Fundargerð aðalfundar HEÞ 16. mars 2011

 

Fundarsetning, skipan fundarstjóra og fundarritara.

Ríkarður Hafdal formaður setti fund og bar því næst upp tillögu um að fundarstjóri yrði Axel Grettisson. Var sú tillaga samþykkt. Eins bar hann upp tillögu um að Ástríður Sigurðardóttir ritaði fundargerð. Var það einnig samþykkt. Axel Grettisson tók því næst til við stjórn fundarins og var gengið til auglýstrar dagskrár.

 

Skipan kjörbréfanefndar

Stungið upp á Val Ásmundssyni, Arnari Sigfússyni og Snorra Kristjánssyni.

 

Skýrsla stjórnar

Ríkarður Hafdal flutti skýrslu stjórnar (sjá skýrslu).

 

Reikningar

Zophonías Jónmundsson gjaldkeri félagsins tók til máls og lagði fram reikninga félagsins. Skýrði þá og lagði fram til samþykktar. Tap árið 2010 var upp á 945.896.-  Skuldir og eigið fé alls krónur 10.265.910

 

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

Fundarstjóri gaf orðið laust undir þessum lið. Spurt er hver sé aðalástæða fyrir tapi félagsins. Hluti af skýringu fyrir tapi er aukin ferðakostnaður vegna funda en auk þess er bókfært tap af sölu Hryms.  Eins var spurt um leigu á stóðhestahólfum, hvort þau hafi verið 1.624.035? Þetta kemur út á sléttu þar sem tekjur af leiguhólfum koma á móti.

Ársskýrsla og reikningar lagðir fram og eftir umræður voru reikningar samþykktir.

 

Kjörbréf

Snorri Kristjánsson gerði grein fyrir kjörbréfum:

Hrossaræktarfélagið Framfari:

Félagar í Framfara eru 122 og hefur rétt á 7 kjörnum fulltrúum auk formanns.

Hrossaræktarfélag Suður-Þingeyinga:

Félagsmenn eru 55 og hefur rétt á 3 kjörnum fulltrúum auk formanns.

Hrossaræktarfélagið Náttfari:

Félagsmenn eru 83 og hefur rétt á 5 kjörnum fullrúum auk formanns.

Hrossaræktarfélagið Heimamenn:

Félagar í Heimamönnum eru 11 og hefur 1 kjörinn fullrúa auk formanns

Hrossaræktarfélag Svarfaðardals og nágrennis:

Innan Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis eru 25 félagsmenn og hefur rétt á 2 kjörnum fullrúum auk formanns.

Hrossaræktarfélag Norður-Þingeyinga:

Í því félagi er 16 félagsmenn og eiga þeir rétt á einum fulltrúa auk formanns.

 

Kosningar í stjórn og skoðunarmanna.

Kjósa þarf menn í stjórn í stað Höskuldar Jónssonar og Zophoníasar Jónmundssonar. Höskuldur gaf ekki kost á sér og var stungið upp á Þorsteini Egilsyni í hans stað. Ekki kom fram mótframboð og var hann kjörinn með lófataki. Zophonías gaf kost á sér áfram og var hann samþykktur með lófataki.

Varamenn jafnframt endurkjörnir með lófataki þeir Þorvar Þorsteinsson og Auðbjörn Kristinsson.

 

Skoðunarmenn reikninga voru jafnframt endurkjörnir með lófataki en þeir eru Jósavin Gunnarsson og Rafn Arnbjörnsson og til vara Þorvaldur Hreinsson.

 

Kosning fulltrúa á aðalfund Félags hrossabænda

HEÞ má senda 6 menn á aðalfund Félags hrossabænda auk formanns sem er sjálfkjörinn.  Tillaga kom upp um að stjórnarmenn HEÞ og varamenn yrðu aðalfulltrúar og var það samþykkt með lófataki. Tillaga um að Vilberg Jónsson og Sindri Bjarnason yrðu varamenn og var það samþykkt með lófataki. 

 

Framlagning og afgreiðsla mála

Fram komu tvær tillögur stjórnar og eru lagðar fyrir aðalfundinn

 

Tillaga um árgjald er að það sé óbreytt frá fyrra ári.

1000 kr og 500 á maka. 4000 til Félags hrossabænda

Það er samþykkt einróma.

 

Tillaga fyrir aðalfund HEÞ um skipulag kynbótasýninga á félagssvæði HEÞ.

Aðalfundur HEÞ haldinn í Hlíðarbæ 16. mars 2011 leggur til að komið verði á föstu skipulagi kynbótasýninga til næstu þriggja ára. Með þeim fyrirvörum að viðkomandi aðilar séu tilbúnir að taka að sér þessar sýningar og að svæðin uppfylli kröfur Bændasamtaka Íslands um sýningaraðstöðu eins og þær eru á hverjum tíma.

Skipulagið verði eftirfarandi

2011

Vorsýning maí – Hringsholt

Héraðssýning júní – Akureyri

Síðsumarsýning ágúst – Melgerðismelar

2012

Vorsýning maí – Melgerðismelar

Hérðassýning júní – Hringsholt

Síðsumarsýning ágúst – Akureyri

2013

Vorsýning maí –Akureyri

Héraðssýning júní – Melgerðismelar

Síðsumarsýning ágúst – Hringsholt

 

Komið var fram með breytingartillögu um röðun. Um þetta var kosið og samþykkt samróma. Tillagan var samþykkt.

Við útdrátt kom fram sama röðun og var í tillögu.


 

 

Önnur mál

Anna Guðrún varpaði fram þeirri hugmynd að koma á einhverskonar kerfi milli deildanna þannig að menn geti ekki skáði sig í nýja deild án þess að gera upp eldri skuldir við þá deild sem þeir eru eða voru í. Fundarmenn almennt á því að þetta sé ekki stórt vandamál en rétt sé að skoða leiðir til úrbóta og var þessu vísað til stjórnar H.E.Þ.

Umræður vegna kostnað vegna sónarskoðanna sem eru dýrar og rætt um að láta gera tilboð í verkið. Verð á sónarskoðun er almennt 2500 kr til 5000. Samþykkt er að skoða málið.

 

Ýmsar umræður um stóðhestamál og verðlagningu á folatollum.

 

Vignir gerði grein fyrir reikningum Gígjars ehf. og málum tengdum Gígjari.

Vilberg kom fram með hugmynd um að selja hlut HEÞ í Gígjari ehf. með þeim rökum  að félagsmenn séu hvort sem er að greiða sama gjald fyrir folatoll og utanfélagsmenn. Auk þess sé hæpið að HEÞ fái til baka kaupverðið með arðgreiðslum. Vilberg og Ágúst komu fram með svohljóðandi tillögu:

 

Aðalfundur HEÞ 16. mars 2011 haldinn í Hlíðarbæ beinir því til stjórnar H.E.Þ. að leita leiða til að selja hlut sinn í Gígjari ehf. þannig að hag okkar sé sem best borgið.

Eftir umræður var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en tveir voru á móti.

 

Fundarslit

Formaður þakkar fundarmönnum setuna og sleit fundi