeim þóknast.
4. grein
Aðalfund skal halda fyrir vorjafndægur ár hvert og boða með minnst þriggja daga fyrirvara. Þar skulu unnin hefðbundin aðalfundarstörf.
5. grein
Stjórn félagsins skipa þrír menn kosnir til 3ja ára í senn. Fyrstu tvö árin gangi einn stjórnarmaður úr stjórn hvort ár eftir hlutkesti, þannig að einn stjórnarmaður sé kosinn á hverjum aðalfundi eftir það.
Varastjórn skal skipa á sama hátt. Stjórnin skiptir með sér verkum. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til tveggja ára í senn.
Stjórn ræður málefnum félagsins á milli funda. Hún ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
6. grein
Félagsgjöld skulu ákvörðuð á aðalfundi ár hvert og greiðast jafnskjótt og ákvörðun hefur verið tekin.
7. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda komi breytingartillögur fram í fundarboði. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf á fundi til að lagabreyting nái fram að ganga.
8. grein
Til slita á félaginu þarf samþykki tveggja þriðju hluta félagsmanna á aðalfundi. Verði félaginu slitið skal stjórnin ljúka skuldaskilum fyrir félagið. Sé um eignir að ræða skulu þeir félagsmenn sem eftir eru gera sér glaðan dag fyrir andvirði þeirra.
Lög þessi voru samþykkt á fundi Heimamanna sem haldinn var á Kommu á skírdag 2010 og öðlast gildi er aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga hefur samþykkt þau.