Félag hrossabænda og Íslandsstofa boða til kynningarfundar

Umræða um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenska hestinn hefur vaxið í greininni á undanförnum árum. Nú er komið að því að hagsmunaaðilar taki höndum saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins á erlendri grundu með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Við hvetjum hagsmunaaðila í greininni, samtökum í ræktun, útflutningi og þjónustu og vörum sem tengist íslenska hestinum, til að taka þátt í þessu sameiginlega markaðsstarfi. Verkefnið, Islandsstofa_logo1markmið þess og framkvæmd verða kynnt á fundi þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu skemmtilegar umræður.

Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á fundinn með því að senda á islandsstofa@islandsstofa.is merkt “Markaðssetning íslenska hestsins”.

Vonum til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar veita

Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is / 693-3233

Sveinn Steinarsson hjá Félagi hrossabænda, sveinnst@fhb.is / 892 -1661

Tinna Dögg Kjartansdóttir hjá tintinMarketing, tintinmarketing@gmail.com / 780-1881