Boðið heim í Litla-Garð, Eyjafjarðarsveit

Heimboði númer tvö sem fræðslunefnd HEÞ stendur fyrir.

Seinast vorum við í Garðshorni á Þelamörk og þökkum við kærlega fyrir góðar viðtökur.

Núna endurtökum við leikinn og hittumst í Litla-Garði og kynnum okkur bú þeirra hjóna Herdísar og Stefáns Birgis.

Sama fyrirkomulag verður og síðast þar sem þeir sem skrá þátttöku sína á viðburðinn mæta sjálfir með eitthvað á hlaðborð sem gestir geta gætt sér á. Hver og einn ræður hvað hann mætir með.

Hægt er að skrá þátttöku á viðburðinn inn á facebook með því að fara á eftirfarandi link: https://www.facebook.com/events/159332811416347/

Fyrir þá sem eru ekki á fésbókinni en ætla að mæta þá vinsamlegast sendið tölvupóst á Stefán Birgi eða Herdísi á netfangið: litligardur601@gmail.com
Komum saman spjöllum yfir kaffisopa og góðgæti.

Gestgjafar munu kynna bú sitt og starfsemi.

Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir eru velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.