Almennur fundur í fundaröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna verður haldinn í reiðhöllinni á Akureyri fimmtudaginn 2. mars kl. 20.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
- Félagskerfi Félags hrossabænda
- Markaðsmál
- Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala
- Nýjungar í skýrsluhaldinu
- Nýjungar í kynbótadómum
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Félagsmenn í H.E.Þ., hrossaræktendur og aðrir hestamenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.